Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hafrannsóknastofnun hefur lýst yfir vilja sínum til að flytja höfuðstöðvar sínar að Vesturvör 29 í Kópavogi. Viðræður standa yfir við eiganda hússins sem stendur við Kópavogs- höfn. Verði af því hyggst Kópavogs- bær lengja hafnarkantinn svo rann- sóknarskipin komist vel fyrir. Fyrirtæki í Hafnarfirði bauð einnig fram húsnæði við Hafnarfjarðar- höfn. Eigendur þess segja fram- kvæmdir Kópavogsbæjar opinberan styrk og hyggjast leita réttar síns. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, kveðst ánægður með að fá starfsemi Hafró í bæjarfélagið. „Á þessu svæði er gert ráð fyrir bland- aðri byggð. Hafró er snyrtilegur og fínn vinnustaður sem fellur vel að íbúðabyggð. Þá er þarna margt vel menntað og hæft starfsfólk,“ segir Ármann. Tekjur af byggingarrétti Samningar um húsið eru á milli Regins og ríkisins. Kópavogur kem- ur inn í málið vegna hafnarinnar. Í útboðinu var talið æskilegt að höfuð- stöðvarnar væru við höfn svo öll starfsemin gæti verið á einum stað. Ármann segir að rannsóknarskipin taki mikið pláss og ekki æskilegt að þau útiloki aðra starfsemi við höfn- ina. Þess vegna sé verið að athuga möguleika á að lengja hafnarkantinn til norðvesturs og stækka uppfyll- inguna. Fyrstu áætlanir benda til að það muni kosta um 150 milljónir kr. Segir hann að sá kostnaður myndi nást inn með auknum fasteigna- gjöldum af húsinu og auknum tekjum hafnarinnar auk þess sem heimild fengist hjá eigendum húss- ins til að úthluta byggingarrétti fyrir fjölbýlishús í nágrenni þess. Bæjarráð Kópavogs samþykkti viljayfirlýsingu um málið með fjór- um atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa Samfylkingarinnar. Pétur Hrafn Sigurðsson lýsti sig andvígan fram- kvæmdum við höfnina í þessu skyni. Færi vel í Hafnarfirði Fornubúðir eignarhaldsfélag bauð fram hús sem fyrirtækið hyggst byggja í þessum tilgangi við gamla SÍF-húsið við Fornubúðir, við innri höfnina í Hafnarfirði. „Hafró er ein merkasta stofnun okkar Íslendinga. Hafnarfjörður á sér merka sögu og þar er mikið líf við höfnina. Mér finnst að það færi stofnuninni vel að vera í Hafnarfirði,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri Fornubúða. Hann segir að ekki þurfi að ráðast í neinar framkvæmdir við höfnina vegna flutnings skipa Hafró þangað. Bendir á að breyta þurfi bæði skipu- lagi og höfn í Kópavogi og þótt bæði skipin yrðu bundin við bryggju allt árið myndu tekjurnar ekki duga. Sérfræðingar sem hann hefur leitað til telja að aðkoma Kópavogsbæjar sé opinber stuðningur við einkafyrir- tæki. Segist Jón Rúnar munu leita réttar síns vegna þess. Hafró stefnir að Kópavogshöfn  Kópavogsbær mun ráðast í framkvæmdir við höfnina á Kársnesi til að taka við rannsóknarskipunum  Keppinautur úr Hafnarfirði telur aðkomu bæjarins opinberan stuðning við einkafyrirtæki og kærir Morgunblaðið/Golli Kópavogshöfn Ef samningar nást flytjast höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í löngu skemmuna sem sést fyrir miðri mynd, upp af athafnasvæði hafnarinnar. Lengja þarf hafnargarðinn til norðvesturs til að auka viðlegupláss. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Í deiliskipulagsgögnum um Efsta- leiti, eða svokallaðan RÚV-reit, er fjallað um áhrif uppbyggingar á um- ferð. Þar kemur fram að núverandi gatnakerfi, umhverfis reitinn, þoli vel þá aukningu á umferð sem fyr- irhuguð er. Fram kemur að við út- reikninga hafi m.a. verið gert ráð fyrir breyttum ferðavenjum og mið- að við 20% fækkun bifreiða í sam- ræmi við markmið Reykjavíkur- borgar. Þvert á væntingar Reykjavíkur- borgar sýna nýjustu tölur frá Hag- stofu Íslands, sem eru frá árinu 2014, að fyrir hverja 1.000 íbúa eru 671,2 fólksbílar og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Þá sýna mæl- ingar Vegagerðarinnar á meðal- umferð á höfuðborgarsvæðinu stig- vaxandi aukningu umferðar síðastliðin ár. Þróun umferðar er því í engu sam- ræmi við vænt- ingar borgar- innar. Gert er ráð fyr- ir 361 íbúð á svæðinu og að meðaltali búa 2,4 einstaklingar í hverri íbúð. Samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg verða íbúar á svæðinu um 866 og þeim fylgja því hátt í 600 bílar. Íbúar óánægðir Sú ákvörðun borgarráðs Reykja- víkur að breyta deiliskipulagi við Efstaleiti hefur verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. „Við gerum alvarlegar athuga- semdir við þann fjölda íbúða og þá miklu þéttingu byggðar sem er fyr- irhuguð,“ segir Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis, en hann er einn þeirra íbúa sem gert hafa at- hugasemd við fyrirhugaða uppbygg- ingu á svæðinu. „Byggingarmagn á reitnum er langt umfram það sem íbúar svæð- isins máttu vænta samkvæmt áður gildandi skipulagsáætlunum. Hin mikla fjölgun sem verður í nær- umhverfi okkar hefur í för með sér gífurlega aukningu á umferð og mengun, skort á bílastæðum og önn- ur óþægindi.“ Halldór segir allt þetta koma til með að rýra gæði og verðmæti ná- lægra eigna. „Þá er ótalið hið mikla ónæði á framkvæmdatímanum, sem óhjá- kvæmilega mun hljótast af fram- kvæmdum af þessari stærðargráðu en hér allt um kring eru íbúðir sér- staklega ætlaðar eldri borgurum.“ Morgunblaðið/Júlíus Efstaleiti Fyrirhuguð íbúðabyggð á hinum svokallaða RÚV-reit veldur íbúum nálægra svæða áhyggjum. Byggt á eigin væntingum  Borgin byggir útreikninga umferðarþunga við RÚV-reit- inn á markmiði aðlaskipulags, ekki tölum Vegagerðarinnar Halldór Blöndal Útlendingastofnun bárust rétt um 200 umsóknir um hæli hér á landi í október síðastliðnum. Aldrei áður hafa borist jafnmargar umsóknir um vernd hér á landi í einum mán- uði. Næstflestar umsóknir í einum mánuði bárust í september síðast- liðnum en þær voru 176 talsins. Nánari sundurliðunar um þjóðerni, aldur og kyn umsækjenda í október er að vænta í yfirliti um miðjan þennan mánuð. Ljóst er að fyrstu tíu mánuði árs- ins bárust um 760 hælisumsóknir. Sömu mánuði í fyrra sóttu 275 ein- staklingar um vernd hér á landi. Fram kemur á heimasíðu Útlend- ingastofnunar að umsækjendur fyrstu níu mánuði ársins hafi komið frá 50 löndum. Í tölfræði hælismála frá 20. október sl. sést að af 488 málum vörðuðu 159 mál fólk frá Albaníu, 60 mál vörðuðu fólk frá Makedóníu og 52 mál vörðuðu ein- staklinga frá Írak. Í október síðastliðnum sóttu sautján einstaklingar um aðstoð við að snúa heim og þar af eru ellefu þegar farnir. gudni@mbl.is Um 200 sóttu hér um hæli í október  Sautján vildu fara aftur heim EDINBORG 24. nóvember í 3 nætur Netverð á mann frá kr. 99.895 m.v. 2 í herbergi.Ibis CentreSouth Bridge Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 99.895 m/morgunmat Beint flug frá Egilsstöðum EGS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.