Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 Andríki bendir á að marg-tuggin klisja fékk nýja merkingu í kosningunum:    Hrun Samfylk-ingarinnar í kosningunum um helgina var alger- lega ótrúlegt.    Stærð þess séstkannski ekki síst á þeirri stað- reynd að flokkur borgarstjóra á ekki einn einasta þingmann í Reykjavík.    Og ef menn vilja gera sérgrein fyrir hversu ótrúleg sú staðreynd er þá ættu þeir að hugsa til þess að þegar Ólafur F. Magnússon varð borgarstjóri í Reykjavík var hann borg- arfulltrúi Frjálslynda flokksins. Og jafnvel Frjálslyndi flokkurinn átti þá þingmann í Reykjavík.    Í Reykjavíkurkjördæmunumbáðum og Suðvesturkjördæmi voru alls 160.000 manns á kjör- skrá og þaðan koma 35 þing- menn.    Þar á Samfylkingin enganþingmann.    Þetta eru sveitarfélöginReykjavík, Kópavogur, Hafn- arfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes.    En ekkert af þessu mun dragaúr sannfæringu Samfylking- armanna þegar þeir tala í nafni þjóðarinnar.“    Samfylkingarmenn skynjamargir að meirihlutinn í Reykjavík er þeirra helsti drag- bítur. Dagur B. Eggertsson Og það varð hrun STAKSTEINAR Veður víða um heim 3.11., kl. 18.00 Reykjavík 6 rigning Bolungarvík 7 súld Akureyri 6 súld Nuuk -3 skýjað Þórshöfn 7 súld Ósló 14 alskýjað Kaupmannahöfn 3 skýjað Stokkhólmur 1 skýjað Helsinki -2 snjókoma Lúxemborg 7 heiðskírt Brussel 9 léttskýjað Dublin 9 skýjað Glasgow 9 súld London 10 heiðskírt París 10 heiðskírt Amsterdam 9 súld Hamborg 6 skýjað Berlín 4 skýjað Vín 5 léttskýjað Moskva 0 snjóél Algarve 21 léttskýjað Madríd 20 heiðskírt Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 19 rigning Aþena 19 heiðskírt Winnipeg -1 þoka Montreal 9 rigning New York 17 þoka Chicago 12 þoka Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:23 17:01 ÍSAFJÖRÐUR 9:42 16:52 SIGLUFJÖRÐUR 9:25 16:34 DJÚPIVOGUR 8:56 16:27 Fram kemur á fréttavef Bæjarins besta, bb.is, að vestfirski fréttavef- urinn Skutull hafi lagst í dvala en vefurinn hefur ekki verið uppfærður í heilan mánuð. Sigurður Pétursson sagnfræð- ingur, sem ritstýrt hefur vefnum síð- ustu misserin, segir sínum af- skiptum af honum lokið og óvissa er því um framtíð hans. Þó ekki slík að vefurinn gæti aldrei tekið við sér aft- ur því Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri aldrei að vita nema vefurinn tæki við sér aft- ur. Hann er þó lagstur í dvala sem stendur og verður það í einhvern tíma. „Hvort ég tek við honum aftur eða annað og kannski yngra fólk verður tíminn einn að leiða í ljós.“ Skutull dregur nafn sitt frá gamla flokksblaði Al- þýðuflokksins á Ísafirði enda hafa áherslur vefsins verið í samræmi við það. Sigurður sagði í samtali við Bæj- arins besta að ekki hafi verið farið í grafgötur með pólitísk tengsl vefsvæð- isins sem málgagn jafnaðarstefn- unnar en Sigurður hefur sjálfur starfað innan hreyfingar jafn- aðarmanna um áratugaskeið. Útgáfufélagið Rauðir pennar ehf. er eigandi vefsíðunnar skutull.is. Ól- ína Þorvarðardóttir, eiginkona Sig- urðar, er formaður félagsins. Sigurður Pétursson Skutull á Ísafirði er lagstur í dvala Jólabasar kvenfélagsins Hringsins verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún sunnudaginn 6. nóvember kl. 13. Basarinn nýtur jafnan mikilla vinsælda, hann er fastur liður í undirbúningi jólahalds hjá mörgum og síðustu ár hefur myndast örtröð þegar húsið er opn- að. Á basarnum verður boðin til sölu handavinna Hringskvenna, mest jólavara, og ýmiss konar bakkelsi verður einnig á boðstólum. Þá mark- ar basarinn líka upphaf jólakorta- sölu Hringsins. Allt fé sem Hringskonur safna, gjafir og áheit rennur óskipt í Barnaspítalasjóð Hringsins. Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu, yf- irbygging félagsins er engin og fé- lagið rekið með félagsgjöldum Hringskvenna sjálfra. Það sem af er þessu ári hefur Hringurinn veitt styrki upp á 64 milljónir króna. Að sögn Sonju Egilsdóttur, for- manns Hringsins, hafa Hringskonur aflað fjár með ýmsum hætti frá stofnun félagsins árið 1904. „En jólabasarinn, eins og við þekkjum hann núna, hefur verið haldinn síðan á fimmta áratugnum,“ segir Sonja. Fastur liður í jóla- undirbúningnum  Jólabasar Hringsins á sunnudaginn Ljósmynd/Hringurinn Jólalegt Á basar Hringskvenna á sunnudaginn verður margt í boði. Um 158 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í október síðastliðn- um samkvæmt talningum Ferða- málastofu í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar eða 59 þúsund fleiri en í október á síðasta ári. Fjölgunin nem- ur 59,7% milli ára. Fjöldi ferðamanna hefur ríflega fjórfaldast frá árinu 2010 en mest hefur þó fjölgunin verið síðustu tvö ár en þá hefur fjöldinn meira en tvö- faldast. Heildarfjöldi ferðamanna frá áramótun er um 1,5 milljónir eða 36,2% fleiri en þeir voru á tímabilinu janúar til október árið 2015, að því er fram kemur í frétt frá Ferðamála- stofu. Bandaríkjamenn fjölmennastir Um 74% ferðamanna í nýliðnum október voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 21,9% af heildarfjölda og Bretar næst fjölmennastir eða 19,7% af heild. Þar á eftir fylgdu Kanada- menn (6,3%), Þjóðverjar (6,0%) og Kínverjar (4,1%). Bandaríkjamönnum fjölgaði lang- mest milli ára í október eða um 18.600 manns og voru þeir meira en tvöfalt fleiri í ár en í fyrra. Bretum fjölgaði um sjö þúsund manns í októ- ber sem er um 20% fjölgun frá því í fyrra, Kanadamönnum um 6.400 sem er tæplega þreföldun frá því í fyrra og Þjóðverjum um 3.700 sem er um 63,9% fjölgun frá því í fyrra. Þessar fjórar þjóðir báru uppi 60,3% af fjölgun ferðamanna milli ára í októ- ber. Um 50 þúsund Íslendingar fóru utan í október eða 5.300 fleiri en í október árið 2015. Um er að ræða 11,9% fleiri brottfarir en árið 2015. Ferðamenn fjórfalt fleiri í ár en 2010  59 þúsund fleiri en í október í fyrra Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is Þarftu að ráða matreiðslumann?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.