Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 82
82 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016
VIÐTAL
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Um liðna helgi var opnuð í menning-
arhúsinu Norðurbryggju í Kaup-
mannahöfn viðamikil myndlistar-
sýning Rúríar, sýning sem hún vann
sérstaklega inn í báða aðalsýningar-
sali hússins. Sýningin nefnist Fra-
gile Systems; stærri salinn á neðri
hæðinni fyllir ný innsetning, Future
Cartography VII en á efri hæðinni
er annað margbrotið verk, Balance –
Unbalanced.
Sýning Rúríar í Norðurbryggju
hefur lengi verið í undirbúningi eða
allt síðan stóra bókin um verk henn-
ar og feril var gefin út í tengslum við
bókakaupstefnuna í Frankfurt
haustið 2011. „Við erum mjög ánægð
með að fá þessa alþjóðlega viður-
kenndu listakonu til okkar á Norður-
bryggju. Við erum búin að vinna
lengi að því að fá sýinguna hingað,
og búumst við miklum áhuga – frá
bæði dönskum og alþjóðlegum gest-
um,“ segir Tine Blicher-Moritz, sýn-
ingarstjóri Norðurbryggju.
Christian Schoen, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvar
íslenskrar myndlistar, er sýningar-
stjóri en hann hefur unnið náið með
Rúri og stýrði yfirlitssýningunni á
verkum hennar í Listasafni Íslands
árið 2012.
Áhrifin verða þetta mikil
Í tilkynningu segir að sýning
Rúríar byggist á hlutum og hug-
tökum sem tengist jafnvægi og
heimssýn manna, en það viðfangs-
efni hafi verið megináhersla í list
hennar til lengri tíma. Með innsetn-
ingum sínum, myndum og hljóð-
verkum hreyfi Rúrí við skilningi og
ímyndun okkar um heiminn og veru-
leikann. Hún setji spurningar við
rammana og reglurnar í tilveru okk-
ar, með því að minna okkur á hversu
viðkvæm ýmiskonar tengsl okkar
eru, við umhverfi og samfélag.
Þegar gengið er í neðri salinn á
Norðurbryggju taka á móti gestum
stór landakort sem teygja sig upp
undir loft. Þekkja má meðal annars
Danmörku, Bangladess, austur-
strönd Bandaríkjanna og Ísland, en
þrátt fyrir að kortin séu nútímaleg
eru útlínur landanna ankannalegar.
Enda segir Rúrí kortin ekki sýna út-
línur miðað við núverandi sjávar-
stöðu, heldur miðað við þá 67 metra
hækkun hafsins sem vísindamenn
segja verða ef íshella Suðurskauts-
ins bráðnar sem og Grænlandsjökull
og aðrir jöklar.
„Yfirborð hafsins stígur og svo
þenst sjórinn líka út þegar hann
hlýnar, í þessum kortum velti ég fyr-
ir mér hvernig strandlínur landa
muni líta út þegar allur þessi ís
bráðnar. Áhrifin verða þetta mikil,“
segir Rúrí þegar þau Christian
ganga með blaðamanni milli verka.
„Mig langaði til að sjá hvernig
þetta muni líta út. Ég færi breyting-
arnar inn á samskonar kortagrunn
og kortagerðarmenn nota. Mér hef-
ur alltaf þótt Jörðin falleg og það
breytist ekkert hvernig sem strand-
línurnar eru – ég vil gjarnan að það
skíni úr þessum verkum.
Jörðin mun alltaf vera falleg –
hvort sem mannkynið er á henni eða
ekki!“
Framtíðarspáin myndgerð
Kortin eru sláandi falleg í ná-
kvæmni sinni, þótt boðskapurinn
sem þau sýna sé ógnvænlegur. Við
skoðum til að mynda kortið af hinu
láglenda Bangladess, þéttbýlasta
svæði Jarðar, en við þessa hækkun
sjávarborðs er strandlínan komin
norður undir Himalajafjöll. Og Rúrí
segir brosandi að Íslandskortið með
þessum breyttu strandlínum minni
sig á gömul Íslandskort. „En þetta
lítur ekki vel út fyrir byggðakjarna
landsins, þeir eru nær allir komnir á
kaf. Efstu byggðir Reykjavíkur
standa upp úr, smávegis af Akureyri
og mögulega af Egilsstöðum. Þetta
er verulega breytt landsýn,“ segir
hún og bendir bæði á sjávarlínuna
og það að jöklarnir eru horfnir.
Er þetta myrk sýn á framtíðina
eða einfaldlega raunsæi?
„Ég vildi sjá þessa framtíðarspá
myndgerða svona áður en ég mynda
mér skoðun á því,“ svarar Rúrí.
Christian bætir við að kortin séu
svo falleg að það sé erfitt að vera
svartsýnn á þessa þróun.
„Kannski væri bara það besta fyr-
ir Jörðina að mannskepnan myndi
hverfa af henni,“ svarar Rúrí. Bætir
svo við að hún hafi alltaf verið
áhugasöm um það hvernig framtíðin
muni þróast, eða hvernig við getum
þróast inn í framtíðina. „Ég vinn
ekki með söguna sem rómantísk fyr-
irbæri heldur út frá þekkingar-
grunni.“
Hvernig vegum við og metum?
Í innsetningunni með kortunum
eru líka nokkrir ljósmyndaseríur,
allt myndir af hafinu og sýna sumar
öldur brotna, aðrar ágengar skvett-
ur og ólgur. „Ég hef annað veifið
ljósmyndað hafið, það heillar mig –
það getur verið ágengt og ógnandi
en það er líka undurfagurt,“ segir
Rúrí. „Ég valdi hér úr myndum sem
sýna mismunandi blæbrigði hafsins
– svo er áhugavert í þessu sambandi
að þetta hús hér, Norðurbryggja,
stendur alveg við sjóinn.“
Í stigaganginum milli salanna hef-
ur verið komið fyrir nokkrum eldri
verkum Rúríar þar sem vísað er í
mælingar, verk sem hún segir hafa
djúpa merkingu fyrir sér. Þegar síð-
an er gengið inn í innsetninguna í
efri salnum tekur tif og klukkuslátt-
ur á móti gestum, ágengt hljóðverk
úr hljóðum fjölmargra úr- og
klukkuverka sem Rúrí hefur sankað
að sér gegnum árin. Stundum styrk-
ist hljóð og herðist á tifinu og það
ómar um salinn þar sem getur að líta
svífandi hnattlíkön, allrahanda vogir
sem vega bækur, handsprengjur,
klukkur og krukkur með vatni í, á
upphækkun á miðju gólfi er fjöldi
vatnskrukkna og myndbandsverki
varpað á vegg.
„Þetta er verkið Balance – Unbal-
anced, hér sjáum við tákn þekking-
arinnar, mælitæki sem við notum til
að skrá þekkingu sem við teljum
okkur búa yfir – en hvernig við
vinnum úr þeirri þekkingu er stór
spurning. Hvernig við vegum og
metum gildin sem við þekkjum,“
segir Rúrí þar sem við göngum milli
mælitækjanna og þessara tákn-
mynda þekkingar.
Öllum þessum vogum og klukkum
hefur hún sankað að sér víða að og
segir þessa sýningu vera eitt skrefið
í löngu ferli hjá sér. „Rétt eins og
vatnið hefur lengi verið þema hjá
mér,“ en það hefur meðal annars
mátt sjá í verkum á undanförnum
árum þar sem hún tekst á við virkj-
anir á hálendinu og fossa sem hafa
horfið, en vatnið er líka grunntákn
fyrir lífið.
„Ég elti sífellt mína þræði, rekst
svo á nýja frjóanga og skoða þá, og
nýir fletir birtast. Maður er alltaf að
læra. Ég er áhorfandi, fylgist með
heiminum, og vissulega er ekki allt
fallegt sem maður sér,“ segir hún.
Rúrí segist hafa notið samstarfs
við gott fólk sem hafi hjálpað henni,
við kortagerð sem hljóðverk, og þá
hafi samstarfið við Christian verið
afar gefandi. „Hann hefur yfirsýn
yfir verkin mín, býr yfir mikilli
reynslu og svo hefur hann mjög gott
auga fyrir myndlist,“ segir hún. Og
verkin á þessari viðamiklu sýningu
hennar sýna okkur heiminn, og
hvernig hann gæti orðið.
Í tengslum við sýninguna í Kaup-
mannahöfn kemur út bók um verkin,
með skrifum eftir Christian Schoen
og Jonatan Habib Engqvist.
Morgunblaðið/Einar Falur
Þekking „Mig langaði til að sjá hvernig þetta muni líta út,“ segir Rúrí um landakortin sem sýna breyttar strandlín-
ur ýmissa landa miðað við 67 metra hækkun sjávar. Hér eru þau Christian Schoen sýningarstjóri við Íslandskortið.
Tákn Hluti innsetningarinnar Balance – Unbalanced í efri sýningarsal
Norðurbryggju. „Hér sjáum við tákn þekkingarinnar,“ segir Rúrí.
„Jörðin mun alltaf vera falleg “
Í viðamikilli sýningu á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn tekst Rúrí meðal annars á við hækkandi
sjávarstöðu vegna hlýnunar, mælingu heimsins og spyr hvernig unnið sé úr þeirri þekkingu
Verk Balance XIX á sýningunni á
Norðurbryggju. Þekking og eyðing.
SÖLUAÐILAR
Reykjavík: Gullbúðin Bankastræti 6 s:551-8588 | Gullúrið Mjódd s: 587-410
Meba Kringlunni s: 553-1199 | Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711
Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900 | Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900
Rhodium Kringlunni s: 553-1150 | Kópavogur: Klukkan Hamraborg 10 s: 554-4320
Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666
Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757
Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509
Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458
Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886
Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433
Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333