Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016
Andríki bendir á að marg-tuggin klisja fékk nýja
merkingu í kosningunum:
Hrun Samfylk-ingarinnar í
kosningunum um
helgina var alger-
lega ótrúlegt.
Stærð þess séstkannski ekki
síst á þeirri stað-
reynd að flokkur
borgarstjóra á ekki einn einasta
þingmann í Reykjavík.
Og ef menn vilja gera sérgrein fyrir hversu ótrúleg sú
staðreynd er þá ættu þeir að
hugsa til þess að þegar Ólafur F.
Magnússon varð borgarstjóri í
Reykjavík var hann borg-
arfulltrúi Frjálslynda flokksins.
Og jafnvel Frjálslyndi flokkurinn
átti þá þingmann í Reykjavík.
Í Reykjavíkurkjördæmunumbáðum og Suðvesturkjördæmi
voru alls 160.000 manns á kjör-
skrá og þaðan koma 35 þing-
menn.
Þar á Samfylkingin enganþingmann.
Þetta eru sveitarfélöginReykjavík, Kópavogur, Hafn-
arfjörður, Garðabær, Mosfellsbær
og Seltjarnarnes.
En ekkert af þessu mun dragaúr sannfæringu Samfylking-
armanna þegar þeir tala í nafni
þjóðarinnar.“
Samfylkingarmenn skynjamargir að meirihlutinn í
Reykjavík er þeirra helsti drag-
bítur.
Dagur B.
Eggertsson
Og það varð hrun
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 3.11., kl. 18.00
Reykjavík 6 rigning
Bolungarvík 7 súld
Akureyri 6 súld
Nuuk -3 skýjað
Þórshöfn 7 súld
Ósló 14 alskýjað
Kaupmannahöfn 3 skýjað
Stokkhólmur 1 skýjað
Helsinki -2 snjókoma
Lúxemborg 7 heiðskírt
Brussel 9 léttskýjað
Dublin 9 skýjað
Glasgow 9 súld
London 10 heiðskírt
París 10 heiðskírt
Amsterdam 9 súld
Hamborg 6 skýjað
Berlín 4 skýjað
Vín 5 léttskýjað
Moskva 0 snjóél
Algarve 21 léttskýjað
Madríd 20 heiðskírt
Barcelona 18 léttskýjað
Mallorca 23 léttskýjað
Róm 19 rigning
Aþena 19 heiðskírt
Winnipeg -1 þoka
Montreal 9 rigning
New York 17 þoka
Chicago 12 þoka
Orlando 26 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:23 17:01
ÍSAFJÖRÐUR 9:42 16:52
SIGLUFJÖRÐUR 9:25 16:34
DJÚPIVOGUR 8:56 16:27
Fram kemur á fréttavef Bæjarins
besta, bb.is, að vestfirski fréttavef-
urinn Skutull hafi lagst í dvala en
vefurinn hefur ekki verið uppfærður
í heilan mánuð.
Sigurður Pétursson sagnfræð-
ingur, sem ritstýrt hefur vefnum síð-
ustu misserin, segir sínum af-
skiptum af honum lokið og óvissa er
því um framtíð hans. Þó ekki slík að
vefurinn gæti aldrei tekið við sér aft-
ur því Sigurður sagði í samtali við
Morgunblaðið að það væri aldrei að
vita nema vefurinn tæki við sér aft-
ur. Hann er þó lagstur í dvala sem
stendur og verður það í einhvern
tíma.
„Hvort ég tek við honum aftur eða
annað og kannski yngra fólk verður
tíminn einn að leiða í ljós.“
Skutull dregur nafn sitt frá gamla
flokksblaði Al-
þýðuflokksins á
Ísafirði enda hafa
áherslur vefsins
verið í samræmi
við það.
Sigurður sagði
í samtali við Bæj-
arins besta að
ekki hafi verið
farið í grafgötur
með pólitísk
tengsl vefsvæð-
isins sem málgagn jafnaðarstefn-
unnar en Sigurður hefur sjálfur
starfað innan hreyfingar jafn-
aðarmanna um áratugaskeið.
Útgáfufélagið Rauðir pennar ehf.
er eigandi vefsíðunnar skutull.is. Ól-
ína Þorvarðardóttir, eiginkona Sig-
urðar, er formaður félagsins.
Sigurður
Pétursson
Skutull á Ísafirði
er lagstur í dvala
Jólabasar kvenfélagsins Hringsins
verður haldinn á Grand Hótel
Reykjavík við Sigtún sunnudaginn 6.
nóvember kl. 13. Basarinn nýtur
jafnan mikilla vinsælda, hann er
fastur liður í undirbúningi jólahalds
hjá mörgum og síðustu ár hefur
myndast örtröð þegar húsið er opn-
að.
Á basarnum verður boðin til sölu
handavinna Hringskvenna, mest
jólavara, og ýmiss konar bakkelsi
verður einnig á boðstólum. Þá mark-
ar basarinn líka upphaf jólakorta-
sölu Hringsins.
Allt fé sem Hringskonur safna,
gjafir og áheit rennur óskipt í
Barnaspítalasjóð Hringsins. Allt
starf er unnið í sjálfboðavinnu, yf-
irbygging félagsins er engin og fé-
lagið rekið með félagsgjöldum
Hringskvenna sjálfra. Það sem af er
þessu ári hefur Hringurinn veitt
styrki upp á 64 milljónir króna.
Að sögn Sonju Egilsdóttur, for-
manns Hringsins, hafa Hringskonur
aflað fjár með ýmsum hætti frá
stofnun félagsins árið 1904. „En
jólabasarinn, eins og við þekkjum
hann núna, hefur verið haldinn síðan
á fimmta áratugnum,“ segir Sonja.
Fastur liður í jóla-
undirbúningnum
Jólabasar Hringsins á sunnudaginn
Ljósmynd/Hringurinn
Jólalegt Á basar Hringskvenna á
sunnudaginn verður margt í boði.
Um 158 þúsund erlendir ferðamenn
fóru frá landinu í október síðastliðn-
um samkvæmt talningum Ferða-
málastofu í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar eða 59 þúsund fleiri en í
október á síðasta ári. Fjölgunin nem-
ur 59,7% milli ára.
Fjöldi ferðamanna hefur ríflega
fjórfaldast frá árinu 2010 en mest
hefur þó fjölgunin verið síðustu tvö
ár en þá hefur fjöldinn meira en tvö-
faldast. Heildarfjöldi ferðamanna
frá áramótun er um 1,5 milljónir eða
36,2% fleiri en þeir voru á tímabilinu
janúar til október árið 2015, að því er
fram kemur í frétt frá Ferðamála-
stofu.
Bandaríkjamenn fjölmennastir
Um 74% ferðamanna í nýliðnum
október voru af tíu þjóðernum.
Bandaríkjamenn voru fjölmennastir
eða 21,9% af heildarfjölda og Bretar
næst fjölmennastir eða 19,7% af
heild. Þar á eftir fylgdu Kanada-
menn (6,3%), Þjóðverjar (6,0%) og
Kínverjar (4,1%).
Bandaríkjamönnum fjölgaði lang-
mest milli ára í október eða um
18.600 manns og voru þeir meira en
tvöfalt fleiri í ár en í fyrra. Bretum
fjölgaði um sjö þúsund manns í októ-
ber sem er um 20% fjölgun frá því í
fyrra, Kanadamönnum um 6.400 sem
er tæplega þreföldun frá því í fyrra
og Þjóðverjum um 3.700 sem er um
63,9% fjölgun frá því í fyrra. Þessar
fjórar þjóðir báru uppi 60,3% af
fjölgun ferðamanna milli ára í októ-
ber.
Um 50 þúsund Íslendingar fóru
utan í október eða 5.300 fleiri en í
október árið 2015. Um er að ræða
11,9% fleiri brottfarir en árið 2015.
Ferðamenn fjórfalt
fleiri í ár en 2010
59 þúsund fleiri en í október í fyrra
Láttu okkur ráða
Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is
Þarftu að ráða
matreiðslumann?