Morgunblaðið - 09.11.2016, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 6
Stofnað 1913 263. tölublað 104. árgangur
SÖMU LAUN Á
LEIKJUM KARLA
OG KVENNA
ÍSLAND Í STERKUM RIÐLI
LJÓÐABÓK ÞOR-
STEINS FRÁ HAMRI
LYKILL AÐ SKILNINGI
ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA RITDÓMUR 38JAFNRÉTTISÁKVÖRÐUN 12
Morgunblaðið/Golli
Fundur Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, hittir forseta.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sem í dag hef-
ur haft umboð til stjórnarmynd-
unar í eina viku, mun hefja form-
legar stjórnarmyndunarviðræður
við aðra flokka í þessari viku.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti
Íslands, ræddi við Bjarna í gær og
setti hann forseta inn í stöðu mála.
Að líkindum skýrist það á morg-
un, jafnvel seinni partinn í dag eða
kvöld, hverjum Bjarni býður fyrst
að borðinu til að hefja formlega við-
ræður um myndun stjórnar. »6
Viðræður um stjórn-
armyndun hefjast
á næstu dögum
Það þurfti ekki bandarískan ríkisborgararétt
til þess að greiða atkvæði á Hilton Nordica-
hótelinu í gærkvöldi þegar gestir bandaríska
sendiráðsins fengu að kjósa á milli þeirra Don-
alds Trumps og Hillary Clinton.
Bandaríska sendiráðið stóð fyrir kosn-
ingavöku á hótelinu og var það opið gestum og
gangandi frá hálftólf í gærkvöldi. Boðið var
upp á bandarískar veitingar frá. KFC, Taco
Bell, Pizza Hut og Krispy Kreme og voru
stjórnmálaskýrendurnir Silja Bára Ómarsdóttir
og Jón Gunnar Ólafsson frá Háskóla Íslands
fengin til að fara yfir kosningaferlið í Banda-
ríkjunum með gestunum.
Þegar Morgunblaðið fór í prentun lágu úrslit
í hinum raunverulegu forsetakosningum ekki
fyrir. Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi
bandaríska sendiráðsins, segir tilganginn með
kosningavökunni vera að bandaríska sendiráð-
ið geri sér glaðan dag með íslenskum vinum
sínum. Eftirvænting sé eftir viðburðinum í
kringum hverjar kosningar en kosningavökur
sendiráðsins hafa verið mjög vel sóttar síðasta
áratuginn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fengu að spreyta sig á valkostunum
Forsetakosningar í Bandaríkjunum
Bandaríska sendiráðið hélt skuggakosningar á kosningavökunni í gærkvöldi
Blikur eru á
lofti í kjara-
málum sjómanna
og hefst verkfall
hjá félögum sjó-
manna og vél-
stjóra annað
kvöld. Takist
ekki að semja
fyrir klukkan 23
þann dag skellur
á verkfall á fiski-
skipaflotanum og verður honum þá
stefnt í land. Næsti fundur í kjara-
deilunni er boðaður í dag.
Skipstjóri á Kleifabergi, sem
statt er í Barentshafi, segist bjart-
sýnn á lausn og því ekki farinn að
hugsa til heimferðar. »2 og 11
Sigla til lands annað
kvöld semjist ekki
Veiðar Sjómenn
hóta nú verkfalli.
Samkvæmt fundargerð sveit-
arstjórnar Bláskógabyggðar er
fyrirhugað að byggja um tvö
þúsund fermetra baðlón ásamt
þjónustubyggingu og hundrað
herbergja hóteli, aðstöðuhúsi
fyrir starfsmenn og möguleika á
stækkun hótelsins.
Þjónustubyggingin yrði um
fjögur þúsund fermetrar, hót-
elið um sex þúsund fermetrar
og stækkunarmöguleikar á þrjú
til fjögur þúsund fermetrum.
Að sögn eins forsvarsmanna
verkefnisins hefur það legið
lengi í farvatninu að nýta jarð-
hitann á Efri-Reykjum. Stað-
setningin sé góð vegna nálægð-
ar við geysivinsælu
ferðamannastaðina Gullfoss,
Geysi og Þingvelli.
Jarðhitinn
nýttur í baðlón
SLAKAÐ Á Á EFRI-REYKJUM
Andri Steinn Hilmarsson
Björn Jóhann Björnsson
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
ætlar að gera ráð fyrir risa-ferða-
þjónustuverkefni í landi Efri-
Reykja í endurskoðun á aðalskipu-
lagi sveitarfélagsins en þróunar-
félagið Reykir ehf. ætlar að reisa
þar 100 herbergja hótel ásamt tvö
þúsund fermetra baðlóni á svæð-
inu.
Fimm til sex milljarða verkefni
Verkefnið mun að öllum líkindum
taka nokkur ár að sögn Reynis
Kristinssonar hjá REK-ráðgjöf
sem komið hefur að verkefninu.
Kostnaðurinn er áætlaður á bilinu
fimm til sex milljarðar króna og
skapast 70 til 100 störf á nýja
ferðamannastaðnum.
Töluverð uppbygging hefur átt
sér stað í ferðamannatengdum iðn-
aði á Suðurlandi á undanförnum
misserum. Fyrr á þessu ári var tek-
in í notkun ný hæð á Hótel Selfossi
og Fosshótel Jökulsárlón var opnað
á Hnappavöllum á þessu ári. Þá var
bætt við 30 herbergjum á Hótel
Kötlu á Höfðabrekku á árinu. Sam-
tals fjölgaði hótelherbergjum á
Suðurlandi um hundrað á milli
sumra 2015 og 2016 skv. tölum
Hagstofunnar. Ragnhildur Svein-
bjarnardóttir, verkefnastjóri hjá
Markaðsstofu Suðurlands, segir
fjölgun gistirýma vera þó nokkru
meiri þar sem gistiheimilum, far-
fuglaheimilum og öðrum tegundum
gistingar en hótelgistirýmum hafi
fjölgað þónokkuð á árinu.
Þá eru framkvæmdir við stækk-
un Hótels Geysis langt komnar og
stefnt er að opnun Lava-fræðslu-
setursins á Hvolsvelli í maí á næsta
ári. Fjárfestingin í Lava-setrinu er
á annan milljarð króna.
Risafjárfesting á Suðurlandi
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar skoðar að gera breytingar á aðalskipulaginu
Áætluð fjárfesting vegna 100 herbergja hótels og baðlóns er 5 til 6 milljarðar kr.
Suðurland Hótelherbergjum fjölgaði um hundrað á milli sumra 2015 og
2016. Mikil uppbygging er í ferðaþjónustutengdum iðnaði á Suðurlandi.
MLón og hótel fyrir milljarða »4