Morgunblaðið - 09.11.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 09.11.2016, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 Mangójógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt: Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is VIÐTAL Atli Vigfússon laxam@simnet.is „Það hefur verið mjög lítill reki undanfarin ár. Þetta hefur breyst mikið og það er ekki bara minni reki, það er líka minni eftirspurn eftir rekaviðarstaurum. Ég auglýsti nokkra hornstaura um árið en það spurði enginn eftir þeim.“ Þetta segir Sigurður Ólafsson á Sandi 2 í Aðaldal, en hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á rekaviðnum og haft gaman af því að fara í fjöruna og draga heim trén. „Ég sótti nýlega fjóra hornstaura út á reka, en það var lítið annað að hafa eins og venjulega. Til þess að komi reki þarf að koma norðangarri í nokkra daga,“ segir Sigurður, sem man góða daga hvað rekaviðinn varðar. Svo virðist sem mun minna sé af rekaviði í sjónum núna og mjög lítið skilar sér á land miðað við það sem áður var. Ástæðurnar eru eflaust margar en ein þeirra er sú að mun meiri tækni er nú notuð í nytja- skógunum erlendis til þess að flytja trén í verksmiðjurnar og mun minna tapast á þeirri leið en áður var. T.d. er mun minna fleytt niður fljótin eins og fyrr á árum. Hins vegar má ætla að töluvert af reka- viði sé enn að losna úr hafísnum vegna hlýnunar og mun þann við ef- laust reka víða á fjörur landsins. Gaman að finna rekavið Sigurður flutti að Sandi 2 árið 1982 ásamt konu sinni Hólmfríði Bjartmarsdóttur og börnum þeirra. Sigurður fór fljótt að sinna rek- anum. Síðan eru rúmlega þrjátíu ár og á þessum tíma eru stór tré á rekanum allt í einu orðin mjög sjaldgæf. Hins vegar má oft finna minni drumba og ágæta hornstaura. Á fyrstu búskaparárunum aðstoðaði Sigurður mikið Valtý Guðmunds- son, föðurbróður Hólmfríðar, sem þá var á efri árum, við að draga heim rekaviðinn á Massey Fergu- son sem var skemmtilegt verk. Val- týr var duglegur að kljúfa staura og lét aðra bændur hafa ef eft- irspurnin var þannig. Á Sandi hafa alltaf verið til góðir meitlar og það er auðvitað kúnst að kljúfa staurana þannig að viðurinn nýtist vel. Rekaviður er rammgert efni Rekaviður hefur alla tíð verið mikið notaður við Skjálfanda eins og víða annars staðar. Bændum þykja rekaviðarstaurarnir mun end- ingarbetri og rammgerðari en þeir innfluttu staurar sem nú fást í verslunum. Útlendu staurarnir eru oftast úr fljótsprottnum viðarteg- undum og hafa enga endingu miðað við rekaviðinn. Sama gildir um horn- og hliðstaura sem líka er hægt að fá í búðum á tiltölulega vægu verði. Ekki eru mjög mörg ár síðan bændur við Skjálfanda fengu Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði á Ströndum til þess að saga rekavið í borð og burðarviði. Nýja íbúðar- húsið á Sílalæk sem byggt var 1997 er aðallega úr rekaviði og fjósið á Björgum í Kinn er klætt að utan með söguðum rekaviði og verður sú klæðning að teljast óforgengileg, svo sterkleg er hún. Við Skjálfanda hafa oft verið mik- il rekaár sem menn muna eftir á síðustu öld. Norðanáttarsumarið 1979 kom mikill reki á fjörur við Skjálfanda og líka árið 1981 þegar hafísinn rak rekaviðinn upp að land- inu. Sá reki sem kom á þessum ár- um entist lengi og varð til mikilla nytja. Sigurður á Sandi segir að not fyr- ir rekavið hafi minnkað m.a. vegna þess að búskaparhættir hafi breyst og á sumum bæjum sé þörf fyrir minna af girðingum. Sérstaklega á það við um jarðir þar sem sauð- fjárrækt hefur minnkað eða lagst af. Þá er mjög lítið af girðingum á sérhæfðum kúabúum sem nota meira færanlegar rafgirðingar fyrir gripina. Ekki fyrir löngu gaf Sig- urður töluvert af rekaviði í sperrur sem settar voru í gamalt hesthús úr torfi og grjóti sem verið var að gera upp á bænum Þverá í Laxárdal. Þar hafa verið gerð upp gömul útihús og kemur mikið af viðinum sem not- aður hefur verið af fjörum við Skjálfanda. Sigurður og kona hans Hólm- fríður hafa alltaf gaman af því að fara á rekann og það getur verið forvitnilegt að fara á sandinn þegar norðangarrinn gengur niður. Eitt sinn þegar haldið var af stað sagði Hólmfríður þetta: Nú skal halda á Sjávarsand sækja valda spýtu. Sérhver alda upp við land er að falda hvítu. Lítill rekaviður við Skjálfanda  Minni reki og minni eftirspurn eftir rekaviðarstaurum  Bændum við Skjálfanda þykja rekaviðar- staurarnir mun endingarbetri og rammgerðari en innfluttir staurar sem fást nú í verslunum Morgunblaðið/Atli Vigfússon Rekaviður Sigurði Ólafssyni á Sandi 2 í Aðaldal finnst gaman að fara út á sandinn til að gá hvort eitthvað hefur rekið. Svo virðist sem mun minna sé af rekaviði í sjónum núna og mjög lítið skilar sér á land m.v. það sem áður var. Eitt sinn þegar Hólmfríður og Sigurður á Sandi voru á ferð á Langanesi ógnaði Sigurði að sjá allan þennan vannýtta rekavið í fjörunum. Þá sagði Hólmfríður þetta: Við fjörukambinn grasið grær við gamla hleðslu, liggur ær uppi á hólnum, aðeins fjær er önnur þúst. Þar var áður bóndabær sem bara er rúst. Fyrir neðan fjaran grá full af viði, aldan blá rekann, sem nú enginn á upp að landi ber. Það er mikil synd að sjá sóunina hér. Við fjöru- kambinn INNBLÁSTUR Morgunblaðið/Atli Vigfússon Rammgert Fjósið á Björgum í Kinn er klætt með rekaviði sem kom á land við Skjálfandafljótsós. Klæðningin er mjög sterkleg. Sandur 2 er nýbýli úr jörðinni Sandi í Aðaldal og byggt 1948 á fjórðungi jarðarinnar. Sand 2 byggðu hjónin Hólmfríður Sig- fúsdóttir og Bjartmar Guð- mundsson, síðar alþingismaður, en þar býr nú dóttir þeirra Hólmfríður Bjartmarsdóttir ásamt manni sínum Sigurði Ólafssyni. Á Sandi er mikið víðsýni til allra átta, vestur til Kinnarfjalla, suður til öræfa, til Reykjaheið- arfjalla í austri, norður um Tjör- nes og til Flateyjar og Gríms- eyjar. Þar er mikið fuglalíf á vorin og til langs tíma sér- staklega mikið kríuvarp. Víðsýni til allra átta SANDUR 2 Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is Ríkissaksóknari hefur fellt niður skjalafölsunarmál gegn Heilbrigðis- stofnun Vesturlands (HVE), sem móðir stúlku sem hlaut mikinn heila- skaða í fæðingu kærði í þriðja sinn fyrir á þessu ári. Málið var fellt niður á grundvelli fyrningar og segir móð- irin, Hlédís Sveinsdóttir, í samtali við mbl.is það taka út fyrir öll vel- sæmismörk að vísa málinu frá á grundvelli fyrningar þegar það hafi velkst um í kerfinu í lengri tíma. „Skjalafalsmálið er fellt niður vegna þess að það er fyrnt. Jibb, þið lásuð rétt. Ríkissaksóknari telur reyndar að það hefði mátt rannsaka það frekar, væri það ekki fyrnt,“ seg- ir í færslu sem Hlédís birti á Facebo- ok-síðu sinni. „Yfirlæknir sem ritaði skýrsluna sem send var Landlækni hefur jú ekki ennþá þurft að svara fyrir það hvers vegna hann skrifar sem aðal- atriði að „klippt hafi verið í vulva“ þegar myndband sýnir að svo var sannarlega ekki. Ríkissaksóknari telur einnig fram aðra saknæma hegðun svo sem skráningu sjúkra- skýrslu o.fl. Allt fyrnt.“ Ól stúlkubarn í janúar 2011 Hlédís ól stúlkubarn á Heilbrigð- isstofnun Vesturlands á Akranesi í janúar 2011. Tuttugu mínútum fyrir fæðingu hægðist mikið á hjartslætti barnsins og þegar það fæddist var stúlkan hvít og líflaus. Um hálfum sólarhring eftir fæðingu var barnið svo sent á vökudeild. Hlédís Sveinsdóttir segir í samtali við mbl.is að eftir standi að aðalákæ- ruliður sinn sé enn órannsakaður. „Mér finnst ríkissaksóknari alltaf hafa bakkað mig upp í að þetta verði rannsakað. Hann segir í þessu bréfi að það hefði átt að rannsaka þetta betur,“ segir Herdís og bætir við að meðferð á sjúkraskýrslum brjóti í bága við lög og yfirmaður fæðing- arhjálpar HVE hafi aldrei verið spurður út í ummæli sín. Fölsunarmálið fyrnt  Ríkissaksóknari felldi niður skjalafölsunarmál gegn HVE á grundvelli fyrningar  Hlaut mikinn heilaskaða í fæðingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.