Morgunblaðið - 09.11.2016, Side 16

Morgunblaðið - 09.11.2016, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Handhafar forsetavalds fengu greiddar rúmar 44 milljónir í laun og launatengd gjöld árin 2012-2015. Þetta kemur fram í svari forsætis- ráðuneytisins við fyrirspurn Morgun- blaðsins. Handhafar fara m.a. með valdið þegar forseti er í útlöndum. Þeir eru forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra. Brynhildur Pétursdóttir, þáver- andi alþingismaður Bjartrar fram- tíðar, beindi fyrirspurn til forsætis- ráðherra þar sem spurt var hve oft Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrver- andi forseta Íslands, hefði verið fylgt árlega út á Keflavíkurflugvöll árin 2012-2015. Ekki greitt fyrir fylgdina Í svari Sigurðar Inga Jóhannsson- ar forsætisráðherra, sem dreift var á Alþingi í ágúst sl., kom fram að árið 2012 hefði forseta verið fylgt í 13 skipti, árið 2013 í 14 skipti, árið 2014 í sex skipti og árið 2015 í 12 skipti, eða 45 skipti alls. Einnig kom fram í svarinu að handhafar forsetavalds hefðu ekki fengið greitt sérstaklega fyrir fylgdina út á flugvöll. Í 7. grein laga um laun forseta Ís- lands segir svo: „Handhafar forseta- valds skv. 8. gr. stjórnarskrárinnar skulu samanlagt njóta jafnra launa og laun forseta eru þann tíma sem þeir hverju sinni fara með forseta- vald um stundarsakir. Skulu launin skiptast að jöfnu milli þeirra. Hand- hafar forsetavalds skulu fá greiddan útlagðan kostnað vegna starfans.“ Í framhaldi af fyrirspurn Bryn- hildar Pétursdóttur á Alþingi og svari forsætisráðherra var fyrir- spurn send á forsætisráðuneytisins og spurt um greiðslur til handhafana á þeim árum sem fyrirspurn Bryn- hildar náði til. Vegna anna í ráðuneytinu var fyr- irspurnin í óvenjulöngu svarferli, en svar barst í þessari viku. Þar segir: „Handhafar fá greitt þann tíma sem þeir eru handhafar. Greiðslur til handhafa forsetavalds á umræddu tímabili voru samtals 44.192.238 kr. Þetta eru laun að með- töldum launatengdum gjöldum og skiptast svona milli ára: 2012: 7.836.736, 2013: 11.071.387, 2014: 11.981.601 og 2015: 13.302.514 kr. Greiðslurnar skiptast í þrennt og koma því um 14,7 milljónir í hlut hvers handhafa. Markús Sigur- björnsson var forseti Hæstaréttar öll fjögur árin. Ásta R. Jóhannes- dóttir var forseti Alþingis 2012-2013 og Einar K. Guðfinnsson árin 2013- 2015. Þau skipta upphæðinni. Jó- hanna Sigurðardóttir var forsætis- ráðherra 2012-2013 en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2013-2015. Þau skipta sömuleiðis upphæðinni. Þegar nýr forseti, Guðni Th. Jó- hannesson, tók við embætti ákvað hann að leggja af þá venju að einn af handhöfum forsetavalds fylgdi for- seta til Keflavíkurflugvellar þegar hann fer utan í embættiserindum. Handhafar fengu 44 milljónir  Handhafarnir fá greitt þegar forsetinn er erlendis og þeir fara með vald hans  Forseti Íslands fór 45 sinnum til útlanda árin 2012-2015  Fylgdin aflögð Morgunblaðið/Eggert Embættistaka Ólafur Ragnar Grímsson settur í embætti 1. ágúst 2012. Á eftir fylgja m.a. þáverandi handhafar. Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Fagleg & persónuleg þjónusta Dæmi: GRAN CREMA Frábær kaffivél fyrir lítil fyrirtæki 3.900,- án VSK Þjónusta- & leigugjald á mán. Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur! Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening? Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samkvæmt lista landskjörstjórnar er 21 nýkjörinn þingmaður ekki með skráð lögheimili í sínu kjör- dæmi, þar af 11 frá landsbyggð- arkjördæmunum. Meðal þessara þingmanna eru þrír flokksformenn. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, er 7. þingmaður Suðvest- urkjördæmis en með lögheimili í Reykjavík, líkt og Benedikt Jóhann- esson, formaður Viðreisnar, sem er 10. þingmaður Norðausturkjör- dæmis. Þá er Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, með lög- heimili í Reykjavík suður en hún er 2. þingmaður í Reykjavík norður. Í Norðvesturkjördæmi eru tveir af þremur þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins með lögheimili annars staðar, þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Teitur Björn Einars- son. Þórdís er í Kópavogi og Teitur í Reykjavík. Í Norðausturkjördæmi er Bene- dikt Jóhannesson eini þingmaðurinn með lögheimili utan kjördæmisins. Í Suðurkjördæmi er Jóna Sólveig Elínardóttir frá Viðreisn með lög- heimili í Reykjavík. Hið sama gildir um oddvita Pírata og Vinstri grænna, þá Smára McCarthy og Ara Trausta Guðmundsson. Í Suðvesturkjördæmi eru fjórir þingmenn með lögheimili í Reykja- vík, áðurnefndur Óttarr Proppé og einnig Jón Steindór Valdimarsson í Viðreisn, Jón Þór Ólafsson Pírati og Rósa Björk Brynjólfsdóttir í VG. Allir frá VG í Reykjavík norður búa í Reykjavík suður Í Reykjavík suður eru fimm þing- menn með lögheimili í norðurhlut- anum, þau Pawel Bartoszek í Við- reisn, Ólöf Nordal og Sigríður Á. Andersen, Sjálfstæðisflokki, Ásta Guðrún Helgadóttir Pírati og Kol- beinn Óttarsson Proppé í VG. Í Reykjavík norður eru fjórir þing- menn með lögheimili í Reykjavík suður, þau Björt Ólafsdóttir í Bjartri framtíð og allir þrír þing- menn Vinstri grænna, þau Katrín, Steinunn Þóra Árnadóttir og Andr- és Ingi Jónsson. Þá er Þorsteinn Víglundsson í Viðreisn með lög- heimili í Suðvesturkjördæmi, nánar tiltekið í Garðabæ. Líkt og áður eru nokkur dæmi um þingmenn sem búa á höfuðborg- arsvæðinu en eru með skráð lög- heimili í sínu kjördæmi. 21 ekki með lögheim- ili í sínu kjördæmi  Formenn þriggja flokka á þingi búa utan við sín kjördæmi Morgunblaðið/Ómar Alþingi Ekki er sjálfgefið að þingmenn búi í sínu kjördæmi eða hafi þar lög- heimili. Í Reykjavíkurkjördæmunum hefur þetta jafnan verið sitt á hvað. Alls voru veidd 132 tonn á sjóstangaveiðimótum sem fram fóru á yfirstandandi ári. Sam- kvæmt upplýsingum fiskistofu voru alls haldin 15 stangaveiðimót í ár og eru þá bæði talin innan- félagsmót og mót milli sjóstanga- veiðifélaga. Í frétt á vefsíðu Fiskistofu er bent á að samkvæmt lögum er ráð- herra heimilt að ákveða árlega að á tilteknum fjölda opinberra sjóst- anga-veiðimóta teljist afli ekki til aflamarks eða krókaaflamarks. „Afla þessara móta er ekki heim- ilt að fénýta til annars en að standa straum af kostnaði við mótshaldið. Fiskistofa fær upplýsingar um þau mót sem heimilt er að halda undir þessum formerkjum og safnar og skráir upplýsingar um afla þeirra.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vinsælt Sjóstangaveiðimót eru eft- irsótt og voru 15 haldin á þessu ári. Veiddu 132 tonn af fiski

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.