Morgunblaðið - 09.11.2016, Page 21

Morgunblaðið - 09.11.2016, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð)með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. HEYRNARSTÖ‹IN Beltone Legend ™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Börn skoða skemmdir á húsi eftir loftárás í grennd við bæinn Hamam al-Alil, um 14 kílómetra sunnan við borgina Mosúl í Írak. Stjórnarher landsins náði bæn- um á sitt vald í fyrradag og var það álitið mikil- vægur áfangi í sókn hersins í áttina að suðurjaðri borgarinnar til að sigrast á liðsmönnum Ríkis íslams, samtaka íslamista. Sérsveitir hersins hafa þegar ráð- ist inn í austurhluta borgarinnar. Ríkislögreglan í Írak kvaðst hafa fundið fjöldagröf á lóð landbúnaðarháskóla í Hamam al-Alil. Hermt var að í gröfinni væru beinagrindur um hundrað manna sem hefðu verið hálshöggnir. Sumir þeirra voru í lög- reglu- eða herbúningi en aðrir í borgaralegum klæðnaði, að sögn fréttaveitunnar AFP. Vígamenn Ríkis íslams eru taldir hafa framið mörg fjöldamorð á svæðinu áður en þeir neyddust til að hörfa til Mosúl eftir að herinn hóf sóknina að borginni fyrir þremur vikum ásamt herliði Kúrda og vopnuðum hópum síta og súnníta. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að vígamenn Ríkis íslams hefðu tekið með sér þúsundir óbreyttra borgara á flóttanum og flutt þá að flugvelli Mosúl. AFP Eyðilegging og fjöldamorð í Írak Íslamistar sagðir hafa flutt þúsundir manna með sér á flótta til Mosúl Marrakesh. AFP. | Loftslagsbreyting- ar í heiminum hafa orðið til þess að mannskæðum hitabylgjum, fellibylj- um, þurrkum og flóðum hefur fjölgað á síðustu árum, að því er fram kemur í skýrslu sem Alþjóðaveðurfræði- stofnunin (WMO) birti í gær. Talið er að rekja megi meira en helming af slíkum veðuratburðum á árunum 2011 til 2015 til loftslags- breytinga af mannavöldum, skv. niðurstöðum skýrslunnar, sem var birt í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í borginni Marrakesh í Marokkó. Þar kemur einnig fram að síðasti hálfi áratugur- inn hafi verið hlýjasta fimm ára tíma- bil á jörðinni frá því að mælingar hóf- ust og tvö síðustu ár þau hlýjustu í sögunni. Hækkandi sjávarborð sam- fara þessari fordæmalausu hlýnun er talið hafa aukið eyðileggingarmátt storma, sem hafa þegar orðið tíðari vegna hlýrra og rakara lofts. Loftslagsbreytingar „hafa aukið hættuna á öfgakenndum veður- atburðum á borð við hitabylgjur, þurrka, metúrhelli og skaðleg flóð,“ sagði Petteri Taalas, framkvæmda- stóri Alþjóðaveðurfræðistofnunar- innar, í yfirlýsingu. Stofnunin telur að um 300.000 manns hafi látið lífið af völdum ham- fara eða veðurfarsöfga sem loftslags- breytingarnar hafi stuðlað að á árun- um 2011 til 2015. Flest dauðsfallanna, sem rakin eru til aukinna áhrifa lofts- lagsbreytinga, urðu vegna þurrka í Austur-Afríku á árunum 2010 til 2012. Á meðal annarra mannskæðra veður- atburða eru fellibylurinn Haiiyan á Filippseyjum árið 2013 og hitabylgjur á Indlandi og í Pakistan á síðasta ári, að sögn veðurfræðistofnunarinnar. Talið er að á sumum stöðum hafi líkurnar á miklum hitabylgjum tífald- ast, að því er fram kemur í skýrslunni. Lönd við Miðjarðarhaf eru nefnd sem dæmi um svæði sem eru talin líkleg til að verða verst úti vegna aukinna öfga í veðurfari. Skýrsluhöfundarnir segja að nýleg rannsókn bendi til þess að um miðja öldina verði að minnsta kosti einn hættulegur veðuratburður á hverju ári á afmörkuðum svæðum í Suður-Evrópu en ekki einn á hverri öld eins og verið hafi. Í lok aldarinnar geti íbúum allrar strandlengju Evr- ópu við Miðjarðarhaf stafað hætta af þurrkum, flóðum eða hitabylgjum á hverju ári. bogi@mbl.is Öfgar í veður- fari aukast  Varað við áhrifum loftslagsbreytinga AFP Hættan eykst Petteri Taalas, framkvæmdastjóri WMO.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.