Morgunblaðið - 09.11.2016, Page 23

Morgunblaðið - 09.11.2016, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 Á ferðinni Vegna þrenginga eða lokunar gatna getur verið erfitt að komast leiðar sinnar í bíl í miðborg Reykjavíkur og þá grípa sumir til hjólsins þó að rok og rigning auðveldi ekki för. Eggert Ólíkt hafast þeir að, Gaflararnir í Hafn- arfirði og meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur. Á komandi ári verð- ur útsvar í Hafnarfirði lækkað. Álagningar- prósenta fast- eignaskatts og hol- ræsa- og vatnsgjalds á íbúðarhúsnæði lækkar einnig og dvalargjöld á leikskólum verða óbreytt á nýju ári, sem þýðir raunlækkun. Meirihluti Sjálfstæð- isflokks og Bjartrar framtíðar, sem hefur unnið að fjárhagslegri end- urreisn Hafnarfjarðar, ætlar að draga úr álögum á íbúana og lofa þeim að njóta þess árangurs sem náðst hefur. En um leið verða út- gjöld til grunnþjónustu sveitarfé- lagsins (leik- og grunnskólar, fjöl- skylduþjónusta, menningarmál og umhverfisþjónusta) aukin umfram almennar verðlagshækkanir, sam- tals að fjárhæð um 390 milljónir króna. „Í fyrsta skipti í a.m.k. 18 ár er- um við ekki með útsvarið í há- marki,“ segir Haraldur L. Haralds- son bæjarstjóri í frétt sem birtist á vef Hafnarfjarðarbæjar: „Við munum halda innviða- fjárfestingum áfram á nýju ári. Þrjár nýjar félagslegar íbúðir eru nú í kaupferli og gert ráð fyrir 200 milljónum til viðbótar í félagslegar íbúðir á næsta ári. Aukin áhersla verður lögð á fagmenntun og ný- sköpun í þjónustu bæjarins, fjöl- menningu, bættan námsárangur og snemmtæka íhlutun svo fátt eitt sé nefnt. Viðhaldi hefur verið ábótavant hin síðustu ár og munum við í ár m.a. auka við við- haldsfé til fasteigna, gatna og göngustíga bæjarins, efla snjó- mokstur og hálku- varnir, sópun, slátt og beðahreinsun.“ Rósa Guðbjarts- dóttir, oddviti Sjálf- stæðismanna og for- maður bæjarráðs Hafnarfjarðar, skrifaði grein hér í Morgunblaðið 15. september síðastliðinn þar sem hún benti á að búið væri að snúa rekstri bæjarins til betri vegar. Á fyrstu sex mánuðum ársins var af- koman 900 milljónum betri en á sama tíma fyrir ári. Hagræðing og aðhald skilaði sér. „Ein mesta hag- ræðingin náðist í útboðum vegna kaupa á þjónustu fyrir sveitar- félagið,“ skrifaði Rósa en alls nemur sparnaðurinn um 150 milljónum króna á ári eða 600 milljónum á heilu kjörtímabili. Fjármunir skattgreiðenda Það er sem sagt hægt að ná ár- angri í rekstri sveitarfélaga, jafnvel þeirra sem hafa glímt við áralanga erfiðleika. Árangurinn bitnar ekki á þjónustu við íbúana heldur þvert á móti. Rósa er í hópi þeirra stjórn- málamanna sem telja það eiga „að vera keppikefli kjörinna fulltrúa að fara vel með fjármuni skattgreið- enda“ og „nýta þá fyrst og fremst í þau verkefni sem hinu opinbera ber að sinna og gera það þá af metn- aði“: „Í Hafnarfirði munum við halda áfram á sömu braut, sýna ábyrgð og ráðdeild í rekstrinum til hagsbóta fyrir Hafnfirðinga og framtíð þeirra. Þá fer líka að verða grund- völlur til þess að lækka álögur og gjöld í bæjarfélaginu.“ Á komandi ári verður stigið mikil- vægt skref í þessa átt. Það birtir því yfir Hafnarfirði. Dýpra í vasa skattgreiðenda Í Reykjavík þurfa íbúarnir að sætta sig við að enn eitt árið verður útsvarið í hæstu hæðum og seilst verður djúpt í vasa borgarbúa. Þrátt fyrir verulega hækkun á fast- eignamati ætlar borgarstjórn ekki að koma til móts við íbúana með því að lækka álagningarprósentuna. Nei, hún verður óbreytt og þannig „krækir“ borgarsjóður sér í auka- krónur úr vösum borgarbúa. Á næsta ári verða skatttekjur borg- arinnar af hverjum íbúa 90 þúsund krónum hærri en á síðasta ári, sam- kvæmt fjárhagsáætlun. Hreinar skuldir A-hluta borgar- sjóðs hafa hækkað verulega á síð- ustu árum og munu hækka enn frekar á næsta ári. Ári áður en Dag- ur B. Eggertsson og Jón Gnarr tóku við völdum í Reykjavík var eig- infjárhlutfallið 63%. Í lok síðasta árs var það komið niður í 43% en er vonast til að það lagist lítillega á þessu ári. Í árslok 2009 námu skuld- ir A-hluta 33,8 milljörðum króna en við lok síðasta árs voru skuldirnar komnar í 80,7 milljarða króna. Í fimm ára áætlun meirihluta borgarstjórnar er reynt að draga upp bjartari mynd af afkomunni, sem þó er fyrst og fremst studd af tekjum af söluhagnaði og sölu bygg- ingarréttar, sem nema á bilinu 3,7- 4,4 milljörðum króna ár hvert. Að óbreyttu er fátt sem bendir til að A- hluti borgarsjóðs verði sjálfbær, og á næsta ári er reiknað með 2,9 millj- örðum vegna sölu byggingarréttar og 1,3 milljörðum í hagnað af sölu eigna. Með þessu á borgarsjóður að vera réttum megin við núllið. Ríkisaðstoð! Fyrr á þessu ári var ástandið svo aumt að borgin treysti sér illa til að setja heilsu barna og unglinga í for- gang og hefjast þegar handa við að skipta út eitruðu dekkjakurli á íþróttavöllum. Fréttamaður Ríkis- útvarpsins spurði þeirrar eðlilegu spurningar hvort ekki væri hægt að forgangsraða þannig að þessu væri flýtt til að róa áhyggjufulla foreldra. Borgarstjóri svaraði: „Jú, við erum í raun að gera það en þetta snýst um yfir 127 velli í 59 sveitarfélögum. Þannig að ef Al- þingi og ríkið vill koma myndarlega að málinu myndi ég fagna því. Endurbótasjóður sem myndi flýta þessu um land allt væri örugglega eitthvað sem myndi mælast mjög vel fyrir hjá þeim sem hafa lýst áhyggjum af málinu.“ Borgarstjóri var sem sagt á því að höfuðborgin þyrfti sérstaka ríkisaðstoð! Nágrannasveitarfélögin gengu hins vegar hreint til verks og töldu sig ekki þurfa sérstaka aðstoð úr ríkissjóði. Þrátt fyrir auknar tekjur kvartar borgarstjóri stöðugt undan skorti á tekjustofnum. Og meirihlutinn hef- ur sýnt af sér nokkra útsjónarsemi í þeim efnum, s.s. að leggja á sér- stakar viðbótargreiðslur og gatna- gerðargjöld á stækkun og nýbygg- ingar. Kosningaloforð gleymt Fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar hét Dagur B. Eggerts- son því að byggðar yrðu 3.000 leigu- íbúðir í borginni. Búið er að grafa það loforð fyrir löngu. Borgarstjóri hefur fremur áhuga á að rífast við oddvita Sjálfstæðismanna um hvort félagslegum íbúðum hafi fjölgað í borginni eða ekki. Halldór Hall- dórsson hefur bent á að íbúðunum hafi aðeins fjölgað um tíu að með- altali á ári frá því að Dagur B. komst í meirihluta. Stefnt var að tíu sinnum fleiri íbúðum. Í dökkri skýrslu Rauða krossins um þá sem verst eru settir í borg- inni kemur fram að þeir eigi það sameiginlegt að eiga í alvarlegum húsnæðisvanda. Ófeiminn segir borgarstjóri að „fjölgun húsnæð- iskosta“ sé eitt stærsta forgangs- verkefnið og að borgaryfirvöld ætli að fjölga félagslegum leiguíbúðum hraðar en áður. Kannski að 3.000 leiguíbúðirnar finnist fyrir lok kjör- tímabilsins en í þokunni sem liggur yfir Reykjavík verður það erfitt. Eftir Óla Björn Kárason » Það er sem sagt hægt að ná árangri í rekstri sveitarfélaga, jafnvel þeirra sem hafa glímt við áralanga erf- iðleika. Árangurinn bitnar ekki á þjónustu. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Birtir yfir Hafnarfirði – þoka yfir Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.