Morgunblaðið - 09.11.2016, Side 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016
✝ Sigríður Þor-kálsdóttir
fæddist í Bolung-
arvík 5. febrúar
1921. Hún lést á
Hjartadeild Land-
spítalans við Hring-
braut 29. október
2016.
Foreldrar Sig-
ríðar voru Þorlák-
ur Jón Ingimund-
arson frá Tindum á
Skarðsströnd, f. 11.5. 1878, d.
10.7. 1955, og Sigríður Jóns-
dóttir frá Eyri í Mjóafirði við
Ísafjarðardjúp, f. 14.9. 1879, d.
15.4. 1922.
Sigríður var yngst fimm
systkina, þau voru Þorsteinn
Þorláksson, f. 1905, d. 1926,
Friðjón Þorláksson, f. 1907, d.
1975, Sólborg Þorláksdóttir, f.
1912, d. 1990, Jakob Þorláksson,
var Stefán Jón Snæbjörnsson
húsgagnaarkitekt, f. 1937, d.
2014.
Þeirra börn eru þrjú, fyrir
átti Kristjana soninn Ragnar
Sverrisson, f. 1961. Anna Katr-
ín, f. 1967, Aðalsteinn, f. 1970,
Snæbjörn, f. 1974. Barna- og
barnabörn eru átta.
2. Þorstein Aðalsteinsson, f.
29. október 1945.
3. Tryggvi Aðalsteinsson, f.
21. júní 1948, kona hans er Aðal-
björg Þorvarðardóttir, f. 1953.
Þeirra börn eru Anna Rún, f.
1980, Sigríður, f. 1983, og Að-
alsteinn, f. 1987.
Barnabörnin eru fimm.
4. Sólveig Aðalsteinsdóttir, f.
30. júní 1955. Sambýlismaður
hennar var Ingólfur Arnarsson,
f. 1956. Þeirra börn eru Þorlák-
ur Jón og Indriði Arnar.
5. Málfríður Aðalsteinsdóttir,
f. 21.3. 1960, hennar maður var
Age Alman Kaas, f. 1957. Þeirra
börn eru Mattías Örn, f. 1988, og
Iðunn Ýr, f. 1990.
Útför Sigríðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 9. nóv-
ember 2016, kl. 13.
f. 1916, d. 1970.
Móðir Sigríðar
dó þegar hún var á
öðru aldursári og
var hún tekin í fóst-
ur af Sólveigu Hall-
grímsdóttur, f.
1882, d. 1948, og
Magnúsi Sigurðs-
syni, f. 1883, d.
1980. Þau bjuggu í
Bolungarvík og ólst
Sigríður þar upp öll
sín æsku- og unglingsár. Fóst-
ursystir hennar var Guðbjörg
Magnúsdóttir, f. 1914, d. 1973.
Sigríður giftist Aðalsteini
Tryggvasyni rafvirkja árið
1942. Þau bjuggu allan sinn bú-
skap á Guðrúnargötu 5 í Reykja-
vík, saman áttu þau fimm börn,
þau eru:
1. Kristjana Aðalsteinsdóttir,
f. 27 mars 1943, hennar maður
Tengdamóðir mín og vinkona
til hartnær 40 ára kveður okkur
nú.
Þrátt fyrir hastarleg og erfið
veikindi síðastliðnar fjórar vikur
þurfti hún alltaf að fá vissu um
að allir væru í öruggri höfn og
við góða heilsu, jafnt stórir og
smáir, en yngsti afkomandinn er
nafna hennar í Keníu rúmlega
mánaðar gömul.
Hún reyndar skildi ekkert í
því hvað allir þurfa að vera út
um hvippinn og hvappinn, þegar
stendur til boða að búa á Íslandi.
En hún var stuðningsmaður nr.
eitt hvað svo sem okkur datt í
hug að taka okkur fyrir hendur
og er mikið af listamönnum í
fjölskyldunni og fór hún ávallt á
sýningar og núna síðast í ágúst
hjá dóttur okkar Tryggva.
Ég sagði alltaf að listamanns-
hæfileikarnir kæmu frá henni
því listræn var hún og eiga allir
í fjölskyldunni postulínsdýrgrip
sem hún hefur málað á, en hún
gerði lítið úr því.
Tryggð, trúmennska, óendan-
leg væntumþykja, gleði og gáski
prýddi hana ásamt mörgu öðru.
Við hjónin fórum einu sinni með
henni á æskuslóðir í Bolung-
arvík og hafði hún frá mörgu að
segja og fannst henni jafnvel
sauðféð andlitsfríðara þar en
annars staðar á landinu. Ætt-
ingjar hennar þar búa yfir sömu
gestrisni og hún gerði.
Guðrúnargata 5, heimili
hennar til 70 ára, stóð ávallt op-
ið og hún ekki ánægð fyrr en
allir voru saddir af mat eða
bakkelsi. Ég, nýkomin inn í fjöl-
skylduna, álpaðist einu sinni og
síðan oftar að renna við í há-
deginu og það var eins og að
koma inn í mötuneyti, tengda-
pabbi og Steini komu alltaf
heim í hádeginu, en það gerðu
líka fleiri sem vissu að eitthvað
gómsætt væri í pottunum. Allt-
af nóg handa öllum og mikið
spjallað, húsmóðirin settist ekki
til borðs en var himinsæl með
hópinn sinn.
Sælureiturinn við Elliðavatn
er horfinn, en þangað flutti
Sigga með ungana sína á sumr-
in á hverju ári í mörg ár. Börn-
in mín voru svo heppin að njóta
með ömmu og afa, náttúrunnar,
garðyrkju og góðrar samveru.
Þau munu búa að því og við öll
og hugsa til ömmu og afa af
mikilli væntumþykju, virðingu
og þakklæti fyrir að hafa þau í
lífi okkar um stund.
Takk fyrir allt, þín tengda-
dóttir,
Aðalbjörg Þorvarðardóttir.
Elsku amma mín var að
sönnu ættmóðir. Með einstökum
kærleika, alúð, natni og þörf
fyrir að smala öllum hópnum
sínum saman í stofuna á Guð-
rúnargötunni, fæða okkur og
klæða. Amma hafði litla þörf
fyrir að ferðast út fyrir land-
steinana en þeim mun meira
elskaði hún náttúru Íslands.
Veröld ömmu speglaðist í smáu
hlutunum á Guðrúnargötu 5, í
sumarbústaðnum við Elliðavatn
og minningunum vestan úr Bol-
ungarvík. Kannski spilaði upp-
vöxtur ömmu einhverja rullu í
þeirri heimssýn. Hún var alin
upp hjá góðri fósturfjölskyldu
eftir að mamma hennar lést
þegar amma var rúmlega eins
árs. Hún átti gott samband við
Þorlák pabba sinn alla tíð en
hann hafði sjálfur horft á eftir
foreldrum og bræðrum til Kan-
ada á unglingsaldri, á síðari
hluta 19. aldar, og sá þau aldrei
aftur. Ég get ímyndað mér að
þrá ömmu til að hafa allt sitt
fólk á vísum stað endurspegli að
einhverju leyti þessa fortíð.
Frá unga aldri átti ég náið
samband við ömmu og sótti
mikla lífsspeki til hennar. Hún
bjó yfir kærleika sem umvafði
tímann á einstakan hátt, á köfl-
um fannst mér hún jafnvel vera
uppspretta tímans, í það
minnsta kyrrðar. Á Guðrúnar-
götunni var nefnilega alveg sér-
stök ró, andrúmsloftið var hlað-
ið öllum þeim stundum sem hún
hafðist þar við í rólegheitum og
sýslaði í þágu annarra.
Ég dvaldi mikið hjá ömmu
sem barn og eru minningarnar
ljóslifandi um hlýju hennar og
kærleika, samveru sem var svo
fallega skilyrðislaus. Ég man
eftir því að ná ekki upp fyrir
borðstofuborðið í stofunni,
klifra upp á stól þar sem við
amma ýttum blúndudúknum til
hliðar til að spila veiðimann, og
ekkert gat truflað okkur. Við
flutum saman í tímaleysinu þar
sem ég lærði að spila, prjóna,
hekla og deila kyrrðinni hennar
ömmu.
Fyrir nokkrum árum bauðst
okkur fjölskyldunni að búa fyrir
ofan ömmu á Guðrúnargötunni í
tvö ár. Þetta var ómetanlegur
tími. Ég fæddi yngri son minn
heima á hæðinni fyrir ofan
ömmu í húsinu þar sem hún
hafði fætt öll sín börn. Dagur í
lífi ömmu og Tryggva yngri
sonar míns var ekki fullkláraður
nema þau sæjust og næðu að
spjalla. Ósjaldan var það fyrsta
verk hans að skríða niður tröpp-
urnar að morgni til að heim-
sækja ömmu sína og sníkja hjá
henni eitthvert góðgæti. Flóki,
eldri sonur minn, var þar líka
daglegur gestur. Rétt eins og
amma kenndi mér mikilvægi
þess að rækta kyrrð í hversdeg-
inum veitti hún sonum mínum
slíkt skjól, þá á tíræðisaldri.
Þeim þótti svo notalegt að vera
í kringum hana. Ef það æxlaðist
svo að ég hitti ekki á ömmu í
einn eða tvo daga var víst að
hún sat um mig og spurði mig
hvar ég hefði verið þessa eilífð.
Húmorinn eldkvikur en alvaran
mikil. Í dag kveð ég stóran
áhrifavald í lífi mínu. Eftir sitja
mjúk sár í hjartanu mínu og
djúpt þakklæti fyrir alla ástina
og þekkinguna sem hún miðlaði
til mín. Með henni hverfur brú-
in mín við annan tíma, vinkona
og amma til 36 ára.
Anna Rún Tryggvadóttir.
Hún amma mín og nafna,
amma á Guðrúnargötu eins og
við systkinin kölluðum hana,
hefur nú kvatt okkur. Mikið
sem ég hef verið heppin að eiga
hana ömmu mína að og ég er
óendanlega þakklát fyrir að
hafa fengið að eiga hana að
svona lengi hressa og fríska og
fengið að kynnast henni á annan
og nýjan hátt eftir að ég varð
fullorðin.
Þegar ég hugsa til baka koma
margar skemmtilegar og hlýjar
minningar upp í hugann um
hana ömmu og heimilið hennar
á Guðrúnargötu 5, sem var mið-
punktur fjölskyldunnar. Alltaf
gat maður stólað á að hitta ein-
hvern úr fjölskyldunni ef maður
leit við hjá ömmu í kaffi en þar
var líka ró og friður og sótti ég
mikið í það á menntaskólaárun-
um að fara heim til ömmu og
læra. Þar áttum við notalegar
stundir saman; ég yfir skóla-
bókunum meðan amma las blöð-
in. Sonur minn hefur notið þess
heiðurs að kynnast henni ömmu
sinni löngu og hefur verið gam-
an að fylgjast með samskiptum
þeirra sem minna mig á æskuna
mína með ömmu, t.d. á ótrúleg-
an hátt varð hann alltaf svangur
þegar við heimsóttum ömmu,
sama hversu stutt var síðan
hann borðaði síðast, alveg eins
ég þegar ég var krakki. Alltaf
bar amma kræsingar á borð og
aldrei borðaði maður nóg að
hennar mati. Ekkert var henni
ömmu mikilvægara en fjölskyld-
an og velferð okkar og hún var
alltaf að passa upp á alla. Oftar
en ekki þegar langömmustrák-
arnir voru að klifra á húsgögn-
um stóð amma, á tíræðisaldri,
upp, tilbúin að grípa þá ef þeir
skyldu detta niður. Þannig var
hún amma mín, alltaf hugsandi
um alla í kringum sig og passa
að allir hefðu það gott.
Elsku amma mín, það er
skrítið að þú skulir vera farin
en ég veit að þú fylgist með
okkur og heldur áfram að passa
upp á okkur, tilbúin að grípa
okkur ef eitthvað skyldi bjáta á.
Sigríður Tryggvadóttir.
Sigríður
Þorláksdóttir
Það var vorið ‘72, frændi
minn frá Ameríku var í heim-
sókn. Sólbrúnn, stæltur, ímynd
hreysti og heilbrigðis, strand-
vörður frá Kaliforníu. Ég var
stoltur af þessum flotta frænda
mínum en hann var líka bæði
fyndinn og skemmtilegur. Hann
talaði nánast enga íslensku, en
það bjargaðist og við urðum
strax góðir vinir. Þetta voru
Hilmar Páll
Gudmundsson
✝ Hilmar PállGudmundsson
fæddist í Los Ang-
eles 5. ágúst 1954.
Hann lést á sjúkra-
húsi í Los Angeles
9. október 2016.
Foreldrar hans
voru Þorsteinn
Guðmundsson, f. í
Reykjavík 13. maí
1923, d. 19. júní
2001, og Margrét
Jónasdóttir, f. í Reykjavík 21.
mars 1925, d. 26. maí 2014.
Útförin hefur farið fram.
minnisstæðir og
góðir tímar, tímar
fíflagangs, brand-
ara og sundlauga-
ferða. Hann var
hissa á frjálsræðinu
sem ég naut heima,
m.a. að ég var með
bjórvinnslu í kjall-
aranum. Síðan ger-
ist það þegar við
erum sem oftar í
sundi að ég er kall-
aður upp með skilaboð að koma
heim strax. Bjórkútur í eftir-
gerjun hafði sprungið og var
mikil rekistefna út af þessu á
heimilinu. Þetta var oft rifjað
upp seinna og mikið hlegið að
þessum atburði sem frændi
minn kallaði „the infamous Beer
Incident“. Þegar Hilmar Páll
sneri til baka úr þessari fyrstu
Íslandsferð fóðraði hann sinn
grandvara föður með vafasöm-
um vísum og frösum (sem hann
skildi ekki sjálfur) frá íslenska
frænda sínum. Eftir að foreldr-
ar hans fluttu aftur til Íslands í
kringum aldamótin kom hann
oft í heimsókn og samskiptin
jukust líka með betri sam-
skiptatækni. Ég heimsótti hann
síðan til Kaliforníu, sem er mér
mjög minnisstætt. Þar fékk ég
að sjá hans bernskuslóðir, vík-
ina þar sem hann sörfaði,
ströndina þar sem hann vann
sem strandvörður og skólann
sem hann gekk í. Mér varð
hugsað til þess hve skrítin ör-
lögin geta verið. Faðir hans
hafði á sjötta áratugnum fengið
tímabundna vinnu sem prentari
í Kanada og ákvað að skoða
stóra meginlandið áður en hald-
ið yrði heim aftur. Í þeirri ferð
og fyrir algera tilviljun rekst
hann inn í stóra prentverk-
smiðju, festir sig í vinnu og til
að gera langa sögu stutta þá
settist fjölskyldan að í Kaliforn-
íu. Þannig gerist það að Hilmar
Páll fæðist í Kaliforníu! Hvernig
hefði lífshlaup hans verið hefði
hann fæðst hér á landi? Það
hefur svo sem engan tilgang að
spá í svoleiðis hluti, en það er
samt ótrúlegt hve það sem virð-
ist tilviljun ræður miklu í lífi
hvers og eins. Hilmar Páll var
fjölfróður bókaormur, tölvufrík
og leitandi á öllum sviðum. Oft
kom hann mér á óvart með
bækur um Ísland og Íslendinga
sem ég vissi ekki af. Hann var
áhugasamur um allt sem tengd-
ist upprunanum og að mörgu
leyti mikill Íslendingur í sér.
Við áttum margt sameiginlegt;
lærðum og unnum við sömu
grein, báðir miklir hundavinir
og með sama aulahúmorinn.
Hann gat verið mjög stríðinn en
alltaf á skondinn og skemmti-
legan hátt, lymskulega stríðinn
svona í ætt við afa okkar á
Lindargötunni. Fráfall Hilmars
Páls var mjög skyndilegt, óvænt
og fyrir aldur fram. Hann lést á
sjúkrahúsi í Los Angeles eftir
skamma sjúkrahúsvist. Ég á
eftir að sakna hans og skemmti-
legu póstanna með ábendingum
um áhugaverðar bækur og tón-
list. Ég sendi hans nánustu fjöl-
skyldu; eiginkonu, börnum,
barnabarni, systkinum og
frændfólkinu öllu vestra mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hans verður sárt saknað.
Guðmundur Jens Bjarnason.
Elsku afi.
Rita vil ég niður hvað
hann var mér kær,
afi minn góði sem guð nú fær.
Hann gerði svo mikið, hann gerði svo
margt,
og því miður get ég ekki nefnt það allt.
En alltaf í huga mínum verður hann,
Eiríkur
Erlendsson
✝ Eiríkur Er-lendsson fædd-
ist í Keflavík 13.
febrúar 1941. Hann
lést 2. október
2016.
Útför Eiríks fór
fram 11. október
2016.
afi minn góði sem ég
ann.
Í himnaríki fer hann
nú.
Þar verður hann glað-
ur, það er mín trú.
Því þar getur hann
vakað yfir okkur dag
og nótt,
svo við getum sofið
vært og rótt.
Hann mun ávallt okkur
vernda,
vináttu og hlýju mun hann okkur
senda.
(Katrín Ruth)
Þínir afastrákar,
Aron Ingi og Arnar Gauti.
Látin er góð vin-
kona mín, Svava
Kristjánsdóttir. Við
unnum saman um
árabil hjá Johnson og Kaaber.
Svava var forkur dugleg og
skemmtileg með ríka kímnigáfu.
Það var ævinlega tilhlökkunar-
efni að heimsækja hana þar sem
hún bjó að Samtúni 26. Móttök-
urnar voru höfðinglegar og alltaf
Svava
Kristjánsdóttir
✝ Svava Krist-jánsdóttir
fæddist 19. júní
1922. Hún lést 21.
september 2016.
Svava var jarð-
sungin 5. október
2016.
stutt í hláturinn.
Dóttir hennar var
búsett í Kaup-
mannahöfn og
Svava minntist jafn-
an með ánægju
heimsókna sinna til
hennar. Þegar hún
fór út fyrir land-
steinana brást ekki
að hún sendi mér
kort og þau eru ófá
bréfin sem ég skrif-
aði henni alveg fram á síðasta
dag.
Ég sé mikið eftir Svövu en vil
trúa að nú hafi hún hitt foreldra
sína og systkini. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Þórdís Gunnarsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KATLA MAGNÚSDÓTTIR,
er lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Hrafnistu í Hafnarfirði 22. október, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 10. nóvember klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin www.alzheimer.is
eða á reikning þeirra 515 26 24303, kt. 580690-2389.
.
Freyja Matthíasdóttir, Þór Matthíasson,
Edda Matthíasd. Swan, Edward M. Swan,
Sif Matthíasdóttir, Jörundur Svavarsson
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi
og langafi,
WALTER JÓNSSON FERRUA
steinsmiður,
Miðbraut 5, Seltjarnarnesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
27. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Við þökkum ættingjum og vinum auðsýnda samúð og vinarhug.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sóltúns fyrir einstaklega
hlýja og góða umönnun. Þeim sem vildu minnast Walters er
bent á minningarkort Sóltúns.
Minningargreinar eru afþakkaðar að ósk hins látna.
.
Pála H. Jónsdóttir,
Nives E. Waltersdóttir Ferrua,
Íris Waltersdóttir Ferrua,
Sonja Irena Waltersdóttir Ferrua,
barnabörn og barnabarnabarn.