Morgunblaðið - 09.11.2016, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016
✝ Sveinn JóhannÞorláksson
fæddist á Siglufirði
7. júní 1930. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Höfða, Akra-
nesi, 2. nóvember
2016.
Foreldrar hans
voru hjónin Þorlák-
ur Guðmundsson, f.
22.7. 1894, d. 5.6.
1994, og Guðrún
Jóhannsdóttir, f. 6.6. 1897, d.
5.4. 1963. Systkini Sveins eru:
Ingimar Hallgrímur, f. 23. júní
1924, d. 13.1. 2011, Jóhanna, f.
18.6. 1925, d. 28.2. 2010, Andrés,
f. 7.8. 1926, d. 9.4. 1963, Pálína,
f. 21.3. 1928, Súsanna, f. 17.3.
1929, d. 7.4. 2007, Pétur Þór, f.
21.8. 1932, d. 7.4. 1953, Karl Ás-
mundur, f. 5.1. 1935, Snorri, f.
3.4. 1936, d. 29.11. 2007, Skjöld-
ur, f. 30.3. 1937, d. 1.3. 2003.
Sveinn kvæntist Hjördísi Guð-
maður hennar er Axel Freyr
Gíslason, börn þeirra eru: Díana
Rós, f. 2008, og Grímar Dagur, f.
2012. 2) Guðmundur Andrés,
3.5. 1963, ókvæmtur og barn-
laus. 3) Sonja Sveinsdóttir, f.
25.3. 1970, gift Jens Heiðari
Ragnarssyni. Börn þeirra eru:
Sunna Dís Jensdóttir, f. 24.8.
1990, gift Runólfi Óttari Krist-
jánssyni, börn þeirra eru Ísarr
Myrkvi, f. 2012, og Eldey Rán, f.
2016. Fyrir á Runólfur dóttur-
ina Jóhönnu Dalrós, f. 2009. Al-
exander Freyr, f. 5.4. 1994. Kar-
en Þöll, f. 20.2. 1998, unnusti
hennar er Jökull Logi Garð-
arsson.
Sveinn Jóhann ólst upp á
Siglufirði og flutti á Akraness
árið 1957 og bjó þar til æviloka.
Síðastliðið ár var hann til heim-
ilis á Dvalarheimilinu Höfða.
Lengst af starfaði hann í Sem-
entsverksmiðju ríkisins, frá
árinu 1957 til starfsloka 1997.
Áhugamál hans snerust aðal-
lega um söng, hreyfingu og að
hlúa að fjölskyldunni.
Útför Sveins fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 9. nóv-
ember 2016, og hefst athöfnin
kl. 13.
rúnu Hjörleifs-
dóttur 30.12. 1962.
Foreldrar hennar
voru Guðrún Gunn-
arsdóttir, f. 27.6.
1904, d. 1.4. 1996,
og Hjörleifur Guð-
mundsson, f. 21.8.
1905, d. 4.4. 1995.
Sveinn og Hjör-
dís eignuðust þrjú
börn. Þau eru: 1)
Petrún Berglind, f.
8.6.1958, gift Grímari Teitssyni.
Börn þeirra eru Sveinn Rúnar,
f. 27.10. 1977, sambýliskona
hans er Nanna Berglind
Baldursdóttir, börn þeirra eru:
Theodór Hrafn, f. 2013, og Pet-
rún Berglind, f. 2016. Fyrir á
Nanna soninn Vébjörn Dag, f.
2003. Hjördís Dögg, f. 16.5.
1980, gift Degi Þórissyni, synir
þeirra eru Aron Elvar, f. 2004,
og Marinó Ísak, f. 2007. Tinna
Ósk, f. 19.5. 1987, sambýlis-
Elsku yndislegi pabbi minn, nú
ertu dáinn og sárt til þess að
hugsa að geta ekki hitt þig aftur.
Yndislegri og heilsteyptari mann
er vart hægt að finna og átt þú fáa
þína líka.
Þú varst góður og traustur fað-
ir, dugnaðarforkur, jákvæður og
með húmorinn í lagi.
Pabbi var stoð og stytta í mínu
lífi, í hverju sem ég tók mér fyrir
hendur var hann alltaf tilbúinn að
hjálpa, eins og t.d. þegar við bygg-
uðum fyrsta húsið okkar. Það er
ómetanlegt.
Á Brekkubrautinni var gott að
alast upp og þar voru mér kennd
góð gildi sem ég hef reynt að
fylgja.
Pabbi vann mikið og missti
varla dag úr vinnu alla sína starfs-
ævi. Það er ævintýraljómi yfir
minningum sem ég á þegar ég fór
alein í ofnhúsið í Sementsverk-
smiðjunni með bitaboxið hans og
hljóp á móti honum þegar hann
kom heim úr vinnunni.
Pabbi var mjög stoltur af fjöl-
skyldunni sinni, áhugasamur um
hvað hver og einn tók sér fyrir
hendur og hafði orð á því hversu
duglegir allir eru. Hann gladdist
yfir stækkandi fjölskyldu.
Pabbi hafði mikinn áhuga á
söng og var m.a. í kór eldri borg-
ara í nokkur ár og dásamlegt að
fara á tónleika þegar pabbi var að
syngja.
Það voru tímamót þegar pabbi
flutti á Tindaflötina. Þar leið hon-
um vel og hafði oft á orði að það
væri fullt starf að gera ekki neitt.
Hann hafði gaman af alls konar
spámennsku og spáðum við oft í
spil. Það var dásamlegt hvað hann
hafði mikla trú á þessum gjörn-
ingi.
Það mátti oft sjá glitta í spenn-
ing þegar leið á heimsóknina og
spurði hann iðulega: hvernig væri
nú að leggja eina stjörnu? Eins
var það þegar þú komst í heim-
sókn til okkar þá var alltaf lögð
stjarna í þeim tilgangi að athuga
hvort það væri ekki bara bjart
framundan. Mikið sem ég á eftir
að sakna þessara stunda okkar. Í
síðustu heimsókninni þinni til
okkar þann 11. október var síð-
asta stjarnan lögð.
Í gegnum lífið sýndi pabbi mik-
ið æðruleysi. Lífið var ekki alltaf
auðvelt en hann gerði alltaf gott
úr hlutunum með jákvæðnina að
vopni.
Pabbi hefur verið einstaklega
hraustur í gegnum ævina. Hann
hreyfði sig mjög reglulega, fór í
gönguferðir á hverjum degi, oft-
ast tvisvar á dag og ekki má
gleyma morgunæfingunum sem
hann gerði innandyra. Styrkurinn
sem hann hafði byggt upp hjálp-
aði honum í veikindum síðustu
ára.
Pabbi var oft sárlasinn en
kvartaði aldrei. Ef einhver spurði
hann hvernig hann hefði það var
hann vanur að segjast hafa það
gott en skaut stundum inn í að
hann væri samt alltaf á uppleið.
Síðan dettur hann 14. okt. og
lærbrotnar, fer í aðgerð en nær
sér ekki upp úr því.
Pabbi fluttist að Dvalarheim-
ilinu Höfða snemma á þessu ári og
þar leið honum einstaklega vel og
hafði oft orð á því hvað starfsfólk-
ið hugsaði vel um sig og hversu
frábært það væri. Pabbi dó í faðmi
fjölskyldunnar og ég verð ævin-
lega þakklát fyrir að fá að vera hjá
honum á dánarstundu.
Elsku pabbi, það er eftitt að
hugsa sér lífið án þín en minningin
um þig er björt, full af ást, gleði og
þakklæti sem er besti arfur sem
nokkur maður getur hlotið og gott
að ylja sér við um ókomna tíð.
Ég og Grímar þökkum þér fyr-
ir allt sem þú hefur verið og gert
fyrir okkur.
Við vitum að það verður tekið
vel á móti þér. Góði Guð, gefðu
mömmu og fjölskyldunni styrk á
erfiðum tímum. Hvíl í friði. Þín
dóttir,
Petrún Beglind og Grímar.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Elsku pabbi minn. Nú er komið
að kveðjustund og erfitt til þess að
hugsa að eiga ekki fleiri samveru-
stundir með þér. Það var gott að
geta verið hjá þér á dánarstundu
en nú veit ég að þú ert kominn á
góðan stað og það verður vel tekið
á móti þér.
Pabbi var mér miklu meira en
bara ástríkur og góður faðir, hann
var minn besti félagi og kenndi
mér allt það góða sem hefur fylgt
mér í mínu lífi. Pabbi hafði ein-
staklega gaman af því að leggja
kapal og spila, sem hann kenndi
mér sem barni. Pabbi var einstak-
lega jákvæður, duglegur, með
húmorinn í lagi og hélt vel utan
um fjölskylduna. Það var hægt að
stilla klukkuna eftir pabba því
hann kom alltaf á sama tíma og þá
yfirleitt á hverjum einasta degi.
Ég sömuleiðis kíkti reglulega til
hans og fórum við þá oft saman í
heimsóknir til fjölskyldunnar og
tókum góðan bíltúr um bæinn í
leiðinn sem okkur þótti mjög
skemmtilegt. Ferð á Siglufjörð,
göngutúrarnir í Skógræktinni og
allir tónleikarnir og viðburðirnir
sem við fórum saman á gáfu
pabba svo mikið og alltaf var hann
jafn ánægður með það. Ég var
líka svo heppin að við unnum sam-
an í mörg ár í Sementsverksmið-
unni. Það er enginn pabbi eins
góður og þú sem varst alltaf til
staðar fyrir mig og mín hægri
hönd. Mikið sem ég er þakklátur
fyrir allar yndislegu og skemmti-
legu samverustundirnar sem við
áttum saman. Það eru margar
minningar sem leita á hugann
sem eru mér dýrmætar og ég ætla
að geyma í hjarta mínu.
Það eru alger forréttindi að
hafa átt þig sem pabba. Guð gefi
mömmu og okkur fjölskyldunni
styrk á erfiðum stundum. Sofðu
rótt. Þinn sonur,
Andrés.
Elsku pabbi minn.
Mikið er sárt að hafa þig ekki
lengur hérna hjá okkur. Þú varst
einstakur maður og kenndir okk-
ur svo margt. Að upplagi varstu
dugnaðarforkur, ósérhlífinn og
hjálpsamur og gafst mikið af þér.
Þú sást alltaf spaugilegu hliðarn-
ar á lífinu alveg fram til þess síð-
asta.
Fjölskyldan skipti þig miklu
máli. Þú sýndir mömmu mikla
ástúð og umhyggju og varst henn-
ar stoð og stytta. Þegar við Jens
byrjuðum saman, 16 ára gömul,
tókuð þið mamma honum opnum
örmum. Varst þú honum oft sem
faðir og voru góð tengsl á milli
ykkar. Þegar barnabörnin og
barnabarnabörnin bættust í hóp-
inn fylltu þau þig stolti og gleði og
minnast þau þín með hlýju í
hjarta. Þú lagðir mikla natni í að
halda fjölskyldunni saman og
varst duglegur að heimsækja okk-
ur systkinin. Þú lagðir mikinn
metnað í að öllum liði vel og varst
alltaf til taks. Fátt gladdi þig
meira en að fá barnabörnin og
barnabarnabörnin í heimsókn og
þú gafst þér alltaf tíma til að
spjalla við þau, spila, sýna vænt-
umþykju og áhuga. Þú hafðir allt-
af óbilandi trú á okkur.
Í veikindum þínum hafðir þú
jákvæðnina að leiðarljósi og
fleytti hún þér langt. Ekki skorti
þig baráttuviljann og húmorinn
fram til þess síðasta og þessir eig-
inleikar hafa vafalaust hjálpað þér
og okkur mikið. Þér leið vel á
Dvalarheimilinu Höfða og sagðir
það vera eins og 5 stjörnu hótel.
Þið mamma áttuð góðan tíma þar
saman. Ég vil þakka starfsfólki
Höfða fyrir umönnunina og
hlýjuna.
Ég á margar góðar minningar
um þig sem munu ylja mér um
hjartarætur og mun ég halda
þeim á lofti við afkomendur mína.
Þú varst mjög stoltur og þakklát-
ur fyrir það sem þú áttir og hafðir
afrekað í lífinu. Þú varst fremur
vanafastur og hafðir ekki mikla
þörf fyrir breytingar. En ef þú
ákvaðst t.d. að kaupa nýjan bíl, þá
var þetta besti bíllinn sem þú gast
eignast. Þú varst einstaklega
handlaginn, byggðir hús, smíðaðir
húsgögn, kofa og margt fleira. Ég
var oft að sniglast í kringum þig
þegar ég var yngri og fannst fátt
sem þú gætir ekki gert.
Þú varst duglegur að hreyfa
þig og þurftu dagarnir að vera
slæmir svo þú færir ekki í göngu-
túrana þína. Stigarnir voru óspart
notaðir og lyfturnar hunsaðar. Þú
varst sannarlega mörgum til eft-
irbreytni. Þú hafðir mikla unun af
söng, þá sérstaklega óperusöng
og kórsöng. Þú sagðir mér frá því
með blik í auga að í þínum upp-
vexti hefðuð þið systkinin sungið
mikið og hlegið.
Það verða þung spor stigin í
dag þegar við fylgjum þér til graf-
ar. Það er svo óraunverulegt. Ég
er óendanlega þakklát fyrir að
hafa haft þig í lífi okkar. Ég mun
sakna hlýjunnar í augunum þín-
um, vináttunnar, hlátursins og
nærveru þinnar. Ég ylja mér við
það að nú ertu þrautalaus á nýjum
stað, getur gengið um og sungið
og þú munt örugglega vaka yfir
okkur. Þín verður sárt saknað af
ungum sem öldnum en við hitt-
umst síðar.
Megi Guð gefa mömmu og okk-
ur fjölskyldunni styrk og von á
erfiðum stundum. Þú munt halda
áfram að lifa í hjörtum okkar. Hvíl
í friði.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og
góða
svo fallegur, einlægur og hlýr.
En örlög þín ráðin – mig setur hljóða,
við hittumst samt aftur á ný.
(Höf. ókunnur)
Takk fyrir allt, elsku pabbi
minn. Ég elska þig. Þín dóttir,
Sonja.
Elsku afi minn.
Ég trúi því varla að þú sért far-
inn, þú hefur alltaf verið hluti af
lífi mínu og ég sakna þín svo sárt.
Ég á svo margar góðar, fallegar
og skemmtilegar minningar með
þér. Ég gleymi aldrei sumrinu
sem við gerðum kofann á Brekku-
brautinni upp, þú veigraðir þér
ekki við að farga býflugnabúinu
sem var undir gólffjölunum og
mér fannst þú hugrakkasti maður
í heimi. Þú talaðir oft um trén í
garðinum, muninn á því hversu
lítil þau voru þegar þú plantaðir
þeim og hversu himinhá þau urðu.
Þú varst ánægður og stoltur af því
sem þú byggðir upp um ævina og
áttir það réttilega skilið. Dugnað-
ur og hlýja fylgdi þér alla tíð. Þú
sagðir það kannski ekki í orðum
en þú sýndir það í öllum þínum
verkum hversu mikilvæg fjöl-
skyldan var þér, hversu mikið þú
elskaðir okkur öll. Þú sýndir mér
skilning og stuðning á góðum tím-
um og slæmum og minntir mig á
það hversu dýrmæt fjölskyldan
er. Ég er svo þakklát fyrir að þú
fékkst að kynnast manninum mín-
um og börnum. Þú áttir sérstakt
samband við þau öll og þau elska
þig skilyrðislaust. Takk fyrir allt,
elsku afi – húmorinn, gleðina og
kærleikann.
Þín,
Sunna Dís Jensdóttir.
Hér sit ég og hugsa um afa
Svenna þegar ein hauslægðin
hrífur minningarnar með sér
langt aftur í tímann. Þær birtast
mér ein af annarri eins og laufblöð
sem falla af trjánum. Skyndilega
verða þær ljóslifandi fyrir framan
mig. Vá, hvað ég er heppin að eiga
þessar minningar. Þær koma til
mín í skömmtum, taktfastar og
reglulegar. Það var einmitt svo
mikið afi, vanafastur í meira lagi.
Ég skynja líka léttleikann og
gleðina enda var húmorinn aldrei
langt í burtu.
Ég sé okkur afa sitja við eld-
húsborðið á Brekkubrautinni með
matarkex og kaffibolla, já, afi
kenndi mér listina að dýfa mat-
arkexi í kaffið „og smá sykur“
sagði hann. Ætli ég hafi ekki verið
5 ára. Snillingurinn sem hann var.
Í dag minnir matarkexið á stund-
irnar okkar afa.
Ég sé ákafann í mér 9 ára gam-
alli hjólandi um á bleika BMX-
hjólinu mínu á leiðinni alla leið til
ömmu og afa, en þau bjuggu í hin-
um enda bæjarins. Hjólaferðirnar
þangað urðu margar, til þeirra
var alltaf gott að koma.
Ég sé okkur spila ólsen-ólsen
og veiðimann og hlæja dátt.
Gæðastundir sem við áttum ylja
mér um hjartarætur. Ég sé líka
þegar ég beið eftir að hann vakn-
aði eftir hádegiskríuna, honum
fannst svo gott að liggja í Chester-
field-sófanum. „Krían er allra
meina bót,“ sagði hann. Ég hlust-
aði bara á plötu á meðan hann svaf
og slakaði á.
Ég sé okkur afa og ömmu labba
saman upp stigann í Akrafjalli og
skrifa í gestabókina, gæða okkur
síðan á bakaríssnúð og kókó-
mjólk. Elskaði ‘etta – algjört æði.
Við skruppum líka öll saman í
bæjarreisu til Reykjavíkur. Hval-
fjörðurinn var keyrður og síðan
var Laugavegurinn genginn, auð-
vitað var líka kíkt í nokkrar búðir.
Laufin falla rólega til jarðar,
það lægir og ég næ að draga
minningarnar nær.
Ég er svo þakklát fyrir hann
afa minn. Fyrir að hafa kynnst
þessum mikla meistara.Við
tengdumst á sérstakan hátt og
þegar ég varð eldri fannst mér við
eiga margt sameiginlegt. Oftar en
ekki spáðum við í lífið og tilveruna
og var hið andlega okkur hugleik-
ið. Hann elskaði þegar ég hafði
spáspilin með í för þegar ég kíkti í
heimsókn og alltaf svo spenntur
yfir því sem kom. Mikið sem hann
hafði trú á mér. „Þú ert ótrúleg,
Hjördís,“ sagði hann oft, það þótti
mér vænt um. Hann spáði í bolla
og ég í spil og þegar tími gafst til
þá gaf ég honum heilun. Það
fannst honum algjör lúxus og mik-
ið sem hann var þakklátur.
Gönguferðirnar voru margar
og var ég svo heppin að síðustu ár-
in lá leið hans framhjá húsinu
mínu en hann fór oft tvisvar á dag
í göngu. Ég slóst stundum í för
með honum og kláraði hringinn
með honum. Góðar stundir.
Laufin eru fallin til jarðar. Ég
safna þeim saman, set á góðan
stað og geymi eins og gull. Það
færist ró yfir mig, ró yfir því að
hafa fengið að kynnast þessum
einstaka manni sem trúði á kraft
jákvæðninnar, húmorsins og
gönguferðirnar. Ég mun taka
margt í hans fari mér til fyrir-
myndar í lífinu. Minningarnar
mun ég geyma á góðum stað í
hjarta mínu.
Hvíl í friði, elsku afi.
Hjördís Dögg Grímarsdóttir.
Sveinn Jóhann
Þorláksson
Við viljum í örfá-
um orðum minnast
góðrar vinkonu okkar sem svo
skyndilega féll frá. Það voru sex
fjölskyldur sem bundust vináttu-
böndum í Árósum fyrir 46 árum,
þar sem drengirnir voru í skóla
og konurnar unnu úti. Hefur sú
vinátta haldist allar götur síðan.
Margs er að minnast frá þessum
tíma. Við bjuggum vítt og breitt
um borgina. Helgar voru notaðar
til að hittast, ýmist var farið í
strætó en seinna var fjárfest í
hjólum og þau notuð til heim-
sókna.
Ekki var hægt að hringja á
undan sér því hvergi var sími.
Hjá Ingu voru móttökur alltaf
eins og hún hefði búist við okkur
því alltaf var bakað fyrir helgar
Ingibjörg
Þórðardóttir
✝ IngibjörgÞórðardóttir
(Inga) fæddist 23.
nóvember 1946.
Hún varð bráð-
kvödd 4. október
2016.
Útför Ingu fór
fram 12. október
2016.
að íslenskum sið.
Þessar heimsóknir
voru ekki síst
ánægjulegar fyrir
börnin sem nutu
þess að fá tækifæri
til að leika við ís-
lensk börn. Svo liðu
árin og skólum lauk.
Þegar allir fóru
heim til Íslands aft-
ur komst sá siður á
að efna til árlegra
„Aarhúspartía“ eins og þau voru
kölluð. Í partíið var skyldumæt-
ing og glatt á hjalla fram til
morguns. Eitt árið var ekið norð-
ur að Ásbúðum á Skaga, sveita-
setri þeirra hjóna. Eitt af því sem
einkenndi Ingu var jafnlyndi og
góð nærvera, alltaf sístarfandi.
Samheldni fjölskyldunnar var
henni hjartans mál. Við munum
öll sakna Ingu en minning um
góða vinkonu lifir.
Guð styrki fjölskyldu Ingu.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei það er minning þín.
Áslaug, Olga, Svava,
Pétur, Dóróthea,
Kristján, Hulda, Pétur.