Morgunblaðið - 09.11.2016, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016
Raðauglýsingar
Styrkir
Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði
íslenska hestakynsins
Frá Bændasamtökum Íslands:
Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998.
Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem
starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr.
1123/2015 um sama efni.
Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna
í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika
í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/
eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt
auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar.
Fagráð tekur ákvörðun um styrkveitingar í desember 2016.
Nánari upplýsingar fást hjá Bændasamtökunum.
Frestur til að skila inn umsóknum er til
1. desember 2016 og skal umsóknum skilað til:
Fagráð í hrossarækt, Bændahöllinni
v/Hagatorg, 107 Reykjavík.
Fagráð í hrossarækt.
Tilkynningar
Deiliskipulagstillaga
Ólafsdalur í Dalabyggð
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi
sínum þann 20. september 2016 að auglýsa
deiliskipulagstillögu fyrir Ólafsdal í Dalabyggð
skv. 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
123/2010.
Ólafsdalur í Gilsfirði er meðal merkustu sögu-,
menningar- og minjastaða á Vesturlandi og við
Breiðafjörð.Torfi Bjarnason stofnaði fyrsta
bændaskóla landsins í Ólafsdal árið 1880 og
rak hann til 1907. Menningarlandslag í Ólafsdal
er mjög merkilegt á landsvísu. Minjar á
svæðinu eru afar merkur hluti íslenskrar
búnaðarsögu, sem hlífa þarf og sýna verð-
skuldaða athygli.
Markmið deiliskipulagsins er fyrst og fremst
verndun og viðhald menningarlandslags í
Ólafsdal og uppbygging menningartengdrar
ferðaþjónustu. Minjavernd undirgengst með
samningi við ríkið að annast viðhald bygginga
í Ólafsdal og að endurreisa hús og valin mann-
virki sem hafa fallið eða verið rifin. Miðað er
við að öll húsin verði í framtíðinni nýtt til
þjónustu ferðamanna. Með endurbyggingu og
endurgerð húsanna í Ólafsdal yrði menningar-
og sögutengd ferðaþjónusta við Breiðarfjörð
styrkt til muna.
Skipulagsuppdrættir og greinagerðir eru til
sýnis á skrifstofu Dalabyggðar frá 10.
nóvember til 23. desember 2016. Ennfremur
verða gögnin aðgengileg á heimasíðu
sveitarfélagsins www.dalir.is. Athugasemdum
skal skila skriflega á skrifstofu Dalabyggðar
Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á netfangið
byggingarfulltrui@dalir.is merkt ,,Deiliskipulag
Ólafsdal” fyrir 23. desember 2016.
Deiliskipulag,
Laugar í Sælingsdal
Byggðarráð Dalabyggðar samþykkti þann 30.
ágúst 2016 deiliskipulag fyrir Laugar í Sælings-
dal. Auglýsing um gildistöku birtist í B-deild
stjórnartíðinda 27. október 2016.
Markmið deiliskipulagsins er að efla svæðið
sem heild og auka möguleika á nýtingu þess
árið um kring. Deiliskipulagið felur í sér
afmörkun lóða fyrir hótel, tjaldsvæði, íþrótta-
mannvirki, ungmennabúðir, íbúðir o.fl. og
afmörkun byggingarreita fyrir stækkun á hóteli.
Gert er ráð fyrir frístundabyggð með 16 lóðum.
Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 41. og
42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast
þegar gildi.
Kristján Ingi Arnarsson,
Skipulags og byggingarfulltrúi.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45. Eftir
hádegið verður útskurður II og postulínsmálun II kl. 13, söngstund við
píanóið með Helgu Gunnarsdóttur kl. 13.45 og bókaspjall Hrafns
Jökulssonar kl. 15. Jóga kl. 18.
Árbæjarkirkja Opið hús í dag miðvikudag kl. 12–16, kyrrðarstund og
léttur hádegisverður, leikfimin verður á sínum stað og síðan mun sr.
Sigurjón Árni Eyjólfsson koma og skemmta og spila á saxófón. Allir
eldri borgarar eru velkomnir á þessar stundir
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9–16, handavinna með leiðbeinanda
kl. 8.30–16.30, stóladans með Þóreyju kl. 9.30–10.10, jóga sitjandi,
með Kristínu kl. 10.30–11.30, sungið með Helgu sem spilar á píanóið
kl. 11–11.30, heilsugæslan kl. 13–14, opið hús, m.a. spiluð vist og brids
kl. 13-16. Ljósbrotið, prjónaklúbbur með Guðnýju Ingigerði kl. 13–16.
Boðinn Handavinna kl. 9–15 og harmonikka og söngur kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 Leikfimi kl.10.30, spiladagur og pjónaklúbbur kl.13.
Bústaðakirkja Félagsstarfið er á miðvikudögum kl. 13–16, þar er
spilað, unnin handavinna, spjall, framhaldssaga, hugleiðing frá presti
eða djákna og kaffið góða hjá Sigurbjörgu. Guðmunda heimsækir
okkur og ætlar að kynna fyrir okkur Alzheimer kaffið sem er haldið í
Hæðagarði einu sinni í mánuði.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi/Lindargata 59 Bókband kl. 9–17, hand-
verksstofa opin, með leiðbeinanda kl. 9–12, Bónusrúta stoppar við
Skúlagötu kl. 12.20, lestur framhaldssögu kl. 12.30–13, myndlistar-
námskeið kl. 13.30–16.30, dansleikur með Vitatorgsbandi kl. 14–15.
Garðabær Opið og heitt á könnuni í Jónshúsi frá kl. 9.30–16, meðlæti
selt með síðdegiskaffinu frá kl. 14–15.45, vatnsleikfimi kl. 7.40, 12.10
og 13, kvennaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 9, stólaleikfimi í Sjálands-
skóla kl. 10 og kvennaleikfimi í Ásgarði kl. 11. Gler í Kirkjuhvoli kl. 13,
bútasaumur í Jónshúsi kl. 13, brids í Jónshúsi kl. 13.
Gjábakki Handavinna kl. 9, botsía kl. 9.30, glerlist kl. 9.30, félagsvist
kl. 13, gler- og postulínsmálun kl. 13.
Grensáskirkja Kl. 13–16.45 verður haustferð eldri borgara í
Grensássókn. Lagt er af stað frá Grensáskirkju kl. 13 stundvíslega.
Upplýsingar í síma 528-4410.
Guðríðarkirkja Félagsstarf fullorðinna í dag kl. 13.10, helgistund í
kirkjunni, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur og vísindamaður
mun koma til okkar og segja frá mörgu fróðlegu sem á daga hennar
hefur drifið, kaffi og meðlæti á 500 krónur.
Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, postulínsmálun kl. 12.30,
kvennabrids kl. 13, línudans kl. 16.30, línudans byrjendur kl. 17.30.
Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum. Allir velkomnir!
Hvassaleiti 56–58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8–16, morgunkaffi
og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi. Zumbadans og
líkamsrækt með Carynu kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45. Samverustund
kl. 10.30, lestur og spjall, matur kl. 11.30. Mömmuhópur kl. 12, handa-
vinnuhópur kl. 13, söngstund með Sighvati kl. 13.30, allir velkomnir.
Kaffi kl. 14.30. Fótaaðgerðir 588-2320, hársnyrting 517-3005.
Hæðargarður 31 Qigong kl. 6.30, við hringborðið kl. 8.50, upplestr-
arhópur Soffíu kl. 9.30, ganga kl. 10, línudans fyrir byrjendur kl. 10.15,
hláturjóga kl. 13.30, tálgun í ferskan við með Valdóri kl. 14.30, síðdeg-
iskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu.
Nánar í síma 411-2790.
Korpúlfar Glerlist kl. 9 til 13 í Borgum, gönguhópar kl. 10 frá Borg-
um, keila í Egilshöll kl. 10 í dag og bingó í Borgum hefst kl. 13 í dag,
vonumst til að sjá sem flesta.
Neskirkja Krossgötur kl. 13.30, heilsa í heimabyggð, Sigríður
Haraldsdóttir sviðsstjóri hjá landlæknisembættinu fjallar um doktors-
rannsókn sína þar sem hún skoðaði hvort munur væri á heilsufari
Íslendinga eftir búsetu, niðurstöður hennar varpa merkilegu ljósi á
samfélag okkar og þær aðstæður sem landsmenn búa við. KaffI-
veitingar.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9–12, morgunleik-
fimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10–12, upplestur kl. 11,
félagsvist kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14, Bónusbíllinn kl. 14.40,
heimildarmyndasýning kl. 16.
Selið, Sléttuvegi Húsið opið frá kl. 10–14, en opið í vestursalinn til
kl. 16, kaffi, spjall og blöðin eftir opnun, matur kl. 11.30-12.30, handa-
vinna kl. 13.
Seltjarnarnes Gler Valhúsaskóla kl. 9 og 13, leir og listasmiðja
Skólabrraut kl. 9, botsía Gróttusal kl. 10, kaffispjall í króknum kl. 10.30.
Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, handavinna Skólabraut kl. 13, timbur-
menn Valhúsaskóla kl. 13, vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Ath.
skráning stendur yfir á eftirfarandi viðburði; kvöldskemmtun 17. nóv-
ember, leikhúsferð 4. desember og Hótel Örk 4. desember Skráning
og uppl. í síma 8939800.
Stangarhylur 4, Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl.
10, söngvaka kl. 14, stjórnendur Sigurður Jónsson píanóleikari og
Karl S. Karlsson, allir velkomnir. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30
Gylfi stjórnar.
Félagslíf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni-
boðssalnum. Kvennakór KFUK,
Ljósbrot, syngur. Ræðumaður
Þráinn Haraldsson.
Allir velkomnir.
HELGAFELL 6016110919 IV/V
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Óska eftir
Staðgreiðum og lánum út á: gull,
demanta, vönduð úr og málverk!
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu
núna og fáðu tilboð þér að kost-
naðarlausu! www.kaupumgull.is
Opið mán.– fös. 11–16.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 782 8800
Ýmislegt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Hjólbarðar
Ódýru dekkin
Hágæða sterk dekk. Allar stærðir.
Sendum hvert á land sem er.
Bílastofan, Funahöfða 6,
sími 562 1351.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur fyrir
veturinn
og tek að mér ýmis
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Tökum að okkur viðhald, við-
gerðir og nýsmíði fasteigna
fyrir fyritæki húsfélög og einstak-
linga. Fagmenn á öllum sviðum.
Tilboð/ tímavinna. S. 896 - 4019.
fagmid@simnet.is
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á augl@mbl.is
eða hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast
bæði í Mogganum og ámbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á