Morgunblaðið - 09.11.2016, Page 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Líkaminn tapar vökva og mikilvægum
söltum við niðurgang, uppköst eða
mikla svitauppgufun.
Resorb er vökvauppbót sem fæst
án lyfseðils og kemur jafnvægi
á vökva- og saltbirgðir líkamans
og flýtir þannig fyrir bata.
RESORB ORIGINAL
ENDURSTILLIR
VÖKVABÚSKAPINN
Fæst án lyfseðils í flestum apótekum
Nýjar
umbú
ðir!
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Foreldrar þínir eða yfirmenn geta
slegið þig út af laginu í dag. Líklega tengist
það einhverju sem þú hefur lengi velt fyrir
þér. Bíddu ekki eftir öðrum heldur taktu
strax til þinna ráða.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur lagt hart að þér og átt svo
sannarlega skilið að njóta launanna. Engin
breyting gæti verið framför.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ættir að eiga auðvelt með að
finna þér skoðanabræður, ef þú bara lítur
vel í kringum þig. Innsæi hennar er rétt en
það gæti reynst torvelt að sannfæra
raunsæismanneskju í hópnum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Nú er komið að þeim tímamótum í
lífi þínu að þú hrindir í framkvæmd þeirri
áætlun sem þú hefur svo lengi verið með í
undirbúningi. Vertu viðbúinn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það getur reynt á þolinmæðina að
þurfa að endurtaka sjálfan sig oft svo allir
skilji. Aflaðu þér upplýsinga um þá sem
sækjast eftir félagsskap þínum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Varastu stóryrtar yfirlýsingar og
skuldbindingar sem kunna að koma þér í
koll. Láttu það eftir þér því að vilji er allt
sem þarf til þess að stefna í rétta átt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Láttu það ekki hvarfla að þér að kasta
til höndunum við verk þín því þú færð þau
bara í hausinn aftur. Með lagni og léttri lund
hefst þetta allt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Fólk ber sérstaklega mikla virð-
ingu fyrir þér í dag. Notaðu sviðsljósið til
þess að þoka þér áleiðis.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Farðu í skemmtiferð eða nýttu
þér kvikmyndir, myndbönd og íþróttir til að
gera daginn ánægjulegan. Leiddu þær til
lykta af festu og orðstír þinn vex.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Finndu eitthvað eitt sem þú getur
gert til að bæta nánasta samband þitt og
reyndu svo að fylgja því eftir. Töfrar þínir og
þolinmæði geta skilað þér stöðuhækkun.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þótt þú lendir í einhverju mót-
læti um skeið máttu ekki láta það á þig fá.
Vertu því á varðbergi gegn hvers kyns óþoli
og vertu stimamjúkur við börn og gamal-
menni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þörf þín fyrir að sleppa fram af þér
beislinu og taka þér frí frá vinnu eykst sí-
fellt. Hrapaðu ekki að neinu og hafðu hug-
fast að þetta er ekki síðasta tækifærið.
Kerlingin á Skólavörðuholtinusegir á fésbókarsíðu sinni að
hún hafi ætlað að steinhætta að
yrkja, – „en þegar ég las bullið í
Reinhold Richter í Vísnahorninu
þá hrökk þessi vísa út úr kjaftinum
á mér:
Fyrir honum flestallt snýst…,
fattar sjaldnast hvar hann er,
Reinhold greyið Richter víst
reglulega tvöfalt sér.
Auðvitað er aðeins EIN Kerling
á Skólavörðuholtinu, ég mundi
aldrei líða neina aðra þar. En úr
því ég er byrjuð að yrkja þá get ég
eins vel haldið áfram:
Af mér þessar fréttir flyt
frjáls og engum bundin;
upp á Holti aftur sit,
önug heldur lundin.
Allvel fornum ennþá kann
ástar beita galdri
svo ég krækti mér í mann
á miðjum þrítugsaldri.
Brall okkar í byrjun gekk
bestu eftir vonum,
undarlega fljótt þó fékk
feikna leiða á honum.
Á fjármuni var fýrinn spar
og flesta taldi þjófa,
málgefinn hann mjög svo var
og mesta dekurrófa.
Yfir mörgu eins var hann
oft að sífra og nauða,
skelfing loks í skap mér rann,
skildi því við kauða.
Upp á Holtið greitt ég gekk,
gamalkunnan spotta.
Sit þar nú í svölum trekk,
sígarettu totta.“
Ég hitti karlinn á Laugaveginum
þar sem hann hallaði sér upp að
gamla tukthúsinu og spurði hann
hvað hann segði um þennan nýj-
asta kveðskap kerlingarinnar.
Hann svaraði:
Mín kerling hún talar um karlinn
sem komst fyrir slysni inn á pallinn
því að upp nam hún lúka.
Svo lét hún hann fjúka
því leiðindaskarfur var karlinn!
Helgi R. Einarsson skrifaði
Vísnahorni í gær og sagði „þar
sem ný stjórn er ekki komin á
koppinn vil ég benda á eftirfar-
andi:
Nú þvengina þarf að binda
og þrjóskunni ofan af vinda,
skoðanir brúa
og bökunum snúa
saman (til málamynda).“
Gömul vísa í lokin:
Sigla um víði súðahæng
segja lýðir yndi.
Blakki ríða, búa í sæng
baugahlíðar undir væng.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Kerling lætur í sér heyra
Í klípu
GALLINN VIÐ AÐ VINNA FYRIR MÖMMU.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ SÖTRA BARA.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að eiga fjölda gleði-
legra minninga.
JÓN ER
ÁHUGAVERÐASTI
MAÐUR SEM ÉG ÞEKKI.
ÉG VAR AÐ RAÐA
SOKKUNUM MÍNUM!
HANN ER EINI MAÐURINN
SEM ÉG ÞEKKI.
HRÓLFUR,
ÉG VIL RÁÐA
ÞENNAN
NÁUNGA!
NEI, ÉG ÞARF
LÍFVÖRÐ!
ÞARFTU
AÐSTOÐAR-
KOKK?
GRAUTUR
AFTUR! BERJUM
HANN!
GET ÉG FENGIÐ
KAUPHÆKKUN?
ÉG VEIT ÞAÐ EKKI.
GETURÐU ÞAÐ?
Ekki er langt síðan átök voru á milliplötuverslana og bóksala um jól.
Spurt var hvort nú yrðu plötujól eða
bókajól. Bókin mun ekki fá mikla
samkeppni frá plötunni þessi jólin.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í
gær verður útgáfa á geisladiskum
með minnsta móti þessi jól. Víkverji
hefur gaman af tónlist og vill helst að
tónlistarmenn fái eitthvað fyrir sinn
snúð. Hann er til í að kaupa það sem
honum líst vel á og gerði það hér áð-
ur fyrr, en nú er geisladiskurinn á út-
leið og úrval í verslunum mun tak-
markaðra en áður.
x x x
Víkverji hefur notað vefi á borð viðYoutube til að kanna nýja tónlist
og er nú kominn með áskrift að tón-
listarveitu. Hann veit hins vegar að
þótt tónlistarmenn fái eitthvað í sinn
hlut þegar hlustað er á tónlist þeirra
á veitunni er það varla fyrir salti
grautinn. Enn hefur hann þó ekki
stigið það skref að kaupa tónlist í raf-
rænu formi, þótt hann hiki ekki við
að kaupa rafbækur og lesa þær í
tölvu.
x x x
Sennilega er það þörfin fyrir að fáeitthvað áþreifanlegt í hendur,
vínylplötu eða geisladisk. Diskinn
getur hann handfjatlað og tekið með
sér. Rafræna platan er ef til vill til
einhvers staðar í rafskýi og jafnað-
gengileg og diskurinn, ef ekki að-
gengilegri, en þetta er líka spurning
um mátt vanans.
x x x
Í augum yngri kynslóða eru geisla-diskar sennilega bara til trafala,
taka pláss og eru fyrir. Það er ástæða
fyrir því að plötubúðum hefur víða
verið lokað og nánast horfnar keðjur,
sem áður virtust alls staðar, þannig
að í sumum stórborgum eru bara eft-
ir safnarabúðir sem selja gamlan
vínyl og eru með slangur af diskum í
leiðinni. Geisladiskar eru einfaldlega
að miklu leyti hættir að seljast. Vík-
verji verður því einfaldlega að sætta
sig við nýja tíma og nýja siði. Það
mun taka tíma, en á endanum mun
hann taka við sér og þá verður hann
örugglega gáttaður á að hann skuli
ekki hafa gert það fyrr.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Himinn og jörð munu líða undir lok
en orð mín munu aldrei undir lok
líða.
(Mark. 13:31)