Morgunblaðið - 12.11.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016
Madonna
SKÍÐAFERÐ | 14.- 21. janúar
Verð frá: 119.900 kr.
og 12.500 Vildarpunktar.
Á mann m.v. 2 í herbergi með
morgunverði á Garni St. Hubertus.
Verð án Vildarpunkta: 129.900 kr.
VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS
Flogið með Icelandair
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
BHM vill halda áfram vinnu og við-
ræðum á vettvangi Salek-hópsins
svokallaða um bætt vinnubrögð við
kjarasamningagerð og nýtt samn-
ingalíkan á vinnumarkaði. Þetta
kom fram í erindi Þórunnar Svein-
bjarnardóttur, formanns BHM, á
málþingi í gær um möguleika há-
skólafólks á nýju samningalíkani.
Eins og fram hefur komið var
samstarfi Salek-hópsins slitið í sein-
asta mánuði á meðan niðurstaða um
jöfnun lífeyrisréttinda liggur ekki
fyrir.
Að mati BHM
er engin ástæða
til að gera hlé á
vinnunni í Salek-
hópnum að sögn
Þórunnar. „Það
er rétt að það er
eftir að ljúka líf-
eyrismálinu. Við
bíðum nýrrar rík-
isstjórnar og Al-
þingis að ljúka
því og erum þeirrar skoðunar að það
þurfi að gera það í samræmi við
samkomulagið frá því í september.
En við teljum enga ástæðu til að
sitja með hendur í skauti þangað til
það verður gert,“ sagði Þórunn í
samtali við Morgunblaðið.
Þórunn lagði til á málþinginu að
fjallað yrði um tvö praktísk mál á
næstunni. Annars vegar að náð yrði
saman um öflun launaupplýsinga
með miðlægum hætti, sem myndi
tryggja aðilum aðgang að sömu upp-
lýsingum á sama tíma. Hins vegar
lagði hún áherslu á að allir sem að
samningaviðræðum kæmu færu að
lögum um vinnudeilur og settu niður
viðræðuáætlanir á réttum tíma, sem
gætu staðist. 20 ár eru liðin síðan
leitt var í lög að viðræðuáætlanir
fyrir endurnýjun kjarasamninga
ættu að liggja fyrir ekki síðar en tíu
vikum áður en samningar renna út.
Allur gangur hefur hins vegar verið
á þessu á vinnumarkaðinum.
Halda áfram þó að gefi á bátinn
„Þetta eru skref sem er auðvelt að
taka ef samstaða er um það og eru
sannarlega í rétta átt,“ segir Þór-
unn. Hún segir engan vafa leika á að
viðræðurnar um bætt vinnubrögð
við kjarasamningsgerð séu gríð-
arlega stórt verkefni, „en það þarf
úthald til þess að vinna í þessu og þó
að það gefi á bátinn verðum við að
halda áfram. Aðalatriðið er að ná
samstöðu um markmið sem við vilj-
um ná með svona samningalíkani“.
Engin ástæða til að gera hlé
Formaður BHM vill halda áfram vinnunni í Salek-hópnum um nýtt samningalíkan
Mikilvægt að þingið afgreiði lífeyrismálið en ástæðulaust að sitja með hendur í skauti
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
Gengið hefur verið frá sölu á jörð-
inni Felli í Suðursveit til Fögru-
steina, dótturfélags Thule Invest-
ments. Staðfesti félagið kaupin í
gær með greiðslu fjórðungs kaup-
verðs sem er 1.520 milljónir kr.
Málið er þó enn í ákveðinni biðstöðu
því ríkið hefur forkaupsrétt og get-
ur gengið inn í kaupin fram í byrj-
un janúar.
Jörðin Fell á land að austur-
strönd Jökulsárlóns á Breiða-
merkursandi. Ósamstaða hefur ver-
ið meðal eigenda um nýtingu
jarðarinnar og uppbyggingu. Var
farið fram á uppboð hjá sýslumanni
til slita á sameign. Þeir sem fóru
fram á uppboðið höfðu frest til há-
degis í gær til að afturkalla upp-
boðsferlið. Það var ekki gert.
helgi@mbl.is
Salan á jörðinni
Felli við Jökulsárlón
hefur verið staðfest
Sigtryggur Sigtygsson
sisi@mbl.is
Veðurmetin hafa fallið eitt af öðru á þessu sögulega
ári og enn eitt metið féll í gær. Ekki hefur enn
mælst frost í Reykjavík það sem af er hausti og
vetri.
Samkvæmt upplýsingum
Trausta Jónssonar veðurfræðings
eru til lágmarksmælingar á hverj-
um degi samfellt aftur til ársins
1920, eða í 96 ár.
„Haustið 1939 fraus fyrst 10.
nóvember en nú er kominn sá 11.
þannig að metið er slegið,“ segir
Trausti. Enn eru nokkrir dagar
eftir til að ná meti í lengd sam-
felldrar þíðu. Það met er frá 1939,
201 dagur samfellt. Núna eru frostlausu dagarnir
orðnir 194 í röð, en síðast fraus 30. apríl síðastliðinn.
Eina viku vantar til að jafna það met. „Eins og spár
eru í dag verður það varla slegið að þessu sinni,“
segir Trausti.
Hann hefur tekið stöðuna nú þegar þriðjungur
nóvembermánaðar er liðinn. Meðalhiti í Reykjavík er
5,3 stig, 1,7 stigum ofan meðallags sömu daga síð-
ustu tíu ár. Þetta er fjórði hæsti hiti sama tíma á
öldinni en í 14. sæti á langa listanum [hlýjast 1945,
8,2 stig, kaldast 1899, -4,0 stig].
Á Akureyri er meðalhitinn 4,1 stig, 2,3 stigum ofan
meðallags síðustu tíu ár, og í 14. sæti á lista sem nær
aftur til 1936.
Úrkoman í Reykjavík langt yfir meðaltali
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 45,2 millimetrar,
þriðjung umfram meðalúrkomu sömu daga síðustu
tíu ár, sjötta mesta úrkoma sama tíma á öldinni (af
16). Á Akureyri hefur hún mælst aðeins 2,4 mm, tí-
undi hluti meðalúrkomu sama tíma síðustu tíu árin.
Sólskinsstundafjöldi í Reykjavík er nærri botni
samkvæmt athugunum Trausta, í 97. sæti af 101.
Ársmeðalhitinn í Reykjavík til þessa er enn í 6,5
stigum, í 5. til 6. hæsta sæti á 68 ára listanum, 0,4
stig frá toppnum (2003). Akureyrarársmeðalhitinn er
nú kominn upp í 7. sæti á sama lista – hefur borið
hratt upp á við. Á Dalatanga er hitinn í fjórða efsta
sæti. „Enn eru 50 dagar rúmir til áramóta og mögu-
leikar á sætasveiflum töluverðir,“ segir Trausti.
Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson
Haustblíða Veðrið hefur leikið við landsmenn og hér bregða vinirnir Þórdís og Rökkvi Steinn á leik.
Aldrei fryst seinna
í sögu mælinga
Gamla metið frá 1939 Fjöldi sólskinsstunda í botni
Trausti Jónsson
Einstaklingum sem bíða lengur en
90 daga eftir hjarta- og/eða krans-
æðamyndatöku hefur fjölgað tals-
vert síðan í júní sl. Helstu ástæður
þess eru sumarleyfi, ónóg mönnun
hjúkrunarfræðinga, skortur á legu-
rýmum á Landspítala, fjölgun á
flóknari og tímafrekari aðgerðum
svo og mikill fjöldi bráðasjúklinga
haustið 2016.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur á heimasíðu Embættis lands-
læknis, sem hefur uppfært yfirlit yfir
stöðu á biðlistum eftir völdum skurð-
aðgerðum. Embættið hefur frá árinu
2007 staðið fyrir innköllun og úr-
vinnslu á stöðu biðlista eftir völdum
aðgerðum á helstu aðgerðastöðum
landsins. Þessar upplýsingar hafa
verið kallaðir inn á þriggja mánaða
fresti, í febrúar, júní og október. Í
nýrri greinargerð er farið yfir stöð-
una eins og hún var í byrjun október
2016.
Átak til að stytta biðlista
Þar segir meðal annars að í mars
2016 hafi verið farið af stað með átak
til styttingar biðlista í fjórum að-
gerðaflokkum; augasteina- og lið-
skiptaaðgerðum, auk hjarta- og/eða
kransæðamyndatöku. Árangur
þessa verkefnis sé misjafn eftir að-
gerðaflokkum.
Skurðaðgerðum á augasteini hafi
snarfjölgað og fækkað hafi í hópi
þeirra einstaklinga sem bíða lengur
en þrjá mánuði eftir aðgerð. Þrátt
fyrir þá fækkun sé hlutfall þeirra
sem bíða lengur en 90 daga eftir að-
gerð svipað og verið hefur síðastliðið
ár. Fjöldi einstaklinga sem bíði eftir
gerviliðaaðgerð standi í stað á milli
innköllunar í júní og þessarar inn-
köllunar.
Óviðunandi bið
„Á hinn bóginn hefur einstakling-
um sem bíða lengur en 90 daga eftir
hjarta- og/eða kransæðamyndatöku
fjölgað talsvert síðan í júní, eða úr 12
í 84. Þrjátíu og fjögur prósent ein-
staklinga þurfa að bíða lengur en 90
daga eftir þessari tegund aðgerðar
sem verður að teljast óviðunandi
bið,“ segir í greinargerðinni.
Misjafn árangur
af biðlistaátaki
Óviðunandi bið sjúklinga eftir hjarta-
og/eða kransæðamyndatöku
Morgunblaðið/Eggert