Morgunblaðið - 12.11.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.11.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016 „Við viljum að sjálfsögðu ekki að þetta verkfall verði til lengri tíma. Helst að því ljúki sem allra fyrst,“ sagði Heiðrún Lind Marteins- dóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka fyrir- tækja í sjávar- útvegi (SFS). „Þetta strandaði mjög nálægt landi. Við héldum að við værum að ljúka samningi og teljum að það sé ekki langt á milli aðila.“ SFS var í gær að ræða við sitt bakland og Heiðrún gerði ráð fyrir að sjómenn væru að því sama. Eng- ar formlegar viðræður milli aðila höfðu verið ákveðnar í gær. Samningaviðræður Sjómannasambands Íslands og SFS strönduðu í fyrrakvöld á ágreiningi um mönnun uppsjávarveiðiskipa og ísfisktogara. „Við töldum að það yrði ekki lengra gengið,“ sagði Heiðrún. „Við höfðum fallist á allar meginkröfur sjómanna. Við sömdum við vélstjóra eftir að það slitnaði upp úr við- ræðum við sjómenn. Samningurinn við vélstjóra var í sama anda og rætt hafði verið um við sjómenn. Það bættust við greiðslur í endurmennt- unarsjóð og ýmis önnur sérstök at- riði að því er vélstjóra varðar.“ Fram kom í fréttatilkynningu SFS í gær að viðræðurnar við sjó- menn hefðu strandað á því að sjó- menn hefðu gert það „að ófrávíkj- anlegri kröfu að matsveini á uppsjávarskipum yrði óheimilt að ganga í starf háseta og því yrði fjölg- að um einn háseta á uppsjávar- skipum. Þessu var hafnað.“ Heiðrún sagði þetta varða fáa sjó- menn. Átta menn séu í áhöfn aðeins 4-6 uppsjávarveiðiskipa. Þá séu fáir sérstakir kokkar á þessum skipum. SFS gerði kjarasamning við Sjó- mannasamband Íslands og Félag skipstjórnarmanna 24. júní síðastlið- inn. Sjómannasambandið felldi samninginn. Með honum fylgdi bók- un um að skoða mönnunarmál og vinnutíma um borð í fiskiskipum. Heiðrún sagði athugunin væri á al- gjöru byrjunarstigi. „Samkvæmt bókuninni átti þetta að vera í höndum Samgöngustofu því hún á að hafa eftirlit með hvíld- artíma sjómanna á grundvelli reglu- gerðar. Það var búið að finna mann til að gera úttektina og var verið að bíða eftir áætlun um umfang og kostnað verkefnisins. Samgöngu- stofa taldi að hún hefði ekki fjár- magn í þetta og þetta strandaði því á fjármögnum,“ sagði Heiðrún. Hún sagði SFS hefði síðan ákveðið að kosta athugunina. Gróf áætlun gerir ráð fyrir að könnunin muni kosta um tíu milljónir króna. gudni@mbl.is Telur lítið bera í milli útgerðar og sjómanna  SFS ætlar að kosta könnun á mönnun og vinnutíma Guðni Einarsson gudni@mbl.is Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði að samninganefnd sjómanna teldi það vera ófor- svaranlegt að átta menn væru í áhöfnum nýju uppsjávarveiði- skipanna sem eru 3-4 þúsund tonn að stærð. Á eldri uppsjávarveiði- skipum hafa verið allt að 15 menn í áhöfn. „Þannig vilja útgerðarmenn hafa það og þeir gerðu þetta án nokkurs samráðs við okkur,“ sagði Valmundur um fjölda sjómanna um borð. „Þeir eru búnir að henda matsveininum út á dekk sem háseta. Það er ekki í kjarasamn- ingi okkar að það megi gera það. Samt er það gert.“ Auk Sjómannasambands Íslands eiga Sjómannafélag Íslands og Verkalýðsfélag Vestfirðinga aðild að samninganefnd sjómanna. Valmund- ur sagði að samninganefndin hefði viljað setja þessari fækkun í áhöfn- um takmörk. Búið væri að fækka í áhöfnum uppsjávarveiðiskipa um sjö menn og samtök sjómanna teldu það vera óviðunandi. „Þetta getur farið að snúast um öryggi mannskapsins. Við teljum að verið sé að brjóta ákvæði kjara- samninga, reglugerða og laga um hvíldartíma. Það eru ekki einu sinni staðnar vaktir á þessum skipum því það er ekki mannskapur til þess. Menn eru að á meðan eitthvað er að gera,“ sagði Valmundur. „Við buðum þeim að setja botn í fækkunina við níu menn á meðan kannað væri hversu marga þyrfti til að manna þessi skip. Við ætluðum að taka eitt ár í það en vildum fá tryggingu fyrir því að ekki yrði farin sú leið að hafa þessi skip alltaf undirmönnuð.“ Sjómannasamtökin gerðu kröfu um mönnun uppsjávarveiðiskipa í fyrrahaust, að sögn Valmundar. Þá var þess krafist að minnst tíu væru í áhöfn. „Við erum búnir að gefa eftir síðan þá,“ sagði Valmundur. Sem kunnugt er undirrituðu Sjó- mannasamband Íslands, sem er fé- lag undirmanna, og Félag skip- stjórnarmanna kjarasamning við SFS 24. júní síðastliðinn. Félagar í Sjómannasambandi Íslands felldu kjarasamninginn með 445 atkvæð- um gegn 223 í ágúst. Rúmlega 38% félagsmanna tóku þátt í atkvæða- greiðslunni. Skipstjórnarmenn sam- þykktu hins vegar kjarasamninginn. Verkfall undirmanna nú snertir skipstjórnarmenn og vélstjóra með beinum hætti því skipin urðu að hætta veiðum vegna verkfallsins. Fækkað án samráðs við sjómenn  Sjómenn sætta sig ekki við fækkun í áhöfnum uppsjávarveiðiskipanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Trollið tekið Veiðum hefur verið hætt vegna sjómannaverkfalls. Sjómannaverkfall » Það slitnaði upp úr við- ræðum sjómanna og útgerðar- manna í fyrrakvöld. » Viðræðurnar strönduðu á ágreiningi um fjölda manna í áhöfnum skipa. Jón Þórisson jonth@mbl.is „Það eru átta þúsund manns send heim rúmum mánuði fyrir jól vegna mönnunarmála á þeim skipum sem lengst eru komin í þróun öryggis- mála og aðstöðu fyrir mannskap og greiða auk þess bestu laun sem finn- ast á Íslandi. Það er gert þrátt fyrir að fyrir liggi að fara í nákvæma skoðun og úttekt á öryggis og hvíldartíma sjómanna sem á að klár- ast innan árs,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, forstjóri útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík. „Ég hef ekki nokkra trú á öðru en menn átti sig á út í hvaða vitleysu menn eru komnir og klári þetta hratt og vel. Við höfum ekki efni á að fara í störukeppni og menn verða að leggja daglegt karp til hliðar og leysa þetta mál,“ segir Pétur. „Það er margbúið að benda á að þetta er miklu skaðlegra verkfall heldur en við höfum nokkru sinni séð áður ef það leysist ekki fljótt. Salt- fiskmarkaðir eru ekki að vaxa og mjög fáir markaðir eru góðir fyrir ferskan fisk. Frakklandsmarkaður er sennilega okkar verðmætasti markaður núna og þetta er allt sett í uppnám. Markaðsaðilar þar bíða ekkert eftir að þetta verkfall klárist, frekar en annars staðar. Þeir leita bara annað eftir vörunni og við höf- um ekki leyfi hvorki við né sjómenn til að láta það gerast.“ Ekki skilur mikið á milli „Verkföll eru alltaf slæm og það er sérstaklega súrt að ekki virðist skilja mikið á milli aðila. Þetta er mjög slæmt fyrir markaði og sérstaklega ferskfiskmarkaði,“ segir Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri út- gerðarsviðs Samherja. Hann segir eitthvað til af frosinni vöru en fersk- vöruframboðið hætti um leið og afli hætti að berast að landi. Hann segir að markaðurinn leiti í aðra vöru og þegar ferskfisk- ur berist á markað á ný sé undir hælinn lagt hvort markaður fyrir hann sé enn til staðar. Hver dagur sé því mikilvæg- ur. Eins og fram hefur komið fyrirhugar ríkis- sáttasemjari að boða deiluaðila til fundar í næstu viku. Það stendur þó ekki í vegi fundahalda milli aðila, sé vilji til þess. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verkfall Fiskiskip stefndu til lands þegar verkfall skall á og þau sem styttra áttu til lands liggja bundin við bryggju. Erlendir ferskfisk- markaðir í uppnámi  Útgerðarmaður segir að leggja verði daglegt karp til hliðar Nefnt hefur verið að liðið geti allt að vika til næsta samn- ingafundar í deilunni. „Ég ætla að vona að líði nú ekki svo langur tími áður en menn hittast. Ef menn vilja hitt- ast þá bara hittast þeir, óháð því hvort sáttasemjari boðar til fundar eða ekki,“ segir Kristján Vilhelmsson. Umtalsverður hluti uppsjáv- arafla fer ferskur á markað víða um heim, einkum til Evrópu. Kristján segir að ferskv- aran hafi takmarkað geymslu- þol og varan hverfi af markaði um leið og framboðið stöðv- ist. Lítilræði sé til af frosnum fiski en þær birgðir dugi ekki um lang- an tíma. Fundahöld í næstu viku SJÓMANNAVERKFALL Pétur Hafsteinn Pálsson Samninganefnd VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna hefur verið kölluð saman til fundar klukkan 20 annað kvöld, á sunnudagskvöld, til að fara yfir ný- gerðan kjara- samning VM og Samtaka fyrir- tækja í sjávarút- vegi (SFS). Guðmundur Þ. Ragnarsson, for- maður VM, sagði að á fundinum yrði ákveðið hvort samningurinn yrði borinn und- ir atkvæði félagsmanna eða hvort verkfall skylli á klukkan 15 á mánu- dag. Tólf sitja í samninganefnd VM og voru sumir þeirra á leið í land í gær. Skrifað var undir samninginn í fyrrinótt með fyrirvara um sam- þykki samninganefndar VM. Boðuðu verkfalli var frestað til mánudags. Eftir var að fínpússa einhver ákvæði samningsins, sem ekki gafst tími til að ganga frá í fyrrinótt. Ljúka átti við það í gær, að sögn Guðmundar. Samningurinn gildir til ársloka 2018. Fram kom á heimasíðu VM í gær að vélstjórar hefðu fyrst komið sín- um sérkröfum að eftir að fulltrúar sjómannafélaganna hættu viðræðum við SFS í fyrrakvöld. „Þegar við náðum fram nokkrum hluta af sérkröfum okkar fannst okk- ur rétt að tala við samninganefndina og bera undir hana það sem fyrir lá. Niðurstaða samninganefndarinnar var að fresta verkfallinu, til klukkan 15 á mánudaginn kemur. Við höfum skrifað undir með fyrirvara um endanlegt samþykki samninga- nefndarinnar áður en samningurinn verður sendur í almenna atkvæða- greiðslu félagsmanna,“ var meðal annars haft eftir Guðmundi á heima- síðu VM. gudni@mbl.is Fundur annað kvöld hjá VM  VM og SFS skrifuðu undir í fyrrinótt Guðmundur Ragnarsson Heiðrún Lind Marteinsdóttir Valmundur Valmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.