Morgunblaðið - 12.11.2016, Page 26

Morgunblaðið - 12.11.2016, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Lindarhvollnefnisteign- arhaldsfélag sem stofnað var til að „annast umsýslu, fullnustu og sölu“ eigna sem ríkið fékk í hendur sem greiðslu stöðugleikaframlags. Lindarhvoll er í eigu ríkisins og er athyglisvert að lesa siða- reglur félagsins, sem ætlað er „að stuðla að því að auka trú- verðugleika og óhlutdrægni við meðferð og afgreiðslu mála félagsins“. Í kafla með yf- irskriftinni „Ábyrg og góð ákvörðunartaka“ er eftirfar- andi grein: „Félagið byggir starfsemi sína á að taka allar ákvarðanir á faglegum for- sendum og mun tryggja fullan rökstuðning þeirra gagnvart öllum hluteigandi aðilum, þ.e. viðskiptavinum, eiganda, starfsmönnum og samfélaginu í heild.“ Eignarhaldsfélagið leggur líka áherslu á upplýsingagjöf og að forðast hagsmuna- árekstra. „Við kappkostum að veita viðskiptavinum réttar, skýrar og áreiðanlegar upplýs- ingar,“ segir í einni greininni og í annarri: „Við upplýsum um þau atriði sem kunna að valda hagsmunaárekstrum í störfum okkar og sérstaklega er varða atriði sem geta haft áhrif á sjálfstæði, hlutleysi eða skyldu okkar við félagið og við- skiptavini þess.“ Þessi lestur er sérstaklega athyglisverður í ljósi frétta- flutnings undanfarna daga í ViðskiptaMogganum og Morgunblaðinu af sölu Lind- arhvols á 17,7% hlut félagsins í Klakka, sem áður hét Exista. Helsta eign Klakka er fjár- málafyrirtækið Lýsing. Skila- frestur í úboðinu var um miðj- an október. Enn hefur ekki verið greint frá niður- stöðunni á heima- síðu Lindarhvols. Í Morgunblaðinu í gær er á viðskiptasíðu rætt við Sigurð Valtýsson fram- kvæmdastjóra, sem fyrir hönd félags í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona fól Kviku banka að gera tilboð í eign Lindarhvols í Klakka. Tilboð- inu var svarað með tölvupólsti um að því hefði ekki verið tek- ið. Hann gerir miklar athuga- semdir við framkvæmdina á útboðinu. Skortur hafi verið á gagnsæi og Lindarhvoll hafi ekki farið eftir eigin reglum. Sérstaklega tekur hann til að eigandi lögmannsstofunnar, sem tók á móti tilboðunum, hafi verið stjórnarmaður í Klakka. Þetta sé ekki síst óeðlilegt vegna þess að for- stjóri Klakka sé í forsvari fyrir einn af tilboðsgjöfunum í fé- lagið. Sá tilboðsgjafi, BLM fjárfestingar, sem er í eigu vogunarsjóðsins Burlington Loan Management, var með hæsta tilboðið, einu prósentu- stigi yfir tilboði félags bræðr- anna, Ágústs og Lýðs. Þegar Morgunblaðið leitaði svara hjá lögmannsstofunni, sem sá um útboðið, og stjórn- arformanni Lindarhvols kom það að luktum dyrum. Svar frá lögmannsstofunni svaraði í raun engu. Vinnubrögðin í þessu máli eru í hróplegu ósamræmi við þær reglur sem Lindarhvoll setur sér og krist- allast í þessum orðum: „Við sinnum störfum okkar og sam- skiptum við viðskiptamenn og aðra hagsmunaaðila þannig að það sé öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni.“ Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Við sölu á ríkis- eignum ber að forð- ast pukur og leynd} Afleit vinnubrögð Í nokkurra áragamalli skáld- sögu segir frá geimveru, sem kemur til jarð- arinnar vegna þess að mannkyn er á barmi þess að gera tíma- mótauppgötvun í vísindum og þykir ekki víst að það muni kunna að fara með hana. Geimveran á von á að fátt annað sé í fréttum en að þessi ráðgáta vísindanna verði brátt leyst, en það er öðru nær. Á jörðinni er aðeins fjallað um peninga og stríð í fréttum. Vísindi fá varla að vera með. Á fimmtudag var greint frá því í fréttum að vísindamönn- um hefði tekist að láta tvo apa með mænuskaða ganga með því að græða þráð- lausan sendibúnað í þá. Búnaðurinn sendir merki frá heilanum að þeim stað þar sem boð eru send í vöðva fótanna. Þannig er sneitt hjá mænuskemmdinni. Eftir tvær vikur voru aparnir farnir að ganga á göngubretti. Það mun taka nokkur ár að þróa þennan búnað þannig að hægt verði að reyna hann í mönnum, en það hlýtur að gefa góðar vonir að þessi ár- angur hafi náðst með öpum. Það eru stórtíðindi að upp- götvuð hafi verið leið til að færa lömuðum mátt. Hógværð fjölmiðla við flutning þeirra ætti oft betur við en í þessu tilfelli. Þráðlaus búnaður vekur vonir um að sneiða megi hjá mænuskaða} Merkileg uppfinning É g hef undanfarna daga mikið rætt við stjórnmálamenn, áhugamenn um stjórnmál, þingmenn og ráð- herra í ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar og þingmenn stjórnarandstöðunnar, svo og grasrót þeirra flokka, ungliða og eldri stuðningsmenn, í þeim tilgangi að afla mér efniviðar í fréttaskýringar um stöðu stjórnarmyndunarviðræðna, eða kannski öllu heldur ekki stjórnarmyndunar- viðræðna. Í langflestum tilvikum hafa þetta verið góð, gagnleg og ánægjuleg samskipti, sem ekki hafa komið á óvart, á það jafnt við um stjórnmála- menn sem eru að koma nýir inn á sviðið og þá sem gamalreyndir eru í hettunni. Ég má til með að staldra örlítið við samskipti mín við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, og félaga þeirrar hreyfingar, sem hafa verið einstaklega ánægjuleg og í mörgum tilvikum komið skemmtilega á óvart. Ekki einn einasti VG-maður, hvort sem er ungliði, eldri VG, þingmenn eða fyrrverandi þingmenn, hefur neit- að að ræða við mig, heldur tekið mér af stakri kurteisi og svarað spurningum mínum á málefnalegan hátt. Innan VG eru geysilega ólík sjónarmið gagnvart hug- myndum um stjórnarsamstarf: Ung VG lýsa því á hrein- skiptinn hátt að þau telji flokk sinn vera róttækan vinstri- sinnaðan flokk og geti af þeim sökum ekki náð málefna- legri samstöðu með flokknum sem þau segja lengst til hægri, Sjálfstæðisflokkinn. Eldri VG segja aftur á móti að þau hafi fullan skilning á ákefð Ungra VG, þótt þau í ljósi reynslu geri sér fulla grein fyrir því að í sam- steypustjórnum verði allir að gefa eftir af sín- um ítrustu kröfum. Eldri VG segja að fé- lagsskapur þeirra snúist nú orðið einkum um það að hafa fræðslu- og skemmtikvöld mán- aðarlega, koma saman, syngja og drekka kaffi. Pólitíska ákefðin sé engan veginn sú sama og hjá ungliðunum og það sé ekki oft sem stjórn- mál séu rædd af einhverri alvöru á þessum samkomum þeirra. Þingmenn VG sem ég hef rætt við hafa einn- ig sagst hafa skilning á ósveigjanlegri afstöðu Ungra VG en jafnframt bent á að þegar fram líði stundir geti Ung VG skipt um skoðun ef horfi til stjórnarkreppu hér á landi. Þannig sé ekki útilokað að flokkurinn í heild geti samein- ast um það að gera málefnasamning við Sjálf- stæðisflokk og Framsóknarflokk, þar sem til- tekin grundvallaratriði í stefnu VG verði í heiðri höfð, svo sem mál sem horfi til félagslegs jöfnuðar, eflingar heil- brigðis- og menntakerfisins og uppbyggingar innviða landsins. Það sem mér fannst vera svo jákvætt við ólík viðhorf þessara ólíku hópa innan VG er það hversu ólík sjónarmið fá að rúmast innan flokksins, að því er virðist, mestmegnis í sátt og samlyndi og sérstaklega jákvætt viðhorf Eldri VG gagnvart Ungum VG. „Við vorum svona á sokkabands- árum okkar, full af hugsjónaeldi og pólitískri ákefð. Nú er- um við gömul og sjóuð, sem ræður miklu um það hve mikið umburðarlyndi ríkir í röðum okkar í garð ungliðanna,“ sagði félagi úr Eldri VG. agnes@mbl.is Agnes Bragadóttir Pistill Umburðarlyndið innan VG STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikil umræða á sér stað ísveitarfélögum um alltland hvernig bregðastskuli við úrskurði kjararáðs um 44% launahækkun al- þingismanna þar sem kjör fulltrúa í sveitarstjórnum eru víða tengd þingfararkaupi. Í sumum sveitar- stjórnum hefur verið ákveðið að laun kjörinna fulltrúa hækki ekki sjálf- krafa í kjölfar úrskurðarins en önn- ur vilja bíða átekta og sjá hvernig Alþingi tekur á málinu þegar það kemur saman. Þannig hefur t.a.m. Ísafjarðar- bær ákveðið að laun bæjarfulltrúa hækki ekki í samræmi við úrskurð- inn og bæjarstjórn Kópavogs hefur skorað á Alþingi að endurskoða ákvörðun kjararáðs. Í bæjarstjórn Hafnarfjarðar lögðu fulltrúar Sam- fylkingar og Vg til í vikunni að bæj- arráð staðfesti að launahækkanir skv. úrskurði Kjararáðs mundu ekki hafa áhrif á launakjör bæjarfulltrúa. Fulltrúar meirihlutans í Sjálfstæðis- flokki og Bjartri framtíð samþykktu hins vegar að fresta málinu. Segja þeir í bókun að laun kjörinna full- trúa í Hafnarfirði eigi að vera sam- bærileg við það sem gerist meðal kjörinna fulltrúa í öðrum sveitar- félögum, fylgja leiðbeinandi til- mælum frá stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og launaþróun á vinnumarkaði almennt. En brýnt sé að Alþingi endurskoði lög um kjararáð og ákvörðun kjararáðs. Laun sveitarstjórnarmanna og jafnvel sveitarstjóra eru víða miðuð við ákveðið hlutfall af þingfar- arkaupi. Það er hins vegar ákvörðun hvers sveitarfélags fyrir sig hver launakjörin skuli vera. Halldór Hall- dórsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, hefur ekki fengið yfirlit yfir hvað öll sveit- arfélög hyggjast gera í kjölfar úr- skurðar kjararáðs. „Einhver hafa ákveðið að gera breytingar strax og breyta viðmiðinu annaðhvort í lægra hlutfall af þingfararkaupi eða þá að hætta að miða við það,“ segir hann. ,,Mér finnst sjálfum skynsamlegast að sjá til hvað Alþingi gerir því fyrir marga er þingfararkaupið ágætis viðmiðun.“ Vilja falla frá hækk- un eða bíða átekta Morgunblaðið/Golli Kjör Úrskurður kjararáðs veldur ólgu á vinnumarkaði og í sveitarstjórnum er rætt hvað gera skuli, þar sem þóknanir fulltrúa tengjast þingfararkaupi. Það er hlutverk hverrar sveitar- stjórnar að ákveða sjálf laun kjör- inna fulltrúa og sveitarstjóra. Safnað var upplýsingum á vegum Sambands ísl. sveitarfélaga um launakjör sveitarstjórnarmanna sem birtar voru sl. sumar. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins, segir í umfjöllun um það á vefsíðu sambandsins að þegar rýnt sé í gögnin sé niður- staðan sú að kjörnir fulltrúar séu almennt sáttir við starfsumhverfi sitt en óánægðir með launin. Fyrsta skrefið til úrbóta sé því að útbúa leiðbeinandi viðmið um launakjör fyrir setu í sveitar- stjórnum. Þetta var gert og við- miðin birt síðastliðið sumar. Byggt er á tilteknum grunn- launum fyrir fullt starf sem nema um 78% af þingfararkaupi. Greiðslur til sveitarstjórnar- manna eru eðli máls samkvæmt misjafnar eftir stærð sveitarfélag- anna. Fjögur sveitarfélög eru með 5.000-15.000 íbúa. Mánaðarlegar greiðslur til sveitarstjórnarmanna í þessum sveitarfélögum eru í einu tilviki á bilinu 75.000- 99.999 kr., í einu tilviki 125.000- 149.999 kr. og í þremur tilvikum 150.000- 174.999 kr. skv. könnun- inni. Mánaðarlaun framkvæmda- stjóra eða sveitarstjóra þessara sveitarfélaga eru hins vegar með yfirvinnu og föstum launa- greiðslum í tveimur tilfellum 1.300-1.399 þús. kr., í einu tilviki 1.500-1.599 þús. kr. og í einu til- felli 1.900-1.999 þús. kr. á mán- uði. Í fjórum stærstu sveit- arfélögum landsins eru mánaðarlegar greiðslur til bæj- arstjóranna í þremur tilvikum á bilinu 1.300-1.399 þús. kr. og í einu 1.500-1.599 þús. kr.á mán- uði. Kjörnir stjórnarmenn eru í einu sveitarfélagi með 150.000- 174.999 kr. á mánuði, í tveimur tilvikum 175.000-199.999 kr. og í einu tilviki meira en 200.000 kr. Ólík laun kjörinna fulltrúa SÁTTIR VIÐ STARFSUMHVERFI EN ÓSÁTTIR VIÐ LAUNAKJÖR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.