Morgunblaðið - 12.11.2016, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 12.11.2016, Qupperneq 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016 ✝ GuðmundurJónasson fædd- ist á Eiðsstöðum í Blöndudal í Austur- Húnavatnssýslu 10. febrúar 1918. Hann lést á Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra, í Kópa- vogi, 4. nóvember 2016. Guðmundur bjó lengst af á Siglu- firði með eiginkonu sinni, Mar- gréti Maríu Jónsdóttur, f. í Hnífs- dal 19. ágúst 1927, d. 16. sept- ember 2012. Þau giftu sig 15. júlí 1952. Þau fluttu árið 2004 til dóttur sinnar í Kópavogi. Hann dvaldi síðustu árin á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð. Börn Guðmundar og Mar- grétar Maríu: Jónas, f. 27. júlí 1956, hagfræðingur; kona hans er Anh-Dao Tran, f. 8. febrúar Víðimýri í Skagafirði, d. 25. sept- ember 1933. Önnur börn þeirra sem upp komust: Ásta María Jón- asdóttir, f. 18. janúar 1909, d. 18. júní 1967. Þ. Ragnar Jónasson, f. 27. október 1913, d. 6. október 2003. Ingiríður Jónasdóttir Blön- dal, f. 9. október 1920, d. 8. mars 2005. Aðalheiður Jónasdóttir, f. 30. desember 1922, d. 16. febrúar 1995. Skúli Jónasson, f. 12. febr- úar 1926. Guðmundur lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1938 og stundaði framhalds- nám í landbúnaðarfræðum í Dan- mörku. Hann kom heim með Esju í hinni frægu Petsamóferð árið 1940. Hann starfaði sem bú- stjóri á Hólsbúinu í Siglufirði og var síðar útibússtjóri Kaupfélags Eyfirðinga á Siglufirði. Hann var virkur í félagsmálum á sínum æskustöðvum í Húnavatnssýslu og á Siglufirði og var m.a. for- maður Skógræktarfélags Siglu- fjarðar. Hann söng um langt skeið með Karlakórnum Vísi og Kirkjukór Siglufjarðarkirkju. Útförin fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju í dag, 12. nóv- ember 2016, klukkan 14. 1959, nýdoktor í fjölmenningar- fræði, og dóttir þeirra er Heiðrún Giao-Thi, f. 23. maí 1991. Arnfríður Guðmundsdóttir, f. 12. janúar 1961, prófessor í guð- fræði; maður henn- ar er Gunnar Rúnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur, f. 4. apríl 1961, og börn þeirra Guð- mundur Már, f. 12. mars 1991, Anna Rún, f. 15. maí 1997, og Margrét Tekla, f. 27. nóvember 2004. Jón Eiður Guðmundsson, bankamaður, f. 21. ágúst 1964, d. 1. janúar 1990. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Ólöf Bjarnadóttir, f. 3. ágúst 1884 á Gerðum í Garði, d. 18. júlí 1957, og Jónas Guð- mundsson, f. 19. janúar 1879 á Það er gott að minnast góðs manns og hafa fengið að njóta hans við. Ég átti því láni að fagna að eiga tengdaföður, Guðmund Jónasson, sem var í senn góður maður og góður vinur. Hann var fæddur frostaveturinn mikla og naut langrar ævi. Þegar hann kveður á nítugasta og níunda ald- ursári er mér þökk í hug að hafa átt hann svo lengi að sem raun var. Ég þakka allt það sem ég hef lært af honum þótt hann hafi aldr- ei sagt mér beint til. Hann svaraði vissulega ef ég spurði en vandaði orð sín vel. Það var ekki hans hátt- ur að finna að né halla orði við nokkurn mann. Hann var hins vegar alltaf þakklátur og virðandi í viðmóti. Augun hlý og bros hans þannig að lét öðrum líða vel. Vilj- ugur og hjálpfús ef eitthvað mátti fyrir aðra gera og gaf með fasi sínu og framferði fordæmi sem gott er að fylgja. Hann naut gæfu og var trúað til ábyrgðarstarfa, hafði marga í vinnu þegar hann var bústjóri á mjólkurbúi Siglfirðinga á Hóli og einnig þegar hann rak mjólkur- samsöluna á Siglufirði fyrir Kaup- félögin í Skagafirði og Eyjafirði og sömuleiðis öll árin sem hann var útibústjóri Kaupfélags Eyfirðinga á Siglufirði. Í störfum sínum var hann farsæll og eignaðist jafnan góðan vinskap og virðingu þeirra sem störfuðu hjá honum. Hann var ósérhlífinn og þeirrar gerðar að skrifa aldrei yfirtíð á sjálfan sig þótt hann væri öllum stundum vakinn og sofinn í vinnunni. Hann hafði ungmennafélagsandann í brjósti frá æsku, virkur í fé- lagsmálum og stjórnmálum. Hann var skoðanafastur, vel að sér og víðlesinn, en sæktist ekki eftir vegtyllum. Hann var ósínkur á tíma sinn til góðra málefna, kirkjumaður og góður félagi í ára- tugi í kirkjukórum og í karlakórn- um Vísi þegar stjarna hans reis hæst. Guðmundur bar umhyggju til annarra, ekki aðeins þeirra sem nærri stóðu, heldur lagði sig eftir að búa til betra samfélag hvar sem hann kom. Heimili hans og eigin- konu hans, Margrétar Maríu Jónsdóttur, sem lést 2012, stóð jafnan opið, og kom Guðmundur ósjaldan með gesti heim í mat. Hann var samvinnumaður og knú- inn umhyggju og þeirri rót trúar- innar sem kærleikurinn er. Hann var skemmtilegur, glaðlyndur, hvetjandi og trúfastur. Þau hjónin bjuggu allan sinn búskap á Siglu- firði en áttu síðustu árin einnig heimili hjá okkur Arnfríði í Kópa- vogi uns þau fluttu á hjúkrunar- heimilið Sunnuhlíð. Þar nutu þau góðrar og nærfærinnar umhyggju sem við fjölskyldan þökkum heil- um hug. Ég þakka allt það sem Guð- mundur skilur eftir sig, leiðsögn hans og góðan orðstír sem mun lifa. Guð blessi minningu hans. Gunnar Rúnar Matthíasson. Það er gjarnan ekki fyrr en ein- hver fellur frá að maður staldrar við og lítur yfir farinn veg. Mitt í hinu daglega amstri gefur maður sér sjaldan tíma til þess að virða fyrir sér einstaklinga fyrr en þeg- ar þeirra nýtur ekki lengur við. Oft er það ekki fyrr en þá að mað- ur gerir sér fulla grein fyrir því hversu mikil áhrif þessir einstak- lingar hafa haft í lífi manns. Alveg frá því að ég fyrst man eftir mér hef ég litið upp til afa og reynt að líkja eftir því sem hann gerði. Þegar ég sá að afi snerti helst ekki sælgæti þá ákvað ég að gera slíkt hið sama og geymdi páskaeggin mín uppi í skáp þang- að til að dökkt súkkulaði var orðið ljóst og sætt nammi orðið beiskt. Þegar ég sá afa þræta fyrir að sofa fyrir framan sjónvarpið þrátt fyrir að hafa hrotið og segjast bara vera að „hvíla augun“ þá tók ég upp á því að horfa aldrei á mynd án þess að klára hana, jafnvel þó að það þýddi að ég þyrfti að vaka fram á nótt til þess að standa við mitt. Þegar afi neitaði að hætta að spila við mig fótbolta þar til hann fékk aðsvif í hamaganginum, hann þá um áttrætt að spila við sex ára patta, þá var okkur bannað að spila aftur þar sem okkur var ekki treystandi til þess að hætta þegar komið væri gott. Með þessu er ég ekki að benda á þá augljósu staðreynd að við vor- um báðir þrjóskir og kappsamir, heldur frekar það að afi gaf allt sem hann átti fyrir fólkið í kring- um sig. Hann var alltaf svo gjaf- mildur, nægjusamur og ósérhlíf- inn og eru það eiginleikar sem ég met mikils í fari fólks. En fyrst og fremst var afi þakklátur. Þakklát- ur fyrir lífið og allt það góða sem það hafði upp á að bjóða. Hann sýndi fólkinu sínu þetta í verki á hverjum degi og það smitaði út frá sér. Þessi afstaða til lífsins er það sem ég met mest í fari afa og ég deili með honum í dag. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Ég er þakklátur fyrir að hann gaf sér alltaf tíma fyrir fólkið í kringum sig. Ég er þakklátur fyrir að hafa þekkt mann sem gat gefið án þess að biðja um neitt í staðinn. Ég er þakklátur fyrir að þurfa ekki að reyna að fegra það sem var því afi var heill í viðleitni sinni til að gera öllum gott. Ég er þakklátur fyrir góða fyrirmynd í manni sem ég reyni að líkjast á hverjum degi. Takk fyrir að vera afi minn og besti vinur. Guðmundur Már Gunnarsson. Kær bróðir og mágur er fallinn frá í hárri elli. Stundaglas hans er tæmt eftir langa og viðburðaríka ævi. Á langri lífsleið var Guð- mundi trúað fyrir ýmsum vanda- sömum verkefnum, sem hann leysti af hendi af miklum dugnaði og trúmennsku; fyrst sem bústjóri á Hóli og síðan sem útibússtjóri KEA á Siglufirði. Alltaf var hann vakinn og sofinn yfir búinu og versluninni. Guðmundur var mikill félagsmálamaður og var m.a. einn af stofnendum Lions- klúbbs Siglufjarðar, félagi í Frí- múrarareglunni á Siglufirði og fleiri félögum. Það var gaman að tala við Guð- mund um æsku okkar bræðra, þar hafði hann allt á hreinu fram á síð- ustu stundu þrátt fyrir háan aldur. Við minntumst þess þegar allt var borið út af heimilinu og selt vegna óvænts andláts föður okkar og þá tvístraðist fjölskyldan. Tvö elstu systkinin voru farin að heiman en hin systkinin fóru á nálæga bæi þar sem mikil vinna beið þeirra. Þetta hafði mikil áhrif á okkur öll en styrkti bönd okkar og höfðum við í heiðri að halda stórfjölskyld- unni saman þegar við vorum kom- in með okkar eigin fjölskyldur, t.d. með árlegum þorrablótum og byggja upp sælureitinn Eiðsholt, á æskuslóðum okkar, Eiðsstöðum í Blöndudal. Þau voru fersk í huga Guðmundar, öll örnefnin í Blöndu- dalnum okkar góða. Hann skrifaði mikla ritgerð um örnefnin í Eiðs- staðalandi sem annars hefðu gleymst. Einnig mundi hann flest örnefni á Auðkúluheiði og átti létt með að þylja upp nöfn á vötnum, ám, fjöllum og öllum slíkum kenni- leitum. Lífið var Guðmundi að flestu leyti gott en hann mátti einnig þola mótlæti. Hann eignaðist góða konu og yndisleg börn en missir þeirra Möggu var mikill þegar Jón Eiður, yngsti sonur þeirra, dó langt um aldur fram. En börnin þeirra sem lifa föður sinn, Jónas og Addý, ásamt mökum sínum, Anh-Dao og Gunnari Rúnari, stóðu þétt að baki foreldrum sín- um og héldu vel utan um þau alla tíð. Einnig voru barnabörnin þeirra þeim miklir gleðigjafar og hugsuðu þau einnig vel um afa sinn og ömmu. Fjölskyldur okkar eru mjög tengdar þar sem konur okkar voru systur og hefur sam- býli okkar alltaf verið mjög náið. Söngurinn var Guðmundi mikill gleðigjafi. Hann söng um áratuga- skeið bæði með Karlakórum Vísi og í kirkjukór Siglufjarðarkirkju. Nú er söngur Guðmundar hljóðn- aður og heyrist ekki lengur hans djúpi bassi í þorrablótum okkar. Við þökkum áratuga vináttu og heilindi. Á Guðmund var alltaf hægt að treysta, hann var alltaf sannur bróðir og vinur. Guð geymi minningu Guð- mundar en hann mun lifa í huga okkar. Skúli og Guðrún. Í dag verður elskulegur föður- bróðir okkar Guðmundur Jónas- son til moldar borinn á Siglufirði. Langri og góðri ævi er lokið sem spannaði hátt í heila öld. Undanfarna daga hafa minn- ingar um góðan mann og yndisleg- an frænda hrannast upp. Alltaf áttum við systkinin öruggt skjól hjá þeim Guðmundi frænda og Möggu frænku ef á þurfti að halda og þau hafa reynst okkur vel í gegnum tíðina enda heimili þeirra á Eyrargötunni sem okkar annað heimili. Mikill sam- gangur hefur alltaf verið milli fjöl- skyldna okkar, enda bræður giftir systrum þannig að oft vorum við eins og ein stór fjölskylda á Sigló, og aldrei hefur borið skugga þar á. Það var ómetanlegt að eiga Guð- mund og Möggu að og geta farið til þeirra þegar okkur hentaði, hvort sem var í gistingu, að fá sér hressingu eða hvað annað. Eftir að við fluttum suður stóð heimili Möggu og Guðmundar okkur og okkar fjölskyldum opið og ekki kom annað til greina en að þiggja góðgerðir á Eyrargötunni. Einnig eigum við stórfjölskyldan unaðs- reit í Eiðsholti í Blöndudal og þar höldum við áfram að heiðra minn- ingu þeirra systkina frá Eiðsstöð- um sem öll eru farin nema faðir okkar, sem saknar nú síns góða bróður og mikla vinar, en sam- band þeirra var ætíð mjög náið. Við systkinin kveðjum Guð- mund frænda okkar með miklu þakklæti og virðingu og þökkum honum fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur og var okkur. Guð- mundur frændi og Magga frænka voru alltaf til staðar ef á þurfti að halda, fólk sem ætíð var hægt að treysta í einu og öllu. Söknuðurinn við fráfall Guðmundar er mikill en hvíldin er honum tímabær. Við eigum þá von í hjarta að endur- fundir Möggu, Jóns Eiðs og ann- arra ættingja og vina hafi verið góðir. Við sem eftir erum hérna megin segjum með djúpri virð- ingu – hafðu þökk fyrir allt og allt. Við vottum Jónasi og Anh-Dao, Addý og Gunnari Rúnari og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Minningin um elskulegan frænda mun lifa með okkur að ei- lífu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Ólöf, Helga, Ásta Jóna, Kristín, Jónas og Inga Margrét. Systkinin sex frá Eiðsstöðum í Blöndudal voru einstaklega sam- hent. Eftir að fjölskyldufaðirinn féll skyndilega frá, haustið 1933, leystist heimilið upp og þau fóru hvert í sína áttina. Rúmum áratug síðar höfðu fjögur þeirra sest að á Siglufirði; Ragnar, Guðmundur, Inga og Skúli. Það fimmta, Heiða, dvaldi þar um tíma og Ásta kom oft í heimsókn. Og þar var Ólöf móðir þeirra síðustu æviár sín. Fjölskyldurnar fjórar tóku þátt í atvinnulífi og félagsmálastarfi í síldarbænum. Guðmundur var eins og klettur í þessum hópi. Uppbygging mjólkurbúsins á Hóli var afrek út af fyrir sig en síðan tók við verslunarrekstur þar sem samvinnuhugsjónin var höfð að leiðarljósi. Á uppvaxtarárum mínum kom Guðmundur í hverri viku á Hlíð- arveginn, alltaf jafn rólegur, traustur og jákvæður. Það var gott að eiga hann að. Afkomendur Ragnars geta aldrei fullþakkað Guðmundi fyrir að þrýsta á bróður sinn að koma heim frá Danmörku á fyrsta ári heimsstyrjaldarinnar síðari, en þá voru þeir bræður þar í námi og starfi. Saman fóru þeir í óvissuferð sem kennd var við hafnarbæinn Petsamo sem þá tilheyrði Finn- landi. Guðmundur lýsti þessu ferðalagi vel í blaðagrein fyrir mörgum árum. Það var unun að fylgjast með því hvernig Guðmundur, Mundi frændi, hélt reisn sinni þegar ald- urinn færðist yfir. Blessuð sé minning Guðmund- ar Jónassonar frá Eiðsstöðum. Jónas Ragnarsson. Guðmundur Jónasson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR BERGMANN, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli að morgni 18. október. Útför hennar fór fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir fær starfsfólk 3ju hæðar hjúkrunarheimilisins Skjóls fyrir alúð og umhyggju. . Kristín Bergmann, Þórður Daníel Bergmann, Kristín Valtýsdóttir, Sigríður Bergmann, Guðjón Sívertsen, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, REYNIS RAGNARSSONAR, löggilts endurskoðanda, Staðarseli 5. Sérstakar þakkir fær líknardeild LSH fyrir góða umönnun og stuðning við fjölskylduna. . Halldóra Gíslasdóttir Guðrún R. Kilian Robert J. Kilian Gísli Reynisson Sigríður Bryndís Stefánsdóttir Arnar Gauti Reynisson Sigríður Vala Halldórsdóttir og barnabörn. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæra sonar og bróður, ÁSGEIRS LÝÐSSONAR, Nauthólum 5, Selfossi, sem lést 13. október. Við viljum þakka öllum sem tóku þátt í umönnun hans. Sérstakir þakkir til starfsfólks Barnaspítala Hringsins og gjörgæslunnar á Hringbraut fyrir stuðninginn síðustu vikurnar í lífi Ásgeirs. . Ágústa Sigurðardóttir, Lýður Ásgeirsson, Kristian A. Rodriguez, Arndís Ása Sigurðardóttir, Hekla Rún Lýðsdóttir, Guðrún Katrín Lýðsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINBJÖRNS HJÁLMARSSONAR, Kirkjubæjarbraut 2, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Vestmannaeyja og félagsmönnum í Oddfellow- reglunni í Vestmannaeyjum fyrir ómetanlega aðstoð og sýnda virðingu. . Erna Margrét Jóhannesdóttir, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Gunnlaugur Claessen, Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir, Sigurður Vignisson, Egill Sveinbjörnsson, Guðný Þórisdóttir, Ásdís Ingunn Sveinbjörnsdóttir, Kristján Þ. Jakobsson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.