Morgunblaðið - 12.11.2016, Page 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016
✝ Haukur Stein-dórsson fædd-
ist í Þríhyrningi,
Hörgárdal, 11. jan-
úar 1940. Hann lést
á Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Hornbrekku, Ólafs-
firði, 3. nóvember
2016.
Foreldrar hans
voru Jón Steindór
Guðmundsson, f.
28.2. 1905 í Þríhyrningi, d. 14.6.
1966, og Helga Guðríður Þórð-
ardóttir, f. 2.3. 1911 á Myrká í
Hörgárdal, d. 19.9. 1991. Haukur
var elstur fjögurra bræðra, hinir
eru: Sturla, f. 5.4. 1942, d. 8.11.
1943, Guðmundur Páll, f. 1.1.
1946, kona hans er Svanhildur
Kristín Axelsdóttir og eiga þau
þrjú börn og átta barnabörn,
Þórður Vilhelm, f. 22.5. 1948.
Þann 22. maí 1961 gekk Hauk-
ur að eiga eftirlifandi eiginkonu
sína, Mörtu Gestsdóttur, f. 3.
október 1940 á Syðra-Seli,
Hrunamannahreppi. Foreldrar
hennar voru Ása María Ólafs-
dóttir, f. 8.12. 1908 í Reykjavík,
aðsskólanum á Laugum og að
því loknu var hann þar eitt ár til
viðbótar í smíðadeild. Haustið
1959 hóf Haukur nám í eldri
deildinni við Bændaskólann á
Hvanneyri og útskrifaðist þaðan
vorið 1960 sem búfræðingur. Á
Hvanneyri kynntist hann konu
sinni og settust þau að í Þríhyrn-
ingi. Við lát Steindórs árið 1966
tóku þau við búi, fyrst í félagi
með móður sinni og síðar með
Þórði og loks Gesti syni sínum.
Árið 2007 fluttust þau til Ak-
ureyrar, en síðustu sex mánuð-
ina dvaldi Haukur á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Horn-
brekku á Ólafsfirði þar sem
hann naut afar góðrar umönn-
unar.
Haukur tók virkan þátt í fé-
lagsmálun, sat m.a. í hrepps-
nefnd Skriðuhrepps um árabil, í
stjórnum Ungmennafélags
Skriðuhrepps og Ungmenna-
sambands Eyjafjarðar, Búnað-
arfélags Skriðuhrepps og Bún-
aðarsambands Eyjafjarðar, auk
þess sem hann sótti mörg þing
Stéttarsambands bænda svo eitt-
hvað sé nefnt. Þá tóku þau hjón,
Haukur og Marta, um árabil við
verknámsnemum frá Bænda-
skólanum á Hvanneyri.
Útför Hauks fer fram frá
Möðruvallakirkju í Hörgárdal í
dag, 12. nóvember 2016, klukk-
an 11.
d. 21.5. 1994, og
Gestur Guðmunds-
son, f. 25.11. 1902 á
Sólheimum í
Hrunamanna-
hreppi, d. 11.1.
1988. Börn Hauks
og Mörtu eru: 1.
Svanhildur, f. 23.
mars 1961, eigin-
maður hennar er
Felix Sigurðsson, f.
13. desember 1963.
Dætur þeirra: Soffía, f. 5.8. 1989,
og María Ósk, f. 3.4. 1992. 2.
Gestur, f. 28. nóvember 1963. 3.
Helga Steinunn, f. 18. júlí 1965,
eiginmaður hennar er Þorgils G.
Gunnþórsson, f. 16. október
1963. Synir þeirra: Tómas Þór, f.
14.11. 1994, d. 7.12. 2013, og
Steinar Darri, f. 14.11. 1996. 4.
Dóra Bryndís, f. 24. ágúst 1966,
eiginmaður hennar er Örn Stef-
ánsson, f. 4. júlí 1966. Sonur
þeirra: Haukur Þór, f. 2.10.
1993. 5. Ásgeir Már, f. 1. desem-
ber 1969.
Haukur ólst upp í Þríhyrn-
ingi, gekk í farskóla Skriðu-
hrepps, tók landspróf frá Hér-
Hann Haukur tengdafaðir
minn er látinn.
Ég man það vel þegar ég hitti
Hauk í fyrsta sinn fyrir um 30 ár-
um, þá komu þau hjónin til
Reykjavíkur og ég nýlega byrjað-
ur að hitta Svanhildi, elstu dóttur
þeirra. Ég veit nú ekki alveg
hvernig þeim leist á mig en þegar
ég fór svo sumarið eftir að koma
reglulega í Þríhyrning til þeirra
var mér tekið þar opnum örmum
og sýnd þvílík þolinmæði af Hauki
þegar hann sá að dóttir sín hafði
krækt í strák af mölinni sem
kunni ekki mikið í sveitarstörfum.
Til dæmis tók það töluverðan tíma
hjá honum að kenna mér að
mjólka en að endingu skilaði það
sér. Eftir að dætur okkur Svan-
hildar komu til sögunnar leið ekki
á löngu áður en þær vildu vera í
sveitinni hjá afa og ömmu og þar
gátu þær unað öllum stundum. Afi
þeirra kenndi þeim mörg sveita-
störfin og sýndi mikla þolinmæði
við það, en það var einmitt nokkuð
sem Haukur hafði nóg af. Eitt af
því sem var gaman að fylgjast
með hjá honum var þegar hann
fékk til sín verknema frá Bænda-
skólanum á Hvanneyri. Þeir voru
misáhugasamir um það nám sem
tengdist ekki búskapnum, t.d að
safna plöntum, en þá greip Hauk-
ur til sinna ráða og að endingu fór
svo að flestum fannst viðfangsefn-
ið skemmtilegt. Haukur hafði allt-
af eitthvað fyrir stafni og það var
sjaldan sem hann var ekki að
dytta að einhverju sem tengdist
búinu í Þríhyrningi, hvort sem
það var að gera við vélar, girða
eða laga til í fjósi eða fjárhúsi.
Haukur hafði gaman af ís-
lensku máli og talaði bæði og
skrifaði mjög fallega. Reyndi
hann að kenna börnum sínum og
barnabörnum þetta og tókst það
mjög vel, t.d. var eitt sem Haukur
kenndi bæði mér og dætrum mín-
um, að tala um kýr og kindur en
ekki beljur og rollur, það væri
bara gert „fyrir sunnan“.
Haukur var alla tíð mjög virkur
í alls kyns félagsstörfum. Þau hóf-
ust er hann 11 ára gamall stofnaði
ásamt fleiri börnum úr Hörgárdal
Æskulýðsfélag Hörgdæla, en síð-
ar starfaði hann mest fyrir ung-
mennahreyfinguna og Búnaðar-
samband Eyjafjarðar. Hann var
mjög handlaginn og hafði sérstak-
lega gaman af alls kyns smíða-
vinnu, en á heimili þeirra hjóna
voru gripir sem Haukur hafði
smíðað þegar hann stundaði nám í
Héraðsskólanum á Laugum og
nýttust alla ævi og báru handlagni
hans merki. Hann var alla tíð
vinamargur og á miðjum aldri
fóru þau Marta að ferðast töluvert
erlendis. Kynntust þau þá mörgu
fólki sem þau héldu góðum vin-
skap við eftir það og kom það oft
við í Þríhyrningi og var þar oft
gestkvæmt.
Maður lærði ýmislegt af hon-
um tengdapabba og allt hefur það
verið mér til góðs í lífinu, því eins
og var ritað um Hauk Steindórs-
son í Búnaðarsögu Skriðuhrepps
árið 1985: „Haukur er greindar-
maður og talinn góðmenni.“
Hann hafði átt við erfið veik-
indi að stríða síðustu árin og var
dregið af honum jafnt og þétt. Því
var honum þessi hvíld að líkindum
kærkomin eins og komið var.
Tengdamóðir mín stóð eins og
klettur við hlið hans í veikindun-
um og oft reyndi mikið á hana en
hún sýndi ótrúlegan styrk. Takk
fyrir allar minningarnar, Haukur,
minningin lifir.
Felix Sigurðsson.
„Hvenær komum við?“ Þessi
orð heyrðust margoft úr aftursæti
fjölskyldubílsins þegar við systur
vorum litlar, og ekki heyrðust þau
sjaldnar þótt við yrðum eldri.
Gleðin og spenningurinn yfir því
að fara í sveitina til ömmu og afa
var alltaf allsráðandi. Enda ekk-
ert skrýtið, því sveitin var ynd-
islegur griðastaður fyrir okkur
borgarbörnin. Það var svo margt
dásamlegt við tímana sem við
eyddum í sveitinni og þar tróna
stundirnar með afa og ömmu á
toppnum. Við eyddum miklum
tíma í sveitinni þegar við vorum
börn og unglingar. Það var farið
þangað að vori til að ná sauðburði,
og svo var maður þar meira og
minna fram að réttum á hausti.
Stundum þurftum við að fá frí úr
skólanum til að fara í sveitina en
það skipti litlu máli því í sveitinni
lærðum við margt sem ekki var
kennt í skólanum. Þar kom Hauk-
ur afi sko sterkur inn sem kenn-
ari. Hann var án alls efa þolin-
móðasti og vandvirkasti maður
sem við höfum kynnst. Hann gaf
sér alltaf tíma til að kenna okkur
og útskýra fyrir okkur allskyns
hluti, hvort sem það sneri að
lambamörkum, mjöltum, ætt-
fræði eða kleinusteikingum. Aldr-
ei hækkaði hann róminn eða
byrsti sig þó að eitthvað færi ekki
alveg eins og til var ætlast. Hjá
afa og ömmu hefur alltaf verið
mikið spilað og eftir hádegismat-
inn í sveitinni var alltaf spiluð vist
og okkur var kennt að spila hana
þegar við vorum mjög ungar og
það var afa að þakka því hann gaf
sér alltaf góðan tíma í að kenna
okkur og leiðbeina.
Okkur systrum þykir ofsalega
vænt um að hafa náð að spila
nokkur spil við afa þegar við
heimsóttum hann í síðasta skiptið
nú í lok sumars.
Það var líka alltaf mjög gaman
og áhugavert að spjalla við afa og
þegar við vorum litlar stelpur þá
var mikið sport að hringja í sveit-
ina og fá að tala við afa því hann
talaði alltaf við okkur eins og við
værum fullorðnar. Eins var alltaf
alveg ótrúlega gaman að segja afa
frá afrekum sínum, hvort sem þau
voru í skólanum eða í íþróttum,
því afi var alla tíð alveg einstak-
lega stoltur af okkur barnabörn-
um sínum og samgladdist manni
alltaf svo innilega. Eftir að við
urðum eldri og amma og afi flutt
inn á Akureyri var enn jafn gam-
an að heimsækja þau. Þá vorum
við vön að dunda okkur saman í
hverju sem var, hvort sem það
voru einhver verk í bílskúrnum,
garðvinna eða bara að ganga frá
eftir matinn.
Elsku besti afi okkar, takk fyr-
ir allar góðu og hlýju stundirnar
sem við áttum saman. Hvort sem
það var í fjósinu, úti á túni, við eld-
húsborðið eða bara hvar sem var.
Þú munt alltaf eiga stóran stað í
hjarta okkar og huga.
Þínar dótturdætur,
Soffía og María.
Þú ert alltumlykjandi í banka
minninganna, elsku frændi.
Frændinn sem kenndi, huggaði,
agaði, stríddi en umfram allt
sýndi öllu sem maður gerði áhuga,
sama hversu merkilegt eða
ómerkilegt það var. Þú varst
óspar á hrós og oft var ég ríg-
montin eftir að hafa fengið hrós
fyrir einföldustu hluti. Einhvern
tíma sagði ég þér brandara og
fylgdi því eftir með „bara smá
spögelse“ og þú spurðir mig svo
hvort ég vissi hvað það orð þýddi
og hrósið sem ég fékk fyrir rétt
svar fær mig enn þann dag í dag
til að gleðjast yfir dönskufærni
minni!
Þú varst mikill viskubrunnur
og það hvarf þér aldrei. Vissir alla
skapaða hluti og gast líka gert alla
skapaða hluti. Þau voru oft frum-
leg í útliti tækin og tólin sem þú
útbjóst en virkuðu öll sem skyldi
og voru notuð árum saman.
Ég vildi óska þess að ævikvöld-
ið hefði verið þér bjartara og
lengra, elsku Haukur minn. Mér
er illt í hjartanu að þurfa kveðja
þig í síðasta sinn í þessu lífi, ég er
ekki tilbúin til þess þó ég þykist
vita að þú hafir verið það. Takk
fyrir allt.
Elsku Marta, Svanhildur,
Gestur, Helga Steinunn, Dóra,
Ásgeir og fjölskyldur, guð veri
með ykkur.
Rannveig Guðmundsdóttir.
Á þessari kveðjustundu leita á
hugann minningar frá bernskunni
en ég var svo lánsamur að fá að
dvelja tvö sumur í sveit í Þríhyrn-
ingi hjá Hauki frænda, Mörtu og
allri Þríhyrningsfjölskyldunni.
Það voru mikil forréttindi. Hauk-
ur var bæði hvetjandi og fræð-
andi, hvort sem rætt var um
sveitastörf, íþróttir eða lífið al-
mennt. Haukur var skemmtilegur
og gat stundum verið dálítið stríð-
inn. Framkoma Hauks einkennd-
ist þó mest af hlýju, trausti og
væntumþykju í garð manna og
dýra. Alla mína daga mun ég
halda upp á minninguna um Hauk
frænda minn og fyrir lærdómsrík-
an og skemmtilegan tíma sem
barn í Þríhyrningi verð ég ævin-
lega þakklátur. Hvíl í friði, elsku
Haukur frændi.
Helgi Örn Eyþórsson.
Haukur Steindórsson frá Þrí-
hyrningi er fallinn frá eftir erfið
veikindi sem hann hefur verið að
glíma við hin síðari ár. Ég kynnt-
ist Hauki þegar ég kom sem
kennari við Þelamerkurskóla fyr-
ir margt löngu. Ég varð fljótt
heimagangur í Þríhyrningi eftir
að ég fór að spila fótbolta með
bræðrum Hauks, þeim Guðmundi
og Þórði, en þeir buðu mér oftar
en ekki í kaffi heim eftir æfingar.
Þar kynnist ég síðan öðrum heim-
ilismönnum, mömmu þeirra og
svo þeim Hauki og Mörtu sem
urðu miklir vinir mínir eins og
Þríhyrningsfjölskyldan öll og er
ég afar þakklátur fyrir vináttu
þeirra.
Það var mér mikils virði þegar
Haukur og Marta birtust í 50 ára
afmæli mínu hér í Þorlákshöfn, ég
átti svo sannarlega ekki von á að
þau gæfu sér tíma til að mæta hjá
mér. Mér er minnisstætt þegar
Haukur og Marta voru að byggja
húsið sitt að Haukur bauð mér
vinnu við bygginguna það sumar.
Það voru ekki GSM-símar í öllum
vösum eins og nú er og því ekki
alltaf hægt að ná í fólk ef það var
ekki inni við heimasímann. Hauk-
ur kom þá með þá uppástungu að
ef ég ætti að koma til vinnu þann
daginn færi hann út í brekkuna
fyrir framan húsið og setti þar á
grasið hvítt lak, þá myndi ég vita
að þörf væri á mér í vinnu. Hauk-
ur var mikið félagsmálatröll og
var allt í öllu í sveitinni sinni og
fyrir búnaðarsamtökin en
ungmennafélagsskapurinn var
honum alltaf sérstaklega hugleik-
inn, hann hafði alltaf tíma fyrir þá
hreyfingu og alltaf til í að leggja
allt sitt af mörkum til að starfið
gengi sem best. Við urðum mjög
nánir vinir þegar hann var for-
maður Ungmennasambands
Eyjafjarðar, UMSE, og ég fram-
kvæmdastjóri en hann var í mörg
ár í stjórn UMSE fyrst sem ritari
og síðan formaður. Fyrir mig sem
var að taka við stöðu fram-
kvæmdastjóra var ómetanlegt að
hafa reynsluboltann Hauk mér
við hlið. Í því að leysa úr flóknum
málum og finna farsælustu lausn-
ina var enginn betri en Haukur
með sitt rólega fas og yfirvegun.
Hann gaf sér alltaf tíma og
flanaði ekki að neinu áður en end-
anleg ákvörðun lá fyrir. Mörg
sambandsþing UMSE og þing
UMFÍ og ÍSÍ sátum við saman og
var hann þar virtur og vinsæll í
sínum þingstörfum.
Það er mikill missir að Hauki
fyrir okkur vini hans en missir
fjölskyldunnar er að sjálfsögðu
mestur. Elsku Marta og fjöl-
skylda, fjölskyldan öll frá Þrí-
hyrningi, megi Guð veita ykkur
styrk.
Halldór og fjölskylda.
Lifir, blómgast, löndin vinnur,
lýsigull og sólskin spinnur
ofar brotsjó atburðanna
endurminning góðra manna.
(G.Fr.)
Þetta erindi skáldsins er mér
ofarlega í huga við fráfall míns
góða vinar Hauks Steindórssonar
frá Þríhyrningi, sem orðinn var
fullorðinn og saddur lífdaga. Við
kynntumst fyrir sex áratugum á
vettvangi ungmennafélaganna
hér í Eyjafirði og áttum ágæt
samskipti og samvinnu í stjórn
Ungmennasambands Eyjafjarðar
og þar á eftir í stjórn Búnaðar-
sambands Eyjafjarðar. Haukur
var sannur ungmennafélagi og
samvinnumaður, sem eyddi mikl-
um tíma í ólaunuð sjálfboðastörf á
vettvangi margs konar félags-
mála í þessu héraði. Nú að leið-
arlokum rifjast upp ótal ljúfar
minningar frá ferðalögum, sem
við áttum saman innanhéraðs og
utan, af fundarferðum, íþrótta-
mótum, gróðursetningu, leik-
starfsemi, stjórnmálum og margs
konar lífsleikni í blíðu og stríðu.
Hann var ekki að trana sér fram
fyrir aðra, en með hógværð og
heiðarleika var hann tillögugóður
og maður sátta og samlyndis.
Hann var rólyndur og íhugull,
hafði lúmskan húmor á góðum
stundum. Aldrei heyrði ég hann
hallmæla nokkrum manni, hann
sá heldur það jákvæða ef leysa
þurfti mál.
Haukur var búfræðingur frá
Hvanneyri, bjó sig vel undir bú-
skapinn, sem varð hans lífsstarf
upp frá því. Hann notaði náms-
tímann vel og þar kynntist hann
sinni ágætu eiginkonu Mörtu,
sem staðið hefur sem klettur við
hlið hans í miserfiðum verkefnum
á lífsins leið.
Þeir sem mörgum störfum
sinna eru gæfusamir að hafa slík-
an bakhjarl og hjálparhellu með í
ráðum. Um leið og ég þakka allar
ljúfar samverustundir á langri
leið, sendum við Ása innilegar
samúðarkveðjur til Mörtu og allra
afkomenda í stórfjölskyldunni.
Blessuð sé minning hans.
Sofðu, hvíldu sætt og rótt,
sumarblóm og vor þig dreymi!
Gefi þér nú góða nótt
guð, sem meiri’ er öllu’ í heimi.
(G. Guðm.)
Sveinn Jónsson.
Haukur
Steindórsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
Innilegar þakkir sendum við ykkur öllum
sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu,
móður, tengdamóður, systur, mágkonu,
ömmu og langömmu,
KOLBRÚNAR INGJALDSDÓTTUR,
Hólmvaði 8a,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 2B
á Landspítala, Fossvogi.
.
Kári Snorrason
Snorri Kárason Magdalene Kárason
Brynhildur Káradóttir
Helga Káradóttir
Ingjaldur Kárason
Kári Kárason Eva Hrund Pétursdóttir
Pálrún Ingjaldsdóttir
Brynhildur Bára Ingjaldsdóttir Birgir Styrmisson
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega samúð og hlýhug við
fráfall og útför
JÓHÖNNU FREYJU JÓNSDÓTTUR,
fyrrum húsfreyju í Réttarholti,
Skagafirði.
Guð blessi ykkur öll.
.
Jón Gíslason, Auður Friðriksdóttir,
Þrúður A. Gísladóttir, Eggert Sigurjónsson,
Sigurður Gíslason, Sigrún Kjartansdóttir
og fjölskyldur.
Hjartans þakkir til allra sem heiðruðu
minningu okkar ástkæru
EYRÚNAR NÖNNU EINARSDÓTTUR
og sýndu okkur stuðning, samúð og hlýhug
við andlát hennar og útför.
.
Kári Guðjón Hallgrímsson,
Þór, Haraldur og Einar Helgi Kárasynir,
Vigdís Esradóttir, Einar Unnsteinsson,
Kári Esra Einarsson, Andrea Ósk Guðlaugsdóttir,
Ragnheiður Haraldsdóttir, Hallgrímur Guðjónsson
og aðrir aðstandendur.