Morgunblaðið - 12.11.2016, Side 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016
✝ KristbjörgÞórðardóttir
Bergmann fæddist í
Vík í Mýrdal 8. apr-
íl árið 1928. Hún
lést á Skjóli 18.
október 2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Guð-
rún Ingibjörg Sig-
urðardóttir, hús-
freyja og annáluð
hannyrðakona í
Vík, og Þórður Stefánsson,
verkamaður og héraðsbóka-
vörður í Vík. Þau hjón voru
Skaftfellingar að uppruna þótt
bæði væru fædd austur á fjörð-
um. Þau voru búsett í Vík öll sín
hjúskaparár og til æviloka.
Þórður féll frá árið 1981, tæp-
lega 87 ára að aldri, og Guðrún
Ingibjörg dó sjö árum síðar,
1988, á 90. aldursári. Kristbjörg
var fjórða í röð sjö barna þeirra,
og hélt ævilangt góðum
tengslum við systkini sín. Þau
voru auk hennar, í aldursröð tal-
in: Vilborg Magnea, Jóna, Unn-
ur, Stefán Ármann, Sigríður
Eygló og Ólafur. Kristbjörg er
sú fimmta úr hópnum sem kveð-
ur og eru systurnar allar fallnar
frá, en bræðurnir Stefán og
hér í Reykjavík. Þau byggðu sér
hús í Smáíbúðahverfinu þegar
það var að byrja að byggjast
upp, að Langagerði 82. Þar
bjuggu þau í rúm sextíu ár. Þau
voru búsett um tíma í Danmörku
meðan Daníel var þar við nám
og störf í Landmandsbanken, og
var sá tími þeim að vonum eft-
irminnilegur. Börn Kristbjargar
og Daníels eru: 1) Kristín, f.
1951, 2) Þórður Daníel, f. 1952,
og 3) Sigríður, f. 1958. Kristín á
fjóra syni með Guðjóni Óskars-
syni, fyrrum eiginmanni sínum,
þá Daníel, Guðmund Óskar,
Guðjón Björn og Brynjólf, og
barnabörn þeirra eru fjögur.
Þórður Daníel er kvæntur Krist-
ínu Valtýsdóttur. Synir þeirra
eru Valtýr, Þröstur og Ingvi
Björn og barnabörnin eru átta.
Sigríður er gift Guðjóni Sívert-
sen. Börn þeirra eru Kristbjörg
Þöll og Hjörleifur. Lengst af
vann Kristbjörg heima, en starf-
aði síðar um árabil við ræstingar
í Breiðagerðisskóla. Eftir að
Daníel veiktist annaðist Krist-
björg um hann heima lengi, og
var stoð hans og stytta uns yfir
lauk, en Daníel féll frá á gaml-
ársdag árið 2005. Síðustu árin
tók ellin að minna á sig og heilsa
Kristbjargar að gefa sig. Hún
fluttist að hjúkrunarheimilinu
Skjóli í marsbyrjun 2015.
Kristbjörg var jarðsett í Gufu-
neskirkjugarði við hlið Daníels
eiginmanns síns þann 1. nóv-
ember 2016.
Ólafur lifa systur
sína. Kristbjörg
sleit barnsskónum í
Vík, í nánd ægifag-
urrar náttúru og
háskalegs nábýlis
við hafið og nær-
liggjandi straum-
vötn. Þar gekk hún
í barnaskóla og
fermdist, og var þá
lokið formlegri
skólagöngu hennar.
Kristbjörg vandist við ýmis
störf í uppvexti sínum og fór ung
að vinna fyrir sér. Hún vann um
tíma á hótelinu í Vík, en hélt svo
til Reykjavíkur og var fyrstu ár-
in í vist hjá frændfólki sínu, Lau-
rettu húsfreyju og Haraldi Hag-
an úrsmið á Laufásvegi 12. Í
Reykjavík kynntist hún brátt
mannsefni sínu og lífsförunaut,
Daníel Bergmann, bankamanni,
sem lengi var útibússtjóri
Landsbankans á Langholtsvegi.
Daníel var fæddur á Hellissandi
16. nóvember 1923 en fluttist til
Reykjavíkur níu ára gamall.
Hann var sonur hjónanna Sig-
ríðar Jónsdóttur Bergmann og
Daníels Þ. Bergmann. Krist-
björg og Daníel giftust hinn 4.
júní árið 1949, stofnuðu heimili
Ástkær móðir mín hefur nú
kvatt þetta jarðlíf. Missir minn
er mikill bæði að missa bestu
mömmu sem ég hefði getað eign-
ast og einnig bestu vinkonu sem
ég átti.
Síðustu dagar hafa verið und-
arlegir, skrýtið að renna ekki við
á Skjóli að vinnudegi loknum til
að kíkja til þín, mamma mín, og
fá okkur kaffibolla og mola sam-
an. En þú varst tilbúin til brott-
farar, líkaminn var að þrotum
kominn, en reisn þinni hélstu
fram að síðustu stundu.
Takk, elsku mamma, fyrir allt
og allt. Ég veit að pabbi hefur
tekið á móti þér opnum örmum
þegar þú varst komin í Sum-
arlandið.
Ég elska þig, mamma mín, og
sakna þín mikið.
Þín
Sigríður (Sigga).
Elsku besta amma mín.
Þegar ég sit hér og hugsa til
baka koma ótal minningar upp í
huga minn.
Allar góðu stundirnar í
Langagerðinu, ófáar útlanda-
ferðir og ferðalög, og allt það
sem við höfum brallað saman í
gegnum tíðina.
Ég er bæði mjög heppinn og
þakklátur fyrir að hafa átt þig
sem ömmu og verið svona náinn
þér. Betri ömmu en þig er
hvergi að finna.
Ég er mjög þakklátur fyrir öll
árin sem ég fékk að eiga með
þér, þau eru mér afar dýrmæt.
Þín verður sárt saknað.
Þinn,
Hjörleifur.
Elsku besta yndislega amma
mín.
Ég trúi því ekki enn að þú
sért farin, mér finnst það svo
skrýtið og óraunverulegt.
Ég leit mjög upp til þín og
dáðist að þér, þú varst fyrir-
mynd mín í svo mörgu því þú
varst mikill karakter og hafðir
einstakan persónuleika. Já, þú
varst gull af konu og ég er svo
þakklát fyrir allar dýrmætu
stundirnar okkar saman.
Þegar ég var yngri var ég
ekkert sérstaklega hrifin af
nafninu mínu en í dag finnst mér
það yndislegt og mjög dýrmætt
og ég er mjög stolt að bera það.
Síðustu æviárin þín voru á
Skjóli, á vinnustað mínum þá, og
mér þótti einstaklega vænt um
það að geta kíkt á þig þegar ég
var á vakt.
Hvíl í friði, elsku amma mín –
ég sakna þín sárt. Takk fyrir
allt.
Ég veit að afi Daníel og Vil-
borg frænka ásamt hinum systr-
um þínum munu taka vel á móti
þér.
Minning þín og brosið þitt lif-
ir.
Þín nafna
Kristbjörg Þöll.
Ef það væri algengara að
myndir prýddu orðabækur þá
væri mynd af ömmu Kristbjörgu
við skilgreiningu á orðinu
„amma“. Hún var þessi ekta
amma sem svo gott var að eiga.
Hún var traust og ávallt til stað-
ar. Hún bakaði kleinur, sauð ýsu,
ráðlagði heilt og hlustaði. Hún
var einstök amma og einstök
vinkona mín.
Það sem einkenndi samband
okkar ömmu var þetta traust
sem ég hafði á henni og ég trúi
að hún hafi einnig haft á mér.
Við gátum talað saman um allt
og ekkert og oftar en ekki strítt
hvort öðru svo mikið að þeir sem
á hlustuðu hristu hausinn yfir
bullinu í okkur. Mér fannst gam-
an að stríða ömmu og ég fékk
stríðnina margfalt til baka frá
henni. Svo hlógum við saman að
vitleysunni í okkur.
Þegar ég var barn voru amma
og afi í Langagerði alltaf kjarn-
inn í fjölskyldunni. Límið sem
festi allt saman. Þar voru kaffi-
og kvöldverðarboðin haldin. Þar
var einnig ávallt hist á jóladag. Í
Langagerði hittist fjölskyldan öll
og oft var mikill hamagangur
enda barnabörnin á þeim tíma
sex talsins og allt strákar. Síðar
bættust við þrjú barnabörn og
loks barnabarnabörn sem öll
héldu uppi stuðinu eftir að við
upphaflegu strákarnir sex urð-
um eldri.
Eftir að afi veiktist annaðist
amma hann eins og henni var
einni lagið. Það var aðdáunar-
vert að sjá ósérhlífnina og dugn-
aðinn sem einkenndi þessa ynd-
islegu konu. Eitt hádegið sat ég
inni á skrifstofu afa í Langagerði
og spjallaði við hann. Ég hef ver-
ið í kringum tvítugt. Amma var
að elda og við afi töluðum eflaust
um pólitík á meðan. Amma kom
inn á skrifstofu og sagði okkar
að það væri að koma matur, við
ættum bara að koma þegar við
værum tilbúnir. Þegar hún gekk
aftur inn í eldhús hallaði afi sér
yfir skrifborðið og hvíslaði: „Hún
er góð kona.“ Ég er sammála
afa. Hún var góð kona. Einstök
kona. Nú eru þau sameinuð á ný.
Elsku amma mín, takk fyrir
að vera svona góð við mig og alla
mína nánustu alla tíð. Ég sakna
þess að geta ekki bullað og hleg-
ið með þér lengur. Ég elska þig.
Guðmundur Óskar
Guðjónsson.
Elsku Kristbjörg mín.
Veru þinni hér hjá okkur er
nú lokið. Margs er að minnast
eftir langa samveru. Við Hemmi
minn vorum ung þegar við flutt-
um í risið hjá ykkur í Langa-
gerðinu með Lúlla bara eins árs.
Með okkur tókst góð vinátta sem
varði alla tíð. Kristín og Þórður
tóku Lúlla undir sinn verndar-
væng því þau voru eldri. Síðan
átti ég Halla og þú Siggu mánuði
seinna og ólust þau upp sem
systkin. Síðan fluttum við í Háa-
gerðið og Sigga sótti Halla sinn í
Ásuskóla í Heiðagerði og síðar í
Breiðagerðisskóla.
Svo leið tíminn börnin urðu
eldri. Við eignuðumst bíla og þá
var farið í ferðalög með allar
útilegugræjurnar og keyrt vítt
og breitt um landið á þessum
holóttu malarvegum í rykskýi.
Þetta var ekki alltaf auðvelt en
þess virði þótt tæki 12 tíma að
keyra á Mývatn. Hver skyldi
trúa því en svona var það. Við
bættum um betur og fórum líka
á Austfirðina og Vestfirðina en
ég held að krakkarnir muni helst
eftir ferð í Þjórsárdal það sem
áð var í tjöldum. Snemma morg-
un í glampandi veðri ákváðum
við að ganga inn að Háafossi.
Vorum við á göngu allan daginn
og aldrei ætlaði fossinn að koma
í ljós en loks sáum við hann og
þá átti eftir að fara til bak og
voru fótasárir ferðamenn og lún-
ir er komu í tjaldstað undir
kvöld og sársvangir.
Allt er gott meðan heilsan er
góð. En svo veiktist Daníel og þá
var mikil breyting á þínum hög-
um. Þú dreifst þig í bílpróf til að
geta aðstoðað og heimsótt Daní-
el á spítalann í veikindum hans.
Margar voru samverustundir
eftir sem áður og komum við oft
í Langagerðið í heimsókn og var
margt spjallað. Alltaf tekið vel á
móti okkur með bros á vör. Þótti
okkur gaman að fara með ykkur
upp í sumarbústað en ekki var
víst að Daníel gæti gengið
brekkuna niður í bústaðinn en
hann hélt nú að hann gæti treyst
honum Hemma fyrir því. Þetta
gekk ágætlega og fengum við
góðan dag sól og blíðu. Grillað
var læri með öllu tilheyrandi og
við stelpurnar fengum okkur að-
eins í gogginn úti á palli og
slúðruðum mikið. Gott er að fara
aftur í tímann og muna gamla
tíð. Að eiga góða vinkonu er
gott. Létt lund þín var alltaf til
staðar og oft fórum við eitthvert
saman eftir að við vorum orðnar
einar og töluðum saman í síma
ansi lengi. Eftir að þú fluttir á
Sléttuveginn varstu heldur van-
sæl og hafa þá veikindi þín sett
mark á þig. Ég heimsótti þig á
Skjól og fannst mér þér líða vel
þar og hafðir það öryggi sem til
þarf og tókst brosandi á móti
mér. Ég veit að börn þín og
barnabörn minnast góðrar
mömmu og ömmu. Takk fyrir
allt og allt, Kristbjörg mín.
Guðlaug Ágústa
Lúðvíksdóttir (Gullý).
Kristbjörg Þórðar-
dóttir Bergmann
✝ Hörður Guð-mannsson
fæddist 23. nóv-
ember 1941. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
24. október 2016.
Foreldrar Harð-
ar voru Guðmann
Ólafsson, f. 13. nóv-
ember 1909, d. 12.
maí 1993, og Reg-
ína Sveinbjarnar-
dóttir, f. 25. júní 1915, d. 21.
ágúst 2006. Þau bjuggu á Skála-
brekku í Þingvallasveit. Systk-
býlismaður Kristinn Jósep Gal-
lagher, f. 3. janúar 1974. Dætur
þeirra eru Gabríela Ósk, f. 20.
febrúar 2008, og Marín Björt, f.
31. júlí 2013. Sonur Jónínu er
Erling Páll Karlsson, f. 27. ágúst
1985.
Hörður ólst upp á Skála-
brekku í Þingvallasveit og bjó
þar nær alla ævi. Síðustu fimm-
tán árin var hann í Reykjavík;
síðast átti hann heimili á Felli
við Skipholt. Hann stundaði
fjárbúskap og silungs- og
murtuveiði á Skálabrekku
ásamt foreldrum sínum. Hann
sinnti að auki ýmsum öðrum
verkefnum og störfum.
Útför Harðar var gerð í kyrr-
þey 2. nóvember sl. Hann fær
sína hinstu hvílu í kirkjugarð-
inum á Þingvöllum hjá foreldr-
um sínum.
ini hans voru Hilm-
ar, f. 18. janúar
1938, d. 26. desem-
ber 1961, og Guð-
rún Þóra, f. 11.
febrúar 1950.
Sambýliskona
Harðar var um hríð
Jónína Þorbjörg S.
Pálsdóttir, f. 31.
janúar 1959, d. 8.
mars 2005. Hann
tengdist tveimur af
börnum hennar böndum. Dóttir
Jónínu er Anna Lísa Sigfúsdótt-
ir, f. 22. september 1980, sam-
„Ég er orðin vitlaus.“ Þessi
fullyrðing mín var oft rifjuð upp
heima. Haddi átti að passa
stelpuna stundarkorn og ég
sætti mig náttúrlega ekki við
það og varð „vitlaus“. Ég trúði
honum að sjálfsögðu. Ég var
alltaf „stelpan“ þegar hann var
þreyttur á mér.
Haddi er dáinn og minning-
arnar streyma fram. Ég og
Haddi í leikjum (þrátt fyrir ald-
ursmun), úti á sleða, úti á vatni
á skíðasleða, á skautum (sem
pabbi smíðaði), á hjólatíkinni, í
leik með báta (úr spýtum, korki
eða lýsisdósum), með skrið-
dreka (úr tvinnakefli, kerti, bút
úr hjólhestaslöngu og heklunál),
með spunakonur og gestaþraut-
ir (heimagerðar), í feluleikjum.
Ég man okkur á jólum, að
skreyta jólatré, að taka upp
pakka, að spila manna með
mömmu eða pabba; man okkur í
tunglsljósi að fara niður í reyk-
kofa, baksandi upp á ás að ná í
kol á sleða, með vasaljós í niða-
myrkri á leiðinni upp á veg. Við
brösuðum mikið saman í öllum
sveitaverkum, smöluðum, rúð-
um, vitjuðum um (hann stjórn-
aði, ég reri), settum aflann í sil-
ungaþróna, við heyjuðum,
snerum, fórum út í Litlu girð-
ingu, keyrðum heim heyið,
sættum, múguðum, rökuðum
dreif, settum niður kartöflur,
dreifðum hrossatöðum, bárum
á, gáfum á fjárhúsin, slægðum
og söltuðum, fórum upp í læk
með mjólkina, drógum upp bát-
inn, keyrðum silunginn í Val-
höll. Ég man hann við dyra-
vörslu á kvenfélagsböllunum í
Valhöll.
Það sem hann var viljugur að
sækja mig, endalaust, og Óskar
og Reyni, hvernig sem ástandið
á bænum var. Hann sótti mig í
helgarfrí þegar ég var í skóla á
Laugarvatni og í Kennaraskól-
anum í Reykjavík, hvernig sem
færðin var, enda mikill „keyr-
ari“; ég var alltaf örugg í bíl
með honum. Hann sótti mig og
keyrði til baka hvenær sem ég
vildi þegar ég vann á símanum
og bjó í Valhöll; ökumaður mik-
ill alla tíð.
Haddi var afar góður við syni
mína, enda barngóður með af-
brigðum; þeir voru í sveit heima
í nokkur ár, lærðu margt. Hann
var fyrsti kostur þegar ég
þurfti pössun, að þeirra mati,
þótt langt væri að fara.
Endalausar minningar. Við á
leiðinni að Högnastöðum, að
Seli, suður að Nesjavöllum, út
að Heiðarbæ, endalaust þangað,
alltaf verið að fara á milli bæj-
anna, í bæinn, yfir heiðina,
austur á Þingvöll, austur að
Laugarvatni.
Svo komu tímar þar sem við
vorum ekki eins mikið saman;
við fjarlægðumst hvort annað í
önnum og átökum lífsins. Við
höfðum þó nálgast hvort annað í
seinni tíð. Við áttum góðar
stundir síðsumars þegar haldið
var ættarmót í Kjósinni. Það
var gaman. Þakkarvert.
Ég færi hjartans þakkir frá
mér og mínum.
Guðrún.
Haddi frændi lést 24. október
síðastliðinn. Ég hitti hann síð-
ast á ættarmóti í sumar en
nokkrum vikum fyrir það heim-
sótti hann mig í bústað fjöl-
skyldunnar á Skálabrekku. Í
bæði skiptin kom mér skemmti-
lega á óvart hversu hress hann
var, en hann hafði orðið fyrir
miklu áfalli þá um vorið og
dvaldi á spítala um hríð. Á pall-
inum við bústaðinn ræddum við
vatnið, náttúruna, sveitina og
fjölskyldu- og ættartengsl en
hann var mjög fróður um þessi
mál. Á ættarmótinu var hann
síðan hress, spjallaði og hafði
gaman af að hlusta á sögurnar
frá því í gamla daga. Ekki var
annað að sjá en að hann nyti
lífsins. Þegar ég hugsa aftur í
tímann er ég alltaf jafn þakk-
látur fyrir að við Nolli bróðir
minn vorum svo lánsamir að fá
að dvelja fimm sumur í sveit á
Skálabrekku, hjá Hadda og
ömmu og afa. Ég var 10 ára
þegar ég mætti fyrst í sveitina
og mætti Nolli um mitt sumarið
enda nokkuð yngri.
Ekki veit ég hvort við vorum
til einhvers gagns þetta fyrsta
sumar, en oft er mjór mikils
vísir og Haddi tók okkur bræð-
ur óþreyttur með til allra verka.
Hvort sem það var að vitja um
netin, mjólka kúna, safna eggj-
um hjá hænunum, gefa fénu að
éta eða gera við vélar og girð-
ingar, þá vorum við með og
höfðum gaman af þessu öllu
saman. Ekki síst glettninni í
frænda okkar en hann átti það
til að slá á létta strengi, leika
mann og annan, og jafnvel taka
sopa af fóðurlýsinu eftir að við
höfðum manað hann til þess.
Mér er minnisstætt þetta sum-
ar að ég keyrði dráttarvél í
fyrsta skipti einsamall. Gekk
það þannig fyrir sig að Haddi
keyrði með mig á túnið sem
þurfti að snúa heyinu á og ég
settist í ökumannssætið á drátt-
arvélinni, hann stillti olíugjöf-
ina, setti í gír og fór. Síðan
sneri ég heyinu þar til hann
kom til baka.
Vafalaust gengur þetta ekki
svona fyrir sig í dag. Þessi
fimm sumur í sveitinni voru
ómetanleg, ekki síst fyrir það
veganesti sem Haddi frændi
lagði okkur bræðrum til, ekki
bara varðandi verk og vinnu
heldur líka lífið yfirleitt. Fastur
liður í sumrinu var að við þrír
fórum saman í dagsferðalag á
bíl með nesti. Skoðuðum oft
hella og keyrðum erfiða slóða
eins og Kaldadal og Uxahryggi
á Lödu! Með þessum orðum
kveð ég Hadda að sinni. Far
vel, frændi minn.
Guðmann.
Hörður Guðmannsson, eða
Haddi eins og hann var ávallt
kallaður, er allur og blessuð sé
minning hans. Haddi hefði orðið
75 ára 23. nóvember næstkom-
andi en hann var fæddur 23.
nóvember 1941 í Skálabrekku
við Þingvallavatn, vatnið sem
var honum einstaklega hugleik-
ið.
Við vorum svo lánsöm að
kynnast Hadda í sveitinni hans,
Þingvallasveit. Þar leið honum
alltaf best.
Hann var ekki gamall þegar
hann byrjaði að veiða með föður
sínum en net voru hans veið-
arfæri og hann var mjög fisk-
inn. Þekkti vatnið vel og vissi á
hvaða stöðum urriðinn hélt sig
og hvar bleikjan var. Veiðin var
ekki mæld í stykkjatali heldur
kílóum. Þetta var ekki sport-
veiði heldur var þetta nytja-
veiði. Hann var einu sinni
spurður hvort hann hefði prófað
að veiða á stöng? Haddi horfði á
spyrjandann og sagði: „Til
hvers?“
Haddi naut þess að eiga ein-
staka foreldra sem vöfðu hann
umhyggju og væntumþykju.
Guðmann kenndi honum á vatn
og veiðar, Regína passaði svo
upp á þá báða. Í þessum faðmi
varð Haddi að þessari einstöku
perlu sem við erum þakklát fyr-
ir að fá að hafa fengið að kynn-
ast.
Haddi var afskaplega fróður
um Þingvallasveit. Þekkti
hverja þúfu, hól og fjall ásamt
því að þekkja alla íbúa sveit-
arinnar vel og fylgdist með öllu
sem fram fór en var ávallt orð-
var og umhyggjusamur og hafði
aðgát í nærveru sálar.
Hann var alltaf traustur,
heiðarlegur, hjálpsamur og góð-
lyndur.
Hann heimsótti okkur reglu-
lega bæði í sveitinni og heim til
okkar og sýndi okkur mikla
tryggð.
Kærar þakkir frá okkur og
góðar minningar ylja. Við vott-
um fjölskyldu Hadda okkar
samúð og virðingu.
Ásgeir, Sigga Dóra,
Dóra, María, Guðmundur,
Sigurður og Sigríður
og fjölskyldur.
Hörður
Guðmannsson