Morgunblaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016
Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–14, sunnud. lokað
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Við leitum að
listaverkum
erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð
Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir
Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur,
Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur.
Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar,
Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving.
Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, var ný-komin heim af Kirkjuþingi þegar Morgunblaðið náði tali afhenni í gær. Hún kom norður með tvo sonarsyni sína sem eru á
fullu að hjálpa henni núna við undirbúning afmælisins, en á morgun
verður hún 60 ára.
„Ég ætla að halda upp á afmælið á laugardagskvöldið í Háskólanum
á Hólum kl. 18.00 svo fólk að sunnan geti komið og gist hér á Hólum
fram á afmælisdaginn. Svo langar mig að sjá vini og sveitunga hér
fyrir norðan.“ Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri verður veislustjóri,
en hann er frægur um allan Skagafjörð fyrir gamanmál og vísnasöng.
„Ég er afar lánsöm að Gunnar skyldi taka þetta að sér. Hann er
fyrsta flokks. Svo sér Ferðaþjónustan á Hólum alfarið um matargerð-
ina því ég er búin að vera á ferð og flugi í allt haust. Ég var að vísitera
í Þingeyjarsýslum áður en Kirkjuþing hófst og heimsótti þá 24
kirkjur, 24 sóknarnefndir og átti starfsviðtöl við prestana. Maðurinn
minn, sr. Gylfi Jónsson, fer með mér í vísitasíurnar, en hann sá svo um
afmælisundirbúninginn á meðan ég var á Kirkjuþingi.
Við eigum fjögur börn, en tvö þeirra búa í Bandaríkjunum, Jón
Gunnar og Vigdís María. Þau sem eru búsett hér á landi eru Benedikt
Hermann og Kristín Anna og þau verða með í gleðinni með börnin sín,
Benni á tvo stráka, Guðmund Ara og Þorlák, og Kristín á einn son,
Huldar.“
Hjónin Solveig Lára og Gylfi á Rhodos nú í haust.
Afmælisveisla
á Hólum í kvöld
Solveig Lára Guðmundsdóttir 60 ára
L
ilja Valdimarsdóttir
fæddist 12. nóvember
1956 í Hamrahlíð 1 í
Reykjavík og flutti með
föður sínum að heiman
á áttunda ári. Hún var frá sjö ára
aldri fjögur sumur í sveit hjá föður-
systur sinni á Bólstað í Bárðardal, S-
Þing. Tólf ára var hún barnfóstra í
Laufási í Eyjafirði og þrettán ára
ráðskona á Hellum í Landsveit,
Rang.
Hún fór úr Hlíðaskóla í Lauga-
lækjarskóla einn vetur og síðan í Ár-
bæjarskóla, þar sem hún var fyrsta
stúlkan á landinu í drengja-
lúðrasveit. Landspróf tók hún í
Gaggó Aust. Hún stundaði nám í
Tónlistarskóla Reykjavíkur í horn-
leik árin 1973-1980 og var í fram-
haldsnámi í Stokkhólmi undir væng
meistara Ib Lanzky-Otto 1980-1983.
Lilja varð fyrst íslenskra kvenna
fastráðin blásari Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands árið 1985 og hefur
starfað þar síðan. Auk sinfóníunnar
hér og erlendis hefur Lilja víða spil-
að, í óperunni, leikhúsum, með ýms-
um félögum við ýmis tækifæri og
spilað inn á margar hljómplötur.
Lilja Valdimarsdóttir, hornleikari í Sinfóníuhlj. Íslands – 60 ára
Hamingjusöm amma Lilja með ömmubarnið Lilju Sól sem er orðin tveggja ára gömul.
Fastráðin blásari í SÍ
fyrst íslenskra kvenna
Mæðgurnar Lilja ásamt Snjólaugu doktorsnema og Völu tónskáldi.
Jónína Einarsdóttir frá Nýborg, áður
Götu í Vestmannaeyjum, er 90 ára á
morgun, 13. nóvember. Jónína á tvær
dætur, Erlu Ólafsdóttur og Lindu
Hannesdóttur. Jónína á 6 barnabörn,
19 langömmubörn og 2 langalang-
ömmubörn.
Jónína verður að heiman á afmælis-
daginn.
Árnað heilla
90 ára
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson
verður fimmtugur á morgun, 13. nóv-
ember. Snorri hefur oft verið kallaður
óþekka barnið í íslenskri myndlist.
Hann fagnar afmælinu með veislu á
Kex og tónleikum á Mengi í faðmi vina
og fjölskyldu í kvöld.
50 ára
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.