Morgunblaðið - 12.11.2016, Qupperneq 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Líttu ávallt á björtu hliðar lífsins því
það gerir aðeins illt verra að mikla erfiðleik-
ana fyrir sér. Skiptu þér ekki af öðrum og
reyndu ekki að bjarga heiminum.
20. apríl - 20. maí
Naut Fólk getur verið hugsunarlaust, svo
mikið er víst. Hugleiddu alvarlega að taka
námskeið eða ganga í samtök þar sem þú
getur notið þess að skiptast á skoðunum við
annað fólk.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Reynið að taka hlutina ekki of per-
sónulega. Notaðu þá í eitthvað ódýrt og flott,
í stað þess að leyfa þér dýran munað.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þegar þú hlustar á hjartað segir það
þér að eyða meiri tíma í hversdagsverkin.
Ekki láta þér segjast þótt þú eigir erfitt með
einbeitinguna.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er einhver spenna á heimilinu og
því hefðirðu gott af því að verja tíma með vini
þínum. Láttu það því sitja fyrir öðru um sinn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú munt líklega þurfa að gera upp á
milli vinnunnar og heimilisins í dag. Ef hann
veit ekki hvað skal taka til bragðs, er best að
gera ekkert.
23. sept. - 22. okt.
Vog Framlög til góðgerðarmála hjálpa fiskn-
um að finna til ríkidæmis – eins og hann eigi
meira en nóg og enn meira á lager. Gerðu
ekki of mikið úr því.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér vegnar vel ef þú vinnur und-
irbúningsvinnnuna þína. Hafðu ekki áhyggjur
af peningaeyðslu, eftir allt ferðu ekki með
auðinn í gröfina.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Bættu tillitssömu og hjálpsömu
fólki við liðið þitt. Mál sem tengjast lögfræði,
útgáfustarfsemi, framhaldsmenntun og
ferðalögum ættu að ganga sérstaklega vel.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Vertu fyrstur til þess að kynna þig.
Gleymdu því óörygginu og kýldu á það núna.
En það sem skiptir þig máli er að gefa. Þér er
það algerlega náttúrulegt.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þegar þú spyrð örlögin hvað þau
ætli að færa þér færðu ekkert svar – bara
hvítan striga þrunginn möguleikum. Reyndu
að koma erfða-, fasteigna- og tryggingamál-
unum á hreint.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er engin ástæða til þess að gala
það út um allar jarðir þótt þú hafir haft
heppnina með þér. En það veitir örygg-
iskennd.
Síðasta gáta var sem endranæreftir Guðmund Arnfinnsson:
Háloftanna hraðbraut er.
Hafa margir uppi’ í sér.
Karlinn vísast er þar enn.
Í hana fara liprir menn.
Svona lítur lausnin út hjá Hörpu
á Hjarðarfelli:
Loftbrú er milli landa.
Lítil tannbrú er.
Stjórar í brúnni standa.
Stirð í brú ei fer.
Árni Blöndal svarar:
Loftbrú muna margir hér.
Margir brú í munni bera.
Karl í brúnni ennþá er.
Úr sér brúna sjálfir gera.
„Þá er það lausnin,“ segir Helgi
R. Einarsson:
Í hugarfylgsnum heimskan býr
og hugsunin því sein og rýr,
samt lausnin finnst mér frekar skýr.
Fjórar mismunandi brýr.
Þessi er skýring Guðmundar:
Milli landa loftbrúin.
Lagar tannbrú munnsvipinn.
Í brúnni karlinn birtist enn.
Í brú svo fara liprir menn.
Þá er limra:
Með sælubros sefurðu nú,
en seinna meir vaknar þú
af svefnsins ró,
er sæld þér bjó,
og þinn draumur er brotin brú.
Síðan segir Guðmundur:
Vaknaður af værum dúr
vísnagátu semja hlýt,
fæ mér góðan göngutúr
um gátu meðan heilann brýt.
Hún er svohljóðandi:
Gengur hann á hæla manns.
Hindrar birtu ljósgjafans.
Vofa, sem á sveimi er.
Sorg, er þig í hjartað sker.
Ármann Þorgrímsson veltir ei-
lífðarmálunum fyrir sér:
Oft er trúin aðlöguð
einkaþörfum notandans
allir segjast elska guð
en enginn fer að boðum hans.
Brynjólfur Ingvarsson, síðar geð-
læknir, orti þar sem hann stóð við
hliðina á mér einhvern tíma þegar
ég var að flensa búrhval og gekk
illa að lima hann:
Heyrast andvörp örmögnuð
yfirgnæfa kliðinn:
„Almáttugur góður guð
gef að ég hitti á liðinn!“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Svipast um af brúnni
Í klípu
„KANNSKI SKRIFAR LÆKNIRINN ÞINN BARA
SVONA ILLA. EN TIL ÖRYGGIS ÆTLA ÉG AÐ
GEFA ÞÉR 30 SEKÚNDNA FORSKOT.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„GRAFÐU PABBA ÞINN UPP,
ANNARS FÆRÐU ENGAN ÍS.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... Að blása sápukúlur
saman.
FYRIRGEFÐU,
FRÖKEN...
HEFURÐU NOKKUÐ SÉÐ
GARNHNYKILINN MINN?
BÚKTALARI!
HVAÐ
MYNDIRÐU
VERA EF ÞÚ
VÆRIR EKKI
VÍKINGUR?
Víkverji er alltaf að reyna að kennabarninu góða siði. Hluti af því er
að aðstoða krakkann eftir megni að
verða sjálfstæður einstaklingur.
Þetta er eins konar hjálp til sjálfs-
hjálpar svona alveg eins og kirkjan
boðar af fögnuði.
x x x
Í aðra röndina býsnast Víkverji yfirsjálfstæðinu yfir fatavalinu hjá
barninu sem á það til að vera eins og
útburður til fara. Stundum koma
tímabil, sem reyndar ekkert hlé er á,
þar sem Víkverji getur ekki áttað sig
á því hvers vegna í ósköpunum af-
kvæmið er ekki duglegra við að
greiða sér sjálft.
x x x
Þetta ástand undrunar hefurhreiðrað um sig í brjósti Vík-
verja alveg þar til Víkverji leit sjálfur
í spegil eftir að hafa hent hárinu í
tagl eftir sturtu án þess svo mikið
sem að gera heiðarlega tilraun til að
greiða úr hárflækjunum.
x x x
Hreinlæti blessaðra barnanna lær-ist ekki af sjálfu sér. Það þarf að
fara vel yfir þessa hluti með því að
kenna þeim að nota sápu og vatn.
Augljóslega því þetta er stór hluti af
lífinu.
x x x
Hrein föt eru hluti af okkar nú-tímaveruleika, að minnsta kosti
flestra sem búa hér á landi. Víkverji
er svo heppinn að eiga þvottavél sem
sinnir hlutverki sínu af mikilli natni.
Hreinar nærbrækur og skipta
reglulega um er eitt af boðorðum
Víkverja. Nýverið benti Víkverji
barni sínu vinsamlegast á að skipta
um nærhald og rétti því munstraðar
buxur í regnbogans litum.
Svarið lét ekki á sér standa hjá
þeirri stuttu frekar en fyrri daginn.
„Þú ert alltaf að láta mig skipta um
nærbuxur,“ sagði barnið um leið og
það allt að því hrifsaði brækurnar úr
lúkum Víkverja. Þegar það var búið
að skipta samviskusamlega eftir for-
skrift Víkverja, leit það á Víkverja og
sagði: „Skiptu sjálf, þú varst líka í
þessum nærbuxum í gær.“
víkverji@mbl.is
Víkverji
Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem
í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú
Drottin, sála mín, og gleym eigi nein-
um velgjörðum hans.
(Sálm. 103:1-2)
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
Raftæknivörur
Mótorvarrofar
og spólurofar
Það borgar sig að nota það besta!
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
3
1
.3
0
1
Skynjarar Töfluskápar
Hraðabreytar Öryggisliðar
Aflrofar Iðntölvur
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is