Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Side 14
Vikublað 30. júní –2. júlí 201514 Fréttir Erlent Betra blóðflæði betri heilsa með SuperBeets rauðrófu kristal Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum - S: 896 6949 w w w .s u p er b ee ts .is - v it ex .is Betra blóðflæði betri heilsa með SuperBeets rauðrófu kristal Superbeets Nitric Oxide allt að 5 sinnum öflugra 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Nitric Oxide Nóbelsverðlaun 1998 Sameind ársins 1992 Uppgötvun á Nitric Oxide var upphafið á framleiðslu rislyfja Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum NÝTT w w w .z en b ev .is - U m b o ð : v it ex e h f Betri og dýpri svefn Engin eftirköst eða ávanabinding Melatónin Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is úr graskersfræjum ZenBev - náttúrulegt Triptófan Vísindaleg sönnun á virkni sjá vitex.is Tvær bragðtegundir sítrónu og súkkulaði Melatónín er talið minnka líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini sjá vitex.is Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. Nitric Oxide Superbeets allt að 5 sinnum öflugri 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Íslensk vottun á virkni NO3 Sýni rannsóknarstofa - Nýsköpunarmiðstöð Íslands Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitri c Oxide framleiðslu strax. Bætt blóðflæði og aukin súrefnisupptaka hefur jákvæð áhrif á alla starfsemi líkamans, þ.m.t. hjarta og æðakerfi. ATH: Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide. (NO) byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. Flótti stroku- Fanga á enda n lögreglan í new York-fylki hafði uppi á föngunum tveimur n annar látinn s trokufanginn David Sweat er nú í haldi yfirvalda í Banda- ríkjunum eftir að hafa verið skotinn af lögreglu sem kom auga á hann spásserandi með fram vegi nærri landamærum Kanada. Félagi hans, Richard Matt, var skotinn til bana af lögreglu á föstu- dag en báðir höfðu þeir hlotið lífs- tíðardóma eftir að hafa verið fundnir sekir um morð. Voru fangarnir taldir mjög hættulegir og afplánuðu refs- ingu sína í hámarksöryggisfangelsi í Dannemora, New York-fylki. Starfsmaður fangelsisins og ástkona þeirra beggja, Joyce Mitchell, hefur verið ákærð vegna aðildar sinn- ar að málinu en hún aðstoðaði menn- ina við flótta þeirra. Félagarnir struku fyrir þremur vikum úr fangelsinu sem er um áttatíu kílómetra frá svæðun- um þar sem þeir fundust. Reyndi að flýja inn í skóg Lögreglumaðurinn Jay Cook skaut Sweat tvisvar sinnum þegar hann reyndi að flýja inn í skóg sem liggur við veginn þar sem hann sást, í um klukkustundar göngufæri frá landa- mærum Kanada. Cook var við vegaeftirlit þegar hann koma auga á grunsamlegan manninn ganga eftir veginum. Keyrði hann upp að Sweat og kall- aði til hans og reyndi hann þá að flýja. Cook veitti honum eftirför og hleypti af skotum áður en Sweat, óvopnaður, næði að flýja. Vopnaður haglabyssu Áður en haft var uppi á Sweat var Matt skotinn til bana af lögreglu í bænum Elephant‘s Head en í kjölfar- ið var ákveðið að setja upp vegatálma til að króa Sweat af. Haft var uppi á Matt þegar ferða- langar urðu varir við háværan hvell á svæðinu þar sem hann fannst en við nánari skoðun kom í ljós að Matt hafði skotið á húsbíl þeirra. Gerðu þeir lög- reglu viðvart sem hóf strax rannsókn á svæðinu og fann Matt að endingu í kofa sem angaði að byssupúðri. Varð Matt ekki við fyrirmælum lögreglunn- ar um að gefa sig fram og hófu lög- reglumennirnir þá skothríð á hann. Í ljós kom að hann hafði hagla- byssu í fórum sínum. Fangelsisstarfsmaður ástkona þeirra beggja Joyce Mitchell, saumakona í fangels- inu, er talin hafa liðsinnt mönnun- um tveimur með því að smygla verk- færum inn í fangelsið til þeirra. Hún hefur verið handtekin. Rannsóknarmenn hafa gefið í skyn að Mitchell hafi verið heilluð af öðrum fanganum, Richard Sweat, og samþykkt að sækja mennina þegar þeir væri komnir út fyrir veggi fang- elsisins. Heimildir herma að Mitchell hafi þó átt í ástarsambandi við mennina báða. Mitchell var rannsökuð af yfir- völdum síðastliðið ár vegna sam- bands hennar og Sweat en þau kynntust þegar þau unnu bæði á saumastofu fangelsisins. Sönnunar- gögn voru ekki talin gefa tilefni til að draga ályktanir um meint samband þeirra en Sweat var gert að hætta störfum á saumastofunni í kjölfarið. Saksóknari hefur haldið því fram í fjölmiðlum vestanhafs að konan hafi beðið mennina um að myrða eiginmann sinn sem einnig starfaði í fangelsinu. Skriðu í gegnum skolplagnir Ríkisstjóri New York-fylkis sagði mennina vera afar hættulega og að þeir væru engin lömb að leika sér við. Mennirnir brutust út úr fangelsinu er þeir skriðu í gegnum skolplagn- ir þess. Göbbuðu þeir fangaverðina með því að láta líta út sem þeir svæfu í rúmum sínum er verðirnir litu eftir föngunum í klefum sínum. Fanga- klefar þeirra voru hlið við hlið. Fangelsisyfirvöld sögðu áætlun fanganna hafa verið afar vel hugs- aða og margbrotna. Er fangelsið það stærsta í New York en þar dvelja um 2.700 fangar. n Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is Ástkona beggja Joyce Mitchell átti aðild að málinu. Strokufangarnir tveir Frá vinstri Richard Matt og David Sweat. e kki tókst að ná samkomu- lagi meðal Evrópusambands- ríkja um aðgerðir vegna flótta- mannastraumsins frá Afríku og löndum fyrir botni Miðjarðarhafs á átakafundi í Brussel fyrir helgi. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins lagði til í maí síðastliðinn að aðildarríki ESB tækju á móti 20 þús- und manns sem dvelja í flóttamanna- búðum Sameinuðu þjóðanna utan Evrópu og að ríki ESB tækju einnig á móti 40 þúsund flóttamönnum sem hafast við á Grikklandi og Ítalíu. Mörg ríki voru ósammála því að tillagan næði fram að ganga og voru mótfallin slíku samfélagi. Þrátt fyrir það var tillagan rædd að áeggjan framkvæmdastjórnarinn- ar á fundi leiðtoga Evrópusambands- ríkjanna í Brussel fyrir helgi. Mikið ósætti var meðal leiðtoga og þótti ítalska forsætisráðherranum Mettoe Rensi nóg um og gagnrýndi hina litlu samstöðu meðal þjóða á fundinum. Margir lýstu óánægju sinni yfir fram- kvæmdastjórninni sem bar upp til- lögu sem vitað var að ekki yrði sam- þykkt. Niðurstaða fundarins var sú að hvert land mun ákveða fjölda þess flóttafólks sem tekið verður á móti í löndum innan Evrópusambandsins. Samþykkt var að flóttamenn á Ítalíu og Grikklandi, auk þeirra sem dvelja í flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna, fái leyfi til að setjast að í löndum Evrópusambandsins. Var nánari útfærsla ekki ákveðin og þótti forseta framkvæmdastjórnarinnar, Jean-Claude Juncker, niðurstöður fundarins einungis fela í sér takmark- aðan árangur. n birna@dv.is ekki samstaða um flóttamenn Flóttamannamál Evrópusambandsríkja óleyst saksóknara grandað Hisham Barakat, saksóknari í Egyptalandi, lést í byrjun vikunnar af sárum sínum eftir sprengjuásás í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Lífverðir saksóknarans særð- ust einnig í árásinni. Lögregluyfir- völd rannsaka hvort bílsprengja hafi verið notuð eða sprengju komið fyrir undir einhverjum bíl- anna. Fjölmargir dauðadómar hafa fallið í landinu að undanförnu og hafa herskáir íslamistar hvatt til árása á saksóknara og dóm- ara vegna þessa. Nýlega staðfesti dómstóll í Kaíró dauðadóm yfir Mohammed Morsi, fyrrverandi forseta landsins, en ellefu menn voru einnig dæmdir til dauða þar í landi fyrir að hafa valdið óeirðum á fótboltaleik fyrir þremur árum. kínamúrinn illa farinn Að sögn kínverska fréttamiðilsins Beijing Times hefur nærri þriðj- ungur Kínamúrsins eyðilagst af manna- eða umhverfisvöldum. Íbúar í Lulong-sýslu hafa drýgt tekjur sínar með því að taka steina úr múrnum og selja. Veður og vindar hafa einnig leikið hann grátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.