Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Page 28
24 Menning Vikublað 30. júní–2. júlí 2015 Ég ekki skilja Sólveig Ásta Sigurðardóttir fjallar um málnotkun og birtingarmyndir innflytjenda í íslenskum bókmenntum e inn af hverjum tíu íbúum Ís- lands er af erlendum upp- runa. Þrátt fyrir það hafa nánast engar skáldsögur skrif- aðar af innflytjendum kom- ið út á íslensku. Sögur íslenskra inn- flytjenda eru því ekki sagðar af þeim sjálfum, heldur eru þær viðfangsefni annarra rithöfunda sem treysta oft- ar en ekki staðalímyndir um hópinn í sessi frekar en að ögra þeim. Radd- ir innflytjenda heyrast vart í skáldsög- um nema þegar íslenskir rithöfundar láta persónur af erlendum uppruna tala í bókum sínum. En hvernig ís- lensku tala innflytjendur í íslenskum bókmenntum? Þetta er viðfangsefni mastersritgerðar Sólveigar Ástu Sigurðardóttur frá bókmenntafræði- deild Háskóla Íslands. Engar innflytjendabókmenntir Í rannsóknarvinnunni leitaði Sólveig logandi ljósi að íslenskum innflytj- endabókmenntum. „Það eru bara örfá verk sem falla að þeirri skilgrein- ingu. Þetta eru örfáir einstaklingar, til dæmis Toshiki Toma sem hefur gef- ið út ljóðabók á íslensku, barnabókin Þankaganga Myslobieg sem fékk Fjöruverðlaunin í flokki Barnabóka árið 2010 – en hún er skrifuð í sam- einingu af Pólverja og Íslendingi – svo eru það bara ævisögur innflytj- enda sem Íslendingar hafa skrifað, en þær teljast varla til þessa flokks,“ segir Sólveig. „Það sem vekur einnig athygli er að þau verk sem þó hafa komið út eru sjálfútgefin. Í rannsóknarvinnunni hafði ég samband við öll útgáfu- fyrirtækin og ekkert þeirra, nema Crymogea, kannaðist við að hafa gefið út slíkt verk eða að hafa fengið handrit send. Svo hafði ég samband við skáld sem sögðu að útgáfufélögin hefðu áhuga á að ráða fólk í þýð- ingarvinnu en þau fyndu hins vegar ekki fyrir miklum áhuga á því að fá skáldverk frá innflytjendum á ís- lensku eða ensku.“ Talað í gegnum túlk „Við álítum að bókmenntir eigi að vera birtingarmynd samfélags hvers tíma, svo það er algjör skekkja að nú þegar Ísland er orðið fjölmenningar- samfélag sé það á engan hátt endur- speglað í bókmenntaheiminum,“ segir Sólveig Ásta. En ef innflytjendur eru ekki að segja sínar eigin sögur, og fá ekki að sýna sig sjálfa í íslenskum bók- menntum, hvernig eru þeir þá sýnd- ir? Hverjar eru birtingarmyndir inn- flytjenda í íslenskum bókmenntum? „Það er misjafnt en í þeim verkum sem ég hef skoðað eru innflytjendur mjög gjarnan sýndir sem jaðarsettur hópur: einstaklingar sem eiga erfitt, sinna láglaunastörfum, glíma við tungumálið og þess háttar. Cynthia Trililani gagnrýndi þetta einmitt í BA-ritgerð fyrir nokkrum árum, að íslenskir rithöfundar ynnu ekki á gagnrýninn hátt með þær staðalí- myndir sem væru fyrir í samfélaginu – frekar en að hjálpa væru þeir að festa þær í sessi. Í kvikmyndum hafa til dæmis verið austurevrópskir glæpamenn, póstbrúðareiginkonur frá Asíu og svo framvegis. Þetta er auðvitað ekki algilt en hallar aðeins í þessa átt,“ segir Sólveig. „Þegar þú ert með svo jaðar settar persónur þá getur þú svo komist hjá því að vinna með tungumálið þeirra. Þetta sést til dæmis í Vetrar- borginni eftir Arnald Indriðason. Þar er einstaklingur sem er það ein- angraður að það er nær alltaf túlkur með honum og sögumaðurinn þarf ekki að túlka sjálfur heldur vísar á túlkinn.“ Ég ekki skilja Síðasti hluti ritgerðarinnar fjallar um það hvernig íslenskir rithöf- undar láta innflytjendur tala í verk- um sínum. Sólveig einbeitir sér að þremur bókum frá undanförn- um 10 árum sem takast á við tungu innflytjenda á ólíkan hátt: glæpa- söguna Vetrarborgina eftir Arnald Indriðason, skáldsöguna Illsku eftir Eirík Örn Norðdahl, og barnabók- ina Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin Leifsson. Eins og áður segir tala tvær lykil- persónur Vetrarborgarinnar, taí- lensk kona og bróðir hennar, að mestu í gegnum túlk, en í þau örfáu skipti sem þau fá að tala beint hef- ur Arnaldur ákveðið að láta þau tala bjagað, setningarnar eru stuttar og einfaldar en málfræðilega rangar á borð við: „Ég ekki skilja “ og „Hann ekki gera neitt“. „Aðalpersónan í Illsku á lithá- enska foreldra en er fædd á Íslandi svo hún talar fullkomna íslensku. En foreldrarnir tala brotna íslensku. Þar eru jafnvel ein eða tvær heilar efnis- greinar þar sem foreldrarnir fá að tala. Þar hefur hefur höfundurinn unnið í því að móta talsmáta þeirra,“ segir Sólveig. „Svo er það þriðja bókin þar sem Þórarinn Leifsson ákveður að láta sögumanninn, 12 ára spænskan strák, tala fullkomna íslensku. En hann sem sögumaður er stöðugt að segja þér að hann tali rosalega vit- laust. Þetta skapar íroníu í textanum og söguhöfundur því nálægur,“ segir Sólveig. Þurfum ekki öll að hljóma eins og Broddi Broddason Sólveig segir það vera þess virði að velta fyrir sér hvort það sé gott að gera þá kröfu að allir tali íslensku á nákvæmlega sama hátt. „Ég tel ekk- ert endilega að það sé hlutverk ís- lenskra rithöfunda að bjaga tungu- málið, en ég hef svolítið verið að velta fyrir mér þessum ótta okkar við bjagaða íslensku,“ segir Sólveig. „Í ritgerðinni vitna ég í mjög góða grein Jóhönnu Van Schalkwyk þar sem hún gagnrýnir þessa áherslu á að kenna rétta íslensku. Það er gott og mikilvægt að fólk læri íslensku en kannski er komið að því að við lærum að hlusta á íslensku sem er ólík. Jóhanna orðar það svo að við þurfum ekki öll að hljóma eins og Broddi Broddason. Það er mikil- vægt að við hættum að upphefja ís- lensku Brodda Broddasonar, að við förum að heyra íslensku með hreim í fjölmiðlum og allt í kringum okkur,“ segir Sólveig. n „Setningarnar eru stuttar og ein- faldar en málfræðilega rangar á borð við: „Þú elta mig,“ og „Hann ekki gera neitt.“ Sólveig Ásta Fjallar um skort á innflytjendabókmenntum og birtingarmyndir innflytjenda í íslenskum bókmenntum í meistararitgerð sinni. mynd Þormar Vignir gunnarSSon Kristján guðjónsson kristjan@dv.is Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda-, striga- og segulprentun. Textaskraut, sandblástur, GSM hulstur og margt fleira...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.