Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Síða 4
4 Fréttir Helgarblað 18.–21. september 2015
Fjáröflun
fyrir félög
og hópa
Flottar
pakkningar
sem
innihalda
jólapappir
og skraut
Benjamín fannst í vöru-
geymslu við lestarstöð
Lögreglan fann bol hans og farsíma á brautarpallinum
B
enjamín Ólafsson, sem leit-
að var að í ítölsku borginni
Catania á Sikiley, fannst á mið-
vikudagskvöld í vörugeymslu
við neðanjarðarlestarstöð í Catania.
Greint var frá því í fjölmiðlum á mið-
vikudag að Benjamín hefði komið í
leitirnar en ekki voru gefnar frekari
upplýsingar aðrar en þær að hann
hefði verið fluttur um borð í skipið
Siem Pilot, þar sem hann starfar, og
að hann hefði farið í læknisskoðun
um borð í skipinu.
Frá þessu er greint á vef ítalska
miðilsins Corriere Del Mezzogi-
orno í dag. Þar er einnig birt mynd
af Benjamín. Í grein Corriere Del
Mezzogiorno segir að lögreglan í
Catania hafi fyrst fundið bol og
farsíma í eigu Benjamíns. Eigur hans
fundust á brautarpalli í neðanjarðar-
lestakerfi borgarinnar. Lögreglan
leitaði að Benjamín í þrjá daga áður
en hann fannst um klukkan 19.30 að
staðartíma í vörugeymslu við lestar-
stöð. n
Siem Pilot
Norska skipið sem
Benjamín starfar á.
Benjamín Ólafsson Af vef Corriere Del
Mezzogiorno. Mynd SkjáSkot/Corriere del Mezzogiorno
Seðlabankinn felldi niður
23 mál vegna mistaka
Gölluð refsiákvæði hafa haft afdrifaríkar afleiðingar, að mati Seðlabanka Íslands
S
eðlabanki Íslands hefur
þurft að fella niður 23 til-
kynnt mál frá árunum 2010
til 2015 vegna mistaka við
laga- og reglusetningu.
Aðspurður segir sérfræðingur
Seðlabankans að mistökin hafi haft
afdrifaríkar afleiðingar. „Ég myndi
ekki vilja segja að þetta séu stórkost-
leg mistök en þetta eru mistök sem
eru afdrifarík.“
DV fundaði með sérfræðingum í
gjaldeyriseftirliti Seðlabankans í vik-
unni og spurði nánar út í þessar af-
leiðingar.
engar stjórnvaldssektir
Bankinn varð að fella niður 23 mál
vegna þess að þau vörðuðu að-
eins reglur um gjaldeyrismál nr.
1130/2008 á tímabilinu 15. desember
2008 til 31. október 2009, sem sér-
stakur saksóknari telur vera gallaðar.
Stjórnvaldssektir hafa ekki og verða
ekki lagðar á vegna brota á reglunum
á þessum tíma.
Túlkun sérstaks saksóknara hefur
því talsverða þýðingu fyrir þau mál
sem hafa verið rannsökuð hjá Seðla-
bankanum undanfarin ár. Hún hef-
ur hins vegar ekki áhrif á þau mál
sem nú eru til meðferðar nema þau
snerti fyrrnefnt tímabil frá 2008 til
2009. Bankinn tók þá ákvörðun um
að láta ekki reyna á þessi 23 mál þar
sem slíkt var ekki talið forsvaran-
legt vegna mistakanna við laga- og
reglusetningu. Í öðrum málum getur
þetta haft þau áhrif að hluti af mál-
inu er felldur niður.
124 ný mál í fyrra
Á síðasta ári voru 124 ný mál skráð
hjá rannsóknardeild Seðlabankans
vegna meintra brota á lögum og regl-
um um gjaldeyrismál, samkvæmt
ársskýrslu Seðlabankans. Á árinu
2013 voru ný mál 142 talsins en árið
2012 voru þau mun færri, eða 27.
Enn færri voru þau árið 2011, eða 11
talsins.
Sérstakur saksóknari felldi á
dögunum niður sakamál gegn Þor-
steini Má Baldvinssyni, forstjóra
Samherja, og þriggja annarra lykil-
starfsmanna fyrirtækisins vegna
þess að saksóknari taldi sig ekki geta
tengt brot við einstaklinga. Að sögn
Seðlabankans varðaði lítill hluti sak-
arefnisins hinar gölluðu reglur.
nær aftur til ársins 2004
Gölluðu refsiákvæðin eiga rætur sín-
ar að rekja til ársins 2004. Þá skipaði
þáverandi forsætisráðherra nefnd að
tillögu dóms- og kirkjumálaráðherra
og viðskiptaráðherra um viðurlög
við efnahagsbrotum og skilaði hún
niðurstöðum sínum árið 2007. Í
skýrslunni er einsleitur refsikafli sem
gildir fyrir allan fjármálamarkaðinn.
Þar voru fyrir mistök lög um gjald-
eyrismál ekki tekin með í heildar-
skoðunina.
Þegar fjármagnshöft voru sett í
nóvember 2008 var refsikafli laga um
gjaldeyrismál samræmdur öðrum
sambærilegum ákvæðum sem gilda
á fjármálamarkaði. Með breytingun-
um voru felldar á brott heimildir
til þess að refsa fyrirtækjum vegna
brota á lögum. Þær heimildir voru
settar á ný inn í lögin í maí 2014.
Formaður nefndarinnar um
viðurlög við efnahagsbrotum var Páll
Hreinsson. Aðrir nefndarmenn voru
Ásgeir Einarsson, Hlynur Jónsson,
Jón H. B. Snorrason, Jónína S. Lárus-
dóttir, Ragna Árnadóttir og Bogi
Nilsson, sem skrifaði undir skýrsl-
una með fyrirvara og skilaði séráliti.
Þrjár húsleitir gerðar
Alls voru þrjár húsleitir gerðar vegna
gruns um meiri háttar brot á gjald-
eyrislögum þar sem stuðst var við
reglurnar frá 2008 til 2009. Ein var
framkvæmd fyrir tilstuðlan Seðla-
bankans, ein var á forræði efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra og
ein var á forræði Fjármálaeftirlits-
ins, en sú stofnun fór til að byrja
með fyrir rannsóknum á brotum á
gjaldeyris lögum.
Auk húsleitar hjá Samherja var
húsleit gerð vegna Aserta-málsins
sem bíður núna dóms Hæstaréttar
Íslands. Þar eru þeir Karl Löve
Jóhannsson, Gísli Reynisson, Mark-
ús Máni Michaelsson Maute og Ólaf-
ur Sigmundsson ákærðir fyrir að
hafa stundað umfangsmikil viðskipti
með gjaldeyri í heimildarleysi á sjö
mánaða tímabili árið 2009. Í því máli
komst sérstakur saksóknari að þeirri
niðurstöðu, eins og í máli Samherja,
að formlegt samþykki viðskiptaráð-
herra skorti fyrir setningu reglna og
því var sá hluti ákærunnar dreginn
til baka.
Ekki hefur verið greint opinber-
lega frá þriðju húsleitinni, að því er
DV kemst næst, en Seðlabankinn var
ekki aðili að henni.
ekki skaðabótaskyldur
Bankinn er þeirrar skoðunar að hann
sé ekki skaðabótaskyldur þrátt fyrir
að hafa kært mál á grundvelli reglna
sem sérstakur saksóknari telur núna
vera gallaðar. „Seðlabankinn telur
ekki að hann sé skaðabótaskyldur
vegna þessa, en það er dómstóla að
meta slíkt ef á reynir.“
Seðlabankinn hyggst fara yfir
niðurstöðu sérstaks saksóknara
áður en ákvörðun verður tekin um
framhaldið í Samherjamálinu. Svo
gæti farið að bankinn vísi niður-
stöðu sérstaks saksóknara til ríkis-
saksóknara. n
„Seðlabankinn
telur ekki að
hann sé skaðabóta-
skyldur vegna þessa,
en það er dómstóla að
meta slíkt ef á reynir
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is
Seðlabanki Íslands
Bankinn varð að fella niður
rúmlega 20 mál vegna þess að
þau vörðuðu aðeins reglur um
gjaldeyrismál frá 15. desember
2008 til 31. október 2009.