Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Page 8
Helgarblað 18.–21. september 20158 Fréttir Sagði nei við skulda- bréfi Íslandsbanka n Seðlabankinn brást við undanþágubeiðni Glitnis n Undanþágan ekki enn samþykkt S eðlabanki Íslands hefur staðfest við slitastjórn Glitnis að ekki sé hægt að fallast á þá tillögu að íslensk stjórnvöld fái afhent tíu ára skuldabréf í krónum að fjárhæð 37 milljarðar, út­ gefið af Íslandsbanka, sem hluta af stöðugleikaframlagi slitabúsins. Þetta var á meðal þess sem kom fram í bréfi sem Seðlabankinn sendi til Glitnis síðastliðinn mánudag í tengslum við beiðni slitastjórnar um undanþágu frá höftum á grundvelli samkomulags sem stærstu kröfu­ hafar búsins gerðu við haftahóp stjórnvalda, samkvæmt heimildum DV. Seðlabankinn hefur því enn ekki samþykkt undanþágubeiðni sem Glitnir óskaði eftir þann 16. júlí síðastliðinn. Slík undanþága er forsenda þess að búið geti lokið slit­ um með nauðasamningum áður en árið er liðið og í kjölfarið útgreiðslu eigna til erlendra kröfuhafa. Slitastjórn Glitnis brást við athugasemdum Seðlabankans í bréfi sem hún sendi á bankann þremur dögum síðar. Til stóð í kjölfarið að halda svonefndan tæknifund með starfsmönnum Seðlabankans og ráð­ gjöfum Glitnis í þessari viku. Þar átti að fara yfir fyrirliggjandi tillögur stærstu kröfuhafa Glitnis um hvernig þeir hyggist uppfylla stöðugleikaskilyrði stjórnvalda með framsali innlendra eigna. Ekkert varð hins vegar af þeim fundi þar sem Seðlabankinn óskaði eftir því að honum yrði frestað um tvær vikur, samkvæmt heimildum DV. Vildi ekki taka áhættuna Svar Seðlabankans til slitastjórnar Glitnis er í samræmi við það sem áður hefur verið upplýst um í DV. Þannig greindi blaðið frá því hinn 11. ágúst síðastliðinn að íslensk stjórn­ völd ætluðu sér ekki að samþykkja þá tillögu að fá afhent tíu ára skulda­ bréf útgefið af Íslandsbanka. Ekki væri talið forsvaranlegt að ríkið tæki á sig þá áhættu sem fælist í því að fá afhent skuldabréf sem enginn mark­ aður er með og því alls óvíst hvern­ ig ætti að verðleggja bréfið. Þá myndi það hafa áhrif á yfirlýst áform stjórn­ valda að stöðugleikaframlag gömlu bankanna yrði nýtt til að greiða nið­ ur skuldir hins opinbera. DV leitaði eftir svörum frá Ís­ landsbanka hvernig bankinn ætlaði að bregðast við nú þegar fyrir liggur að stjórnvöld hafa neitað að fá afhent slíkt skuldabréf, útgefið af Íslands­ banka, frá Glitni. Bankinn sagðist ekki geta svarað því hvort til greina kæmi að Íslandsbanki myndi sjálf­ ur finna kaupanda að skuldabréf­ inu eða að farin yrði sú leið, eins og til stóð upphaflega, að Glitnir tæki út krónuinnlán sín hjá bankanum sem yrðu síðan afhent ríkinu. „Ekki er búið að ljúka samning­ um milli Íslandsbanka og Glitnis og því ekki mögulegt fyrir bankann að tjá sig um einstök samnings atriði. Tryggt verður að fjárhagsstaða bank­ ans verði mjög sterk eftir samning­ ana sem og fyrir,“ segir í skriflegu svari Íslandsbanka. Bréfið að beiðni Íslandsbanka Stærstu kröfuhafar Glitnis höfðu áður fallist á að framselja innlán slitabúsins í krónum hjá Íslands­ banka til stjórnvalda í formi reiðu­ fjár. Að beiðni Íslandsbanka, eins og fyrst var sagt frá í DV í byrjun síð­ asta mánaðar, var hins vegar gerð sú breyting á samkomulaginu að í stað þess að Glitnir tæki út innlán sín í krónum hjá bankanum þá fengi það afhent tíu ára skuldabréf frá Íslands­ banka að fjárhæð 37 milljarðar sem yrði síðan framselt til ríkisins. Ekkert samráð var haft við helstu ráðgjafa stjórnvalda sem unnu að áætlun um afnám fjármagns­ hafta áður en upplýst var um þessa breytingu á fyrrnefndu samkomulagi við helstu kröfuhafa Glitnis um miðj­ an júlímánuð. Þá sendi Íslandsbanki frá sér tilkynningu um að bankinn og Glitnir hefðu undirritað ramma­ samkomulag um þær aðgerðir sem Íslandsbanki myndi grípa til svo slitameðferð Glitnis næði fram að ganga í samræmi við þær tillögur sem kröfuhafar hefðu lagt fram. Í umfjöllun DV um málið þann 5. ágúst síðastliðinn kom fram að Ís­ landsbanki hefði lagt til þetta fyrir­ komulag þar sem bankinn hefði talið að of mikil áhætta væri að öðrum kosti fólgin í því fyrir lausafjárstöðu bankans ef Glitnir tæki út samstund­ is 37 milljarða innlán sín í krónum. Þannig sagði í skriflegu svari við fyrir­ spurn DV að Íslandsbanki hafi verið þeirrar skoðunar að „mikilvægt [væri] að viðhalda sterkri lausafjárstöðu bankans í gegnum afnám gjaldeyris­ hafta og lagði því til að umræddar greiðslur væru í formi skuldabréfs.“ n Hörður Ægisson hordur@dv.is Í kapphlaupi við tímann Ljóst er að slitastjórn Glitnis – ásamt slitastjórnum hinna föllnu bankanna – er nú í kapphlaupi við tímann eigi að takast að ljúka slitum fyrir árslok með nauðasamningi og stöðugleikaframlagi og þannig komast hjá því að þurfa að inna af hendi 39% stöðugleikaskatt á eignir búsins. Ekki verður hægt að boða til nýs kröfuhafa­ fundar, þar sem kosið yrði um samþykkt nauðasamnings, fyrr en endanlegt svar hefur borist frá Seðlabankanum vegna undanþágubeiðnar Glitnis. Fram kemur í kynningu sem var lögð fyrir kröfuhafafund Glitnis þann 8. september síðastliðinn, og DV hefur undir höndum, að áætlað sé að slíkur fundur yrði haldinn átján dögum eftir að boðað yrði til hans. Samþykki kröfu­ hafar nauðasamning, eins og fastlega má gera ráð fyrir, verður beiðni um staðfestingu samningsins send til Hér­ aðsdóms Reykjavíkur nokkrum dögum síðar. Um er að ræða tugi ólíkra skjala sem telja yfir 400 blaðsíður í heild. Íslandsbanki Vildi gefa út tíu ára skuldabréf í krónum sem Glitnir hefði afhent ríkinu sem hluta af stöðug­ leikaframlagi slitabúsins. Fer yfir undan- þágubeiðni Glitnis Seðlabankinn brást fyrst við beiðni Glitnis í síðustu viku, nærri tveimur mánuðum eftir að fyrst var óskað eftir undan­ þágunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.