Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Page 14
Helgarblað 18.–21. september 201514 Fréttir hálf milljón til Evrópu n Tillaga Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg n Þjóðverjar taka við gríðarlegum fjölda en ekki af einskærri góðvild S tríðið í Sýrlandi er fyrir- ferðarmikið í fjölmiðlum en víða geisa átök sem eru al- veg ótengd. Stríðsástand ríkir í Sómalíu, Afganistan og Líbíu auk átaka í Mið-Ameríku, Nígeríu og Pakistan. Að auki flýr fólk unnvörpum frá Eritreu, Myanmar og Bangladess þar sem umfangs- miklar pólitískar ofsóknir tíðkast. Talið er að um nítján milljónir flótta- manna séu á vergangi í heiminum. 20% Sýrlendinga flúið land Eins og áður segir beinist kast- ljós heimsins að hörmungunum í Sýrlandi og er ástæðan einfald- lega sú að þar eiga sér stað misk- unnarlausir glæpir gegn almenn- ingi. Þrjár fylkingar bera mesta ábyrgð. Stjórn Bashar al-Assad hefur gert miskunnarlausar árásir á íbúa landsins, meðal annars með efnavopnum. Hryðjuverkasamtök- in ISIS hafa myrt, pyntað, krossfest og hneppt konur og börn í kynlífs- ánauð. Annar vígahópur Jabhat-al Nusra, sem er hliðhollur al-Qaeda, hefur einnig framið myrkraverk gegn borgurum. Borgarastríðið hefur kostað um 250 þúsund manns lífið, sent helming þjóðar- innar á vergang og gert það að verkum að 20% þjóðarinnar hafa flúið landið. Meginþorrinn í nágrannalöndunum Rúmlega 4 milljónir Sýrlendinga hafa yfirgefið heimaland sitt. Stærsti fjöldinn heldur til í ná- grannalöndunum, meginþorrinn í búðum í Tyrklandi (2 milljónir) og Líbanon (1,1 milljónir). Ráðamenn í Evrópu hafa hyllt þessi nágranna- lönd fyrir að taka við þessum fjölda en aðbúnaðurinn í flóttamanna- búðunum er slæmur og þar eygja menn enga framtíð varðandi at- vinnu eða menntun. Af þessum sökum hafa fjölmargir lagt af stað í hættuför til efnaðri landa í Evrópu, för sem ekki allir lifa af. Hálf milljón flóttamanna til Evrópu á árinu Meira en 500 þúsund flóttamenn hafa flúið til Evrópu, það sem af er þessu ári og sá hópur stækkar dag frá degi. Vandinn er gríðarlegur og ráðamenn í Evrópu hafa af veik- um mætti reynt að finna lausnir. Til að auka flækjustigið enn frekar þá hafa fjölmargir frá Balkanlöndun- um flúið slæmt efnahagsástand og óskað eftir hæli í efnaðri lönd- um álfunnar. Til dæmis var nýlega greint frá því að af 154 umsókn- um um hæli hérlendis á árinu, 1. janúar til 31. ágúst, hafi rúmlega helmingur umsóknanna komið frá íbúum Balkanskagans. Alban- ir voru langfjölmennastir með 51 umsókn. Yfir 90% af þessum um- sóknum er hafnað og umsækj- endur sendir aftur til síns heima. Það er þó ekki gert nema að vel athugðu máli því að þrátt fyrir að umsækjandi komi ekki frá stríðs- hrjáðu landi þá geta aðstæð- ur hans verið þannig að hann þurfi á vernd að halda. Tillögu Evrópusam- bandsins mótmælt Í síðustu viku lagði Evrópusambandið til að 160 þúsund flóttamönnum úr búðum í Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi yrði skipt niður á milli ríkja Evrópusambands- ins. Áætluninni hefur verið mót- mælt harðlega af löndum eins og Ungverjalandi, Slóvakíu, Tékk- landi, Rúmeníu og Póllandi. Rök þessara landa eru að þau hafi enga reynslu af því að taka við slíkum fjölda og að samfélagslegir innviðir þeirra séu til staðar til að takast á við verkefnið. Á móti segir Evrópu- sambandið að ef þessi lönd neiti að taka við flóttamönnum þá muni fjár- hagsaðstoð frá sambandinu skerð- ast. Þjóðverjar geta tekið við hálfri milljón Hvað svo sem verður þá er ljóst að þessi áætlun dugar hvergi nærri til og mun Evrópu- sambandið treysta á að lönd bjóð- ist til þess að taka við töluverð- um umfram fjölda. Til dæmis hefur Sigmar Gabriel, varakansl- ari landsins, sagt að Þjóðverjar geti tekið á móti 500 þúsund flóttamönnum á ári. Ætli mætti að það myndi fara langleiðina að leysa vandann. Hins vegar er ljóst að gert er ráð fyrir holskeflu af flótta- fólki til Evrópu á næstu mánuðum því Þjóðverjar gera ráð fyrir því að yfir 800 þúsund flóttamenn muni streyma til landsins á þessu ári. Ekki bara góðvild Þjóðverjar eru þó ekki aðeins að taka við svona miklum fjölda af ein- skærri samúð og hjartagæsku. Þjóð- verjum hefur fækkað og þjóðin er að eldast og því er það beinlínis eftir sóknarvert fyrir landið að fá inn kröftugan hóp flóttamanna sem er æstur í að vinna og búa sér og sínum bjartari framtíð. Eins og kom fram í Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Austurríki 4.853 Belgía 5.928 Búlgaría 2.172 Króatía 1.811 Tékkland 4.306 Eistland 1.111 Lúxemborg 808 Finnland 3.190 Frakkland 30.783 Þýskaland 40.206 Lettland 1.043 Holland 9.261 Pólland11.946 Rúmenía 6.351 Spánn 19.219 Svíþjóð 5.838 Slóvakía 2.287 Slóvenía 1.126 Portúgal 4.775 Litháen 1.283 Malta 425 Bandaríkin 10.000 Írland 3.500 Bretland 20.000 Danmörk 1.000 „Óttinn um að þeir steli störfum og lækki laun á sér einnig litla stoð Sýrlenskir flóttamenn Með von um bjartari framtíð leggja fjölskyldur upp í mikla hættuför.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.