Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 16
Helgarblað 18.–21. september 201516 Fréttir Erlent Þar sem vonin ein er eftir Hin mörgu andlit stríðsins Þ rátt fyrir stöðugan straum sýrlenskra flóttamanna til Vestur- Evrópu þá eru milljónir þeirra fastir í flóttamannabúðum á landamærum Sýrlands og Tyrk- lands, aðeins nokkur hundruð metra frá vígamönnum ISIS. Karl Garðarsson alþingismaður var sendur á vegum Evrópuráðsins til að kynna sér aðstæður á vettvangi. Þar hitti hann fólk sem hefur tapað öllu – nema voninni. „Börnin vakna sífellt á nóttunni við sprengingar vígamanna ISIS í nálægum þorpum,“ sagði grátklökkur faðir og þerraði tár- in. Hann hafði flúið stríðsátökin í Sýrlandi yfir landamærin, ásamt fjölskyldu sinni, og leitað skjóls í Kilis-flóttamannabúðunum . „Yfir- ráðasvæði ISIS byrjar þar sem búð- irnar enda,“ segir hann og bendir mér á þröngan stíg eftir endilöng- um búðunum. Nokkrum dögum síðar kom til átaka á þessum stað, þar sem ISIS-menn skutu tyrknesk- an landamæravörð til bana. Stríðið er aldrei langt undan. Mest þjást börnin. Mörg þeirra þekkja ekkert annað en hrylling stríðsins. Sum þeirra munu aldrei bera þess bætur. Þau eru þó ekki feimin og hópast í kringum mig og spyrja hvort þau megi ekki vera með á myndum sem ég tek. Svo hlæja þau. Tyrkir hafa tekið á móti tæplega tveimur milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og er látlaus straumur yfir landamærin, þar sem fjölmargar flóttamannabúðir hafa verið settar upp. Oft búa tugir þúsunda í þess- um búðum, sem skiptast í tjaldbúðir og gámabúðir. Þrengslin og fátæktin eru mikil. Fæstir ætla sér að vera þarna lengi, en dagarnir verða að vikum og vikur að mánuðum. Fyrr en varir eru árin farin að líða. Pen- ingalaust og allslaust er þetta fólk sem fangar í búðunum. Iðjuleysið hefur áhrif Í Kilis-flóttamannabúðunum eru 24 þúsund flóttamenn, sem allir búa í 21 fermetra gámum. Að meðal- tali eru sjö manns í hverjum gámi, þannig að hver einstaklingur hefur aðeins þrjá fermetra til umráða. Þeim er séð fyrir lítilli gaseldavél, teppum og í einstaka gámi má finna lítil rúm. Fátt annað fangar augað. Gámarnir eru rúmlega 3.000 tals- ins og er þeim raðað skipulega upp, þannig að þeir mynda götur. Ný- lega voru settir upp ljósastaurar, auk þess sem helstu götur í gáma- borginni voru hellulagðar. Sam- eiginleg snyrtiaðstaða er við enda þeirra. Meira hefur verið gert. Þannig eru nokkrir gámar notaðir fyrir skóla, en sýrlenskir flóttamenn, sem voru kennarar í heimalandi sínu, sjá þar um kennslu. Upphaflega fengu þeir ekkert fyrir, en núna greiðir UNICEF þeim um 20 þúsund krón- ur á mánuði. Þörfin fyrir menntun er mikil en um þriðjungur íbúa, eða um 8.000 manns, er á grunn- og menntaskólaaldri. Kennt er sam- kvæmt sýrlenskum og tyrkneskum námsskrám, auk þess sem sérstök námskeið í tyrknesku eru í boði. Þá er búið að koma upp fábreyti- legri heilsugæslu og tómstunda- iðju, þar sem íbúar geta lært vefnað, hannyrðir, teikningu, tölvunotkun o.fl. Um 1.200 flóttamenn taka þátt í þessum námskeiðum, eða um 5% íbúa. Þrjár matvöruverslanir hafa verið settar upp í Kilis-búðunum. Íbúarnir eru peningalausir og fá þeir inneignarkort sem þeir fram- vísa í verslununum til að kaupa helstu nauð synjar. Hver einstak- lingur fær sem svarar til um 3.500 ís- lenskra króna á mánuði til að kaupa mat og hreinlætisvörur. Iðjuleysið er farið að hafa sín áhrif. Fólk sem hefur unnið allt sitt líf stendur skyndilega án föður- lands, án atvinnu og hefur ekkert að gera. Þrengslin og fátæktin í búðun- um hjálpar ekki til. Þetta hefur leitt til ýmissa félagslegra vandamála og hefur til dæmis orðið vart við auk- ið heimilisofbeldi. Yfirmenn búð- anna bera sig þó vel og hafna því að vandamálið sé stærra en almennt þekkist. Aðeins einn sálfræðingur starfar í Kilis, auk félagsfræðings, og einn sjúkrabíll er til taks, þurfi að flytja fólk á sjúkrahús. Heilsugæsla er til staðar, þar sem nokkrir læknar skipta með sér verkum. Endalaus bið Skammt frá eru aðrar flóttamanna- búðir, Nizip. Þar hafast þúsundir sýrlenskra flóttamanna við í litlum tjöldum. Ungbörn eru um 2.000 talsins. Hitinn á sumrin er óbæri- legur. Tjöldin eru þétt upp við hvert annað, í þeim er fátt annað en teppi og lítilfjörleg eldunarað- staða. Há gaddavírsgirðing lokar búðirnar af. Framtíðin er óljós og dagarnir fara í endalausa bið. Sum- ir fá vinnu fyrir utan búðirnar og geta þannig aflað tekna, aðrir ekki. Stofnað hefur verið knattspyrnu- lið sem stundum fer í nágrannabæi til keppni. Fábreytileikinn er mikill, þó að reynt sé að brjóta hann upp á ýmsan hátt. Tyrknesk stjórnvöld, sem borið hafa hitann og þungann af mót- töku tæplega tveggja milljóna sýr- lenskra flóttamanna sem streyma yfir landamærin, tala aldrei um flóttamenn. Þau tala einungis um „sýrlenska gesti.“ Áætlaður kostn- aður Tyrkja vegna móttöku þeirra er um 5,5 milljarðar Bandaríkjadala. Þrátt fyrir ákall til annarra landa og alþjóðastofnana um fjárfram- lag, hefur lítið skilað sér til þessa. Borgar stjórinn í bænum Gaziantep sagði mér að alþjóðasamfélagið yrði að taka þátt í þeim kostnaði sem fylgdi komu flóttamannanna, þetta væri ekki einkamál Tyrkja. Þeir hefðu í raun ekkert val, annaðhvort tækju þeir á móti flóttamönnunum eða sendu þá til baka í opinn dauð- ann. Fyrri kosturinn hefði verið valinn. Nú væri hins vegar komið að þolmörkum. Lausn er ekki í sjónmáli. Evrópu- ríkin hafa ekki komið sér saman um samræmdar aðgerðir. Flestir eru sammála um að sjá verði til þess að sýrlenskir flóttamenn geti snúið heim aftur. Þar er friður ekki sjón- máli og fátt bendir því til annars en að flóttamannastraumurinn haldi áfram. Ákallið um hjálp verður sífellt háværara. n „Peningalaust og allslaust er þetta fólk sem fangar í búðunum. Von um betra líf Framtíð þessa barns er óljós. Þrátt fyrir allt brosa börnin Börnin vildu vera með í myndatöku. Drengir að leik Þrengslin eru mikil í flóttamanna- búðunum. Karl Garðarsson skrifar frá landamærum Sýrlands og Tyrklands Trúlofunarhringar - okkar hönnun og smíði jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.