Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Side 20
Helgarblað 18.–21. september 201520 Umræða
Tengdafaðir Evrópu
n Flest kóngafólk í Evrópu er afkomendur Kristjáns IX. Danakonungs
N
ú um daginn hafði Elísabet
II. Englandsdrottning setið
á valdastóli í 63 ár og 216
daga og þar með sleg
ið met langalangömmu
sinnar, Viktoríu drottningar, sem sá
þjóðhöfðingi Bretlands sem lengst
hefur haldið um veldissprotann.
Þetta er þó ekki heimsmet, en að
minnsta kosti 47 þjóðhöfðingjar
heims hafa verið lengur við völd á
síðari öldum, en Elísabet II. færist
nú hratt upp þann lista.
„Do drop in“
Englandsdrottning er Íslendingum
að góðu kunn, en hún kom hingað
í opinbera heimsókn árið 1992,
ásamt fríðu föruneyti. Frú Vig
dís Finnboga dóttir, þáverandi for
seti, segir í ævisögu sinni að þær
hafi spjallað um margt, til dæm
is um bækur, en drottningin les
mikið. Vigdís bætir því við eigin
maður hennar, Filippus prins,
hafi sömuleiðis skemmtilega nær
veru. Einhverju sinni voru þau
stödd saman á athöfn í Frakklandi
vegna þess að hálf öld var liðin
frá stríðslokum og biðu í röð eftir
sætismiðum. Er Filippus hafði tek
ið við sínum miða sneri hann sér að
Vigdísi og sagði: „Is this the return
ticket?“ Hann hafði líka eitt sinn
sagt við Vigdísi: „Do drop in when
you are in London.“
Filippus var fyrsti fulltrúi bresku
konungsfjölskyldunnar til að heim
sækja Ísland, en það var hinn 30.
júní 1964 sem hann kom hingað
fyrst í einkaheimsókn á snekkjunni
Britanniu. Hann gekk út á svalir
Alþingishússins og heilsaði þús
undum manna sem safnast höfðu
saman á Austurvelli. Herra Ásgeir
Ásgeirsson forseti bauð prinsinn
velkominn, en því næst flutti Fil
ippus stutt ávarp á íslensku, sem
vakti að vonum mikinn fögnuð við
staddra.
Rjómapönnukökur
Filippus kom aftur hingað til lands
þremur árum síðar á leið sinni til
Toronto á alþjóðlega landbúnaðar
ráðstefnu. Þá vildi svo til að prinsinn
stjórnaði sjálfur vélinni sem hann
kom í, en það var flugvél frá breska
flughernum, eða eins og hann orð
aði það sjálfur: „Ég vil heldur fljúga
svona lítilli vél og fljúga henni sjálfur
en í einhverri bannsettri þotu, sem
kemur manni á áfangastað eins og
örskot.“ Hann hafði stutta viðdvöl í
þetta skiptið en leit þó í kaffi til Ás
geirs forseta á Bessastöðum.
Filippus hefur oftsinnis síðar
haft viðkomu hér á landi. Árið 1994
var frá því greint á forsíðu DV að
veitingamenn í Keflavík hefðu alltaf
pönnukökur með rabarbarasultu og
rjóma á boðstólum þegar ætti leið
hingað og fengi hann jafnan auka
skammt með sér í nesti. Prinsinn
hefur ekki komið hingað í allnokkur
ár, en hann fagnaði 94 ára afmæli
sínu nú í sumar.
Ættfaðirinn
Filippus er langafabarn Kristjáns
XI. Danakonungs, en Alexandra
Bretadrottning, dóttir Kristjáns IX.,
er langamma Elísabetar II. drottn
ingar og konungshjónin því skyld í
þriðja og fjórða ættlið. Kristján IX.
var fyrsti konungur Danmerkur af
Glücksborgarætt en Glücksburg
(Lukkuborg) er nú nyrst í Þýska
landi, nokkru sunnan við dönsku
landamærin. Kristján IX. kom hing
að til lands á Þjóðhátíðina 1874 og
varð þar með fyrsti þjóðhöfðingi Ís
lands til að sækja landið heim. Fyrir
framan Stjórnarráðið í Reykjavík
er minnismerki hans, sem hvert
mannsbarn þekkir, en ekki hefur
verið reist stytta af nokkrum öðrum
dönskum konungi hér á landi.
Kristján IX. Danakonungur, ætt
faðir Glücksborgara, er oft nefndur
„tengdafaðir Evrópu“ en þjóðhöfð
ingjar Danmerkur, Noregs, Bret
lands, Belgíu, Lúxemborgar og
Spánar eru allir afkomendur hans.
Sama gildir um keisarafjölskyldur
Rússlands og Þýskalands og kon
ungsfjölskyldur Grikklands, Rúm
eníu, Júgóslavíu og Hannover, en
konungdæmi hefur verið aflagt í öll
um þeim löndum og þau tvö síðast
nefndu ekki til lengur.
Einn þessara afkomenda var á
ferð hér í vor vegna Smáþjóðaleik
anna, en það var Vilhjálmur, ríkisarfi
Lúxemborgar. Hann er barnabarn
Jósefínu Karlottu stórhertogaynju,
en amma hennar var Ingibjörg
Danaprinsessa, dóttir Friðriks VIII.
og systir Kristjáns X., sem er eini
konungurinn sem borið hefur titil
inn „konungur Íslands“.
Vítt og breitt um Evrópu
Kristján IX. átti sex börn. Elstur var
Friðrik VIII. Danakonungur, þá kom
Alexandra Englandsdrottning, kona
Játvarðar VII., Georg I. Grikkjakon
ungur var þriðji í röðinni, síðan Dag
mar, keisaraynja af Rússlandi, kona
Alexanders III. keisara, fimmta var
Thyra sem átti Ernest Ágúst, krón
prins af Hannover, og yngstur var
Valdimar prins. Valdimar var hvort
tveggja boðin krúnan í Búlgaríu og
Noregi, en hafnaði þeim báðum.
Hann var kvæntur Maríu, franskri
prinsessu, sem var náskyld gömlu
frönsku konungsfjölskyldunni.
Valdimar kom hingað til lands með
föður sínum á Þjóð hátíðina 1874.
Við stofnun konungsríkisins Ís
lands 1918 varð Valdimar „ prins
af Íslandi“ líkt og aðrir prinsar og
prinsessur Danaveldis. Hann lést
árið 1939.
Næstelsti sonur Friðriks VIII.,
Karl Danaprins, var tekinn til kon
ungs í Noregi 1905 sem Hákon VII.
Hann er afi Haraldar V. núverandi
konungs Noregs. Hákon VII. var
kvæntur Maud, prinsessu af Wales,
dóttur Alexöndru Bretadrottningar.
Hákon og Maud voru því systkina
börn, en ekki var óalgengt meðal
kóngafólks að svo nánir ættingjar
giftust.
Harmsaga Glücksborgara
Filippus prins, hertogi af Edinborg,
er sonur Andrésar prins af Grikk
landi og Danmörku. Andrés var
sjöunda barn Georgs I. Grikkja
konungs, en Georg var tekinn til
konungs í Grikklandi árið 1863 og
ríkti þar í hálfa öld. Fyrsti konung
ur Grikklands var frá Bæjaralandi,
Ottó af Wittelsbach, en honum
tókst ekki að eignast afkomanda og
því var ný ætt tekin til valda. Saga
Glücksborgaranna í Grikklandi er
um margt harmþrungin, en Georg
I. var myrtur árið 1913. Aðeins sjö
árum síðar lést sonarsonur hans,
Alexander I. konungur, úr sýkingu
eftir að hafa verið bitinn af apa.
Harmsaga afkomenda Kristjáns
IX. er víðar. Bolsévikar myrtu
dótturson hans, Nikulás II. Rússa
keisara árið 1917, konu hans og
fimm börn, en Dagmar keisara
móðir hélt í útlegð til Danmerkur
og bjó á Hvidøre, skammt fyrir utan
Kaupmannahöfn, þar sem hún lést
árið 1928. Fjögur af sex börnum
hennar voru þá látin.
Að undirlagi Margrétar Þór
hildar Danadrottningar og Vladi
mírs Pútíns Rússlandsforseta voru
jarðneskar leifar Dagmarar fluttar
til St. Pétursborgar þar sem fram fór
keisaraleg útför árið 2006. Hún hvíl
ir nú við hlið eiginmanns síns, Alex
anders III. Rússakeisara.
Gríska fjölskyldan
Víkur þá aftur sögunni að Filippusi
prinsi. Hann átti fjórar systur sem
allar giftust þýskum aðalsmönn
um, þar af þremur sem störfuðu
með stjórnvöldum í Þriðja ríkinu.
Filippus barðist aftur á móti með
breska sjóhernum í síðari heims
styrjöldinni. Faðir þeirra, Andrés
Björn Jón Bragason
bjornjon@dv.is
Fréttir úr fortíð „Kristján IX. Dana
konungur, ætt
faðir Glücksborgara, er
oft nefndur „tengdafað
ir Evrópu“ en þjóðhöfð
ingjar Danmerkur, Noregs,
Bretlands, Belgíu, Lúxem
borgar og Spánar eru
allir afkomendur hans.
Sama gildir um keisara
fjölskyldur Rússlands og
Þýskalands og konungs
fjölskyldur Grikklands,
Rúmeníu, Júgóslavíu og
Hannover.
Friðrik, krónprins
Íslands Hann klappar ketti
hér á landi árið 1938. Hann
var langafabarn Kristjáns IX.
Kristján IX. ættfaðir
Glücksborgara Hann er
gjarnan nefndur „tengda-
faðir Evrópu“. Hann var
fyrsti þjóðhöfðingi Íslands
til að sækja landið heim.
Er skipulagið í lagi...?
Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki
Brettarekkar
Gey
mslu
- og
dekk
jahi
llur
Mikil burðargeta
Einfalt í uppsetningu
KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609