Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Síða 22
Helgarblað 18.–21. september 201522 Umræða É g hef stundum heyrt á undan­ förnum misserum stuðnings­ menn eða talsmenn hefð­ bundinna borgara­ og hægriflokka – þannig er til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn hér – tala um að þeir þurfi að „skerpa á“ þjóðernissinnaðri stefnu, svara kröfum sístækkandi hóps kjósenda um að snúa af braut fjölmenningar og styðja kröfur um hertari reglur um innflutning fólks af framandi þjóðerni og trúarbrögðum. Og skýr­ ingin sem þeir gefa sem þannig tala er sú að það sé ekki hægt að eftirláta öfgaflokkum og allskyns vitleysing­ um sem mjög hafa vaðið uppi í ná­ grannalöndum, atkvæði allra þeirra sem hafa áhyggjur af blóðblöndun við útlenda kynstofna. Þannig sjáum við að uppgangur flokka á borð við Svíþjóðar­ demókratana, Sanna Finna og Danska þjóðarflokkinn hefur orðið til þess að hefðbundnari og hóf­ samari flokkar hafa sveigt sína stefnu og áherslur að einhverju leyti í þá átt að bregðast við þessum sjónarmiðum; þannig mátti jafnvel heyra leiðtoga danskra jafnaðar­ manna, Helle Thorning­Schmidt láta orð falla fyrir síðustu kosningar sem augljóslega var ætlað að höfða til þeirra sem óttuðust vandamál sem stafa af minnihlutahópum þar í landi. Áhrif öfgamanna og einsmálsflokka Hér ætla ég reyndar ekki að tala um hægriöfgamenn eða fjölmenningu eða útlendingavandamál, heldur aðeins benda á þá staðreynd að öfgaflokkar, lengst til hægri eða lengst til vinstri, geta haft mikil áhrif án þess að komast til valda. Með einni saman tilveru sinni, há­ værum boðskap og (tímabundinni) velgengni geta þeir sveigt áherslur að sínum sjónarmiðum, fært miðju stjórnmála í átt til sín. Og það bæði til góðs og ills. Því að þetta á auð­ vitað við um fleiri hreyfingar en bara einhverja öfgaflokka; hér er einnig um að ræða svonefnda „eins­ málsflokka“ sem beina kastljósi að stefnumálum sem hefðbundnar stjórnmálahreyfingar hafa horft fram hjá. Kvennalistinn íslenski var reyndar ekki einsmálsflokkur, en áhersla hans á kvenréttindi og auk­ inn hlut kvenna í stjórnmálum hafði án nokkurs vafa mikil áhrif til þess að stórauka fjölda alþingiskvenna, ekki bara með þeim frábæru kon­ um sem þær sjálfar fengu kjörnar á þing, heldur líka úr hinum flokk­ unum, og þessum góða árangri, þessari gjörbreytingu sem varð í þeim efnum á skömmum tíma, náði Kvennalistinn fram án þess nokkurn tíma að komast til valda í ríkisstjórn. Miðjan fór langt til hægri Það sem mér er nú í huga er að ég held að miðja stjórnmálanna hér á Vesturlöndum hafi færst mik­ ið til hægri á undanförnum árum. Og það ekki til góðs. Að á síðasta aldarfjórðungi eða svo hafi eitt­ hvað sem áður hefði verið kallað hreinræktuð hægristefna orðið að einhvers konar meginstraumi. Það hefur oft verið sagt að krataflokkar hafi færst til hægri, og er þá gjarnan talað um „Blair­isma“ eftir breska krataforingjanum og forsætisráð­ herranum Tony Blair, sem vissu­ lega náði völdum af Íhaldsflokkn­ um þar í landi með því að færa sig, a.m.k. ímyndarlega, miklu nær hon­ um og hans áherslum (Blair var reyndar merkilegri og einlægari sósíal demókrati en oft er talað um hann og hans „Thatcher­isma­light“ í seinni tíð, en það er annað mál.) Þetta er vissulega partur skýringar­ innar á því hversu pólitíski pendúll­ inn hefur sveiflast mikið til hægri, en ég held að fleira og mun afdrifa­ ríkara komi til. Hvar eru róttækir sósíalistar? Ég hef á tilfinningunni að það sem hafi vantað séu „vinstri­öfgarnar“ – að ógæfa stjórnmálanna sé ekki síst sú að kommúnistarnir og byltingar­ sinnarnir hurfu. Það er ekki þar með sagt að það sé eftirspurn eftir eða þörf á þeim gamaldags komm­ únisma af Moskvulínunni sem hin­ ir að mestu horfnu gömlu flokkar boðuðu. En hinu er ekki hægt að líta fram hjá að styrkur þeirra og miklar vinsældir – ekki síst á Íslandi eins og Hannes Hólmsteinn hefur bent á – færðu meginstraum hinnar pólitísku umræðu töluvert til vinstri. Áhersla gömlu kommúnistaflokkanna á jöfnuð, sameign, réttindi fátæks launafólks, og barátta þeirra gegn óhófi auðs­ og eignastétta greiddi leiðina fyrir ýmsar réttar­ og kjara­ bætur í þjóðfélögum Vesturlanda; „ hófsamari“ stjórnmálaöfl sáu að það yrði að reyna að draga úr mis­ munun og þjóðfélagslegri eymd svo að vegur og fylgi kommúnista myndi ekki aukast enn meir. Merkilegt nokk þá náðu þeir aldrei neinni fótfestu í Bandaríkjunum, og það sést greini­ lega á þeirra þjóðfélagskerfi, þar sem stór hluti þegnanna fæðist með þann dóm að þurfa að lifa við skort og eymd það sem eftir er ævinnar. Öfl­ ug áhrif kommúnista, sem hin hálf­ fasíska McCarthy­hreyfing kannski kæfði, hefði orðið fátæku og undir­ málsfólki þar til mikilla hagsbóta. Frjálshyggjan Þótt Moskvukommúnisminn hafi verið fyrir löngu búinn að missa til­ höfðun á Vesturlöndum þegar hann loksins hrundi í heimalandinu, og það vegna þess að hann bar í sjálfum sér feigðina, þá var fall Sovétríkjanna og Austur­Evrópu samt mikið áfall fyrir róttæka vinstrimennsku á sín­ um tíma: þá skyndilega stóðu hægri­ menn áróðurslega með pálmann í höndunum og gátu sagt: „okk­ ar stefna reyndist rétt, kapítalism­ inn hefur sigrað“. Skyndilega urðu hugtök eins og sósíal ismi á einhver hátt hallærisleg, vinstrimenn voru á flótta frá því sem hreyfingar sem á einhvern hátt sóttu upphaf sitt til marxisma höfðu boðað alla tíð. Og hægrimenn létu kné fylgja kviði: það er engin tilviljun að frjálshyggja eins og sú sem Thatcher­stjórnin breska ástundaði fékk óáreitt að umbreyta samfélaginu. Hér á landi varð svipuð stefna einnig ofan á með ofurtrú á að markaðsöflin myndu leysa öll mál ef þau fengju að starfa algerlega í friði, verða einrátt hreyfiafl samfélagsins, og einkavæðing og eftirlitsleysi var í framhaldinu á sinn hátt rótin að því sem við höfum kallað „Hrunið“ og varð á haustdögum 2008. Og engin tilviljun að þeir sem á sínum tíma boðuðu þá stefnu eru nú farnir að tala um „svokallað hrun“ sem, þegar þeir eru spurðir um það nánar, var víst í rauninni aldrei neitt neitt, nema kannski efnahagsflensa sem barst okkur utan úr heimi. Corbyn og Sanders Skortur á róttækum þjóðfélagsöflum er fyrir löngu orðinn að vandamáli, og eftirspurnin eftir því að menn andæfi alræði auðvalds og markaðs­ afla birtist til dæmis mjög áber­ andi í þeim mikla hljómgrunni sem sósíal istar af gamla skólanum hafa skyndilega og óvænt fengið bæði vestanhafs og austan, menn eins og Jeremy Corbyn og Bennie Sand­ ers. Mjög víða olli þetta skyndilega alræði hægriaflanna samfélögum miklum skaða, sem bitnaði á alls konar velferðarþjónustu og jöfnuði, auk þess sem einkavæðing til dæmis samgöngumannvirkja og sam­ göngukerfa varð til þess að þau urðu Það vantar róttæka og flippaða stjórnmálamenn„Ég hef á til­ finningunni að það sem hafi vantað séu „vinstri­öfgarnar“ – að ógæfa stjórnmálanna sé ekki síst sú að komm­ únistarnir og byltingar­ sinnarnir hurfu. Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Jóhanna Sigurðardóttir „Við þurfum að muna að það var róttæka og sérvitra og dálítið skrýtna lessan Jóhanna Sig sem síðast vann fyrir vinstrimenn sigur í alþingiskosningum.“ Jeremy Corbin Sósíalistar af gamla skólanum fá skyndilega og óvænt hljómgrunn. Hlaupaskór ársins hjá Runners World Saucony Triumph 12 Verð kr. 24.990,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.