Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Page 36
Helgarblað 18.–21. september 201528 Fólk Viðtal
eftir og alveg raddlaus. Ég varð því
að fara heim og sofa svo ég gæti
mætt á næsta gigg daginn eftir.
Sem betur fer, annars hefði maður
kannski bara lent í einhverju rugli.“
Missti bróður sinn
Þótt Birgitta hafi birst okkur sem
þessi glaðlynda, fallega og syngj
andi stelpa frá Húsavík hefur líf
hennar ekki alltaf verið dans á rós
um. Eitt stærsta áfallið dundi yfir
árið sem hún fermdist þegar bróðir
hennar stytti sér aldur. „Það var
mjög erfitt. Ég var á viðkvæmum
aldri og vissi ekkert hvernig ég átti
að vera en ákvað að mitt hlutverk
væri að passa alla hina. Ég kyngdi
því svolítið minni sorg og reyndi að
vera ekkert að gráta. Auðvitað er
enginn aldur góður í svona lagað
en ég var gelgja og fór í þann gír að
ætla ekki að brotna. Sorgarferlið
varð því erfiðara og lengra fyrir
vikið og lauk ekki fyrr en ég var
komin yfir tvítugt. Svona reynsla
breytir manni. Maður áttar sig á að
það er ekki sjálfsagt að við erum öll
hér á lífi og heil heilsu. Þessi bróðir
minn var þremur og hálfu ári eldri
en ég og við vorum miklir vinir og
þótt við rifumst líka eins og hundur
og köttur vorum við fljót að knús
ast á eftir. Þetta er svo mikill missir
og svo mikil synd. Ég hugsa oft til
þess hvernig væri að fara til hans
og hans fjölskyldu í kaffi,“ segir hún
og játar að hafa sagt syninum frá
bróður hennar. „Hann er svo lítill
ennþá en hann veit að mamma átti
bróður sem var lasinn og er dáinn.
Ég held að það sé mikilvægt að fela
ekki dauðann fyrir börnunum okk
ar. Þau skilja hann kannski ekki en
þurfa að vita að svona er bara lífið.“
Móðurhlutverkið umfram allt
Hún segir soninn spenntan að
verða stóri bróðir. „Það voru smá
vonbrigði þegar hann fékk að vita
að þetta væri stelpa en ekki strákur
til að fara með beint út í garð í fót
bolta en það jafnaði sig fljótt. Hann
er svo hlýr persónuleiki og spyr
reglulega hvort hann eigi að hjálpa
mér að standa upp eða strjúka
bumbuna. Hann er strax farinn að
vernda mig og litlu systur. Hann er
orðinn mikill stóri bróðir og tekur
það hlutverk mjög alvarlega,“ segir
hún og brosir og bætir svo við:
„Að mínu mati er dásamlegast af
öllu í heiminum að vera mamma;
að vera með svona lítinn einstak
ling og hafa þau forréttindi að fá að
ala hann upp, kenna á heiminn og
fylgjast með. Eflaust hljóma ég eins
og væmnasta kona í heimi en mér
líður svona. Ég myndi velja móður
hlutverkið fram yfir allt annað,“
segir hún og þvertekur ekki fyrir að
eignast fleiri börn. „Það eina sem
ég vil núna er að fá barnið mitt heil
brigt í hendurnar. Þar er ég núna.
En ef guð gefur mér fleiri þá tek ég
fagnandi á móti þeim.“
Hlustar á hjartað
Birgitta fór í tónlistarbransann
f yrir tilviljun og segist lítið fyrir að
skipuleggja lífið skref fyrir skref.
„En ef ég fæ hugmynd elti ég hana
og framkvæmi. Mig langaði að gefa
út bækur og gerði það og mig lang
aði að gefa út plötu sem ég vissi að
yrði bara fyrir mig og alls ekki sölu
væn og gaf hana út því listamað
urinn í mér þráði að gera hana. Ég
hef alltaf hlustað á hjartað og kýlt á
hlutina, jafnvel þó svo að ég hafi vit
að að því fylgdi áhætta. Fólk verður
að gera það sem ástríðan segir því,
sama hvort það er leiklist, tónlist,
skriftir eða annað. Maður verður
að fylgja sínu enda verður maður
aldrei hamingjusamur eða sáttur
ef það er eitthvað annað sem kitl
ar. Nú hef ég náð þessu markmiði
að koma út þessum bókum og mitt
næsta verkefni er að eign
ast barn. Núna er ég í þessu
og annað veit ég ekki,“ segir
hún innt eftir því hvort von
sé á fleiri bókum. „Þótt það
sé mikilvægt að hafa mark
mið held ég að það sé ekki
gott að vera alltaf að horfa
lengra og lengra heldur
njóta þess sem við erum að
gera núna. Ég vil ekki hugsa
lengra en það sem ég ná
kvæmlega er að gera núna.
Ég leyfi mér það ekki einu
sinni. Nú ætla ég bara að
njóta þess og einbeita mér
að því að gera þetta vel.
Þegar þessi tvö verkefni
eru farin aðeins fjær þá fer
hugurinn eflaust aftur af
stað.“ n
Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • 840 0470 • www.parketverksmidjan.is
ENGIR MILLILIÐIR
LÆGRA VERÐ
BEINT FRÁ VERKSMIÐJU
okkar eigin framleiðsla
hágæða
PLANKAPARKET
Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • 840 0470 • www.parketverksmidjan.is
ENGIR MILLILIÐIR
LÆGRA VERÐ
BEINT FRÁ VERKSMIÐJU
okkar eigin framleiðsla
hágæða
PLANKAPARKET
Síðumúla 31 • 08 Reykjavík • S. 5 20 • 84 0470 • www.parketverksm djan.is
ENGIR MILLILIÐIR
LÆGRA VERÐ
BEINT FRÁ VERKSMIÐJU
okkar eigin framleiðsla
hágæða
PLANKAPARKETSíberíulerki
Veggklæðningar og pallaefni
- Aldrei að bera á - Náttúruleg fúavörn
„Hann er svo
lítill ennþá en
hann veit að mamma
átti bróður sem var
lasinn og er dáinn
Barnabókahöfundur Birgittu fannst
vanta fallega myndskreyttar barnabækur
og tók málin í sínar hendur.
Á von á öðru kraftaverki
Birgitta vonar að saga sín
hjálpi öðrum konum í baráttu
þeirra við barnleysi.