Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 40
32 Lífsstíll Helgarblað 18.–21. september 2015
T
helma Björk Steimann er
tveggja barna móðir búsett
í Kaupmannahöfn. Hún er
listræn og hæfileikarík og
leggur stund á að skapa fal-
legar flíkur og muni. Nýlega fóru
flíkur hennar til sölu í versluninni
Bianco og sennilega munum við sjá
meira af hönnun Thelmu á næst-
unni, enda einstaklega vandaðar
og klæðilegar vörur. Thelma er ekki
bara hefðbundinn fatahönnuður
heldur er hún einn helsti prjónari Ís-
lands, eins og hún kallar það sjálf, og
nýtir sér helstu tískustrauma í prjóni.
Með reynslu úr tískubransanum
„Ég útskrifaðist frá textíl- og fata-
hönnunarsviði Fjölbrautaskólans í
Breiðholti árið 2010, og með námi
vann ég lengi hjá NTC. Eftir útskrift
fór ég í fullt starf hjá sérvörusviði
Haga, fyrst hjá All Saints og seinna
meir hjá Day Birger et Mikkelsen og
Karen Millen. Með vinnunni prjóna-
ði ég mikið af íslenskum lopapeysum
og seldi vinum og kunningjum. Árið
2012 tók ég síðan dimplóma í förðun
hjá Fashion Academy. Ég flutti árið
2014 til Kaupmannahafnar til að hefja
nám í Københavns Erhvervsakademi
á sviði sem nefnist Design, technology
and business, en námið er sérstaklega
sniðið til að samtvinna fatahönnun og
markaðsfræði.“
Með sína sérstöðu
„Það var ekki fyrr en ég flutti til Dan-
merkur að ég uppgötvaði að litla
prjónahobbíið mitt er sjaldgæfur
hæfileiki innan fatageirans, svo þegar
ég fór að leita mér að starfsnámi ákvað
ég að nýta mér prjónið til framdráttar.
Í maí síðastliðnum var mér boðið að
taka þátt í tískusýningu sem skólinn
minn hélt í samstarfi við Distortion hér
í Kaupmannahöfn. Á innan við tveim-
ur vikum tókst mér að setja saman átta
innkomur með fylgihlutum, sem ég
tók upp úr safni fyrir haust/vetur 2016
sem ég hafði verið að vinna að fyrir
skólann í möppunni minni.“
Eftir þetta fóru hjólin að snúast hjá
Thelmu. „Ég fór að sauma fleiri ein-
tök af fötunum sem ég hafði gert fyrir
sýninguna. Ég hannaði út frá þeim
nýja línu sem skírskotaði meira til
þeirrar stefnu sem ég vil standa fyrir í
fatageiranum en það er margnota og
sjálfbærni. Núna er hægt að nálgast
fötin mín á Íslandi, en þau eru seld í
Bianco í Kringlunni.“
Prjónar prufur
Prjónari – Hvað er það? Eru margir
íslenskir fatahönnuðir með þessa sér
hæfingu?
„Flest íslensk börn læra prjón í
grunnskóla. Einnig eru þetta grunn-
fög sem þú þarft að taka til að útskrif-
ast af textílsviði í menntaskólum. En
það eru ekki allir sem kannski eru að
þessu af jafn mikilli ástríðu og ég. Er-
lendis er þetta ótrúlega sjaldgæf iðn,
öll handavinna og jafnvel sauma-
skapurinn sjálfur er ekki krafa sem
fatahönnuðir þurfa að standa undir
í dag.
Fyrirtæki sem hanna sínar eigin
vörur og senda út frumeintök til fram-
leiðslu, þurfa að hafa manneskju inn-
an fyrirtækisins sem getur sett upp
mynstur og hefur almennt góða þekk-
ingu á prjónaskap, sérstaklega fyrir
vetrarlínurnar. Þegar ég hef unnið
með prjónaskap, þá leita ég yfirleitt
að garni sem mig langar til að nota,
eða fyrirtækið er með ákveðin efni í
huga í samstarfi við verksmiðjurnar
sem það vinnur með. Í staðinn fyr-
ir að teikna upp hugmyndir í skissu-
bækur þá prjóna ég frekar prufur, al-
veg þangað til ég hef ákveðið hvað
mig langar til að nota. Svo hanna ég
mismikið magn af flíkum í svipuð-
um anda með mismunandi sniðum,
kannski ein lokuð peysa og önnur síð,
fer eftir því hverju er verið að leita að.
Eftir það set ég upp uppskriftir sem
annaðhvort vél eða handavinnukona
getur prjónað eftir. Ég prjóna yfir-
leitt á hringprjónum þegar ég prjóna
flíkur, flíkurnar mínar eru þá yfir-
leitt svokallaðar „full fashion“-flíkur
sem þýðir að ekkert efni fer til spillis
og þær koma tilbúnar af prjónunum
þegar ég hef lokið við þær.“
Þægindi í fyrirrúmi
Hvað ræður hönnun þinni og efnis
vali?
„Hluti fatanna sem seld eru í
Bianco er unninn úr bómullarefni –
bómull er mjög umdeilt efni en fram-
leiðslan á henni getur verið mjög
umhverfisspillandi. Ég valdi því að
nýta allt hráefni í hönnuninni og láta
ekkert fara til spillis og fann leiðir svo
flíkurnar gætu verið notaðar á fleiri
en einn hátt. Ég sat einu sinni fyr-
irlestur hjá fulltrúa í sjálfbærni hjá
H&M, en samkvæmt þeirra tölum eru
flíkur í fataskápum aðeins notaðar að
meðaltali fimm sinnum. Þess vegna
hannaði ég flíkurnar með tveimur
mögulegum útkomum, og með töl-
fræðina frá H&M að leiðarljósi vona
ég að flíkurnar verði nýttar betur
enda hægt að nota á mismunandi
hátt. Einnig hef ég verið með modal
og pólýester; þau efni eru spunnin
upp úr trjákvoðu í verksmiðjum og
eru ekki eins umhverfisspillandi og
bómullin þar sem það fer ekki eins
mikið magn af vatni í framleiðslu. Ég
er enn að taka lítil hænuskref hvað
varðar efnin. Það getur verið erfitt og
dýrt að nálgast efni sem hafa lítil sem
engin skaðleg áhrif á umhverfið. Þær
litlu úrklippur sem eftir verða nýti ég
í föt á stelpurnar mínar, en margar
hugmyndir að minni hönnun hafa
kviknað einmitt þegar ég er að því.
Smærri afganga nýti ég til að vefa úr.
Ég er mjög ánægð með það
sem komið er, en ég er stoltust af
handprjónuðu peysunum mín-
um, sem prjónaðar eru úr 100%
endurunninni bómull, sem lituð er
með umhverfisvænum litum.“
Hver eru sérkenni hönnunar þinnar?
„Ég er afar mikið fyrir hráar lín-
ur, og svolítið rokkaralegt „lúkk“ ef
svo má að orði komast. Ég blanda
því saman með innblæstri sem ég
er haldin hverju sinni. Ég byrja allt
ferli á rannsóknum og svo er alltaf
spurning hversu langt ég fjarlægist
þær upplýsingar í hönnuninni. Ég er
með þægindin í fyrirrúmi, þar sem
mér sjálfri finnst leiðinlegt að klæða
mig þannig upp að það sé eitthvað
við flíkina sem angri mig, og þar sem
ég bý í Kaupmannahöfn þarf ég alltaf
að vera tilbúin að hoppa upp á hjólið
mitt til að komast á milli staða.“
Hvar er hægt að nálgast vörurnar
þínar?
„Á Íslandi eru vörurnar mínar
seldar í Bianco Kringlunni en hérna
í Danmörku hef ég boðið kúnnum
að koma á vinnustofuna mína og
sjá hvað er til hverju sinni. Það er
alltaf best að hafa samband við mig
í gegnum Facebook-síðuna mína,
www.facebook.com/thelmaby-
steimann, þar er einnig hægt að sjá
hvað er til hverju sinni, hvort sem
það er á Íslandi eða í Danmörku.
Svo er ég einnig með plaköt sem
ég lét prenta eftir myndum sem ég
teiknaði.“ n
Tískuævintýri íslenska
prjónarans í Kaupmannahöfn
n Thelma Björk Steimann skapar fallegar flíkur og muni
Hönn-
unar-
Horn
Kolfinna Von Arnardóttir
kolfinna@artikolo.is
Fallegt prjón Prjónið
hennar Thelmu er einstak-
lega fallegt. Hér er Thelma
í uppáhaldsflíkinni sinni
sem fæst nú í Bianco.
Stórgert prjón Ein af peysum Thelmu.
Grafískar teikningar Teikningarnar
voru notaðar sem innblástur að fatalínu
Thelmu, en eru nú einnig til sölu, enda
falleg vegglist.
Fallegar lykkjur Thelma prjónar mikið af
prufum áður en hún hannar flíkurnar.
Umhverfisvæn hönnun Öll efni sem
Thelma vinnur með eru umhverfisvæn og lífræn.
af
20%
AFSLÁTTUR
Gæði og góð þjónusta í 80 ár!