Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Síða 6
6 Fréttir Helgarblað 9.–12. október 2015 Sigurður formlega gjaldþrota Skiptastjóri auglýsir eftir kröfum í þrotabúið S kiptastjóri hefur verið skipaður yfir þrotabúi Sigurðar Einars­ sonar, fyrrverandi stjórnarfor­ manns Kaupþings, sem lýsti sig gjaldþrota á dögunum. DV greindi fyrst fjölmiðla frá gjaldþroti Sigurðar í síðasta mánuði og staðfesti hann í samtali við DV að hann hefði óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Á vef Lögbirtingablaðsins kemur síðan staðfesting á því að Héraðsdóm­ ur Reykjavíkur hafi úrskurðað Sigurð gjaldþrota þann 23. september síð­ astliðinn og var Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður hjá LEX Lög­ mannsstofu, skipaður skiptastjóri í búi Sigurðar. Helgi er einn reyndasti og virtasti lögmaður landsins en ljóst er að hans kann að bíða ærið verkefni að ljúka skiptum á þrotabúi Sigurðar. Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu er skorað á alla þá sem telja sig eiga kröfu í þrotabú stjórnarformannsins fyrrverandi að lýsa henni innan tveggja mánaða frá birtingu innköll­ unarinnar. Skiptafundur til að fjalla um skrá um lýstar kröfur á eignum og réttind­ um búsins verður haldinn 6. janúar á næsta ári. Líkt og fram kom í umfjöll­ un DV um gjaldþrot Sigurðar í síð­ asta mánuði þá sagði hann í samtali við blaðið að það ætti ekki að þurfa að koma neinum á óvart, miðað við það sem á undan var gengið, að hann lýsti sig gjaldþrota nú. n Brim í brotsjó n Tapaði 2.500 milljónum í fyrra n Dýrkeyptur gengisdómur og erfitt ár Þ etta er sjávarútvegurinn, hann er upp og niður. Það eru ekki alltaf jól í þessu,“ segir Guðmundur Kristjáns son, forstjóri og eigandi útgerðarfélagsins Brims hf., sem tapaði rúmum 2,5 milljörðum króna í fyrra samkvæmt ársreikn­ ingi fyrirtækisins. Munar þar lang­ mestu um gengisdóm sem Brim tapaði fyrir Héraðsdómi Reykja­ víkur í fyrra, og Hæstiréttur stað­ festi svo í apríl síðastliðnum. Sam­ kvæmt ársreikningi Brims eru áhrif þess gengisdóms metin á rúma 2,7 milljarða króna. Sættir sig við niðurstöðuna Í málinu komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að lánasamningur Brims við Haf Funding ltd. frá 22. júní 2007 að fjárhæð að jafnvirði tveggja millj­ arða króna væri samningur um lög­ mætt lán í erlendum gjaldmiðlum. Lánið hafði verið í eigu Haf Funding frá því Glitnir stofnaði félagið í lok júlí 2008 í þeim tilgangi að endur­ fjármagna bankann. Í samtali við DV í lok janúar síðastliðinn, eftir að Brim hafði áfrýjað dómi héraðsdóms, lýsti Guðmundur óánægju sinni með niðurstöðuna í héraði enda hefði hann litið svo á að lánið hefði verið greitt út í gengistryggðum krónum og því ólögmætt. Hæstiréttur var því hins vegar ekki sammála. „Maður verður bara að sætta sig við niðurstöðu dómarans. Það er bara þannig,“ segir Guðmundur að­ spurður um dóminn sem hafði svo afgerandi áhrif á afkomu fyrirtækis­ ins í fyrra. „Árið í fyrra var að vissu leyti mjög erfitt hjá okkur, það var mik­ il ótíð fyrri hluta ársins. Svo lenda frystitogarar mjög illa í veiðigjöld­ um þannig að það eru nokkrir þættir sem gerðu að verkum að árið í fyrra var svona.“ Skuldir ekki áhyggjuefni Samkvæmt ársreikningi Brims, sem er níunda stærsta útgerð landsins, námu rekstrartekjur samstæðunn­ ar 8,6 milljörðum króna á árinu en tapið sem fyrr segir 2,5 milljörðum. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 32 milljörðum í árslok 2014 á móti skuldum upp á 23,5 milljarða króna. Eigið fé í árslok nam 8,5 milljörðum króna og eigin­ fjárhlutfall 26,5 prósentum. Enginn arður var greiddur til hluthafa vegna ársins 2014. Aðspurður kveðst Guð­ mundur ekki hafa áhyggjur af mikl­ um skuldum Brims sem hækkuðu um 6,8 milljarða milli ára. Ljóst er að niðursveifla Brims, þegar litið er til tapsins í fyrra, er um­ talsverð samanborið við árið 2013 þegar hagnaður fyrirtækisins nam 757 milljónum króna og arðgreiðslur til hluthafa námu 750 milljónum. Og enn meiri samanborið við árið 2012 þegar hagnaðurinn nam 3,7 millj­ örðum. Sligandi veiðigjöld „Brim er frystitogaraútgerð og ef þú tekur gengislánadóminn frá þá sérðu að afkoman er ekki góð. Enda eru all­ ir að fjárfesta í ísfiskskipum og land­ vinnslu sé litið til fjárfestinga undan­ farin ár.“ Guðmundur bendir á að Brim sé að greiða upp undir 700 milljónir í veiðigjöld á ári og segir að sum fyrir­ tæki, meðal annars Brim, lendi illa í þeim. „Sumar fisktegundir lenda illa í veiðigjöldunum og svo eru sum fyrirtæki með 50% afslátt af veiði­ gjöldum. Þannig að það eru sumir sem lenda illa í þessu. Ég er ekki að tala um greinina í heild. Við erum kannski að greiða þrisvar sinnum meira í veiðigjöld en sambærileg fyrir tæki. En það hefur enginn áhuga á þessu og við höfum ekki komið þessu í gegn. Það tala allir eins og við séum að væla. Ég er ekkert að væla, ég er bara að segja að svona er þetta og þetta er afleiðingin. Ég er búinn að benda á þetta trekk í trekk.“ Deilumál vofir yfir En það eru fleiri óveðursský á lofti í nánustu framtíð útgerðarfélags­ ins en gengisdómurinn örlaga­ ríki. Yfir vofir ágreiningur Brims við skilanefndir föllnu bankanna vegna uppgjörs á skiptasamningum í kjöl­ far bankahrunsins í október 2008. Ágreiningur er um gildi skipta­ samninga og hvort þeir samningar teljist gildir, og þá á hvaða gengi samningarnir skuli gerðir upp. Í árs­ reikningi Brims segir að mikil óvissa ríki um lyktir þess máls. Kröfur vegna skiptasamninganna nema um 2.765 milljónum króna auk dráttarvaxta frá október 2008. Aðspurður kveðst Guðmundur ekki hafa miklar áhyggjur af þessu sjö ára deilumáli, þar sem 2,7 millj­ arðar geta fallið á fyrirtækið ef allt fer á versta veg. „Við teljum það ekki raunhæft. Það eru endurskoðend­ urnir sem vildu setja þetta inn, en við erum algjörlega ósammála þessu.“ Guðmundur kveðst síður en svo svartsýnn á framtíðina þó að síð­ asta ár hafi reynst útgerðinni erfitt og telur að Brim muni takast að sigla í gegnum brimrótið. „Já, já. Við erum með nærri tíu milljarða í eigið fé – við erum ekkert á hausnum.“ n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Það eru ekki alltaf jól í þessu Ekki alltaf jólin Brim tapaði 2,5 milljörðum í fyrra. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og eigandi Brims, segir árið í fyrra hafa verið erfitt og að afkoman hafi verið slök jafnvel þótt gengisdómurinn hefði ekki fallið á fyrirtækið. MynD DV Þjófur hótar fjölskyldunni Innbrotsþjófur sem braust inn til fjögurra manna fjölskyldu í Breiðholti á þriðjudagsmorgun stendur nú í hótunum við fjölskylduna en hann vill fá til baka peysu sem hann gleymdi þegar innbrotið stóð yfir. Bjarni Kristinn Egilsson, tveggja barna faðir og fjölskylda hans eru mjög óttaslegin vegna málsins. DV greindi frá innbrotinu á þriðjudaginn en þá vaknaði fjölskyldan við innbrotsþjóf á stofugólfinu. Bjarni Kristinn og eiginkona hans voru bæði heima ásamt ungum sonum þeirra þegar innbrotsþjófurinn byrjaði bókstaflega að tæma íbúðina. Bjarni Kristinn náði að hrekja hann í burtu en þjófurinn hafði ógnað honum með hníf og endaði á því að kasta múrsteini í gegnum rúðu í svefnherbergi barnanna. Þýfið úr innbrotinu fannst vítt og breitt um Breiðholt. „Ég fékk textaskilaboð frá þessum manni. Hann hefur greinilega komist að símanúmerinu og nafninu mínu þegar fjallað var um innbrotið á þriðjudaginn. Hann segist eiga peysu og úlpu þarna heima. Ég sá þessi föt eftir innbrotið og kannað­ ist ekkert við þau. Núna veit ég að innbrotsþjófurinn á fötin og hann vill þau til baka og segist ætla að mæta heim til okkar aftur,“ seg­ ir Bjarni Kristinn en hann hafði í kjölfarið samband við lögregluna sem, eftir því sem DV kemst næst, veit deili á manninum. „Ég fæ enga hjálp þar. Þeir sögðu mér bara að mæta honum og hringja svo. Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Ég þori ekki að fara aftur upp í íbúð hjá mér núna þegar hann segist ætla að mæta þangað. Ég vil fá aðstoð frá lögreglunni en fæ enga. Hvað á ég að gera þegar ég mæti honum?“ spyr Bjarni Kristinn. Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.