Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Qupperneq 14
14 Fréttir Helgarblað 9.–12. október 2015 Símtal frá Íslandi felldi mest eftirlýsta glæpamann heims n Kattavinurinn Anna leysti frá skjóðunni n Bulger var uppljóstrari FBI í áratugi S ímtal til bandarísku alríkis­ lögreglunnar frá íslenskri fegurðardrottningu felldi einn þekktasta og hættuleg­ asta glæpaforingja heims, James Joseph „Whitey“ Bulger. Bulger var umfangsmikill glæpa­ foringi í Boston um árabil. Hann slapp undan handtöku árið 1994 og tókst síðan að fara huldu höfði í tæp 17 ár. Bróðurpartinn af þessum tíma var hann í öðru sæti, á eft­ ir Osama Bin Laden, á lista banda­ rísku alríkis lögreglunnar yfir mest eftirlýstu glæpamennina og voru tvær milljónir dollara settar til höfuðs honum. Fall bin Laden, flækingskötturinn Tiger og íslensk fyrirsæta voru áhrifavaldarnir að handtöku Bulgers. Höfuðpaur WinterHill-klíkunnar „Whitey“ Bulger náði með misk­ unnarlausu ofbeldi og útsjónarsemi að rísa til æðstu metorða í undir­ heimum Boston. Hann afplánaði níu ára fangelsisdóm, meðal annars í Alcatraz­fangelsinu alræmda, fyrir vopnað rán en fékk reynslulausn árið 1965 og hófst þá handa við að vinna sig upp metorðastigann inn­ an Winter Hill­glæpaklíkunnar. Eft­ ir miklar sviptingar innan klíkunn­ ar stóð Bulger uppi sem höfuðpaur hennar árið 1979, ásamt félaga sín­ um, Stephen Flemmi. Hikaði ekki við að beita ofbeldi Helsta tekjulind Winter Hill­ klíkunnar var sú að krefjast verndar­ gjalds frá fjölmörgum sem stunduðu vafasöm viðskipti í Boston, til dæmis okurlánurum og aðilum sem stunduðu umfangsmikið veð­ málabrask. Ef honum tókst ekki að ná sínu fram með klækjum þá hik­ aði Bulger ekki við að beita ofbeldi. Hann lét reglulega myrða glæpa­ menn úr öðrum klíkum en einnig þá sem hann taldi sér stafa ógn af inn­ an eigin raða. Einnig losaði hann sig við fólk sem vissi of mikið, til dæmis stjúpdóttur áðurnefnds Flemmi og fyrrverandi kærustu hans. Uppljóstrari FBI Veldi Bulgers byggðist fyrst og fremst á því að í áratugi var hann uppljóstrari bandarísku alríkislög­ reglunnar. Gegn mikilvægum upp­ lýsingum, sem aðallega snerust um ítalska mafíu sem var í samkeppni við Winter Hill­klíkuna, þá sá FBI í gegnum fingur sér varðandi starf­ semi hans. Það var ekki fyrr en árið 1994 sem ákveðið var að ráðast til atlögu við hann og þeim skilaboð­ um kom spilltur FBI­maður á fram­ færi við samstarfsmenn Bulgers. Þá hófst tæplega sautján ára flótti sem lauk svo með símtali frá Íslandi. Bar kennsl á Greig Bulger var handsamaður, ásamt ástkonu sinni, Catherine Greig, í júní 2011 eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. Hann var þá 81 árs gamall en Greig sextug. Anna bar kennsl á Greig eftir innslag á CNN­ sjónvarpsstöðinni og sama kvöld tók hún upp símtólið og hringdi hið afdrifaríka símtal til FBI. Alríkislög­ reglan hafði ákveðið að gera átak í að lýsa eftir Greig því að þeir töldu að líklegra væri að fólk bæri kennsl á hana í stað hins aldna Bulgers. Það reyndist vera rétt mat. Nú hef­ ur verið gerð mynd, Black Mass, um ævi hans og handtökuna, en það er Johnny Depp sem fer með hlutverk glæpaforingjans. Fegurðardrottning, fyrirsæta og leikkona Anna er í dag 61 árs gömul. Hún var kosin fegurðardrottning Íslands árið 1974 og keppti fyrir hönd lands og þjóðar í World Universe­keppn­ inni sama ár. Þar var hún valin vin­ sælasta stúlkan. Hún flutti með þá­ verandi eiginmanni sínum, Jakobi Frímanni Magnússyni, til Los Ang­ eles þar sem þau lifðu hinu ljúfa lífi. Anna hafði góðar tekjur af fyrir­ sætustörfum, meðal annars fyrir Vidal Sasoon og Noxzema, auk þess sem hún reyndi fyrir sér sem leik­ kona. Hún fór með lítil hlutverk í myndum eins og „More American Graffiti“ og „The Sword and the Sorcerer“ auk hlutverka í sjónvarps­ þáttunum „Remington Steel“ og „Fantasy Island“. Þar kom hún fram sem Anna Bjorn. Spjót Neptúnusar felldi bin Laden … og Bulger Í tólf ár var James „Whitey“ Bulger annar á eftir Osama Bin Laden á lista bandarísku alríkislögreglunnar yfir eftirsóttustu glæpamennina. Fyrir utan þessar 2 milljónir dollara sem voru settar honum til höfuðs var öllu til kostað til að handsama Bulger. FBI-fulltrúar voru sendir út um allan heim til þess að fylgja eftir vísbendingum sem bárust. „Við fengum allt sem við báðum um,“ sagði ónafngreindur FBI-maður. Þann 2. maí átti sér afdrifaríkur atburður fyrir Bulger. Osama Bin Laden var felldur í Abbottabad í Pakistan í aðgerð sem var kölluð spjót Neptúnusar (e. Operation Neptune Spear). Áhrifin á Bulger urðu þau að allt í einu var hann orðinn efstur á lista FBI og athyglin beindist að honum, auk þess sem umtalsvert meira fjármagn var til staðar en áður. Ákveðið var að fara í herferð þar sem áherslan var á myndbirtingar af kærustu hans, Catherine Greig. Slíka mynd sá Anna Björnsdóttir og tók upp símtólið. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is James „Whitey“ Bulger Var dæmd- ur fyrir 19 morð en er talinn hafa fleiri á samviskunni. Anna Björnsdóttir Mynd úr bók Jakobs Frí- manns Magnússonar þar sem hann fjallar um samband sitt og fyrrverandi eiginkonu sinnar. Líkleg tilnefning til Óskarsverðlauna Í vikunni hófust sýningar hérlendis á kvikmyndinni „Black Mass“ eftir leikstjórann Scott Cooper. Þar fer stórleikarinn Johnny Depp með hlutverk „Whitey“ Bulger og er vel studdur af öflugum aukaleikurum eins og Joel Edgerton, Benedict Cumberbatch og Kevin Bacon. Myndin hefur fengið gríðargóða dóma og þykir frammistaða Depp líkleg til þess að skila honum tilnefningu til Óskarsverðlauna. Leikar- inn góðkunni hefur þrisvar fengið tilnefningar til verðlaunanna eftirsóttu án þess að hljóta þau. Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins DV óskar eftir góðu og jákvæðu símasölufólki Umsóknir sendist á magnushelgi@dv.is → Söluhæfileikar eru mjög mikilvægir → Ófeimin/n að tala við fólk í gegnum síma → Reynsla af svipuðum störfum er kostur Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.