Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Síða 19
Helgarblað 9.–12. október 2015 Umræða 19 Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í svo einfalt er það! súðarvoGur 3-5, reykjavík GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is s: 5666630 / GluGGaGerdin.is Mynd sem vekur athygli Kvikmynd Baltasars Kormáks er nú sýnd fyrir fullu húsi í bíóum landsins. Á toppi Everest Íslendingar máttu vera stoltir af sínum mönnum, sem komust á tind hæsta fjalls heims í maí 1997. Síðan þá hafa þrír aðrir Íslendingar náð á toppinn. Hættuför Íslendingarnir héldu upp sömu leið og Hillary og Tenzing á sínum tíma, en það er sú leið sem oftast hefur verið farin. Leið Ís- lendinganna lá upp Khumbu-skriðjökul- inn. Hann er þús- und metra hár og skríður fram um einn metra á sólarhring. Á leiðinni yfir skrið- jökulinn þarf að fara yfir miklar sprung- ur sem brúaðar eru með löngum álstig- um, líkt og sjá má í mynd Baltasars Kor- máks. Sprungurnar falla reglu- lega saman eða opnast meira. Ferða- lagið yfir skriðjökul- inn getur því reynst mikið hættuspil. Þegar komið er ofan ísfallsins tek- ur Vesturdalur við. Fremst í honum eru aðrar búðir í um 6.300 metra hæð. Fjallasýnin þar þykir stórfeng- leg, en innst í dalnum gnæfir Lhotse, þriðja hæsta fjall jarðar, 8.501 metri. Úr dalnum er haldið upp hlíðar Lhotse í þriðju búðir í 6.900 metra hæð og fjórðu búðir eru í 7.600 metr- um. Þaðan er gengið upp skarðið milli Lhotse og Everest. Þar er stöð- ugt illviðri og hvergi skjól að finna. Fimmtu og efstu búðirnar eru í nærri 8.000 metra hæð í Suðurskarði. Þá er lokahnykkurinn eftir, um 800 metra hækkun upp á sjálfan tind hæsta fjalls jarðar. Aðstæður þar eru þó allt annað en auðveldar í nístingskulda, hvassviðri og súrefnisskorti. Rétt undir sjálfum tindinum er hæsta tor- færa heims, svokölluð Hillary-þrep. Löng ferð á tindinn Síðasti spölur Íslendinganna reyndist erfiður. Snjórinn brotnaði undan þeim í hverju skrefi og þeir töfðust um tvær klukkustundir eftir að þeir komust í Suðurskarð. Ástæða þess var sú að heimamaður sem átti að bera súrefni til þeirra hafði skilið það eftir á röngum stað, mun neðar en ráð var fyrir gert. „Súrefnissjerp- inn“ í hópnum þurfti því að sækja það. Félagar Íslendinganna í Hjálpar sveit skáta í Reykja- vík biðu í bækistöðvum sveitarinnar alla nóttina og voru í stöðugu sam- bandi við Hörð Magnússon og Jón Þór Víglundsson, í grunnbúðum Ev- erest. Stemningin var rafmögnuð, en fram eftir nóttu bárust fregnir af sí- felldum erfiðleikum. Nokkuð fór að hýrna yfir mannskapnum þegar ljóst var að félagar þeirra væru komn- ir á gott skrið. Íslendingarnir voru þeir fyrstu til að halda upp á tindinn að sunnanverðu á þessu tímabili og þurfti því að leggja línur og troða slóða fyrir næstu hópa. Þetta tafði að vonum ferðalagið. Komumst ekki hærra! „Reykur Hörður, reykur Björn kallar. Við verðum að valda ykkur von- brigðum strákar. Við komumst ekki hærra.“ Þannig tilkynnti Björn Herði og Jóni Þór, sem biðu í grunnbúðum Everest, að Íslendingar hefðu sigrað tind hæsta fjalls heims að morgni 21. maí 1997, en „reykur“ er kallmerki Hjálparsveitar skáta. Björn stóð þá á toppi Everest ásamt Einari og Hall- grími. Ágætlega viðraði á toppn- um en þó var heldur hvasst. Þar var flaggað íslenska fánanum og sagði Björn í útvarpsviðtali að á toppnum væri útsýni til allra átta. – „Það er greinilegt frá toppi Everest að jörðin er hnöttótt,“ bætti hann við. Þegar félögum þeirra í húsi Hjálp- arsveitar skáta í Reykjavík voru bornar fréttirnar brut- ust út gríðarleg fagnaðar- læti. Tappi var tekinn úr kampavínsflösku og skálað. Mikilvægar fyrirmyndir Morgunblaðið átti viðtal við Einar Stefánsson skömmu eftir að fjallgöngumennirn- ir komu niður í Suðurskarð. Hann kvaðst vera þreyttur en ákaflega ánægður með að þeim hefði tekist að ljúka ætlunarverkinu. Leiðin nið- ur af fjallinu hefði reynst erf- iðust, vindur sterkur og færð erfið á köflum. Ferðin upp á tindinn tók um þrettán tíma og fimm tíma niður. Við heimkomuna færðu Everest- fararnir herra Ólafi Ragnari Gríms- syni forseta íslenska fánann sem þeir fóru með á tindinn, en fáninn hef- ur síðan verið varðveittur í Bessa- staðastofu. Forsetinn sagði af þessu tilefni að afrek fjallgöngumannanna væri ungu kynslóðinni fyrirmynd um hvað hægt væri að gera þegar áræðni, dugur, þjálfun og kjark- ur færi saman. Það væri lítilli þjóð mikil vægt að eiga afreksmenn. Fleiri Everest-farar Pólfarinn Haraldur Örn Ólafsson komst á tind Everest 16. maí 2002, en hann hafði áður komist á norður- og suðurheimskautið, auk þess að klífa hæstu tinda allra heimsálfa. Þá kleif fjallamaðurinn Leifur Örn Svavarsson Everest í maí 2013, en hann hélt upp á fjallið norðan megin, frá Tíbet. Leifur hafði einnig klifið Cho Oyu áður, líkt og þeir Björn, Ein- ar og Hallgrímur. Nokkrum dögum fyrr kleif Ingólfur Geir Gissurarson tindinn sunnan megin. Vilborg Arna Gissurardóttir var fyrst íslenskra kvenna til að ganga á suðurheimskautið. Hún hefur í tvígang reynt við Everest er orðið frá að hverfa í bæði skiptin vegna nátt- úruhamfara. n Félagar fagna Ákafur fögnuður braust út í húsakynnum Hjálpar­ sveitar skáta í Reykjavík, þegar fréttir bárust af því að þremenn­ ingarnir hefðu komist á toppinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.