Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 20
Helgarblað 9.–12. október 2015
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
20 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Ég held að ég hafi ekki verið
í jafngóðu formi í áratugi
Ég var búin að útbúa laga-
lista fyrir jarðarförina
Mér finnst stundum eins og
heimurinn sé að springa
Refsiglaðir dómstólar
Ólafur Ólafsson stundar Crossfit á Kvíabryggju. – Viðskiptablaðið Anna Karen Sigurðardóttir reyndi tvisvar að svipta sig lífi. – bleikt.isGuðrún Margrét Guðmundsdóttir þekkir stríð eftir búsetu við Arabaflóa. – DV
N
ýlegur fíkniefnadómur í Hér
aðsdómi Reykjavíkur hefur
vakið athygli og sætt gagnrýni
vegna þess hversu þung refs
ingin er. Hollensk kona, sem sannað er
að var burðardýr, var dæmd í ellefu ára
fangelsi og maður sem tók á móti fíkni
efnunum var dæmdur í fimm ára fang
elsi. Á meðan ganga höfuðpaurarnir í
málinu lausir, frelsinu fegnir og skima
eftir nýjum burðar dýrum sem síðan
verða, ef upp um glæpinn kemst, látin
sæta harðri refsingu.
Brynjar Níelsson, hinn skörulegi
en um leið umdeildi þingmaður Sjálf
stæðisflokksins, hefur gagnrýnt þenn
an nýlega dóm harðlega. Hann sagði
í stöðuuppfærslu á Facebook: „Þegar
refsiramminn er nýttur í botn gagn
vart burðardýrum er ekkert svigrúm
til hærri refsinga gagnvart eigendum
efnanna og skipuleggjendum inn
flutnings þeirra.“ Rétt er að taka und
ir þetta sjónarmið Brynjars. Þingmað
urinn spyr í færslu sinni mikil vægrar
spurningar: „Trúa menn enn að
þungar refsingar séu réttu viðbrögðin
við þeim heilbrigðisvanda sem neysla
fíkniefna er?“
Sjálfsagt finnast enn allmargir inn
an dómskerfisins sem eru sannfærðir
um að harðar refsingar séu einmitt
rétta leiðin til að stemma stigu við því
böli sem fíkniefnaneysla er. Æ fleiri
viðurkenna þó að baráttan við fíkni
efnastríðið sé töpuð, meðal annars
vegna þess að sú aðferð að fangelsa
burðardýr og láta þau dúsa árum
saman í fangelsi, hefur ekki skilað
neinu nema troðfullum fangelsum.
Þetta er aðferð sem má jafnvel flokka
sem mannvonsku, því burðardýrin
svokölluðu eru iðulega fólk sem
minna má sín, hefur lent í mótlæti,
berst við fjárhagserfiðleika og sér fáar
leiðir til að sjá sér farborða. Það lætur
glepjast af harðsvíruðum glæpamönn
um sem nýta sér neyð þess. Refsiglað
ir dómstólar taka síðan við þessu fólki.
Fyrr á þessu ári heimsótti Barack
Obama fangelsi, fyrstur Bandaríkjafor
seta, eins og frægt er orðið. Hann ræddi
í því sambandi um of harða dóma í
fíkniefnamálum og mildaði fangels
isdóma yfir tugum einstaklinga sem
dæmdir höfðu verið fyrir fíkniefnabrot
sem þeir höfðu framið án ofbeldis.
Bandaríkjaforseti veit að miskunnar
laus refsistefna í fíkniefnamálum skil
ar ekki árangri. Fleiri þjóðarleiðtogar
mættu hugsa á þann veg.
Fíkniefnaváin er harmleikur í lífi
of margra. Bæði þeirra sem leiðast út
í harða neyslu og aðstandenda sem
horfa upp á efnilega manneskju um
breytast og festast í myrkum heimi
fíknarinnar. Þarna skila refsingar
engu, gera aðeins illt verra. Þessar
manneskjur þurfa hjálp. Hið sama
má segja um burðardýrin sem hljóta
harða refsingu og eiga í miklum
erfið leikum með að fóta sig í sam
félaginu eftir það.
Gleðilegt er að heilbrigðisráðherra,
Kristján Þór Júlíusson, er yfirlýstur
talsmaður nýrra aðferða við að takast á
við fíkniefnavandann. Hann vill draga
úr bölinu sem fylgir vímuefnaneyslu
og gerir sér grein fyrir að sú refsistefna
sem hefur verið fylgt í þessum málum
í áratugi hefur ekki skilað árangri. Nú
er komið að því að leita nýrra og ár
angursríkra leiða þar sem refsigleðin
er ekki höfð að leiðarljósi. n
Fer Árni Páll í bíó?
Talsverð eftirvænting ríkir fyrir
frumsýningu heimildarmyndar
innar Jóhanna – síðasta orrustan,
16. október næstkomandi.
Myndin fjallar um tímabil Jóhönnu
Sigurðardóttur í embætti forsætis
ráðherra vorið 2013. Líklegt er þó
að Árni Páll Árnason, formaður
Samfylkingarinnar, bíði frumsýn
ingarinnar með meiri kvíða en eft
irvæntingu. Í stiklu úr myndinni
sem birt var í gær má sjá Jóhönnu
skjóta afar föstum skotum á Árna
Pál. Þar segir hún hann hafa sagt
ósatt um umboð sitt frá þing
flokki Samfylkingarinnar varðandi
þá ákvörðun að leggja frumvarp
að nýrri stjórnarskrá til hliðar.
Kannski Árni Páll fari bara í leik
hús næstkomandi föstudag.
Hvað verður um
Bankasýsluna?
Ekki verða settir neinir fjármunir
í Bankasýslu ríkisins á næsta ári
samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Slíkt
er í samræmi við frumvarp Bjarni
Benediktssonar frá síðasta vorþingi
sem gerði ráð fyrir að stofnunin
yrði lögð niður á árinu.
Sumir þykjast hins vegar sjá merki
þess að Bjarni ætli sér ekki að
binda endi á starfsemi Bankasýsl
unnar. Það vakti þannig athygli
þegar Lárus Blöndal, hæstaréttar
lögmaður og trúnaðarmaður
Bjarna, var skipaður stjórnar
formaður Bankasýslunnar fyrir
skemmstu. Ólíklegt þykir að Lárus
hafi samþykkt að taka að sér það
verkefni í aðeins nokkra mánuði
heldur standi hugur hans til þess
að koma að vinnu stofnunarinn
ar við sölu á hlut ríkisins í Lands
bankanum.
NÁTTÚRULEGAR
Þ Y K K I N G A
T R E F J A R
The Science of Thicker Hair™
Fæst í apótekum um land
allt og á heimkaup.is
E
ftir hrun fjármálakerfisins
myndaðist sérkennilegt and
rúmsloft í íslensku samfé
lagi sem virðist ríkja enn.
Ýmsar mikilvægar stofnan
ir hafa misstigið sig illilega við þær
fordæmalausu aðstæður sem hrunið
olli. Fjöldinn allur af tilefnislausum
kærum barst til sérstaks saksóknara
frá stofnunum sem áttu að fara með
eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Nú
síðast fór Seðlabanki Íslands í um
fangsmikla rannsókn á Samherja
vegna gruns um misferli í gjaldeyris
viðskiptum. Þar var beitt mjög þung
bærum þvingunaraðgerðum við
rannsókn málsins.
Seðlabankinn hefur skyldu til að
hafa eftirlit með og rannsaka hvort
farið sé eftir lögum um gjaldeyris
viðskipti. Við rannsóknir og eftirlit
þarf bankinn, eins og önnur stjórn
völd, að gæta meðalhófs. Er það sér
staklega mikilvægt þegar heimilt
er að beita þvingunarúrræðum við
rannsókn mála. Við þær aðstæður
er það lágmarkskrafa að refsiheim
ildin sé skýr um það brot sem sak
borningur er grunaður um. Miðað
við niðurstöðu ákæruvaldsins skorti
talsvert upp á að svo væri. Jafnframt
verður ekki annað lesið úr niður
stöðu ákæruvaldsins en að rann
sókn bankans hafi verið eitt alls
herjar fúsk. Allt þetta klúður hefur
auðvitað valdið félaginu tjóni og að
auki skaðað einstaklinga sem þar
starfa.
Neyðarlögin undantekning
Nú hafa einhverjir þær hugmyndir að
undanþiggja starfsmenn Seðlabank
ans bótaábyrgð – án þess að nokkurn
tímann hafi reynt á slíka ábyrgð. Slíkt
fer gegn almennum meginreglum
skaðabótaréttar og einnig gegn al
mennri jafnræðisreglu. Starfsmenn
Seðlabankans væru komnir með sér
kjör umfram aðra.
Starfsmenn Seðlabankans fara
með mikið vald og gáleysisleg með
ferð þess valds getur hæglega valdið
tjóni. Ef hefðbundin skaðabóta
ábyrgð væri afnumin myndi það
draga úr aðhaldi að starfsmönnum
Seðlabankans og þeim varnaðar
áhrifum sem skaðabótareglum er al
mennt ætlað að hafa.
Í þessu sambandi þýðir ekki fyrir
starfsmenn Seðlabankans að vísa
til neyðarlaganna sem fordæmis.
Öllum var ljóst þegar þau ákvæði
voru sett að um undantekningu var
að ræða vegna fordæmalausra að
stæðna. Ljóst var að grípa þurfti
til umfangsmikilla aðgerða sem
vörðuðu mikla fjárhagslega hags
muni á skömmum tíma og með tak
mörkuðum undirbúningi. Sem bet
ur fer tókust þær aðgerðir vel.
Ef eitthvað er, þá er ljóst að að
hald með starfsmönnum stjórn
sýslunnar vegna misbeitingar valds
er ekki nægilega virkt. Sem dæmi
má nefna að í nýlegu hefti Úlfljóts,
tímarits laganema við Háskóla Ís
lands, er fjallað um lagareglur sem
gilda um töku þjónustugjalda.
Þar kemur fram að slíkar reglur
hafa oft verið brotnar og einnig að
slík brot geti bæði varðað refsiá
byrgð og starfsmannaréttarlegum
viðurlögum. Engin dæmi eru hins
vegar um að slíku hafi verið beitt
vegna ólögmætra þjónustugjalda.
Þá kann að vera ástæða til að kanna
hvernig ýmsar stofnanir hafa farið
með vald eftir bankahrun með hlið
sjón af nýlegu áliti umboðsmanns
Alþingis og bók Eggerts Skúlasonar
„Andersen skjölin“.
Endurskoða þarf vald og
rannsóknarheimildir
Vald er mjög vandmeðfarið. Þess
vegna er nauðsynlegt að þeir gæti
sín vel sem með vald fara. Við getum
einfaldlega ekki haft fólk undir saka
málarannsókn í allt að sjö ár og jafn
vel lengur og beitt ýmsum verulega
íþyngjandi aðgerðum við rannsókn
ina og látið svo sem ekkert sé þegar
í ljós kemur að ekki stóð steinn
yfir steini. Frá hruni hafa hund
ruð manna tapað háum fjárhæðum
vegna ásakana hinna ýmsu stofnana
og sumir jafnvel glatað aleigu sinni
við að verjast við rannsókn mál
anna. Þar að auki er litið á sakborn
inga sem holdsveika og geislavirka
sem hvergi má ráða í vinnu.
Þetta ástand verður ekki við unað
lengur og endurskoða þarf vald og
rannsóknarheimildir hinna ýmsu
stofnana og tryggja virkt aðhald með
starfsmönnum sem með valdið fara.
Það verður ekki gert með að firra
þá skaðabótaábyrgð á saknæmri og
ólögmætri háttsemi. n
Ábyrgð eða skaðleysi?
Brynjar Níelsson
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Aðsent „Þar að auki er
litið á sakborninga
sem holdsveika og geisla-
virka sem hvergi má
ráða í vinnu.
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is