Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 26
Helgarblað 9.–12. október 20152 Jólahlaðborð - Kynningarblað C afe Loki er til húsa efst á Skólavörðuholtinu, á Loka- stíg 28, og úr salnum er gott útsýni yfir að Hallgrímskirkju, einu helsta kennileiti Reykja- víkur fyrir erlenda ferðamenn. Cafe Loki er líka í vissum skilningi ákaf- lega íslenskur staður og hefur upp á nákvæmlega það að bjóða sem margir ferðamenn sækjast eftir: ekta íslenskan mat. En Loki er þó ekki síður vinsæll meðal Íslendinga sem gjarnan vilja borða ekta íslensk- an heimilismat af fágætum gæðum. Aðventuplatti á Cafe Loka, sem bætist við matseðil inn upp úr miðjum nóvember, hefur ýmis ljúffeng sérkenni. Ekki er um eigin legt hlaðborð að ræða heldur er svokallaður aðventuplatti á boðstól- um. Þar er meðal annars tvíreykt hangikjötstartar. Reykinguna annast Gylfi á Skútu stöðum en handbragð hans þykir engu líkt. Gylfi reykir einnig silunginn sem er á matseðli Loka en á aðventunni er silungurinn í sparibún- ingi. Annað sælgæti á jólamatseðl- inum sem margir gestir koma aftur og aftur til að njóta er kanilsíldin sem borðuð er með dísætu, nýbökuðu, íslensku rúg- brauði. Það sama má segja um rúg- brauðsísinn sem borinn er fram á rúgbrauði, en rjómi og síróp ofan á. Sjávarréttatartalettur með rækju og humri í hvítvínssósu eru líka vin- sælt lostæti á aðventuplattanum. Cafe Loki er í eigu Hrannar Vil- helmsdóttur textíllistakonu og eigin- manns hennar, Þórólfs Antonssonar fiskifræðings. Hrönn er með vinnu- stofu fyrir ofan veitingasalinn en seinni árin hefur þó sífellt meiri vinna farið í veitingareksturinn. Reksturinn á Cafe Loka er líka skapandi heild þar sem hugað er að hverju atriði. Til dæmis fékk Hrönn listamennina Sigurð Val Sigurðsson og Raffaelu til að teikna og mála glæsilega vegg- mynd í matsalnum úr Ragnarökum og fleiri sögum úr norrænu goða- fræðinni, þar sem meðal annars koma við sögu æsirnir Baldur, Freyja og Loki. Þar með eru tengdar saman göturnar í nágrenninu, Lokastígur, Baldursgata og Freyjugata. Andrúmsloftið á Loka getur verið afar fjölbreytt því þangað leita jafn Ís- lendingar sem útlendir ferðamenn til að njóta íslenskrar matarmenningar. Íslendingar koma einnig gjarnan með erlenda gesti með sér á staðinn. Drykkjaúrvalið með jólaréttunum er einnig afar íslenskt: íslenskt brenni- vín og ákavíti og íslenskur bjór, þar á meðal bjórinn Loki sem er sérbrugg- aður fyrir Cafe Loka. n Íslenskur jólamatur – alþjóðlegt andrúmsloft Jólamatseðill með ljúffengum sérkennum Séríslenskt góðgæti Tvíreyktur silungur, kanilsíld og rúgbrauðsís eru einstakt lostæti. Veggmyndin fræga úr norrænni goðafræði Veggmyndin gefur veitingasalnum ákaflega skemmtilegt yfirbragð. Myndir Sigtryggur Ari Njóttu jólanna í hjarta borgarinnar Salir fyrir 20-80 manna hópa. Leitaðu tilboða Kaldir réttir 4 tegundir af síld, hreindýrapaté, kjúklingalifrarkæfa,saltfisksalat, nautatungusalat, grafið hross, heitreykt bleikja og reyktur og grafinn lax, kaldur hamborgarhryggur með heilkornasinneps sósu, Hangikjöt með uppstúf. Heitir réttir Jólasúpa Lækjarbrekku, Kryddjurta marinerað lambalæri, salvíukrydduð kalkúnabringa, purusteik hreindýrabollur í villibráðarsósu. Rauðvínssósa, sykurbrúnaðar kartöflur, heimalagað rauðkál, heimalagað brúnkál Meðlæti, sósur og dressingar Cumberland sósa, piparrótarsósa, graflaxsósa, waldorfsalat, kartöflusalat, grænar baunir, rúgbrauð, laufabrauð og snittubrauð Eftirréttir Riz a la mande, súkkulaðimús, ostakaka með piparkökubotni og glögg hlaupi, marengsterta, smákökur, kirsuberjacompot og vanillusósa Jólahlaðborð 2016 Borðapantanir í síma 551-4430 og info@laekjarbrekka.is Nánari upplýsingar á www.laekjarbrekka.is og facebook.com/laekjarbrekka /laekjarbrekka Let’s be friends! H ön nu n: M ar kn et e hf . w w w .m ar kn et .is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.