Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Síða 36
Helgarblað 9.–12. október 201528 Fólk Viðtal Það er verið að brjóta á börnum Þ að er verið að brjóta á börn- um hér á landi,“ segir ljós- myndarinn Ásta Kristjáns- dóttir sem stendur fyrir ljósmyndasýningu í Gerðu- bergi þar sem hún vekur athygli á ís- lenskum börnum sem búa við van- rækslu, ofbeldi og fátækt. Fátækt er tabú Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ásta notar ljósmyndir til að vekja athygli á viðkvæmu málefni en hún var með sýningu í samvinnu með Amnesty International á Íslandi á síðasta ári. „Mér finnst gaman að vinna þessi verkefni en jafnframt mikilvægt að reyna að gera gagn í samfélaginu. Strax eftir fyrri sýninguna fór ég að hugsa hvað ég gæti gert næst. Þegar ég fór að skoða málið komst ég að því, mér til mikillar undrunar, að það búa mjög mörg börn við fátækt hér á landi. Það var mjög erfitt að þreifa á þessu málefni. Fátækt á Íslandi er tabú. Ég kom alls staðar að lokuð- um dyrum þegar kom að því að fá að „dokumenta“ það sem var í gangi. Íslendingar sem búa við fátækt vilja helst ekki viðurkenna fátækt og láta eins og þeir séu ekki fátækir. Eftir heimsókn til Barnaheilla, þar sem mér var tekið mjög vel, fann ég loks leið til að vekja athygli á þessu,“ segir Ásta en útkoman er ljósmyndasýn- ingin Óskir íslenskra barna, sem hún vann í samvinnu með Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Nestislaus börn Ásta segir mörg börn lifa við fátækt og vanrækslu hér á landi. „Samkvæmt opinberum tölum búa 16 þúsund börn undir fátæktarmörkum. Það er rosalega há tala. Hjá sumum er ekki til matur, önnur börn geta ekki haldið upp á afmæli sitt eða farið í bíó og sum heimili eru ekki með internet. Samfélagið í dag virkar þannig að ef maður er ekki nettengdur er manni ekki boðið í afmæli í gegnum Face- book, getur ekki fylgst með sömu þáttum og aðrir krakkar og getur ein- faldlega ekki verið í menntaskóla ef það er ekki net á heimilinu. Ég veit um dæmi þar sem börn koma ítrek- að nestislaus í skólann en segjast hafa gleymt því eða að þau séu ekki svöng þegar sannleikurinn er sá að það er ekki til matur. Annað dæmi er um dreng sem átti aðeins ein- ar buxur og fór alltaf úr þeim þegar hann kom heim til að spara þær, að beiðni mömmu sinnar, en hún átti ekki pening fyrir nýjum fatnaði. Að barn þurfi alltaf að vera í stuttbuxum heima er ekkert annað en vanræksla. Við verðum að huga betur að þess- um krökkum en til þess þurfum við að fá þau til að segja frá,“ segir hún og bætir við að nýlega hafi verið sam- þykkt að öllum nemendum í grunn- skólum Reykjavíkur verði boðið á sýninguna og búnar til kennsluleið- beiningar fyrir kennara til að ræða þessi málefni við börnin. „Þar verður tekið á ofbeldi, vanrækslu og fátækt auk þess sem krökkunum býðst að skrifa miða í lítið óskahús, þar sem þau geta skrifað ósk sína og líka sett nafn og símanúmerið sitt og leitað þannig eftir aðstoð. Verkefnið snýst líka um að kenna börnunum að þau bera ekki ábyrgð á sínum aðstæðum og þurfa ekki að skammast sín fyrir þær.“ Þekkir eymdina Ásta starfaði lengi sem fyrirsæta í Tókýó, London, Vancouver og Taipai auk þess sem hún hefur búið í Síber- íu, Indlandi og Bandaríkjunum. Hún játar að vissulega sé til meiri eymd en þekkist hér á landi. „Ég bjó í Síberíu árið 1997 en ástandið þar var svaka- legt. Það var nánast ekki til neinn matur í búðunum, fátæktin var mik- il og svo var alltaf ískalt yfir vetur- inn. Fólkið lifði nánast á niðursoðnu grænmeti. Á Indlandi sá ég líka margt hræðilegt en munurinn þar og hér er að þar er ekki þessi skömm sem fylgir fátækt og því getur fólk hjálp- ast meira að. Maður gefur alltaf villta hundinum með sér og kaupir alltaf te af sömu munaðarlausu strákunum – jafnvel þótt manni finnist teið þeirra vont. Maður styður bara sinn hund og sína stráka, sem er mjög fallegur hugsunarháttur og þannig komast mjög margir af frá degi til dags. Það þykir ekki skammarlegt að vera fá- tækur þar eins og hér og efnishyggj- an er ekki svona mikil. Hins vegar er alltaf jafn sárt að finna fyrir fátækt og verða fyrir ofbeldi – sama hvort mað- ur er á Íslandi, Síberíu eða Indlandi.“ Nóg handa öllum Aðspurð segir hún Íslendinga einnig eiga að bregðast við vanda flótta- manna. „Hvað myndum við segja ef það kæmi hér eldgos en enginn vildi hjálpa okkur? Ég vil að við hjálpum eins mörgum Sýrlendingum og við getum og vil hleypa eins mörgum þeirra og við ráðum við inn í landið. Ég er viss um að það er til nóg handa þeim og okkur öllum líka. Hér er margt fólk sem á meira en nóg ef það gæti bara deilst betur niður. Það sem skiptir okkur mestu máli er gott heil- brigðiskerfi og fá að lifa í hamingju. Þessir hlutir eru miklu mikilvægari en nýtt íþróttahús og steypa. Eins gaman og ég hef af tísku, hönnun og Ásta Kristjánsdóttir segir fátækt á Íslandi staðreynd og vill vekja athygli á stöðu barna með ljósmyndasýningu sinni. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Ástu um fyrirsætuferilinn og tískubrans- ann, fjölskylduna, skilnaðinn, niðurrif kvenna og fordómaleysið sem hún stefnir að. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Alltaf með fullan hausinn Ásta er alltaf með einhver verkefni í gangi. „Sjálf er ég ánægð með mig í dag og finnst gott að segja það upphátt Flott Ásta hefur nú komið sér fyrir á bak við myndavélina en hægt er að skoða mynd- irnar hennar á www.astakristjans.com. MyNd Huggy RAgNARssoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.