Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Síða 37
Helgarblað 9.–12. október 2015 Fólk Viðtal 29 fallegum hlutum fæ ég af og til ógeð af allri neyslunni og öllum þeim gerviþörfum sem við erum föst í. Við þurfum ekki alla þessa bíla, þessi húsögn og tískuföt. Allt þetta drasl er ekki lífsnauðsynlegt og eykur bara hjá okkur stressið.“ Unglingur í uppreisn Ásta fæddist árið 1972 og ólst upp í Garðabæ, Svíþjóð og í Laugarnes- hverfinu. Hún er elst í hópi þriggja systkina en eftir að foreldar hennar skildu, þegar hún var tíu ára, fylgdi hún móður sinni. Hún viðurkenn- ir að hafa verið erfiður unglingur. „Ég var í uppreisn og í MR fór ég að draga lappirnar í náminu,“ segir hún en eftir tvö ár í Menntaskólanum í Reykjavík bauðst henni að fara til Japans og starfa sem fyrirsæta. „Ég hafði lengi verið með útþrá og fannst æðislegt að komast í burtu. Mömmu fannst þetta ekki jafn auðvelt. Á þess- um tíma voru engir farsímar eða internet. Það var bara eins og maður væri að fara út í geim. Það þótti mik- ið hneyksli að ég hefði ekki klárað stúdentsprófið en ég sé ekki eftir því. Þetta var hárrétt ákvörðun fyrir mig,“ segir Ásta sem neitar því að hafa náð að skapa sér stórt nafn í bransanum. „Ég sat aldrei fyrir í Vogue en hafði nóg að gera. Samt, mörgum árum síðar, fékk ég tækifæri til að mynda fyrir Vogue sem var alveg magn- að. Ég hafði gaman af tísku og hafði unnið sem módel hér heima frá 15 ára aldri en aðallega var ég að þessu til að skoða heiminn og vinna mér inn pening.“ Eskimo og E-Label Eftir nokkurra ára starf sem fyrir- sæta færði Ásta sig á bak við mynda- vélina og stofnaði umboðsskrifstof- una Eskimo Models. „Við höfðum mikinn metnað og stofnuðum með- al annars útibú í Síberíu sem í dag er orðin ein stærsta umboðsskrifstofa í heimi. Þegar ég byrjaði þar þekktist svona lagað ekki. Fólk hélt oft að ég væri að leita að stelpum í mansal og vændi. Það tók tíma að vinna traust. Þegar ég fór í skólana í leit að módel- um voru byggingarnar oft rafmagns- lausar vegna fjárskorts. Krakkarnir sátu sveittir í úlpunum inni og svita- lyktin var hræðileg. Þetta var sama ár og rúblan féll. Kennararnir höfðu ekki fengið borgað í marga mánuði. Stundum fékk ég að horfa yfir bekk- inn og ef mér leist vel á einhverja stelpu fékk ég að tala við hana og for- eldra hennar en stundum var mér hent öfugri út,“ segir Ásta sem seldi sinn hlut í Eskimo fyrir átta árum. „Þetta var mjög mikil og vanþakk- lát vinna fyrir lítinn pening. Ég var komin með leiða og vildi gera eitt- hvað annað,“ segir Ásta sem stofnaði fatamerkið E-Label og opnaði versl- un á Laugaveginum árið 2008, sama dag og Glitnir fór á hausinn. „Þetta var bara lítið og krúttlegt fyrirtæki og okkur gekk mjög vel. Það rokseldist allt sem við gerðum. Hins vegar var þetta erfiður tími út af komu gjald- eyrishafta og öðru. Íslendingar eru jákvæðir gagnvart íslenskri hönnun en þetta er mjög harður bransi enda eru fjárfestar ekki til í að setja pen- inga í svona verkefni, ekki þegar fólk er að taka fyrstu skrefin.“ Þakklát fyrir móðurhlutverkið Sambýlismaður Ástu heitir Rúnar Ómarsson. Þau Rúnar eiga saman fjögurra ára strák en fyrir á hún 18 ára stelpu og hann níu ára strák og uppkomna dóttur úr fyrra sambandi. „Við erum með börn á öllum aldri og því eru alls konar þarfir á heimilinu. Einn vill leikskólamat, annar sushi og sá þriðji Dominos-pitsu, en við reyn- um að stilla þessa strengi saman og það gengur bara vel. Þetta er mjög gaman,“ segir hún brosandi og játar því að þær mæðgur séu samrýndar. „Við höfum ferðast mikið saman og fólk segir okkur mjög líkar. Hún hefur samt engan áhuga á fyrirsætubrans- anum. Ætli hún hafi ekki fylgt mér of mikið til að finnast þetta spennandi,“ segir Ásta sem var 25 ára þegar hún varð mamma. „Þetta var alls ekki planað en samt svo ótrúlega gaman. Ég er þakklát fyrir þetta hlutverk og veit ekki hvað hefði orðið um mann ef maður væri ekki foreldri. Lífið væri svo tómt.“ Ætlaði ekki að skilja Eftir níu ára samband skildu hún og barnsfaðir hennar. „Sjálf átti ég mjög erfitt með að sætta mig við skilnað foreldra minna og fannst ömurlegt að dóttir mín yrði líka skilnaðarbarn. Skilnaður foreldra mótar fólk og ég held að skilnaðarbörn gangi lengra í að láta hlutina ganga. Maður hefur einhvern veginn meira þol og skilur ekki fyrr en allt er komið í svaka- lega mikið óefni. Ég ætlaði aldrei að skilja. Núna er ég hins vegar á því að fólk eigi frekar að skilja en að hanga saman í ömurlegri stemningu.“ Orkumikil og sjálfstæð Þær mæðgur höfðu verið einar í sjö ár þegar þau Rúnar fóru að rugla saman reytum. Rúnar átti búðina Týnda hlekkinn á árum áður og stofnaði fatamerkið Nikita svo þau Ásta eiga margt sameiginlegt. „Hann var með marga unga krakka á sínum snærum sem voru viðloðandi bretta- bransann, eins og ég var með mín módel. Við höfðum lengi vitað af hvort öðru en kynntumst svo upp á nýtt. Rúnar er ótrúlega góður maður, heiðarlegur og traustur og það finnst mér skipta afar miklu máli. Hann er mikill ævintýramaður og við erum bæði til í að hoppa út fyrir þæginda- hringinn og gera nýja hluti. Við erum bæði mjög orkumikil í okkar verk- efnum en afslöppuð heima fyrir. Við erum góð saman,“ segir hún en bætir við að þau haldi sínu eigin sjálfstæði þrátt fyrir að njóta lífsins saman. „Við eigum til að mynda hvort sín áhuga- málin. Hann hjólar mikið, bæði til og frá vinnu og á fjöllum allt árið um kring og hefur tvisvar siglt yfir Atl- antshafið á skútu. Ég er meira fyr- ir að hjóla á kaffihús og fá mér eitt rauðvínsglas og svo heim aftur. Það er mikilvægt að gefa hvort öðru rými. Hann fær útrás í sínu og ég í mínu. Svo baukum við saman í ýmsu öðru, gerum mjög margt skemmtileg saman. Fjölskyldan er mikið púsl; týpísk íslensk mósaík-fjölskylda þar sem alls konar hlutir koma upp en þau verkefni eru unnin í sameiningu,“ segir hún en viðurkennir að það hafi verið viðbrigði að fá aftur lítið barn inn á heimilið. „Ég hafði verið svo lengi frjáls svo það var svolítið skrít- ið en ég er dugleg að fara bara með hann með mér. Ég hef aldrei látið börnin stoppa mig heldur tekið þau með mér út um allt. Annars hef ég mikið breyst og er orðin mun rólegri og ýti frekar vinnu frá mér til að vera meira með krökkunum heldur en hitt.“ Vantar netið Ásta hefur alltaf verið framtakssöm og viðurkennir að vera alltaf með hausinn fullan af pælingum. „Ég er með átta verkefni núna sem ég veit að ég hrindi ekki úr vör strax. Ég er alltaf að hugsa hvernig ég geti gert þetta og hitt og svo fæðist þetta smám saman. Ég hef alltaf verið drifin áfram af skemmtilegum verk- efnum. Það er svo mikill sigur að sjá þau verða að veruleika. Ég held að flestir vilji láta gott af sér leiða. Fólk veit bara ekki oft hvað það getur gert. Þetta þarf hins vegar ekkert að vera flókið. Kannski er einhver blankur í næsta húsi sem hægt er að bjóða í mat, kannski getur maður heimsótt fatlaða manninn, passað fyrir ein- stæða foreldrið eða farið út í búð fyr- ir gömlu konuna. Maður þarf ekki að eiga peninga til að geta hjálpað. Á Íslandi er mikil innivera og því hitt- ir maður lítið nágranna sína og þess vegna vantar oft þetta net í götum og hverfum. Ef fleiri myndu hjálpast að væri samfélagið betra og ég veit að fólk er til í það. Viljinn hjá fólki er mikill en um leið og maður biður um styrk hjá bönkum hverfur hann.“ Ótrúlegt niðurrif kvenna Í dag starfar Ásta sem ljósmyndari í eigin stúdíói og segir ótrúlegt hvað íslenskar konur eru upp til hópa óánægðar með útlit sitt. „Þegar þær koma í myndatöku byrja þær iðulega á því að segja hvað þær myndist illa og séu ekki nógu svona og hinsegin. Rífa sjálfar sig niður. Karlarnir koma hins vegar flestir inn fullir sjálfs- trausts. Þetta niðurrif kvenna er ótrú- legt. Ég hef starfað með módelum sem hafa komist á forsíðu Vogue en eru samt óánægðar með útlit sitt og pínulitlar inni í sér. Svo hittir maður aðrar konur sem eru þéttar en mjög ánægðar með sig. Í gegnum árin hef ég lært að sjálfsmyndin hefur ekkert með útlitið að gera. Þetta er allt í hausnum á manni. Sjálf er ég ánægð með mig í dag og finnst gott að segja það upphátt. Ég var lengi hjakkandi í sama farinu; fannst ég með ljótt hitt og þetta en er hætt því. Þetta er svo augljóst; markaðsöflin vilja að við séum óáánægðar með okkur svo við kaupum vörur til að líta betur út. Svo ef konur vilja þá vinn ég mynd- irnar sem ég tek af þeim þangað til þær eru ánægðar með útkomuna. Ef maður vill líta út eins og stjarna þarf maður að nota þeirra aðferð- ir. Annars nenni ég ekki að hugsa of mikið um útlitið lengur sjálf. Ég vil frekar eyða orkunni í fjölskylduna heldur en að andvarpa í spegilinn. Það eina sem skiptir máli er að vera heilbrigður og glaður. Þetta hlýtur að vera þroskinn.“ Óhefðbundnir töffarar Aðspurð hvaða drauma hún eigi eftir að láta ráðast nefnir hún ann- að heimili í útlöndum. „Mig langar að búa hér á sumrin en annars stað- ar yfir veturinn. Svo langar mig að verða algjörlega fordómalaus. Kon- ur á Íslandi eiga það til að rífa hver aðra niður en ég vil bara standa með öðrum konum. Konur sem vilja fara í læknisfræði eiga að mega það og konur sem vilja fara í fegurðar- samkeppni mega það. Við þurfum ekki öll að vera í sama kassa. Ég veit um fjölda kvenna sem hafa ekki far- ið hefðbundnar leiðir en eru samt jafnréttissinnar og ótrúlegir töffar- ar. Maður þarf ekki að vera svona og hinsegin til að vera femínisti. Það fer svo mikil orka í það að vera alltaf að spá í aðra. Leyfum fólki að vera eins og það vill vera.“ n Fyrirsætan Ásta komst aldrei í Vogue en á síðasta ári myndaði hún fyrir tímaritið fræga. Mynd úr EinkasaFni „Maður hefur ein- hvern veginn meira þol og skilur ekki fyrr en allt er komið í svakalega mikið óefni. Ásta og rúnar Myndin var tekin í Goa í Indlandi. Mynd úr EinkasaFni Mæðgin Ásta og Rúnar eru með börn á fjölbreyttum aldri. Þarfirnar eru því margvíslegar. Mynd úr EinkasaFni „Fólk hélt oft að ég væri að leita að stelpum í mansal og vændi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.