Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Qupperneq 38
Helgarblað 9.–12. október 201530 Sport
Kr
in
gl
an
Kr
in
gl
um
ýr
ar
br
au
t
Miklabraut
Miklabraut
Við
erum
hér!
Tilb
oð
17 10 bitar fyrir 4-5
5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa.
Stór af frönskum og 2l. Pepsi.
Verðum líklega elstir í EM?
Hár aldur landsliðsins í
knattspyrnu vekur athygli.
Áhugavert er að enginn
leikmaður í núverandi
varnarlínu Íslands verður undir
þrítugu þegar flautað verður til
leiks í Frakklandi. Hannes 32
ára, Birkir Már 32, Ragnar 30,
Kári 34 og Ari 30. Ef hópurinn
verður svipaður í Frakklandi og
hann er núna verður meðalald-
ur liðsins 29 ár. En það er langt í
mót og nægur tími fyrir leik-
menn til að spila sig inn í
landsliðið og fyrir þá sem nú
eru í liðinu til að spila sig út. n
Átta ár frá fótboltahruni
mánudagur 15. október 200712 Sport DV
Eiður smári guðjohnsEn
„Það er ömurlegt að tapa, alltaf.
Sérstaklega á þennan hátt og á móti
svona liði, sem í
sjálfu sér er ekkert
sérstakt. Þeir litu
ágætlega út af því
að við létum þá líta
ágætlega út. Við
vorum ekkert
viðbúnir neinu. Við
eigum ekkert að
láta þá koma
okkur á óvart, við
erum á heimavelli og sjálfstraustið á að
vera í fínu lagi eftir síðustu tvo leiki.
Við byrjuðum frábærlega og síðan
gefum við eftir á einhvern óskiljanlegan
hátt. Við þurfum að horfa á leikinn til að
finna einhver svör við því. Við gáfum
þeim alltof mikið svæði. Það var allt of
mikið svæði á milli varnar og miðju og
miðju og sóknar.
Ég held að það hafi ekki verið nein
værukærð. Við höfum aldrei haft efni á
því. áherslurnar hjá okkur voru bara
engan veginn í takt og þegar liðið er
ekki samstillt gerast svona hlutir. Í
landsleikjum er þér refsað fyrir minnstu
mistök. Ég held reyndar að Lettar hafi
skorað úr öllum færum gegn okkur í
þessari keppni. Það þýðir ekkert að
kvarta yfir því. tvö mörk úr horni, sem á
nú að vera það sterkasta í okkar
varnarleik, að verjast í föstu leikatriði.
Ég reyndi að gera allt sem ég gat. Ég
þurfti oft á tíðum smá tíma til að jafna
mig ef ég fór eitthvað af stað og gerði
eitthvað. Þetta voru mínar fyrstu 90
mínútur síðan ég veit ekki hvenær.
auðvitað er ég ánægður með að skora
tvö mörk en þessi mörk fjúka bara út í
vindinn og það sem situr eftir er að við
töpuðum 4–2. auðvitað er maður
stoltur af þessu (markametinu) en það
er smá skuggi yfir metinu í dag, þó mað-
ur eigi eftir að njóta þess í framtíðinni.
Ég hefði gefið þetta markamet upp á
bátinn fyrir önnur þrjú stig. Það er mun
mikilvægara fyrir liðið að fá þrjú stig
heldur en að ég bæti markametið. Ég
sagði alltaf að ég myndi bæta
markametið.“
AlEksAndrs stArkovs, þjálfAri
lEttlAnds
„Við erum með fjóra mikilvæga menn
meidda. en þeir leikmenn sem komu í
stað þeirra spiluðu
vel. Leikurinn var
góður og sigurinn
var frábær.
Leikurinn var
skemmtilegur á að
horfa. guðjohnsen
skoraði tvö góð
mörk og í okkar
liði vil ég hrósa
sérstaklega
markverðinum Vanins, varnarmannin-
um gorkss og miðjumanninum Laizans,
auk Verpakovskis sem skoraði tvö lagleg
mörk.
Það er því miður ekkert sem við höfum
að keppa að í þessari undankeppni og
um miðbik þessarar undankeppni
skiptum við um þjálfara. nú er
aðalmarkmið okkar að byggja upp nýtt
lið og ég er mjög ánægður með að við
skulum vera á réttri leið. Það er
sennilega tilviljun að okkur gengur
svona vel með Ísland. Við fengum góð
tækifæri til að skora gegn dönum og
Spánverjum.“
árni gautur Arason
átti slæman dag og
hefði getað gert betur í
sumum marka Letta.
kristján Örn
sigurðsson
átti stóran þátt í að
minnsta kosti tveimur
mörkum Letta.
Ívar ingimarsson
eins góður og Ívar var í
síðustu leikjum var hann
slakur í þessum leik.
ragnar sigurðsson
Vonandi fyrir hann voru
forráðamenn roma ekki
að horfa á leikinn.
Brynjar Björn
gunnarsson
Slakasti leikur brynjars í
langan langan tíma.
ekkert gekk upp og
boltinn virtist hreinlega
þvælast fyrir honum.
Emil hallfreðsson
reyndi hvað hann gat.
Þurfti oft að fara inn á
miðjuna til að fá boltann
enda spiluðu miðjumenn
Íslands ekki vel.
hjálmar jónsson
Lagði upp fyrra mark
Íslands. Hann lagði líka
upp mörg færi fyrir Letta
með lélegum
sendingum út úr
vörninni.
jóhannes karl
guðjónsson
átti nokkrar ágætar
sendingar í leiknum. átti
að vera leikstjórnandi
Íslands en skilaði ekki
því hlutverki.4 4 4 4
4 3 3 5
SAGT EFTIR LEIK
Íslenska landsliðið í knattspyrnu
bauð 5.865 áhorfendum á Laugar-
dalsvelli upp á arfaslaka frammi-
stöðu á laugardaginn þegar lands-
lið Lettlands kom í heimsókn. Lettar
unnu sannfærandi 4–2 sigur. Lettar
hafa nú skorað níu mörk í riðlinum,
þar af átta á móti Íslendingum. Ní-
unda markið var sjálfsmark.
Íslendingar byrjuðu leikinn bet-
ur og Eiður Smári Guðjohnsen kom
Íslandi yfir strax á 4. mínútu. Ísland
náði þá góðri skyndisókn og eft-
ir sendingu frá Hjálmari Jónssyni
skoraði Eiður Smári af stuttu færi.
Þetta var átjánda landsliðsmark Eiðs
Smára og nýtt markamet staðreynd.
Eftir markið var engu líkara en ís-
lensku landsliðmennirnir hafi haldið
að eftirleikurinn yrði hægðarleikur
einn. Næstu 40 mínútur voru vægast
sagt skelfilegar á að horfa.
Lettar réðu lögum og lofum það
sem eftir lifði fyrri hálfleiks og Maris
Verpakovskis var tvisvar nálægt því að
skora. Í fyrra skiptið átti hann skalla
sem Árni Gautur Arason markvörður
varði vel og í síðara skiptið fékk Verp-
akovskis langbesta færi leiksins en
skaut í stöngina fyrir opnu marki.
Ísland varð fyrir áfalli á 25. mínútu
þegar Grétar Rafn Steinsson þurfti að
yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Inn
á fyrir hann kom Kári Árnason og
hann átti stóran þátt í jöfnunarmarki
Letta.
Á 27. mínútu fengu Lettar horn-
spyrnu og upp úr henni skoraði
Oskars Klava með skalla. Klava var
einn og yfirgefinn fyrir miðju marki
og það var Kári Árnason sem átti að
passa Klava.
Þar með voru Lettar komnir á
bragðið og fjórum mínútum síð-
ar náðu þeir forystu. Eftir klaufalegt
brot Kristjáns Arnar Sigurðssonar
fengu Lettar aukaspyrnu við víta-
teigshornið. Miðjumaðurinn Jurifs
Laizans tók spyrnuna og skoraði með
skoti á nærstöngina. Skotið var ekki
fast og engin spurning að Árni Gaut-
ur átti að gera betur í markinu.
Á 37. mínútu skoruðu Lettar
þriðja markið og aftur kom mark eft-
ir hornspyrnu. Eftir vandræðagang í
vítateig Íslands fékk Maris Verpakov-
skis boltann, hann hafði nægan tíma
til að snúa sér og skoraði með skoti af
stuttu færi.
hræðileg byrjun á
síðari hálfleik
3–1 var staðan í hálfleik og það
stóð ekki steinn yfir steini í leik Ís-
lands. Hafi íslensku leikmennirn-
ir gert sér vonir um að byrja síðari
hálfleikinn vel, tók það Letta aðeins
nítján sekúndur að skjóta Íslendinga
niður á jörðina.
Lettar byrjuðu með boltann í síð-
ari hálfleik. Jurijs Laizans sendi út
á hægri kant og var sparkaður nið-
Eiður smári guðjohnsen bætti markamet ríkharðs jónssonar þeg-
ar hann skoraði tvö mörk gegn Lettum. Það dugði hins vegar ekki til
því lettar unnu sannfærandi 4–2 sigur á slökum Íslendingum.
dAgur svEinn dAgBjArtsson
blaðamaður skrifar: dagur@dv.is
HöRmuLEG FRAmmISTAðA
meiddur grétar rafn Steinsson
þurfti að fara meiddur af velli.
kristján Örn sigurðsson
berst um boltann.
DV Sport mánudagur 15. október 2007 13
Emil HallfrEðsson
„Þetta byrjaði rosalega vel og maður
hélt að við myndum vinna þetta eftir
byrjunina. en við vorum slappir
varnarlega, allt liðið ekki bara öftustu
fjórir. Við fengum alveg einhver færi og
við hefðum alveg getað sett fleiri mörk.
oft komu ágætissóknir í síðari hálfleik
en við náðum ekki að klára þær. en það
verður að segjast að þetta fjórða mark
þeirra kláraði leikinn.“
JóHannEs Karl GuðJónsson
„Við í sjálfu sér náðum að byrja
ágætlega en einhverra hluta vegna
komust þeir inn í leikinn og mér fannst
við vera eitthvað taugastrekktir og
náðum ekki að þétta okkur. Við vorum
allt of opnir og þegar kantararnir komu
inn á völlinn mynduðust þarna holur. en
við fengum mörk á okkur úr föstum
leikatriðum.
Við vorum náttúrlega miklu betri aðilinn
í leiknum í síðari hálfleik og við höfðum
trú á því að við gætum jafnað. en
markmaðurinn varði oft vel hjá þeim og
síðasta sending klikkaði oft en svona er
þetta bara. “
raGnar siGurðsson
„Í byrjun vorum við ekki nógu vel
stemmdir og þeir teygðu vel á okkur og
alls staðar voru fríir menn hjá þeim. Við
vorum allt of langt frá þeim og þorðum
ekki að mæta þeim ofarlega í fyrri
hálfleik, því þeir eru með snögga
framherja. en í síðari hálfleik ákváðum
við að mæta þeim enda fengum við fullt
af færum og þeir ógnuðu okkur sjaldan
á bak við okkur. Við teljum okkur
kannski frekar geta spilað fótbolta gegn
Lettum en öðrum þjóðum og við
sóttum stanslaust í síðari hálfleik. en
föstu leikatriðin urðu okkur að falli.“
Gunnar HEiðar Þorvaldsson
„Ég á ekki orð yfir því að við höfum
tapað hér heima 4–2 fyrir Lettum. en ég
meina hver einasti maður hjá þeim gat
tekið boltann,
snúið sér og gert
hvað hann vildi við
boltann. Við litum
út eins og ég veit
ekki hvað.
Við ætluðum að
koma til baka og
selja okkur dýrar í
síðari hálfleik. Ég
hélt að við
myndum valta yfir þá í byrjun en þeir
komust inn í leikinn og svona er þetta
bara, þetta var ekki alveg að ganga.“
Árni Gautur arason
„mér fannst ég byrja vel en svo skora
þeir upp úr föstu leikatriði. Ég átti lítið í
það. en í aukaspyrnunni hefði ég
kannski mátt gera betur, ég þarf að
skoða það í sjónvarpinu. boltinn var
nálægt stönginni og svona, en við
sjáum til.“
Eiður smári
Guðjohnsen
Skoraði tvö mörk og
bætti markametið.
barðist eins og ljón en
því miður voru aðrir ekki í
takt við eið.
Kári Árnason
gaf miklu fleiri sendingar
á Letta en Íslendinga.
Þótt menn spili ekki í
sinni stöðu er lágmarks-
krafa að landsliðsmaður
geti sent á samherja.
Grétar rafn steinsson
Var ógnandi þann stutta
tíma sem hann var inni
á. Þurfti að fara af velli á
25. mínútu vegna
meiðsla.
Gunnar H. Þorvaldsson
Sást einu sinni í leiknum
og klúðraði þá dauðafæri.
Hefði átt að fara af velli
miklu fyrr enda í engum
takt við leikinn.
Helgi sigurðsson
ekki eftirminnileg
innkoma hjá Helga enda
erfitt að koma inn á í
þeirri stöðu sem upp var
komin.
Ármann smári
Björnsson
kom inn á í stöðunni 2–4
og tvær mínútur eftir.
Furðuleg skipting. Hafði
engan tíma til að setja
mark sitt á leikinn.
3
7 4
maður leiksins
6
Eiður smári Guðjohnsen
SAGT EFTIR LEIK
4
„Ég er gríðarlega svekktur og sér-
staklega með fyrri hálfleik. Það var
einbeitingarleysi og agaleysi í okkar
leik í fyrri hálfleik. Við fengum þrjú
mörk á okkur úr föstum leikatriðum
og spiluðum illa. Við stóðum langt
frá mönnum og vorum bara hlaup-
andi á eftir þeim. Það gengur eng-
an veginn. Menn verða að vera á
tánum, annars fáum við alltaf mörk
á okkur,“ sagði Eyjólfur Sverrisson
landsliðþjálfari eftir leikinn.
Hann sagði að hann hafi ætlað
að gera áherslubreytingar í síðari
hálfleik en fjórða markið hafi komið
sem rothögg. „Við ætluðum að þétta
leikinn. Það var allt of langt á milli
sóknar og varnar og þeir höfðu allt-
af möguleika á að senda á sóknar-
mennina. Það var allt of mikið svæði
fyrir þá til að hreyfa sig.
Við ætluðum að þrýsta liðinu upp
í seinni hálfleik, sem og við gerð-
um. Menn voru miklu ákveðnari.
En að fá á sig mark á fyrstu mínútu
var gríðarlega dapurt. Við reyndum
eftir það og fengum færi. Markvörð-
urinn varði nokkrum sinnum vel og
við gáfum allt í þetta í seinni hálf-
leik,“ sagði Eyjólfur og bætti við að
það hafi samt sem áður ekki komið
til greina að gera mannabreytingar í
hálfleik.
Hann sagði að hugarfarið fyrir
leikinn hafi verið mjög gott. „Alveg
eins og hefur verið í síðustu leikjum.
Við skoruðum mark strax í byrjun og
þá var eins og það hafi dofnað yfir
liðinu. Það var bara værukærð yfir
liðinu og það var eins og við værum
að bíða eftir að þeir myndu jafna,“
sagði Eyjólfur.
Hann sagði einnig að það hafi
riðlað leik liðsins að missa Grétar
Rafn af velli. „Það var akkúrat hans
maður sem var aleinn í teignum og
skallaði boltann inn. Þá voru menn
ekki búnir að átta sig á því hver ætti
að taka hann. Það er gríðarlega
svekkjandi. Þeir létu okkur finna fyr-
ir því og við vorum bara í einhverj-
um prímadonnuleik í fyrri hálfleik,“
sagði Eyjólfur.
Spurður um sína stöðu sem
landsliðþjálfari sagði Eyjólfur að sú
ákvörðun væri í höndum KSÍ. „Ef
maður reiðist telur maður upp að
tíu og tekur skynsamlegar ákvarð-
anir. Ég er fyrst og fremst bara gríð-
arlega svekktur með að við höfum
ekki náð að halda sama dampi og
hefur verið,“ sagði Eyjólfur.
SpILuðum ILLA
Eyjólfur sverrisson landsliðsþjálfari var gríðarlega svekktur eftir leikinn:
ur skömmu síðar. Dómarinn beitti
hagnaðarreglunni og sókn Letta hélt
áfram. Aleksejs Visnakovs sendi bolt-
ann fyrir mark Íslands þar sem Kristj-
án Örn Sigurðsson skallaði boltann
beint fyrir fætur Maris Verpakovskis
sem skoraði.
Lettar voru þar með komnir í
mjög vænlega stöðu og ekkert annað
fyrir þá að gera en að bakka og halda
sinni stöðu.
Ísland náði hins vegar að klóra í
bakkann á 53. mínútu þegar Eiður
Smári skoraði sitt annað mark. Emil
Hallfreðsson gaf á Eið Smára sem lék
á varnarmenn Letta og skoraði með
laglegu skoti í hornið fjær.
Lengra komust Íslendingar ekki
og 4–2 sigur Letta því staðreynd. Sig-
ur Letta var fyllilega verðskuldaður.
Ísland spilaði tvisvar við Letta í und-
ankeppninni og tapaði samtals 8–2.
Lettar hafa skorað níu mörk í undan-
keppninni og átta þeirra komu gegn
Íslandi. Níunda markið var sjálfs-
mark Norður-Írans Chris Baird í 1–0
sigurleik Letta.
Nú er það svo að árangur þjálf-
ara er metinn eftir úrslitum en ekki
frammistöðu. Það er deginum ljós-
ara að úrslit Íslands í þessari undan-
keppni eru heilt yfir slæm og spurn-
ing hvor tími Eyjólfs Sverrissonar
með landsliðið sé ekki liðinn.
Ísland hefur fengið á sig 21 mark
í undankeppninni til þessa. Aðeins
fjögur lið af þeim 50 sem taka þátt
í undankeppnini hafa fengið fleiri
mörk á sig og það eru Færeyjar, San
Marínó, Andorra og Liechtenstein.
Eiður smári Guðjohnsen
Var besti leikmaður Íslands.
1-0 fyrir Ísland Ísland
byrjaði vel í leiknum
Eyjólfur Í þungum þönkum
„Ísland spilaði illa í leiknum“
15. október
2007
n Síð s steinlágum við fyrir Lettum í Laugardal n A freð og Kolbeinn geta víst spilað saman
Hjörvars Hafliðasonar
Hápressa
Í
sland tekur á móti Lettum á
morgun, laugardag, í undankeppni
EM. Eins og allir vita erum við
komin á EM. Leikirnir sem eftir
eru gegn Lettum og Ty kjum skipta
máli því hagstæð úrslit gætu þýtt ð við
yrðum í 3. styrkleikaflokki þeg r dreg-
ið verður í riðlakeppni EM í desember.
Ég gleymi því aldrei þegar við mætt-
um Lettum síðast á Laugardalsvelli
í októbermánuði 2007. Það var kalt
og við skíttöpuðum 4–2. En leikurinn
verður í minnum hafður því Eiður
Smári Guðjohnsen varð þá markahæsti
landsliðsmaður sögunnar. Sló þá met
Ríkharðs Jónssonar sem var 17 mörk.
Alls eru fjórir leikmenn í leik-
mannahópi Íslands í dag sem voru
í hópnum 2007, Ragnar Sigurðsson,
Eiður Smári Guðjohnsen, Kári Árna-
son og Emil Hallfreðsson. Fjórum
dögum síðar töpuðum við 3–0 á móti
Liechtenstein.
Alfreð og Kolbeinn
geta byrjað saman
Það er þekkt mýta á meðal íslenskra
knattspyrnuáhugamanna að Alfreð
Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson
geti ekki leikið saman í fremstu víg-
línu. Það er rangt að mínu mati. Þeir
félagar léku mjög vel í eina leikn-
um sem þeir hafa byrjað saman í
undankeppni undir stjórn Lars og
Heimis.
Það var í leik gegn Slóveníu fyr-
ir tveim árum. Leikur sem tapaðist
2–4 en sóknarleikurinn var glimrandi
gó ur. Hafa ber í huga að Gylfa Sig-
rðsson, langbesta leikmann Íslands
í síðustu tveimur undankeppnum,
vantaði í leikinn.
Lars og Heimir hafa ekki viljað
prófa þá félaga en nú er kominn
tími til að láta á það reyna. Önnur
líkleg útfærsla á framlínunni gæti
verið; Kolbeinn/Jóhann Berg (sem
við sáum gegn Tékkum heima), Kol-
beinn/Jón Daði (byrjað sex leiki í
undankeppninni) eða jafnvel Kol-
beinn/Eiður (sem við sáum gegn
Kasökum úti). n
Breyttir
tímar
Meðfylgjandi
mynd og
fyrirsögn var
birt í DV eftir
tapleikinn við
Letta 2007.
Ekkert verið
að skafa af
því. Fjórir
núverandi
leikmenn ís-
lenska lands-
liðsins voru
þá í hópnum;
Eiður Smári,
Emil, Kári og
Ragnar.
Kaldur Kolbeinn
Kolbeinn Sigþórsson, fremsti
sóknarmaður íslenska lands-
liðsins, gekk til liðs við Nantes í
Frakklandi í sumar. Kolbeinn hefur
enn ekki komist á blað í Frakklandi
í markaskorun en hefur nú þegar
fengið rautt spjald og tvö gul spjöld
í þeim sjö leikjum sem hann hefur
leikið í Frakklandi.
Þegar betur er að gáð kemur
í ljós að á árinu 2015 hefur Kol-
beinn aðeins skorað tvö mörk með
félagsliði. Eitt gegn Heracles og
eitt gegn Pec Zwolle í apríl fyrir
Ajax. Þá hefur hann aðeins gert
eitt landsliðsmark á árinu, markið
mikilvæga gegn Tékkum hér heima
í júní. En Kolbeinn er markaskorari
af guðs náð. Hann skorar á laugar-
daginn, jafnvel tvö mörk. n
Hjálmar
Jónsson Ari
Freyr
Emil
Hallfreðs
Bi kir
Bjarn
Kristján
Sigurðsson Birkir
Sævars
Grétar
Rafn
Jóhann
Berg
Árni Gautur Hannes
Ívar
Ingimars
Ragnar
Sig
Gunnar
Heiðar
Kolbeinn
Sigþórs
Jóhannes
Karl
Gylfi
Sig
Eiður
Smári
Alfreð
Finnboga
Bry jar
Björn
Emi
Hallfreðs
Ragnar
Sig
Kári
Árna
Liðið 2007 sem tapaði fyrir
Lettum 4–2
(4-4-1-1)
Lið mitt á laugardag
(4-4-2)
Síðasti „alvöru“ leikur Eiðs á Íslandi
Leikurinn á laugardag markar
síðasta alvöru leik Eiðs hér á
Íslandi. Eiður er ekki að fara að
hefja aðra undankeppni með
okkur á næsta ári og einu
leikirnir sem landsliðið mun
leika hér á landi fram að EM í
Frakklandi verða æfingarleikir.
Stuðningsmenn ættu því að
muna að sitja og klappa sérstak-
lega fyrir Eiði Smára að leik
loknum það er alls ekkert víst að
hann spili aftur landsleik hér á
landi. n