Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Qupperneq 39
Helgarblað 9.–12. október 2015 Sport 31 Ögurstund frændþjóða n Norðmenn, Danir og Svíar eygja von um beint sæti á EM n Albanir og Norður-Írar í vænlegri stöðu Baldur Guðmundsson baldur@dv.is N orðmenn, Danir og Sví- ar og jafnvel Finnar eiga möguleika á að komast á EM í knattspyrnu í Frakk- landi næsta sumar. Fram undan eru tvær síðustu umferðirnar. Norðmenn standa ágætlega að vígi en bæði Danir og Svíar eiga í vök að verjast. Líklegast er að Danir og Svíar fari í umspil en frændur okkar Finnar þurfa á kraftaverki að halda til að ná umspilssæti. Ísland er eins og frægt er orðið komið á EM. Spennan í okkar riðli einskorðast við baráttu Hollendinga og Tyrkja um þriðja sætið, þar sem Tyrkir standa betur að vígi. Sæti í umspili í þeirra höndum en báðar þjóðir eiga eftir að mæta Tékkum. Hollendingar eiga eftir að fara til Kasakstan en Tyrkir taka á móti Íslendingum í lokaleiknum. Af öðrum liðum sem hafa komið á óvart má nefna Norður-Íra, sem eru efstir í F-riðli og Wales, sem leiðir í B-riðli. Þá hafa Albanir komið mikið á óvart og eru í vænlegri stöðu fyrir lokaleikina tvo. Þeir gætu gert Dönum skráveifu. Hér er rýnt í stöðu riðlanna í undankeppni EM, en úrslitin ráðast á mánudagskvöldið. Efstu tvö liðin í hverjum riðli komast beint á EM auk þess liðs í þriðja sæti sem hefur besta árangur- inn. Hin átta liðin, sem hafna í þriðja sæti, þurfa að spila hvert við annað í umspili um fjögur laus sæti. n A-riðill Stig Mörk Ísland 19 +12 Tékkland 19 +6 Tyrkland 12 +2 Holland 10 +3 Lettland 4 –12 Kasakstan 2 –11 Spennan í A-riðli snýst um hvort Holland eða Tyrkland kemst í umspil. Hollendingar eiga þægilegri leiki eftir en þurfa fleiri stig. Íslendingar og Tékkar hafa þegar tryggt sér efstu tvö sætin en berjast nú um hvort liðið endar ofar. Atlagan um umspilssætið ræðst að líkindum í loka- umferðinni. Leikir eftir: Ísland – Lettland Kasakstan – Holland Tékkland – Tyrkland Lettland – Kasakstan Holland – Tékkland Tyrkland – Ísland Spennustig 1/3 B-riðill Stig Mörk Wales 18 +7 Belgía 17 +14 Ísrael 13 +5 Bosnía H. 11 +2 Kýpur 9 –1 Andorra 0 –27 Spennan í B-riðli er hverfandi. Wales og Belgía eiga bæði eftir að mæta máttlausu liði Andorra og eru því sama og örugg á EM. Spennan um umspilssæti er þó mikil. Ísrael, Bosnía og Kýpur gætu öll gert atlögu að því en Ísrael stendur best að vígi. C-riðill Stig Mörk Spánn 21 +15 Slóvakía 19 +8 Úkraína 16 +9 Hvíta-Rússland 7 –7 Lúxemborg 4 –15 Makedónía 3 –10 Spánverjar og Slóvakar standa best að vígi en Spánverjar eiga heimaleik gegn Lúxemborg í fyrri umferðinni – og geta þar tryggt sæti sitt. Slóvakar eiga á sama tíma afar mikilvægan leik gegn Hvít-Rússum. Úkraínumenn, sem eru öruggir með sæti í umspili, geta stolið sætinu af Slóvökum ef hinir síðarnefndu misstíga sig á heimavelli. Þeir eiga þó Spánverja í lokaleiknum. D-riðill Stig Mörk Þýskaland 19 +15 Pólland 17 +22 Írland 15 +12 Skotland 11 +4 Georgía 6 –9 Gíbraltar 0 –44 Þjóðverjar ættu að eiga greiða leið á EM, jafnvel þótt Írar valdi þeim skrá- veifu í Dublin. Þeir eiga Georgíumenn á heimavelli í seinni umferðinni. Írar eiga bæði eftir að mæta Þjóðverjum og Pólverjum og þurfa á kraftaverki að halda til að komast beint á EM. Umspilssætið er innan seilingar en Skotar gætu gert atlögu að sætinu með því að vinna Pólverja á heima- velli. Þeir mæta svo slöku liði Gíbraltar í lokaumferðinni. E-riðill Stig Mörk England 24 +23 Sviss 15 +8 Slóvenía 12 +5 Eistland 10 –2 Litháen 9 –8 San Marínó 1 –26 Englendingar eru öruggir áfram og nánast má fullyrða að Svisslendingar séu það líka – þeir hafa þriggja stiga forskot á Slóvena og eiga heimaleik gegn San Marínó eftir. Slóvenar eru næstum öruggir með þriðja sætið enda eiga þeir eftir að leika við tvö neðstu liðin á meðan Eistar eiga eftir að mæta tveimur bestu liðunum. Röð liðanna mun líklega ekki breytast. F-riðill Stig Mörk Norður-Írland 17 +6 Rúmenía 16 +6 Ungverjaland 13 +2 Finnland 10 –1 Færeyjar 6 –7 Grikkland 3 –6 Hér leikur allt á reiðiskjálfi. Gullöld Grikkja er sannarlega á enda og Norð- ur-Írar eru á toppi riðilsins. Hver hefði trúað því? Rúmenar standa einnig vel að vígi en eiga eftir að mæta Finnum og Færeyingum. Það er eiginlega ómögulegt að spá fyrir um þennan riðil en Norður-Írar geta með sigri á Grikkjum á heimavelli tryggt sér sæti á EM. Rúmenar geta nánast tryggt sér farmiða vinni þeir Finna heima. Hér verður barist til síðustu mínútu, enda er enginn leikur gefinn. G-riðill Stig Mörk Austurríki 22 +13 Rússland 14 +13 Svíþjóð 12 +2 Svartfjallaland 11 +0 Liechtenstein 5 –19 Moldóva 2 –9 Austurríki hefur tryggt sér farseðil á EM en baráttan um annað og þriðja sætið er grjóthörð. Rússar hafa tveggja stiga forskot og þeim nægja líklega fjögur stig gegn Moldóvum og Svartfellingum. Svíar eiga aftur á móti auðveldari leiki eftir, gegn Liechtenstein og Moldóvu. Baráttan stendur fyrst og fremst á milli Rússa og Svía en Svartfellingar eiga tvo erfiða leiki fyrir höndum og þurfa á kraftaverki að halda. H-riðill Stig Mörk Ítalía 18 +6 Noregur 16 +2 Króatía 14 +11 Búlgaría 8 –2 Aserbaídsjan 6 –7 Malta 2 –10 Ítalía, Noregur og Króatía munu skipa þrjú efstu sætin í riðlinum. Röðin getur hins vegar breyst. Ítalir og Norðmenn eiga eftir að mætast innbyrð- is en sá leikur getur, vinni Króatar Búlgari í fyrri umferðinni, ráðið úrslitum um hvort það verða Norðmenn eða Króatar sem fylgja Ítölum beint á EM. Hin þjóðin fer í umspil. Fyrir frændur okkar er algjört lykilatriði að vinna Maltverja á heimavelli í fyrri umferðinni. I-riðill Leikir Stig Mörk Portúgal 6 15 +4 Danmörk 7 12 +4 Albanía 6 11 +4 Armenía 7 2 –6 Serbía 6 1 –6 Í þessum fáliðaða riðli getur allt gerst. Albanir eru, öllum að óvörum, í nokkuð góðri stöðu til að komast beint á EM. Þeir eiga tvo leiki eftir, gegn slökum Armenum og Serbum, þjóðum sem báðar eru úr leik. Danir eru sem stendur í öðru sæti en eiga aðeins eftir útileik við Portúgal. Albanir munu, fyrir leik sinn gegn Armenum, vita hvað þeir þurfa að gera í þeim leik til að komast beint á EM. Þeir eru þó þegar öruggir í umspil. Leikir eftir: Andorra – Belgía Bosnía H. – Wales Ísrael – Kýpur Belgía – Ísrael Kýpur – Bosnía H. Wales – Andorra Leikir eftir: Makedónía – Úkraína Slóvakía – H.-Rússland Spánn – Lúxemborg H.-Rússland – Makedónía Lúxemborg – Slóvakía Úkraína – Spánn Spennustig 1/3 Spennustig 2/3 Leikir eftir: Georgía – Gíbraltar Írland – Þýskaland Skotland – Pólland Þýskaland – Georgía Gíbraltar – Skotland Pólland – Írland Spennustig 1/3 Spennustig 2/3 Spennustig 3/3 Spennustig 3/3 Spennustig 1/3 Spennustig 3/3 Leikir eftir: England – Eistland Slóvenía – Litháen Sviss – San Marínó Eistland – Sviss Litháen – England San Marínó – Slóvenía Leikir eftir: Ungverjaland – Færeyjar N.-Írland – Grikkland Rúmenía – Finnland Færeyjar – Rúmenía Finnland – N.-Írland Grikkland – Ungverjaland Leikir eftir: Liechtenstein – Svíþjóð Moldóva – Rússland Svartfjallaland – Austurríki Austurríki – Liechtenstein Rússland – Svartfjallaland Svíþjóð – Moldóva Leikir eftir: Aserbaídsjan – Ítalía Noregur – Malta Króatía – Búlgaría Búlgaría – Aserbaídsjan Ítalía – Noregur Malta – Króatía Leikir eftir: Albanía – Serbía Portúgal – Danmörk Armenía – Albanía Serbía – Portúgal Grænmerktir leikir eru lykilleikir í riðlunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.