Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Side 40
32 Skrýtið Sakamál Helgarblað 9.–12. október 2015
PHILIPPE STARCK
Philippe Starck hefur útfært hugmyndir svo lengi sem hann man.
Þó háþróaðar hugmyndir hans hafi ekki fengið hljómgrunn kennara
hans, var hann þó um tvítugt búinn að afla sér heimsfrægðar og
viðurkenningar fyrir hönnun og arkitektúr.
Velkomin í stórglæsilegan sýningarsal
okkar að Draghálsi 14-16.
Gæði fara aldrei úr tísku
Banvæn hjúkrun
n katariina Pantila var hjúkrunarkona n reyndist vera einn af mörgum „englum dauðans“
Í
nóvember 2007 var í haldi finnsku
lögreglunnar 26 ára hjúkrunar-
kona, Katariina Pantila. Katari-
ina var grunuð um að hafa banað
tveimur andlega fötluðum sjúk-
lingum á endurhæfingamiðstöð í
Ylöjärvi, bæ í Vestur-Finnlandi.
Talið var að Katariina hefði vit-
andi vits gefið sjúklingunum ban-
væna skammta af insúlíni í mars
þetta sama ár. Einnig var hún grunuð
um að hafa orðið 91 árs konu að
bana á hjúkrunarmiðstöð í borginni
Nokia. Katariina hafði séð um um-
önnun þeirrar konu síðustu daga
hennar og hafði lík hennar verið
grafið upp og rannsakað. Við rann-
sóknina fundust leifar banvæns
magns af morfíni.
Katariina fékk hið sígilda
viðurnefni Engill dauðans.
Viðamikil rannsókn
Reyndar var dauðsfall þessarar
91 árs gömlu konu bara eitt fimm
dauðsfalla sem lögregluyfirvöldum
þótti ástæða til að kanna nánar. Um
var að ræða sjúklinga sem höfðu ver-
ið í umsjá Katariinu og höfðu líkams-
leifar þeirra verið grafnar upp tveim-
ur mánuðum fyrr, í september.
Það sem kom lögreglunni á spor-
ið var insúlíneitrun átta mánaða
gamals drengs, ættingja Katari-
inu. Drengurinn hafði veikst sökum
insúlíneitrunar í fjölskylduveislu í
sumarbústað í Kuru.
Atvikið varð til þess að lögreglan
kannaði nánar dauða vistmannanna
tveggja sem getið er í upphafi; 54 ára
karlmanns og 79 ára konu.
Morfín og insúlín
Hin ýmsu efni fundust í þeim líkum
sem grafin voru upp en við fyrstu sýn
virtist sem áðurnefnd 91 árs kona
hefði verið sú eina sem fékk ban-
vænan skammt af morfíni. Insúlín
fannst hins vegar í öllum líkunum
og þó hafði einungis einn umræddra
einstaklinga þjáðst af sykursýki.
Þegar þarna var komið sögu hafn-
aði Katariina alfarið að bendlast
þessum dauðsföllum með nokkrum
hætti og í raun var ekki hægt að sjá
nokkra ástæðu fyrir morðunum.
Hvað sem því líður var talið hafið
yfir allan vafa að Katariina væri sek
og þann 19. maí, 2009, fékk hún lífs-
tíðardóm og reyndist tilraun hennar
til að myrða varnarlaust þungt lóð á
vogarskálina.
Dauði Engils dauðans
Þann 8. mars, 2010, framdi Katariina
sjálfsmorð í fangaklefa sínum í Tur-
ku, þá 28 ára að aldri. Lífgunartil-
raunir báru ekki árangur. Viku áður
hafði áfrýjunardómstóll kveðið upp
þann úrskurð að lífstíðardómur-
inn sem Katariina fékk árið 2009
skyldi standa. Hvernig Katariina
Pantila framdi sjálfsmorð fylgir ekki
sögunni. n
Katariina Pantila Hvað fékk
finnsku hjúkrunarkonuna til að
fremja morð er ekki vitað.
„Það sem kom lögreglunni á sporið
var insúlíneitrun átta mánaða
gamals drengs, ættingja katariinu