Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Síða 42
34 Lífsstíll Helgarblað 9.–12. október 2015 Smart haustfatnaður fyrir smart konur Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464 Stærðir 38-54 Grænkálssnakk n Næstum því of hollt n Ljúffengt og einfalt G rænkál er auðvelt að rækta á Íslandi og notkun þess fer vaxandi. Það er náskylt öðr- um káltegundum, en einnig mustarði, piparrót og karsa. Grænkál er auðvelt að rækta í íslensku veðurfari en geymslutím- inn er frekar stuttur þegar búið er að uppskera, eða um vika í kæli. Það er hitaeiningasnautt og inni- heldur ríkulegt magn af A-, B- og C- vítamíni. Auk þess er það góð upp- spretta kalíums, fosfórs og járns, líkt og annað dökkgrænt grænmeti. Grænkál má elda á ýmsa vegu, steikja, sjóða, gufusjóða eða nota það hrátt í salöt. Sé það notað hrátt er best að hnoða það með olíu og sítrónusafa til þess að brjóta niður trefjar og gera bragðið mildara. Þurrkað og kryddað grænkál er fyrirtaks snakk sem getur komið í staðinn fyrir ýmsa óholla kosti, eins og kartöfluflögur eða bland í poka. Aðferðin er sáraeinföld og fljótleg og útkoman sérlega ljúffeng. Efni: 1 poki grænkál 2 msk. ólífuolía saltflög- ur chili-flögur Aðferð: Rífið grænkálið af stilk- unum og í hæfi- lega bita ofan í skál. Bætið olíunni við og blandið með höndun- um. Dreifið á bökunarplötu sem er þakin með smjörpappír. Stráið yfir saltflögum og chili-flög- um. Þurrkið við 200°C í ofni í 5–7 mínútur. Njótið! n Grænkálið tilbúið Ótrúlega ljúffengt og kláraðist hratt! #égerekkitabú n Íslendingar opna sig um geðsjúkdóma á samfélagsmiðlum H ópurinn Geðsjúk var stofn- aður á Facebook í byrjun vik- unnar og nálgast fjöldi með- lima annað þúsundið þegar þetta er ritað. Það eru vinkonurnar Silja Björk Björnsdóttir, Tara Ösp Tjörvadóttir og Bryndís Sæunn S. Gunnlaugsdóttir sem standa að hópnum. Allar eru þær með þunglyndi en Bryndís Sæunn er að auki með kvíða- og persónuleika- röskun. Þær hafa allar tjáð sig op- inberlega um sína reynslu og hafa í gegnum vinskapinn náð að styðja hver aðra. Blaðamaður náði tali af Silju Björk og ræddi við hana um tilganginn, tabúin og mikilvægi þess að tjá sig um geðsjúkdóma. „Ég hafði hugsað um þetta heillengi og eftir að Tara Ösp skrifaði grein á Pressunni um sína reynslu og auglýsti í leiðinni eftir fólki í ljós- myndaverkefnið 100 andlit þunglynd- is, rúllaði boltinn af stað. Við fengum Bryndísi Sæunni í lið með okkur og stofnuðum hópinn. Við höfðum allar látið okkur dreyma um að standa að svona verkefni og loksins, þegar við vorum orðnar þrjár, var eins og kraft- urinn og kjarkurinn yrði nægur.“ Fjölbreyttur hópur Með hópnum Geðsjúk vilja vinkon- urnar vekja athygli á geðsjúkdómum, opna umræðuna og afhjúpa að á bak við geðsjúkdómana er alls konar fólk með mismunandi sögur og mismun- andi andlit. „Það er svo ríkt í okkur að líta niður á þá sem eru með geðsjúkdóma. Fólk er talið furðulegt, skrítið eða aumingj- ar. Kannski er þetta enn meira áber- andi hér en víða annars staðar því við erum svo miklir víkingar, eigum að bíta á jaxlinn og harka af okkur. Það er verst að sjá fordóma og fáfræði í menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu og hjá stjórnvöldum. Til dæmis er al- veg fáránlegt að sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd. Við vonumst þess vegna til að umræðan og byltingin sem er að fara af stað á samfélags- miðlunum opni hug og hjörtu sam- félags og stjórnvalda. Það þarf að pæla í þessum málum og gera úrbætur.“ Miðlar reynslu Silja Björk vakti mikla athygli í fyrra þegar hún flutti TedX fyrirlestur um reynslu sína af þunglyndi og sjálfs- vígstilraun sem hún gerði árinu áður. Tugir þúsunda hafa horft á fyrirlestur- inn en hann er aðgengilegur á You- tube. „Ég hafði skrifað greinar um þung- lyndi, alveg frá því að ég greindist fyrst tvítug, og haldið marga fyrirlestra í grunnskólum, bæði um þunglyndið og sjálfsmorðstilraunina. Mig langaði að ná til breiðari hóps, og sótti um að vera með á TedX. Ég fékk þann heið- ur og sé alls ekki eftir því. Þetta var ein besta þerapía sem ég hef farið í gegn- um. Í kjölfarið hef ég fengið ótal skila- boð og kynnst fólki víðs vegar að úr heiminum. Það er greinilegt að það er ekki bara á Íslandi sem þörf er á að opna umræðuna.“ Silja Björk segir það mikilvægan þátt í bataferlinu að deila reynslu sinni og fá viðbrögð fólks. „Margir eiga erfitt með að tjá sig um reynslu sína af geðsjúk- dómum og það gagnast þeim að hlusta á einhvern sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað. Ef einhver hefði sagt við mig það sem ég er að segja við ann- að fólk í dag hefðu hlutirnir eflaust þró- ast öðruvísi hjá mér.“ Konurnar leiða Að sögn Silju Bjarkar hefur átakið farið frábærlega af stað. Í Facebook- hópnum hafa ótal notendur sett inn færslur þar sem þeir tjá sig um reynslu sína af þunglyndi, kvíða, áfallastreitu, geðhvarfasýki, geðrofi og ýmsum öðr- um geðsjúkdómum. „Konurnar voru fyrri til að tjá sig, kannski er það eðlilegt samfélagsins vegna. Það virðist frekar vera sam- þykkt að konur glími við geðsjúk- dóma, karlmenn mega ekki tjá sig á sama hátt og eiga erfitt með það vegna væntinga samfélagsins. En núna hafa þeir tekið við sér líka og við sjáum mikið hugrekki birtast í færsl- unum. Sumar sögurnar eru stuttar og aðrar langar, en það sem kom á óvart var að sjá allt þetta mismunandi fólk opna sig um reynslu sína. Geðsjúk- dómar eru partur af mannlegri flóru og það birtist sannarlega á síðunni. Viðbrögðin á Twitter hafa líka farið fram úr björtustu vonum og merkið #égerekkitabú er að birtast í gríð og erg í fæslum hjá alls konar fólki. Ég er ótrúlega þakklát og meyr yfir þessu. Viðbrögðin sýna að það verður að viðhalda umræðunni.“ n Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Bylting á samfélagsmiðlum Stöllurnar hvetja fólk með reynslu af geðsjúkdómum til að tjá sig og merkja færslurnar átakinu. Þunglynda þríeykið Bryndís Sæunn, Tara Ösp og Silja Björk eru konurnar á bak við Facebook-hópinn Geðsjúk. Silja Björk Opnar umræðu og eyðir fordómum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.