Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Síða 54
46 Fólk Helgarblað 9.–12. október 2015 GÓLFMOTTUR Við leigjum út gólfmottur í anddyri. Haltu fyrirtækinu hreinu og minnkaðu ræstingakostnað. Við sækjum og sendum. Fáðu verðtilboð! 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is E ins og Hollywood-stjörnur vita er stingandi augnaráð fjöl- miðlanna fylgifiskur frægðar- innar. Ljósmyndarar og blaða- menn skrá samviskulega niður hverja hreyfingu svo allra frægustu stjörnurnar geta ekki sinnt einföld- ustu erindum án þess að við hin get- um lesið um það í blöðunum. Sumir aðdáendur verða hins vegar svo hel- teknir af uppáhaldsstjörnum sínum að dálæti þeirra verður ekki leng- ur krúttleg forvitni heldur hreinlega sjúklegt og hættulegt einelti. Hér eru sögur af helsjúkum aðdáendum sem hafa heldur betur fengið sínar uppá- haldsstjörnur á heilann. n Eltihrellar stjarnanna Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera heimsfræg stjarna  Vildi djásn Justins Fangi einn, sem situr á bak við lás og slá eftir að hafa nauðgað og myrt 15 ára stúlku, fékk söngvarann Justin Bieber á heilann. Fanginn er sagður hafa beðið annan fanga að hjálpa sér að skera undan stjörnunni svo hann gæti fengið kynfæri söngvarans sem minjagrip. „Justin er myndardrengur. Ég myndi sænga hjá honum. Hann er löglegur svo ég myndi örugglega gera það,“ hafði annar fangi eftir honum.  Hrellir bað um nálgunarbann Setið var um ungstirnið Selenu Gomez árið 2012 af manni sem hélt því fram að hann hefði átt yfir 50 samtöl við Guð um það hvernig hann ætti að drepa stjörnuna. Eltihrellirinn hvatti stjörnuna til að fá nálgunarbann á sig þar sem hann treysti sér ekki til að halda sig frá henni.  Hótar morðum Poppstjarnan Taylor Swift hefur fengið nálgunarbann á karl sem heldur því fram að hann sé kvæntur söngkon- unni. Maðurinn hefur meðal annars hótað að drepa alla sem koma á milli þeirra. Í tölvupósti, bréfum og jafnvel tístum hefur hann lýst yfir ást sinni á söngkonunni. „Það er ekki mér að kenna ef einhver í fjölskyldu Taylor Swift lætur lífið. Ég elska hana skilyrðislaust og virði. Héðan í frá mun ég ganga með byssu á mér hvert sem ég fer.“  Elti Miley Miley Cyrus á fjölda aðdáenda en allavega einn þeirra fór langt yfir strikið. Aðdáandinn, karlyns, elti stjörnuna á röndum og hélt því staðfastlega fram að þau væru trúlofuð.  Klikkuð hugdetta Söngkonan Beyoncé fékk hrollvekjandi bréf árið 2009 frá manni sem var þess fullviss að söngkonan hefði verið drepin af eftirhermu sem stolið hefði lífi hennar. Einmitt.  Kynnti sig sem Guð Árið 2009 mætti kona ein óboðin heim til söngvarans og leikarans Justins Timberlake og kynnti sig sem Guð. Konan sagðist hafa verið valin á þessa jörð til að stjórna ásamt stjörnunni. Umrædd kona hafði áður verið með Axl Rose, söngvara Guns N'Roses, á heilanum og hafði margoft verið handtekin fyrir framan heimili hans.  Gróf skilaboð og teikningar Karlmaður sem fékk leikkonuna Umu Thurman á heilann lagði hana í áralangt einelti með grófum skilaboðum, teikningum og póstkort- um. Í einu kortanna hafði hann teiknað mynd af manni sem stóð við opna gröf með rakvélablað milli fingra sér. Maðurinn var dæmdur í fangelsi árið 2008.  Mætti vopnaður Árið 2013 mætti maður vopnaður byssu óboðinn á heimili kvikmyndastjörnunnar Söndru Bullock. Leikkonunni tókst að læsa sig inni í herbergi þar til lögreglan bjargaði henni og handtók manninn.  Geðsjúkur og hættulegur Madonna hefur verið í sviðs- ljósinu í langan tíma og hefur fengið sinn skammt af ógnvægilegum eltihrellum. Poppdívan var eitt sinn elt á röndum af geðsjúkum og hættulegum manni sem slapp af geðsjúkrahúsi. Maðurinn sagðist annaðhvort ætla að kvænast söngkonunni eða skera hana á háls, frá eyra að eyra. Lífverðir Madonnu skutu manninn þegar hann mætti á landareign hennar. Maðurinn lifði af og dvelur nú á bak við lás og slá. Annar heltekinn aðdáandi var dæmdur í tíu ára fangelsi eftir að hafa hrellt söngkonuna í langan tíma.  Elt á röndum Leikkonan Jennifer Aniston átti ekki sjö dagana sæla þegar karlmaður elti hana grimmt á rönd- um. Maðurinn birtist hvar sem leikkonan var og risti meðal annars „ÉG ELSKA ÞIG JENNIFER ANISTON“ á bíl sinn. Maðurinn var að lokum handtekinn og skipað að halda sér fjarri stjörnunni.  Óhugnanleg skilaboð Britney Spears hefur fengið sinn skerf af hugsjúkum aðdáendum. Árið 2002 sendi maður einn henni tölvupóst í miklu magni og myndir með skilaboðum á borð við: „Ég er að elta þig“. Þrátt fyrir nálgunarbann lét maðurinn sér ekki segjast fyrr en lífvörður poppprinsessunnar hótaði honum með byssu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.