Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Síða 2
Helgarblað 16.–19. október 20152 Fréttir Sveppasýkingar - í húðfellingum - Fæst í apótekum | Celsus ehf. | www.celsus.is Einföld og áhrifarík, húðvæn meðferð Þægilegur grisjuborði, passar í nára, undir brjóst og magafellingar. Engin krem eða duft. Sorbact - Græn sáralækning Klíniskar rannsóknir sýna bata á sveppasýkingu* hjá yr 85% þátttakenda *candida albicans Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast allir helstu sárasýklar og sveppir við umbúðirnar. Sýklarnir verða óvirkir og hætta að ölga sér, án sýkla- eða sveppadrepandi efna. Virkar á VRE og MOSA sárasýkla. Skaðar ekki nýjar frumur. Ótakmörkuð notkun. Engar aukaverkanir. Ekkert ofnæmi. Snýst um hundrað milljónir króna Magnús Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóri AFLs Sparisjóðs á Siglufirði og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar, er talinn hafa dregið sér um hundrað milljónir króna þegar hann starf- aði hjá sparisjóðnum. Hann var handtekinn í lok september vegna málsins. Vísir greindi frá málinu, en Ólafur Þór Hauksson, sérstak- ur saksóknari, staðfestir þetta í samtali við miðilinn. Magnús var handtekinn, ásamt öðrum manni, þann 29. september síðastliðinn eftir húsleit á Siglufirði vegna rann- sóknar á málinu. Málið komst upp þegar rannsókn fór fram í öðru máli. Magnús baðst lausnar á emb- ætti sínu sem forseti bæjarstjórn- ar Siglufjarðar fyrir um tveimur vikum. Hann hafði áður verið í árs veikindaleyfi frá störfum og hafði nýlega snúið aftur til starfa. Engar hraðasektir Lögreglumenn hafa sameinast um að veita ökumönnum ekki hraða- sektir, nema í fáum tilvikum. Í stað- inn veita þeir ökumönnum sem stíga of fast á eldsneytisgjöfina til- tal. RÚV segist hafa heimildir fyrir þessu. Þetta mun vera liður í kjarabar- áttu lögreglumanna en þeir hafa ekki verkfallsrétt. RÚV hefur eftir nafnlausum lögreglumanni að þeir séu með þessu að svelta ríkissjóð – sem vilji ekki mæta þeirra kröfum. Yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra staðfestir að mikil breyting hafi orðið á fjölda hraðasekta að undanförnu. Tölur um fjölda hraðasekta liggja ekki fyrir vegna verkfalla þeirra sem um þá skráningu halda. Þess má geta að hraðamyndavélar standa vaktina sem fyrr. „Ætlunin er ekki að finna einhvern sökudólg“ Katrín Jakobsdóttir óskar eftir rannsókn á afskiptum stjórnvalda á tímum „ástandsins Í kjölfar frumsýningar á heim- ildamyndinni „Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum“ eftir Ölmu Ómarsdóttur er „ástandið“ svo- kallaða á hvers manns vörum. Í myndinni er fjallað um þá sam- félagslegu vænisýki sem skapaðist hérlendis á hernámsárunum upp úr 1940 þegar samneyti hermanna og íslenskra kvenna fór mjög fyrir brjóstið á stjórnvöldum. Katrín Jakobsdóttir, þingmað- ur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, óskaði eftir því úr ræðu- stól Alþingis í vikunni að vistheim- ilanefnd rannsaki aðbúnað og með- ferð þeirra kvenna sem dvöldu á Kleppjárnsreykjum en í opinber- um gögnum er vísað til heimilisins sem „vinnuhæli fyrir lauslátar stúlk- ur“. Hún lagði einnig fram skriflega fyrirspurn til innanríkisráðherra vegna málsins þar sem þess er ósk- að að aðkoma ríkisins að málinu verði einnig rannsökuð. „Fólk vill að tekið sé á þessu“ „Ég varð svo hrærð yfir þessu máli við að horfa á þessa mynd og hún drífur mig af stað. Ég skynja á við- brögðum annarra í kringum mig að fólk vill að tekið sé á þessu,“ seg- ir Katrín. „Þetta mál er að stóru leyti órannsakað, ekki bara við- brögð samfélagsins heldur einnig til hvaða aðgerða stjórnvöld réðust í gegn konum á öllum aldri, þó að- allega ungum konum,“ segir Katrín. Hún bendir á þær fordæmalausu yfirheyrslur og persónunjósnir sem áttu sér stað til þess að finna út hvort konur hefðu samskipti við hermenn. Meðal annars var sjálf- ræðisaldur hækkaður úr 16 ára og upp í 20 ár til þess að unnt væri að beita barnaverndarlögum til þess að grípa inn í persónulegt líf þessara kvenna. Þær seku sendar á Kleppjárns- reyki Í myndinni kemur fram að fyrsti kvenkynslögreglustjórinn, Jóhanna Knudsen, skráði niður nöfn yfir 500 kvenna sem grunaðar voru um of náið samneyti við hernámsliðið. Aðeins þurfti að berast lítil slúð- ursaga til yfirvalda eða ábending um að einhver stúlka hafi sést í námunda við herskála til þess að viðkomandi yrði sótt af lögreglu- mönnum og færð til yfirheyrslu. Dæmi voru um að stúlkur voru þvingaðar í læknisskoðun til þess að kanna hvort meyjarhaftið væri rofið ef þær neituðu þráfaldlega sök. Ef stúlkur voru „sekar“ þá voru stúlkurnar fluttar á Kleppjárnsreyki. Valdið sársauka hjá mörgum kynslóðum „Ætlunin er ekki að finna einhvern sökudólg til að hengja upp á vegg. Ég tel það mikilvægt fyrir okkur sem samfélag að fara yfir það sem aflaga fer og draga lærdóm af því. Í þessu tilviki þá skuldum við þessum kon- um það,“ segir Katrín. Hún segir að taka verði tillit til þess að þarna sé samfélag sem er mótað af allt öðr- um viðhorfum en samfélag sam- tímans en þjóðin þurfi að gera þetta mál upp enda hafi þetta mál valdið miklum sársauka hjá mörgum kyn- slóðum. Einhverjar af stúlkunum sem dvöldu á Kleppjárnsreykjum eru enn á lífi en þrátt fyrir ítrekaðar óskir leikstjóra myndarinnar, Ölmu Ómarsdóttur, hefur enn engin stig- ið fram til þess að segja frá reynslu sinni enda skömmin líklega orðin þung byrði eftir alla þessa áratugi. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Ég tel það mikil- vægt fyrir okkur sem samfélag að fara yfir það sem aflaga fer og draga lærdóm af því. Í þessu tilviki þá skuldum við þessum konum það. Katrín Jakobsdóttir Heimildamyndin „Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum“ hafði mikil áhrif á þingkonuna. Mynd Sigtryggur Ari K ristjáni Einarssyni hefur verið sagt upp sem slökkviliðsstjóra Árnessýslu, eftir 22 ár í starfi. Honum er gefið að sök að hafa hækkað laun sín um 250 þúsund krónur á mánuði án heimildar. Hann hafi látið greiða sér og varaslökkvi- liðsstjóra sérstaklega fyrir bakvaktir án þess að mega það. Það var Fagráð brunavarna Árnes- sýslu sem sagði honum upp störfum og var Kristjáni gert að skila lyklunum þegar í stað. „Ég er verulega sleginn yfir þessu,“ hefur RÚV eftir Kristjáni en hann telur sig hafa verið að fylgja fyrirmælum þáverandi yfirmanns síns, Eyþóri Arnalds, sem var oddviti bæjarstjórnar Árborgar og stjórnar- formaður Brunavarna Árnessýslu. Kristján segir að varaslökkviliðs- stjóri, sem ráðinn var 2010, hafi neit- að að vinna bakvaktir án þess að fá þær greiddar. Hann hafi sagt upp störfum en fallist á að snúa aftur ef hann fengi sömu laun og Kristján. Í kjölfarið hafi verið ákveðið að koma á greiðslum fyrir bakvaktir en Krist- ján segist áður hafa staðið þær vakt- ir kauplaust. RÚV greinir frá því að slökkviliðs- menn í Árnessýslu séu mjög uggandi vegna uppsagnarinnar. n Slökkviliðsmenn slegnir Kristjáni vikið úr starfi eftir 22 ára feril

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.