Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Qupperneq 13
Fréttir 13
Forystumenn fjarverandi í verkfalli
Þann 13. apríl síðastliðinn stóð yfir verkfall
BHM og ætlaði þá allt um koll að keyra
meðal stjórnarandstæðinga á þingi þegar
bæði Sigmundur Davíð og Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra voru fjarverandi
fyrsta þingfund Alþingis eftir tveggja vikna
páskaleyfi þingmanna. Fréttum af slæmri
stöðu á sjúkrahúsum vegna verkfallsins,
sem ógnuðu öryggi sjúklinga, rigndi yfir
landsmenn og stjórnarand-
stæðan var bálreið.
„Það er
að teikn-
ast upp
sú mynd
hér, enn
og aftur,
að hér
er á
ferðinni svo ævintýralega léleg ríkisstjórn
að annað eins hefur ekki sést í stjórnmála-
sögu Íslands,“ sagði Róbert Marshall, þing-
maður Bjartrar framtíðar, af þessu tilefni.
Forseti Alþingis lagði þau orð í belg að hann
hefði freistað þess að fá ráðherrana tvo í
þingsal þennan dag, en hvorugur hefði átt
kost á því.
Síðar sama dag greindi Vísir frá því að
Sigmundur Davíð hefði verið viðstaddur
setningarathöfn heimsmeistaramóts karla
í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal um
kvöldið. Af þeim sökum hafði Sigmundur
afþakkað boð um að mæta í Kastljósið
á RÚV til að ræða afnám hafta og fleiri
veigamikil mál sem rædd voru á flokksþingi
Framsóknarflokksins sem farið hafði fram
helgina áður.
Helgarblað 16.–19. október 2015
Þegar stjórnarandstaðan saknar Sigmundar á þingi
forsætisráðherra fyrir að vera ekki til staðar til að svara fyrir mál n DV tók saman nokkur dæmi
Utanlandsferðir á óheppilegum tíma
Á kjörtímabilinu hafa ítrekað komið upp tilfelli þar sem Sigmundur Davíð
hefur ákveðið að bregða sér í frí eða utanlandsferðir í einkaerindum
á fremur óheppilegum tímum gagnvart starfi hans. Hér eru nokkur
þeirra. Um miðjan október 2013, þegar þing var tiltölulega nýsett, fór
Sigmundur til dæmis í frí til útlanda með fjölskyldunni við litla hrifningu
þingmanna og gagnrýndi meðal annarra Helgi Hjörvar, þingmaður
Samfylkingar, fjarveru hans í fyrirspurnartíma á þingi við það tilefni.
Einu upplýsingarnar sem fengust um fríið, sem DV fjallaði um, voru að
ráðherra væri að hvíla lúin bein og hlaða batteríin.
DV greindi frá því 20. mars 2014 að meira að segja Bjarni Benedikts-
son og aðrir samstarfsmenn Sigmundar í ríkisstjórninni vissu ekki af
ákvörðun forsætisráðherra að fara til útlanda í einkaerindum með
stuttum fyrirvara nokkrum dögum áður.
Í desember 2014, á lokaspretti fjárlagaumræðna, fór Sigmundur Davíð
aftur erlendis til að halda upp á afmæli eiginkonu sinnar án þess að vera
skráður á fjarvistaskrá þingsins eins og DV fjallaði um á þeim tíma.
Lengsta sumarfrí sögunnar
DV afhjúpaði þann 21. ágúst síðastliðinn
að engin ríkisstjórn síðastliðinn áratug
hið minnsta, hefði tekið sér jafnlangt
sumarfrí milli ríkisstjórnarfunda og nú-
verandi ríkisstjórn gerði síðastliðið sumar.
Þá liðu rúmar fimm vikur milli funda, sem
forsætisráðherra boðar, og gagnrýndi Árni
Páll Árnason, formaður Samfylkingarinn-
ar, þetta og fullyrti að þetta væri lengsta
sumarfrí íslenskrar ríkisstjórnar í sögunni.
Gagnrýndi hann harðlega að ríkisstjórnin
hefði ekki komið saman til að undirbúa
viðbrögð við innflutningsbanni Rússa á
íslensk matvæli.
Aðstoðarmaður forsætisráðherra sagði
í samtali við DV að aðalskýringin væri að
enginn ráðherra hefði óskað eftir fundum
í sumar en að mikil samskipti og vinna hafi
þó átt sér stað á tímabilinu.
Sigmundur saknaði Jóhönnu
En því fer fjarri að Sigmundur Davíð sé
fyrsti eða eini forsætisráðherrann sem
gagnrýndur hefur verið fyrir fjarveru
sína. Hvort heldur sem er úr þingsal eða
landinu.
Þannig var Sigmundur Davíð, þegar
hann var þingmaður Framsóknarflokks-
ins, í tíð síðustu ríkisstjórnar allt annað
en sáttur með að Jóhanna Sigurðardóttir
væri stödd erlendis á sama tíma og kvóta-
frumvörp stjórnar hennar voru ræddar
í þingi í júníbyrjun 2012. Tók hann undir
gagnrýni þáverandi stjórnarandstöðu
á fjarveru Jóhönnu sem varð til þess að
ráðherrar ríkisstjórnar VG og Samfylkingar
sökuðu framsóknarmenn um lágkúru.
Sigmundur Davíð sagði að þótt kvóta-
málin ættu að vera á forræði þingsins
hefði Jóhanna Sigurðardóttir ekki farið
leynt með að hún ætlaði að ráða því máli,
niðurstöðu og vinnslu.
„Þess vegna hlýtur það að vera eðlileg
krafa af hálfu þingsins að hæstvirtur for-
sætisráðherra komi hér og svari fyrir þetta
mál sitt. Og hæstvirtur utanríkisráðherra
segir að við eigum að gefa hæstvirtum
forsætisráðherra sérstök grið af því að
ráðherra sé úti að semja við útlendinga
um sjávarútvegsmál. Ef að hæstvirtur for-
sætisráðherra … er nú farinn að semja við
útlendinga um sjávarútvegsmál, þá fyrst
þurfum við nú að hafa áhyggjur og kalla
hæstvirtan forsætisráðherra heim.“
Jóhanna hafði verið í opinberum
erindagjörðum erlendis þar sem hún sótti
meðal annars leiðtogafund Eystrasalts-
ráðsins í Þýskalandi.
Össur Skarphéðinsson, tók þá upp
hanskann fyrir Jóhönnu og benti á
að starfandi forsætisráðherra væri í
þingsalnum, á meðan Steingrímur J.
Sigfússon líkti gagnrýni stjórnarandstöð-
unnar þáverandi við „skrautsýningu“.
„Mér finnst það óskaplega lágkúrulegt
að nota þetta tækifæri til að veitast hér
að forsætisráðherra.“ Svona gengur nú
pólitíkin í furðulega hringi stundum.
Fjarvera
forsætisráðherra
gagnrýnd Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra hefur
margoft á kjörtímabil-
inu mátt sæta gagnrýni
stjórnarandstöðunnar
vegna fjarveru sinnar á
þingi. Mynd Sigtryggur Ari