Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Síða 14
Helgarblað 16.–19. október 201514 Fréttir
RÚMAllt fyrir svefnherbergið
Rúm | Sængurver | Springdýnur | Púðar og rúmteppi | Kistur og náttborð
Gaflar | Heilsukoddar | Dýnuhlífar og lök | Fylgihlutir Dalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is| rbrum.is
Íslensk
hönnun
Dæmd til að skila fyrirtækjum, íbúðum og lúxusbílum
n Héraðsdómur féllst á beiðni þrotabús Ingvars J. Karlssonar n Beiðni Margrétar Stefánsdóttur, eiginkonu hans, um endurupptöku verður tekin fyrir í dag n Deilt um alls 31 eign
H
éraðsdómur Reykja-
víkur rifti í byrjun sept-
ember ráðstöfunum
Ingvars J. Karlssonar, fjár-
festis og stjórnarformanns
heildverslunarinnar Karls K. Karls-
sonar, á meginhluta eigna hans til
Margrétar Stefánsdóttur, eiginkonu
Ingvars, með kaupmála sem þau
gerðu í janúar 2009. Þrotabú Ingv-
ars höfðaði málið og samþykkti
héraðsdómur að rifta tilfærsl um á
hlutum eða öllu hlutafé í 22 einka-
hluta- eða hlutafélögum, fjórum
fasteignum hér á landi, tveimur
íbúðum í London og þremur bif-
reiðum.
Margrét tók ekki til varna í mál-
inu og hefur farið fram á endur-
upptöku þess. Samkvæmt dómi
héraðsdóms tókst ekki að birta
stefnuna fyrir henni sjálfri en hún
á nú lögheimili í Serbíu. Endur-
upptökubeiðnin verður tekin fyr-
ir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag,
föstudag.
2,4 milljarða þrot
Dómurinn féll 2. september síð-
astliðinn en samkvæmt honum var
Ingvar úrskurðaður gjaldþrota af
kröfu Landsbankans í febrúar 2014.
Áður en hann og Margrét gerðu
kaupmálann átti Ingvar meðal
annars 78% hlut í fjölskyldufyrir-
tækinu Karli K. Karlssyni, sem fað-
ir hans stofnaði árið 1946, 12% hlut
í verðbréfafyrirtækinu Virðingu,
tvær íbúðir í London og einbýl-
ishús í Öskjuhlíð. Héraðsdómur
tók einnig fyrir ráðstöfun Ingvars á
þremur bifreiðum, samtals að fjár-
hæð 13,3 milljónir króna, sem hann
afsalaði til Margrétar nokkrum
dögum eftir að kaupmálinn var
gerður. Margrét var sambýliskona
Ingvars við undirritun kaupmál-
ans og fékk að henni lokinni eign-
irnar 31. Í dómi héraðsdóms kem-
ur fram að þau hafi skömmu seinna
gifst. Þrotabú Ingvars krafðist þess
að Margréti yrði gert að skila eign-
unum og féllst héraðsdómur á það.
„Með kaupmálanum voru
hlutir Ingvars í hlutafélögum og
einkahlutafélögum, sem hann átti
fyrir, eða verðmæti, sem kæmu í
stað þeirra, auk nánar tilgreindra
fasteigna í hans eigu, gerð að séreign
stefndu [Margrétar, innskot blm.].
[...] Með þessum ráðstöfunum var á
ótilhlýðilegan hátt komið í veg fyrir,
að eignirnar stæðu kröfuhöfum
til reiðu við fullnustu krafna sinna
á hendur þrotamanni, og mátti
stefndu vera kunnugt um það og
aðstæður þrotamanns á þeim tíma
sem sambýliskona hans,“ segir í
dómi héraðsdóms.
Vildi 900 milljónir
Þrotabúið fór fyrir dómi fram á
að Margréti yrði gert að greiða því
900 milljónir króna, eða lægri upp-
hæð, ef af afhendingu eignanna
yrði ekki. Guðjón Ármann Jónsson,
skiptastjóri þrotabúsins og hæsta-
réttarlögmaður, sagði í samtali við
Morgunblaðið í nóvember 2014
að gögn búsins bentu til þess að
Ingvar hefði ráðstafað til Margrét-
ar mestum hluta eigna sinna án
þess að greitt hefði verið fyrir þær.
Í dómi héraðsdóms segir að kröfur
á Ingvar hafi numið yfir 737 millj-
ónum króna í lok árs 2008. Skuld-
ir hans hafi aukist verulega í kjöl-
far falls íslensku bankanna sem
hafi að lokum leitt til gjaldþrota-
skipta á búinu. Ingvar hafi því, að
mati þrotabúsins, ekki átt eignir
umfram skuldir þegar kaupmálinn
var gerður og því ekki getað stað-
ið við skuldbindingar sínar. Hann
hafi því verið ógjaldfær, eða að
minnsta kosti orðið það við undir-
ritun kaupmálans, og það hafi Mar-
grét „vitað eða mátt vita“.
„Telur stefnandi [þrotabú
Ingvars], að við þessar aðstæður
hafi þrotamaður brugðist við
með því að koma nánast öllum
eignum sínum undan fullnustu
lánardrottna og stefnda [Margrét]
tekið meðvitaðan þátt í þeim
aðgerðum,“ segir í dómnum.
„Það komi berlega fram í
kaupmálanum, hvað þær eignir
varðar, sem þar eru færðar til
stefndu [Margrétar], og megi sjá
af sameiginlegu skattframtali
hjónanna fyrir árið 2009, að ekkert
gagngjald hafi komið fyrir hinar
yfirfærðu bifreiðar, enda stefnda
tekjulaus með öllu.“
Fluttu til Serbíu
Málið var höfðað með stefnu
skiptastjórans á hendur Margréti
sem var birt í Lögbirtingarblaðinu
þann 21. nóvember 2014.
Samkvæmt dómnum hafði þá ekki
tekist að birta henni stefnuna en
hún og Ingvar fluttu lögheimili sitt
til Belgrad, höfuðborgar Serbíu,
í október 2014. Skiptastjóri hafi
leitað „allra leiða“ til að koma
fram birtingu stefnunnar. Stefnan
hafi meðal annars verið þýdd á
serbnesku og „aðgerðum verið
hrundið af stað til birtingar hennar
á uppgefnu heimili í Serbíu“. Óþekkt
heimilisfang, slæmt aðgengi að
þarlendum stjórnvöldum og óvissa
um að Margrét hafi í raun flutt
heimilisfesti sína til Serbíu, hafi
takmarkað kosti til stefnubirtingar
í málinu.
„Fljótlega hafi þær rökstuddu
efasemdir vaknað um að heimili
stefndu [Margrétar] í Serbíu sam-
kvæmt skráningu hjá Þjóðskrá væri
ekki rétt og telur stefnandi nú, eft-
ir mikla eftirgrennslan, hafið yfir
allan vafa, að uppgefið heimilis-
fang fyrirfinnist ekki,“ segir í dómi
héraðsdóms þar sem komið er inn
á skýrslu sem skiptastjórinn fékk
serbnesku lögmannsstofuna HRLE
til að vinna og lagði fyrir héraðs-
dóm.
Porsche og Benz
Bifreiðarnar þrjár sem
þrotabúið vill fá eru af
gerðunum Mercedes
Benz, fólksbifreið
árgerð 2008,
sportjeppinn Porsche
Cayenne, árgerð
2004, og ellefu ára
gömul fólksbifreið af gerðinni Chrysler
300C. Samkvæmt dómi héraðsdóms
eru bifreiðarnar þrjár metnar á samtals
13,3 milljónir króna.
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is Fjölskyldufyrirtækið
Ingvar er í dag stjórnarfor-
maður heildverslunarinnar
Karl K. Karlsson.
Á meðal þeirra eigna sem þrotabú
Ingvars krafðist er 16,9% hlutur
í jarðafélaginu Lífsvali sem
Landsbankinn tók yfir í ársbyrjun
2012. Félagið var stofnað 2002 og var
gamli Landsbankinn einn af eigendum
félagsins frá upphafi og fjárhagslegur
bakhjarl þess. Lífsval var um tíma
stærsta jarðafélag landsins og átti þá
um 50 jarðir; bæði sauðfjárbú og kúabú
víðs vegar um land. Þar á meðal var jörð
á Flatey á Mýrum við Hornafjörð sem var
um tíma auglýst til sölu á 480 milljónir
króna. Eignir félagsins voru metnar á
ellefu milljarða króna í september 2012.
Á meðal annarra eigenda Lífsvals voru
Guðmundur A. Birgisson, kenndur við
Núp, og Ólafur I. Wernersson.
Átti hlut í stærsta jarðafélagi landsins