Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 16
16 Fréttir Erlent Helgarblað 16.–19. október 2015 V A R M A D Æ L U R 19 dBA *Við ábyrgjumst lægsta eða sama verð og sambærileg varmadæla frá öðrum söluaðilum. Smiðjuvegur 70 - gulgata - 200 Kópavogur Gæði, þjónusta og gott verð. Hámarks orkusparnaður. sen dum frÍ tt Út Á l and * Þrír fjórðu panta á netinu Breska skyndibitakeðjan Dom- ino's hefur tilkynnt fjárfestum að afkoma ársins verði miklu betri en væntingar stóðu til um. Business Insider greinir frá þessu og vísar í tilkynningu frá Dav- id Wild, framkvæmdastjóra fé- lagsins. Sala á flatbökum fyrir- tækisins hefur aukist mjög um gjörvalla Evrópu. Fyrirtækið þakkar síaukinni notkun Dom- ino's-smáforritsins árangurinn. Sífellt fleiri nota appið til þess að þurfa ekki að tala við manneskju þegar þeir panta pitsu. Þriðji ársfjórðungur 2015 er sá áttundi í röð þar sem söluaukn- ingin á milli ára er 10 prósent eða meiri. Salan í Bretlandi hefur aukist um 17 prósent á milli ára. Þrír fjórðu hlutar pantana hafa komið með rafrænum hætti, í gegnum netið. Löggan stöðvaði sjúkraflutning Sjúkrabíllinn reyndist óskoðaður og var kyrrsettur B retinn David Chalcroft fór í erf- iða aðgerð á dögunum þar sem annar fótleggurinn var tekinn af honum. Hann var í kjölfar- ið fluttur frá Southampton til Wales með sjúkrabíl. Á leiðinni stöðvaði lögreglan sjúkrabílinn vegna þess að hann var óskoðaður. Sjúkrabíllinn var kyrrsettur og Chalcroft mátti bíða í sex klukkustundir eftir annarri sjúkrabif- reið. Daily Mail greinir frá þessu. Leiðin frá sjúkrahúsinu í South- ampton á áfangastað – í Wales – er 240 kílómetrar og ætti ekki að taka nema rúma tvo tíma í sjúkrabíl. Á M4- hraðbrautinni kom hins vegar babb í bátinn. Lögreglumaður hafði gef- ið sjúkrabílstjóranum fyrirmæli um að stoppa. Chalcroft segir í samtali við Daily Mail að hann hafi orðið for- viða þegar hann heyrði hvers vegna sjúkrabíllinn staðnæmdist. „Dave, lögreglan er að stoppa mig,“ sagði bílstjórinn við hann. Hann bað um að hurðin yrði opnuð á sjúkrabíln- um svo hann heyrði hvað fram færi. Hann varð gáttaður þegar honum barst til eyrna að til stæði að senda nýjan sjúkrabíl af stað en sá var í 250 kílómetra fjarlægð. Hann fékk að vita að sjálfvirkur skanni í lögreglubíln- um hefði lesið bílnúmer sjúkrabílsins og að í ljós hafi komið að bíllinn væri óskoðaður. Ástandi Chalcroft hrakaði á með- an biðinni stóð svo lögreglan neyddist til að fylgja honum – í óskoðaða sjúkrabílnum – á sjúkrahús. Sjúkra- liðarnir á vettvangi höfðu ekki þjálfun til að gefa manninum morfín svo hann fór á sjúkrahús í Swindon. Þar mátti sjúklingurinn bíða í tvo og hálfan tíma áður en varabíllinn kom á vettvang. „Á þessu sex tíma ferðalagi, sem það tók að flytja mig til Wales, fékk ég engan mat og nánast engin lyf.“ Hann segir að bílstjórinn hafi verið handtekinn. Heilbrigðisyfirvöld hafa hafið rann- sókn á málavöxtum. n Breskur sjúkrabíll Manninum hrakaði mjög meðan á biðinni stóð. S ex þúsund föngum í banda- rískum fangelsum verður sleppt úr haldi dagana 30. október og fram til 2. nóv- ember. Þetta er stærsta að- gerðin af þessum toga sem nokkru sinni hefur verið ráðist í í Bandaríkj- unum en það er liður í því að vinda ofan af of þungum fíkniefnadóm- um og troðfullum fangelsum. Þungir dómar í fíkniefnamálum hafa verið til umræðu í bandarísku samfélagi í langan tíma, en umræðan hefur sótt í sig veðrið að undanförnu. Sérstak- lega er um að ræða dóma, svokallaða lágmarksdóma (e. mandatory mini- mum sentences) þar sem kveðið er á um að ef einstaklingur er tekinn með ákveðið magn af fíkniefnum verði að dæma hann í fangelsi í ákveðinn tíma. Dómarnir þykja þungir enda taka þeir ekkert tillit til samstarfsvilja ákærðu, fyrri dóma eða annarra atr- iða sem almennt geta komið til refsi- lækkunar. Lengd refsingarinnar er því bundin í lög. Unnið hefur verið að því frá 2013 að vinda ofan af slík- um dómum og breyta reglunum. Bara byrjunin Þessar aðgerðir eru þó aðeins byrj- unin á því sem hefur verið boðað. Líkur eru á að tæplega níu þúsund fangar verði látnir lausir undir byrjun næsta árs. Allt að gætu breytingarn- ar þýtt frelsi fyrir allt að 46 þúsund fanga á löngu tímabili. Fangarn- ir eru þó ekki að sleppa undan refs- ingu. Margir hafa afplánað lengi og jafnvel allt að helming dómsins sem þeir hlutu á sínum tíma. Hvert mál þarf að skoða sérstaklega og það eru dómarar sem fara yfir málið og taka ákvörðun um hvort hleypa eigi við- komandi úr fangavistinni. Barack Obama hefur meðal annars vakið máls á því að hann vilji koma á breytingum þegar kemur að því hvernig tekið er á afbrotamönn- um í bandarískum fangelsum og koma á umbótum í kerfinu öllu, frá ákæru og til refsingar. Sameinast Málið hefur vakið talsverða athygli, ekki síst fyrir þær sakir að það sam- einar bæði demókrata og fjölmarga repúblikana sem virðast sammála um að fjöldi fanga í kerfinu er fyrir löngu kominn yfir þolmörk. Menn eru ósammála um útfærslurnar, en flestir eru á því að kerfið, bæði alrík- isfangelsakerfið og fangelsi sem eru á forræði einstakra ríkja, sé óskilvirkt og skili því alls ekki að fangar geti snúið aftur í samfélagið eftir betr- unarvist. Kerfisbundin mismunun er einnig mikil og eiga svartir ungir karlmenn sérstaklega undir högg að sækja þegar að kemur að dómum og fangelsisvist. Þeir hljóta oftar talsvert þyngri dóma en aðrir. Árið 2013 voru rúmlega tvær milljónir manna að afplána dóma í bandarískum fangelsum og tæplega fimm milljónir voru á skilorði. Fyrir vikið voru um sjö milljónir á forræði bandarískra fangelsismálayfirvalda. Að auki voru um fimmtíu þúsund ungir afbrotamenn í unglingafang- elsum. Græða sárin Meðal þeirra sem fagna þessum um- bótum er Anthony Papa, talsmaður samtaka sem berjast fyrir breyting- um í fíkniefnamálum og vilja milda dóma. „Fíkniefnastríðið hefur rústað lífi fjölskyldna og lagt að velli heilu samfélögin. Það er tími til kominn að við getum farið að græða sárin. Það yljar mér að vita að sex þúsund manns fái að fara heim,“ segir hann, en hann var sjálfur dæmdur til 12 ára fangelsisvistar og afplánaði dóminn, vegna sömu reglna, það er lágmarks- refsinga í fíkniefnamálum. n Sex þúsund fá frelsi sitt n Bandaríkin vilja breyta fíkniefnadómum n Byrja á því að sleppa föngum Látnir lausir Fangarnir fá frelsi sitt á næstu dögum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Það er tími til kominn að við get- um farið að græða sárin. Á bráðamót- töku vegna fæðubótarefna Rekja má 23 þúsund heimsóknir á bráðamóttöku í Bandaríkjunum á ári til neyslu brennslu- og fæðu- bótarefna. Það þýðir að á hverj- um degi leita 63 einstaklingar þar í landi sér aðstoðar vegna vand- kvæða sem rekja má til neyslu þessara efna. Þetta kemur fram í ítarlegri og umfangsmikilli rann- sókn Lyfja- og matvælaeftirlits og Sóttvarnastofnunar Banda- ríkjanna þar sem skoðaðar voru heimsóknir á bráðamóttökur 63 sjúkrahúsa yfir tíu ára tímabil. Algengast var að um væri að ræða ungt fólk sem fann fyrir kvillum á borð við hjartsláttar- truflanir, ofnæmisviðbrögð, upp- köst og fleira. Ekki var skoðað hvort dauðsföll mætti rekja til neyslu efnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.