Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Síða 20
Helgarblað 16.–19. október 2015 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur S kömmu eftir hernámið í seinni heimsstyrjöldinni fór allt á annan endann í íslensku samfélagi vegna samskipta kvenna við setuliðið. „Ástandsstúlk- ur“ voru fordæmdar í dagblöðum og ráðamenn þjóðarinnar töluðu um að lauslæti og skækjulifnaður ógnaði íslensku þjóðerni og þjóðar- sóma. Í kjölfarið var gripið til for- dæmalausra mannréttindabrota; sjálfræðis- og frelsissviptinga ungra kvenna undir yfirskini björgunar.“ Svona hljóðar kynning á mynd Ölmu Ómarsdóttur, „Stúlkurnar á Klepp- járnsreykjum“. Þessi kafli í Íslandssögunni, sem Alma og hennar félagar fletta ofan af með gerð heimildamyndarinn- ar, er hrollvekjandi. Sérstöku ung- mennaeftirliti og ungmennadóm- stóli var komið á fót. Sjálfræðisaldur var hækkaður svo barnaverndarlög næðu yfir ungar stúlkur. Allt var þetta gert undir því yfirskini að stúlk- unum þyrfti að bjarga. Lögreglukona var ráðin til að njósna um kynsystur sínar og fjöl- margar konur voru dæmdar til vistar á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum. Ef íslensk stúlka fór í kvikmyndahús með hermanni gat hún átt á hættu að verða tilkynnt til þessara lög- regluyfirvalda. Jafnvel var tilefni til grunsemda ef kona vann á stað sem hermaður sótti. Mynd Ölmu tekur á þjóðar- skömm. Njósnað var um 500 ís- lenskar konur á öllum aldri. Margar voru dæmdar til vistunar á vinnu- hælinu og þær beittar valdi þar, meðal annars með einangrun. Þetta er hörmulegt mál sem þarf að upplýsa og fjalla um. Vonandi kaupir Ríkisútvarpið þessa heim- ildamynd og gefur þar með allri þjóðinni kost á að sjá hana. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur á þingi vakið máls á því að rannsaka þurfi aðgerðir stjórnvalda á þessum tíma. Hér er sett fram ein- dreginn stuðningur við þessa tillögu Katrínar. Þetta mál þarf að rannsaka. Það þarf að aflétta skömminni sem þessar konur upplifðu og burðuð- ust með í gegnum lífið. Það þarf að aflétta skömminni sem ættingjar og afkomendur upplifa, sumir hverjir enn í dag. Það þarf að koma þessari skömm þangað sem hún á heima. Þetta er þjóðarskömm. Einn liður í að upplýsa um voða- verk í sögu þjóðar er að tryggja að eitthvað sambærilegt endurtaki sig ekki. Því miður er það sennilega bor- in von þegar þessi hvatvísa og ref- siglaða þjóð á í hlut. En sættumst á að rannsókn upp- lýsi og upplyfti orðspori þessara kvenna. Maður fær velgju þegar maður hugsar til dægurlagatextans – Það er draumur að vera með dáta. Það varð að martröð að vera með dáta. n Þjóðarskömm Þetta er ofboðslega falleg saga Dagmar Jóhannesdóttir þekkti aftur flöskuskeytið sem dóttir hennar sendi fyrir átta árum. – DV Ég skil gremjuna Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ýldufýluna ekki alla daga ársins. – DV Sennilega fékk ég mest út úr ferðinni Rútubílstjórinn Hans Guðmundsson bauð 30 flóttamönnum í dagsferð. Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum Alma Ómarsdóttir hefur unnið þarft verk með gerð þessarar myndar. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „Maður fær velgju þegar maður hugsar til dægurlaga- textans – Það er draum- ur að vera með dáta. Það varð að martröð að vera með dáta. Sjálfstæðisflokkurinn án æsku Hið hægri sinnaða tímarit Þjóð- mál hefur fengið nýjan ritstjóra, en Óli Björn Kárason tekur við af Jakobi F. Ásgeirssyni. Athygli vek- ur að í fyrsta hefti undir stjórn Óla Björns er að finna greinar þar sem lýst er miklum áhyggj- um af stöðu Sjálfstæðisflokksins og litlu fylgi ungs fólks við hann. Óli Björn skrifar greinina „Reykja- víkurvandi Sjálfstæðisflokks- ins“ og í fyrirsögn á forsíðu segir „Sjálfstæðisflokkurinn í kreppu“. Ingvar Smári Birgisson, fyrrverandi formaður Heimdallar, skrifar svo grein undir fyrirsögninni „Flokkur án æsku“. Og ritstjórnarbréf Óla Björns hefur fyrirsögnina „Flokk- ur án æsku er flokkur án framtíð- ar“ en þar gerir hann grein Ingv- ars Smára að umtalsefni og deilir greinilega áhyggjum hans. „Fullkomlega óeðlilegir viðskiptahættir“ Ákvörðun Arion banka að selja 10% hlut í Símanum til útvalinna fjárfesta og viðskiptavina bankans á mun lægra gengi en varð niður- staðan í útboði Símans hefur verið gagnrýnd harðlega. Össur Skarp- héðinsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, kallar þetta „fullkom- lega óeðlilega viðskiptahætti“ þar sem verið sé að veita „gæðingum á silfurfati 720 milljónir“. Össur ætti líka að þekkja það vel þegar innvígðir komast í þær aðstæður að geta hagnast vel í aðdraganda hlutafjárútboðs. Þannig var greint frá því í Við- skiptablaðinu árið 2010 að Össur hefði verið á meðal þeirra sem ákváðu að selja stofnbréf sín í SPRON þegar ljóst varð í júlí 2007 að sparisjóðurinn yrði skráður á markað – og hagnaðist Össur um tugi milljóna á þeim viðskiptum. Sömu sögu er ekki að segja um þá sem keyptu bréfin. E kki minnist ég þess að BSRB hafi reynt að leggja stein í götu þeirra sem heyja verkfallsbar- áttu. Ekki á þann hátt sem for- ysta Alþýðusambands Íslands gerir nú gagnvart aðildarfélögum BSRB sem þessa stundina standa í erf- iðri baráttu. Á fyrsta degi verkfalls SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, til að knýja á um sameiginlegar kröf- ur félagsmanna sinna og Lands- sambands lögreglumanna, er þeim sendur tónninn! Óviðeigandi svikabrigsl Hástöfum kallar forseti ASÍ úr ræðupúlti að BSRB hafi yfirgefið „samræmda launastefnu“ verka- lýðshreyfingarinnar og hagfræðing- ur sambandsins segir um aðra op- inbera starfsmenn að „þeir séu algerlega á annarri plánetu í launa- þróun“. Samræmda launaþróunin, sem þarna er vísað til, lýtur að því að hækka beri lægstu launataxta um- fram þá hæstu en tilvísun í plánet- urnar vísar í meint himinhá kjör framhaldsskólakennara. Ágreiningur fyrr …. Ekki er BSRB alsaklaust af því að kýta ekki við önnur samtök launa- fólks og hefur í tímans rás oft verið núningur á milli samtaka. Það þekki ég af eigin raun sem fyrrum formað- ur BSRB til margra ára. Erfiðastur og sársaukafyllstur var ágreiningur við heildarsamtök háskólamanna, BHM, í tengslum við svokallaða Þjóðar- sáttarsamninga árið 1990. Undir- rótin að þeim ágreiningi var klásúla sem háskólamenn höfðu sett í sína samninga frá haustinu áður, að þeir skyldu sjálfkrafa fá allar hækkanir sem BSRB-félagar kæmu til með að semja um næsta hálfan áratuginn auk ávinnings sem metinn yrði vegna menntunar, peningaforráða og stjórnunarálags. Þetta var með öðrum orðum krafa um sjálfvirkar hækkanir auk þess sem kjaramunur á milli háskólamenntaðra og annarra starfsmanna, þá fyrst og fremst félaga í BSRB, yrði aukinn. Þetta vildi BSRB að sjálfsögðu ekki láta átölulaust. … og ágreiningur nú Að eðli til gerist hið sama í samn- ingum ASÍ og SA fyrr á þessu ári þegar sett er í samning ákvæði sem beintengdi uppsagnarákvæði inn á samningsborð annarra félaga. Og þar með er komið að þeim heiting- um sem nú eru á lofti. Þegar BSRB nú neitar að horfa upp á aukinn launamun í opinbera kerfinu þá er samtökunum annars staðar frá brigslað um svik og sagt að allt hið illa sem kunni að leiða af þessu verði skrifað á syndaregistur BSRB. Mismunandi kjaraumhverfi Nú vil ég virða það við ASÍ að vilja hækka lægstu taxta umfram aðra. En þá bið ég lesendur að reyna að skilja muninn á kjaraumhverfi almenna markaðarins og hins opinbera. Á almenna markaðnum eru það fyrst og fremst lægstu taxtar sem eru virkir og sums staðar er taxtakerfið með öllu óvirkt- þar ræður launa- skriðið eitt. Við þessar aðstæður verður krafa um hækkun launa ein- vörðungu krafa um hækkun lægstu launa. Hjá hinu opinbera er taxta- kerfi hins vegar við lýði alveg uppúr. Þeir sem kæra sig kollótta um aukna mismunun milli hópa, telja mikinn launamun jafnvel æskilegan, vilja taxtalaunakerfið fyrir bí. Þess vegna eigi að semja um lægstu laun en þar fyrir ofan eigi að gilda einstaklings- bundnir samningar háðir launa- skriði eftir aðstæðum á markaði hverju sinni. Með öðrum orðum, þessir aðilar gætu hæglega verið sammála því að fylgja hinni „sam- ræmdu“ stefnu forseta ASÍ! Þau sem hins vegar vilja halda í taxtakerfið, vilja passa upp á það í heild sinni. Þessarar skoðunar er ég fyrir mitt leyti. Æskilegt væri að mínu mati að semja um hver launamunur megi vera innan kerfisns en inn í frum- skóginn vil ég ekki halda! Tilmæli til Alþýðusambands Íslands Ég beini því til forystu ASÍ að hafa skilning á þessari vídd kjarabarátt- unnar. Hún er ekki tilræði við launa- jöfnuð, hún er beinlínis í anda launa- jafnaðar. Ef kallað er eftir samræmdri launastefnu þá verður að sýna þess- um veruleika skilning. Síðan eru það geimbúarnir sem hagfræðingur ASÍ segir framhaldskólakennara vera og mun hann þar sérstaklega vísa í gríðarlegar launahækkanir kennara á árinu. Samkvæmt mínum upp- lýsingum höfðu kennarar búið við meiri stöðnun í kjörum en flestir aðr- ir hópar hjá hinu opinbera, að ekki sé minnst á ýmsa hópa á almenn- um markaði sem notið hafa mikils launaskriðs undanfarin misseri. Þetta eru öll ósköpin! Þrátt fyrir meintar stjarnfræðilegar hækkanir eru byrjunarlaun fram- haldsskólakennara 372 þúsund eða 389 þúsund, háð menntun, en með- altaxtalaun þeirra munu vera 469 þúsund krónur. Það eru vissulega hærri laun en margir BSRB félagar búa við, byrjunarlaun sjúkraliða eru þannig 261 þúsund og meðal grunn- laun 300 þúsund kr. en byrjunar- laun lögreglumanns eru 278 þús- und krónur. Þetta eru upphæðirnar sem gagnrýnendur eru að hneyksl- ast yfir! Hver er ábyrgð hákarlanna? En væri nú ekki rétt að heiðra þann hluta þjóðfélagsins sem raun- verulega heldur sig á í háloftun- um, nefnilega skjólstæðinga Sam- taka atvinnulífsins, með því að leyfa þeim að vera með í samanburði á kjörum á Íslandi? Það eru einmitt þessir aðilar – hákarlarnir – sem mest tala um skaðsemi „höfrunga- hlaups“ kjarabaráttunnar sem þeir nefna svo. Vandinn er sá að þeirra sjónarhorn takmarkast við launa- fólk sem ekki nær hálfri milljón á mánuði. Hvað á að kalla yfirgang hákarlanna sem taka til sín milljón- ir á mánuði hverjum? Þeir eru ófá- ir á Íslandi, meira að segja ótrúlega margir, og sennilega hneykslunar- gjarnasti hluti samfélagsins. Gæti í þessum hópi legið hin raunveru- lega ábyrgð á því sem skaðlegt kann að vera í keðjuverkun á íslenskum kjaramarkaði? n Styðjum BSRB-félögin! Sunnudaginn 18. október verður safnaramarkaður í Síðumúla 17 (2. hæð) kl. 13 - 16 Mynt • Seðlar • Minnispeningar Barmmerki • Smáprent • Frímerki Póstkort o.fl. Sala • Kaup • Skipti MYNTSAFNARAFÉLAG ÍSLANDS Safnaramarkaður www.mynt.is sunnudagur 18. október Í S L A N D S • M Y N T S A F N A R A F É L A G • Ögmundur Jónasson alþingismaður Kjallari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.