Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Page 23
Helgarblað 16.–19. október 2015 Umræða 23 var miklu mikilvægara og hefur dug- að manni einna best, og það voru öll kvæðin og söngvarnir sem við lærð- um. Seinna, eftir að ég var búinn með grunnskóla, þá fór eitthvað úr tísku að láta krakka læra utan að; um það voru höfð hæðileg orð um páfagaukalær- dóm – þá var talið miklu mikilvægara að kenna fólki skilning frekar en að láta það romsa upp þulum sem það kannski botnaði ekkert í. En þetta held ég að hafi verið reginmisskiln- ingur. Því að fátt er heilanum hollara og skerpir betur gáfur en að leggja eitthvað á minnið. Ástarfaðir himinhæða Þegar ég hugsa til ljóða og söngva sem ég lærði í leikskóla og fyrstu bekkjum barnaskóla þá hvarfl- ar fyrst að mér að sumt af því hef ég varla heyrt síðan; ætli fólk sé búið að gleyma gömlu söngvunum? Syng- ur til dæmis einhver núorðið: „Ást- arfaðir himinhæða / heyr þú barna þinna kvak / enn í dag og alla daga / í þinn náðarfaðm mig tak.“ Nú fara eflaust einhverjir að tala um trúar- innrætingu, en ég blæs á slíkt; falleg ljóð eru bara falleg ljóð. Þegar mað- ur kom á jólaböll í skólanum, þá var sungið: „Ó hve dýrðlegt er að sjá / alstirnd himinfesting blá / Þar sem ljósin gullnu glitra / glöðu leika brosi og titra. / Og oss benda upp til sín / og oss beeenda uuupp til sín!“ Mað- ur verður allur hátíðlegur innum sig af að rifja þetta upp. Og auðvitað er þetta bara brotabrot af þeim fínheit- um sem fólk lærði þá. Mér dugði ekki Sonartorrek Þegar ég var kominn lengra, orðinn 11–12 ára, fékk ég kennara sem bjó til svona skemmtilega keppni um það hver í bekknum lærði flest kvæð- in eða erindin; verðlaun í boði. Og þá komst ég í mikið stuð, því að yf- irleitt átti ég ekki annars þess kost að vera hæstur eða bestur í neinu. Þá lærði maður langa bálka eins og Grettisljóð Matthíasar, Þórð kólka eftir Thomsen, Áfanga Jóns Helga- sonar og Urð og grjót Tómasar. Og þegar ég var kominn í menntó var ég enn í svo góðri æfingu eftir þetta að þegar íslenskukennari í miðj- um tíma svona spaugaði með okkur ungu kynslóðina, sagði að myndi lík- lega þýða lítið að láta okkur læra utan að langa kvæðaflokka forna, eins og þegar hann var í menntaskóla og menn voru ennþá menn, og lærðu að romsa upp Sonartorreki eða Ar- inbjarnarkviðu Egils Skallagrímsson- ar, þá gerði ég við hann veðmál um að ég myndi læra Sonartorrek fyrir næsta próf, öll 25 erindin, og spurði hvort ég fengi ekki tíu á prófinu ef ég myndi þá skrifa það upp? Hann féllst ljúfmannlega á það. Og ég lærði allan bálkinn, eða hélt mig gera það, skrif- aði hann niður orð fyrir orð á næsta prófi. En fékk ekki nema níu, minn- ir mig. Og þóttist heldur illa svikinn, spurði hverju þetta sætti? Svona fúsk Þessi góði kennari var allajafna glaðlegur maður, en við þessa um- kvörtun mína hvarf honum brosið og hann bauð mér að koma og skoða úrlausnarblaðið, þar sem ég hafði skrifað allt kvæðið. Og benti mér á að í 21. erindi hafði ég víxlað orðum á milli fimmtu og sjöttu línu. Að vísu, og það mildaði þessi afglöp nægi- lega til að hann gat þó gefið mér 9, þá breytti þetta ekki merkingunni og eyðilagði ekki bragarháttinn. En! Að öðru jöfnu ætti auðvitað að fella menn fyrir svona fúsk. Og það var auðvitað hárrétt hjá honum. n Það á að kenna krökkum kvæði „Þá gerði ég við hann veðmál um að ég myndi læra Sonar- torrek fyrir næsta próf, öll 25 erindin, og spurði hvort ég fengi ekki tíu á prófinu ef ég myndi þá skrifa það upp? Hann féllst ljúfmannlega á það. Benedikt Gröndal Málverk eftir Ólaf Th. Ólafsson. Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir Rykmoppur og sápuþykkni frá Pioneer Eclipse sem eru hágæða amerískar hreinsi- vörur. Teppahreinsivörur frá HOST Hágæða hreinsivörur – hagaeda.is og marpol.is – Sími: 660 1942 Frábærar þýskar ryksugur frá SEBO Decitex er merki með allar hugsanlegar moppur og klúta í þrifin. UNGER gluggaþvottavörur, allt sem þarf í gluggaþvottErum einnig með: Marpól er með mikið úrval af litlum frábærum gólfþvottavélum Tilboð fyrir hótel og gistiheimili í apríl/maí!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.