Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Síða 28
4 Bílablaðið - Kynningarblað Helgarblað 16.–19. október 2015 Bílasala Íslands – traust viðskipti í 20 ár Bílasalan í hjarta borgarinnar V ið stofnuðum þetta fyrir- tæki fyrir 20 árum, þegar við vorum tvítugir, og hvorugur okkar hefur unnið við neitt annað en að selja bíla; ég byrjaði sem bíla- sali 18 ára og er enn að,“ segir Ingi Garðar Friðriksson, annar eigenda Bílasölu Íslands, sem staðsett er í hjarta borgarinnar, í Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík. Bílasala Íslands fagnar nú 20 ára afmæli, en fyrirtækið er með sömu eigendur frá upphafi og hef- ur ávallt verið rekið á sömu kenni- tölu. „Þetta er eina bílasalan vest- an Elliðaáa, og fyrir íbúum í póst- númerum 101, 105 og 108 er þetta eina bílasalan á landinu því hing- að koma þeir og leita ekki ann- að. Fólkið hérna í hverfinu veit ekki einu sinni að það eru bílasöl- ur annars staðar,“ segir Ingi Garð- ar. Hann bætir við að þrátt fyrir netvæðinguna fari viðskiptin að mestu fram á planinu. „Sú gamla hefð Íslendinga að rúnta um og skoða á bílasölum lif- ir ennþá mjög góðu lífi hér. Hing- að kemur mikið af fólki og skoðar bíla á planinu hjá okkur,“ segir Ingi Garðar. Hann bætir við að líklega sé Bílasala Íslands aðalbílasalan meðal landsbyggðarbúa, enda kemur margt fólk utan af landi. Þar nýtur fyrirtækið nálægðar sinnar við flugvöllinn. Bílasala Íslands býður mjög fjölbreytt úrval af nýjum og not- uðum bílum. Oft er verðið mjög hagstætt, ekki síst vegna samstarfs fyrirtækisins við Bílaleigu Flug- leiða, sem er með mikið af sínum bílaflota í sölu á Bílasölu Íslands. Ingi Garðar segir að tilraunir þeirra félaga til að opna sölustað annars staðar í borginni hafi ekki gengið vel, því „hingað og ekk- ert annað vilja okkar viðskipta- vinir koma“. Þess vegna ákváð- um við bara að stækka við okkur hér og unum glaðir áfram hér í Skógarhlíðinni.“ n Bílasala Íslands Nóg af bílum á planinu til að skoða. Í þá gömlu góðu daga Eigendur Bílasölu Íslands á skrifstofu fyrirtækisins árið 1995.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.